Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 B 11 bílar FRUMSÝNING verður á hug- myndabílnum Toyota UUV á bílasýn- ingunni í Genf í næsta mánuði. Bíllinn er sagður þess eðlis að hann muni hrista upp í hefðbundinni bílahönnun. Toyota segir að bíllinn sé til marks um framsækni fyrirtækisins og rann- sóknir á nýjum markaðsmöguleikum. UUV er sagður vera blendingsbíll, gerður úr helstu eiginleikum hlað- baks, stallbaks og langbaks, sem sameinar kosti fjórhjóladrifsbílsins og helstu kosti fólksbíla, svo sem góða aksturseiginleika, hönnun og afl. Bíllinn er með stórar hjólaskálar eins og fjórhjóladrifsbílar að jafnaði og stór dekk. Bíllinn er 4.430 mm langur, 1.820 mm breiður og 1.650 mm á hæð. Hann er með mikið hjól- haf sem tryggir mikið innanrými. Í mælaborðinu er stór skjár þar sem bæði ökumaður og farþegi í framsæti geta stjórnað afþreyingar- tækjum bílsins og leiðsögukerfi. Kerfið er kallað Glass Vision og er framleitt af Denso. Skjárinn er þeim kostum búinn að geta varpað upp þrí- víddarmyndum. Toyota UUV sýnd í Genf Bíllinn er fjór- hjóladrifinn blend- ingur hlaðbaks, stall- baks og langbaks. Toyota UUV verð- ur sýnd í Genf. Stór skjár í mælaborði sýnir myndir í þrívídd. NÝR valkostur verður í boði strax ár- ið 2004 í flokki stórra lúxusbíla frá Hyundai. Bíllinn var frumsýndur á bílasýningunni í Chicago. Bíllinn kall- ast HCD-7 og er fernra dyra lúxusbíll með 4,5 lítra V8 vél, 270 hestafla. Hann er stærri en BMW 7 og vænta má að hann verði á mun lægra verði. Talsmaður Hyundai segir að HCD-7 verði afbrigði af Hyundai Centennial, sem hefur aðeins verið til sölu í Aust- urlöndum fjær í nokkur ár. Hann segir að Centennial hafi ekki verið settur á markað í Evrópu vegna þess að Hyundai vill fyrst byggja upp mark- aðsímynd fyrirtækisins áður en farið er að keppa á sama markaði og BMW og Mercedes Benz. HCD-7 er einmitt í sama stærðarflokki og BMW 7 og Mercedes-Benz S. HCD-7 verður með ABS-kerfi, spólvörn, sjálfvirkri stýr- ingu á veghæð bílsins og rafeinda- og vökvastýrða höggdeyfa með aðlög- unarhæfni að breytilegum aðstæðum. Allt á þetta að gera bílinn betur í stakk búinn að etja kappi við þýsku forystusauðina í þessum flokki bíla. Stór lúxusbíll frá Hyundai Stærri en BMW 7 en mun ódýrari.Nýr Hyundai verður með mjúkar línur. MARTRÖÐ hvers vörubílstjóra er að lenda í því að þungur og jafnvel full- hlaðinn vöruflutningabíll, hugsanlega einnig með aftanívagni, stöðvast í brekku og byrjar að renna aftur á bak. Stilling hf. hefur nú hafið innflutn- ing á sandkössum fyrir vöruflutn- ingabíla, rútur og strætisvagna. Kass- arnir eru festir fyrir framan drifhjól bílanna og dreifingu sands úr þeim er stýrt innan úr ökumannshúsinu. Með því að dreifa sandi framan við drif- hjólin fæst betra veggrip í hálum brekkum og auk þess getur stöðv- unarvegalengdin styst til muna. Inni í kössunum eru spaðar sem dreifa sandinum og auk þess er þar hitaele- ment sem kemur í veg fyrir að sand- urinn frjósi í kassanum. Autoline- kassarnir eru hannaðir í Noregi þar sem aðstæður eru svipaðar og hér á landi hvað varðar vetrarakstur. Búnaðurinn er núna til reynslu á einum af flutningabílum Flytjanda. Hann má einnig nota með snjókeðjum og einfalt er að taka kassann af og setja í geymslu á sumrin. Kassarnir eru framleiddir í nokkrum stærðum og taka þeir allt frá 60 upp í 90 kg af sandi. Tómir vega kassarnir 27–40 kg og eru þeir gerðir úr 1,5–2 mm þykku ryðfríu stáli og lokið er úr áli. Mót- orinn í kössunum gengur fyrir 12 volta straumi og sömuleiðis hitararnir. Sandkass- ar á vöru- bílana Eins og sést dreifist sandurinn reglulega fyrir drifhjólin. ...ferskir vindar í umhirðu húðar Enn eitt árið í röð nota keppendur í fegurðarsamkeppni Íslands Silhouette og Body scrub við undirbúning keppninnar. Ástæðan segir Dísa þjálfari vera: “Það snarvirkar, lærin þéttast og rassinn verður stinnari og flottur.“ Dísa í World Class segir: Enn eitt árið í röð Dísa í World Class TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Monte Carlo Z 34 árgerð 1999 (ekinn 28 þús. mílur), og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 19. febrúar kl. 12-15. TJÓNABIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í Toyota 4 Runner SR 5 tjónabifreið árgerð 2000, vél 3,4 l. 24 v, sjálfskiptur. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA C vítamín 500 mg Eflir varnir. Allt vítamínið í töflunni nýtist þér. C vítamín forði í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.