Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 7
Hyggi lesendur á ferð til Skot- lands og vilji leigja sér hús þá er slóðin www.uniquescot- land.com áhugaverð.  NORDIC DELI er heitið á nýrri veitingaþjónustu um borð í vélum Flugleiða frá Evrópu. Að sögn Ás- laugar Thelmu Einarsdóttur hjá upplýsingadeild Flug- leiða er Nordic Deli samheiti yfir léttan og fjölbreyti- legan kost í handhægum umbúðum eins og langlokur, samlokur og fleiri gerðir brauðmetis með fjölbreyttu fersku meðlæti og smámeti ásamt drykkjarföngum. „Með þessari nýjung erum við að koma til móts við kröfur farþega um léttari mat, sem skiluðu sér til okkar í skoðanakönnunum um borð.“ Unnið hefur verið að þróun þessarar þjónustu um nokkurra vikna skeið og að sögn Áslaugar hefur hún fengið jákvæðar viðtökur farþega á þeim leiðum þar sem hún hefur verið í boði. Með tilkomu þessarar þjónustu verður matarþjón- usta á almennu farrými í áætlunarflugi Flugleiða með þeim hætti að heitur morgunverður er borinn fram í morgunflugi til Evrópu frá Íslandi, Nordic Deli borið fram í miðdegisflugi frá Evrópu til Íslands en heit máltíð borin fram í síðdegisflugi frá Íslandi, og í flugi frá Bandaríkjunum. Ný veitingaþjónusta um borð hjá Flugleiðum LÍKT og síðastliðið sumar býður ferðaskrifstofa Vest- fjarðaleiðar upp á flugferðir til Sviss einu sinni í viku í sumar og er flogið með svissneska flugfélaginu Crossair. Flogið er til og frá Genf, en staðsetn- ing þeirrar borgar í Mið-Evr- ópu hentar vel til hvers kyns ferðalaga um Evrópulönd. Þetta er ein þekktasta borg Evrópu, enda er þar aðsetur flestra æðstu stofnana og sam- taka heimsins. Borgin er við suðvesturenda Genfarvatnsins, rétt við landamæri Frakklands og ekki er heldur ýkja langt að skreppa yfir til Ítalíu. Til- komumikil og áhugaverð ferða- mannasvæði eru innan seiling- ar og er þar nærtækast að nefna Alpana. Ferðaskrifstofa Vestfjarðaleiðar aðstoðar við að útvega bílaleigubíla og fleira og hefur hug að efna til hópferða á þessar slóðir er kynntar verða síðar. Flogið er út til Genfar sem fyrr segir vikulega, aðfaranótt laugar- dags, frá 14. júní til 17. ágúst, en komið er til baka á föstu- dagskvöldum. Vikulegt flug til Genf í Sviss  Nánari upplýsingar og bókanir eru hjá ferðaskrif- stofu Vestfjarðaleiðar, Skógarhlíð 10, Reykjavík, sími: 562-9950 og fax. 562-9912. MARGIR segja að vorin í París séu einstök. Kannski hafa ein- hverjir hug á að vera í heima- gistingu þegar þeir leggja leið sína þangað. Fyrirtækið Alcove & Agapes er með um hundrað heimili á sínum snærum vítt og breitt um París og það er hægt að koma með sér óskir eins og að falast eftir því að heimilis- fólkið sé listamenn, roskið fólk eða fjölskyldufólk og svo fram- vegis. Hinn möguleikinn sem við rákumst á er fyrirtækið Good Morning Paris og það er með um 40 herbergi til leigu. Heimagisting í París Morgunblaðið/Einar Falur Við Bastillutorg í París.  Alcove & Agapes 8bis rue Coysevox, 18th Netfang: infor@paris.bed- andbreakfast.com Good Morning Paris 43 rue Lacépéde, 5th Netfang:info@goodmorn- ingparis.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.