Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 B 9 ferðalög Í HÖFUÐBORG Svíaríkis, Stokkhólmi, eru margir áhugaverðir staðir að heimsækja. Útivistarsafnið Skansen var stofnað á þarsíðustu öld, árið 1891, og er vinsæll viðskomustaður fjölskyldna. Um 150 sögulegar bygg- ingar mynda ramma safnsins; hús, bóndabæir og verkstæði. Í dýrahaldi státar safnið af norrænum skepnum og má þar sjá elg, björn og úlf. Fram- andi dýr eins og slöngur og apar eru á sérsvæði. Litli Skans er ætlaður yngstu börnunum með kiðlinga, grís- arunga, endur og ketti. Í Vasasafninu er sænska orlofs- skipið Vasa til sýnis en það var smíð- að á 17. öld, sökk og hvarf sjónum manna í aldir en var sótt af sjáv- arbotni og endursmíðað. Bæði skipið og hlutir sem fundust í því eru áhuga- vekjandi. Línu langsokkspönnukökur Ævintýrin gerast í Junibacken þar sem maður kynnist veröld barna- bókahöfundarins Astrid Lindgren sem nú er nýlátin.Á veitingastaðnum er hægt að borða Línu langsokks- pönnukökur og staldri maður nógu lengi við mun Lína langsokkur koma í ljós með lögregluna á hælunum. Tæknisafnið Teknista museet býð- ur upp á marga spennandi hluti. Þar er t.d.hægt að semja tónlist með hjálp tölvu. Stærsta safnið í Svíþjóð Náttúrufræðisafnið Cosmonova er stærsta safnið í Svíþjóð með 18 millj- ónir sýningarhluta. Sýningar og kennsluefni spanna allt frá smæstu öreindum til uppbyggingar alheims- ins. Sýningin Vatnalíf segir frá dýrum og plöntum í lækjum, vötnum og hafi. Tölvur og smásjár auðvelda fólki að kynnast leyndardómum náttúrunnar. Fram í mars næstkomandi stendur yfir sýning um unga risaeðlanna. Cosmonova er aðeins tíu ára gam- alt safn og talið eitt það áhugaverð- asta á sínu sviði í heiminum. Fjölbreytt söfn og útigarðar í Stokkhólmi Stockholm Information/R. Ryan  Junibacken Galärvarvs- vägenSE-115 21 Stock- holmSweden Tel. +46-8-587 230 00.Fax +46-8-587 230 99.E-mail: staffan.af.kleen@- junibacken.se www.junibacken.se/eng/ info.html Nánari upplýsingar um nátt- úrufræðisafnið Cosmonova er á finna á slóðinni www.nrm.se/ cosmonova/set_top.html Göngu-Hrólfur og Úrval- Útsýn kynna gönguferðir Sunnudaginn 24. febrúar verða Göngu-Hrólfur og Úrval-Útsýn með kynningu á gönguferðum ársins. Fundurinn hefst kl 15 og verður haldinn á Hótel Loftleiðum. Rætt verður um hefðbundnar ferðir, byrj- andaferðir, orkuferð og gönguferðir með menningarívafi. Gianni og Giovanella samstarfsaðilar um ferðirnar á Ítalíu mæta á fund- inn. Jafnframt verður kynning á vegum Útilífs á útbúnaði. Aðgangseyrir með kaffi og kökum er 600 krónur. Vorferðir Bændaferða Bændaferðir í sam- starfi við Terr- aNova-Sól efna til nokkurra vorferða. Dagana 12. til 22. apríl og síðan einn- ig 21. apríl til 1. maí verður farið í ferðir að Gardavatni. Flogið er til Frank- furt, gist í Ulm fyrstu nóttina og þaðan ekið til Riva við Gardavatn. Þar verður gist í sjö nætur og farn- ar skoðunarferðir flesta daga m.a. til Feneyja og Veróna. Frá Riva verður ekið norður Sviss og endað í Oberkirch í Svartaskógi og þar gist í tvær nætur. Þá verður farið til Mosel frá 25. apríl til 2. maí. Flogið er til Frank- furt og ekið til Cochem við Mosel. Þar verður gist á góðu hóteli í sjö nætur og farnar fjölbreyttar skoð- unarferðir flesta daga m.a. til Rü- desheim, Koblenz, Trier, Bernkastel og fleiri staða. Innifalið í þátttöku- gjaldinu er morgun- og kvöldverður alla daga og allar skoðunarferðir. Skemmtanastjóri í þessari ferð verður harmonikkuleikarinn Jón Árni í Víkurnesi í Mývatnssveit. Það verður dansað og sungið á hverju kvöldi. Þátttökugjald í ferðunum er kr. 89.600 krónur til Riva en í Mosel- dalinn kr. 76.400 krónur. Fararstjóri í Ítalíuferðunum verður Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) en í Mosel Eyrún og Agnar. Kynning á Úrvals- bændaferðum Í fyrra gerði ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn sína fyrstu tilraun með Úr-  Kynningarfundur um Úrvals bændaferðirnar verður í dag kl. 16:00, sunnudaginn 17. febrúar, í Sunnusal Hótel Sögu, þar sem Friðrik G. Friðriksson kynnir ferðirnar. Gardavatn vals-bændaferðir svokallaðar og var ákveðið að endurtaka þær en fjölga þeim. Ferðirnar, sem nú eru í boði flytja menn um Portúgal og Spán, Þýska- land og Frakkland, Austurríki og Ítalíu og Tékkland, Austurríki og Ungverjaland. Fyrsta ferðin er farin 15. mars til Portúgals og Spánar, en þar eru ör- fá sæti laus og sú síðasta er í sept- ember. Með reyndum Úrvalsfar- arstjórum verður keyrt um Evrópu í glæsilegri rútu undir stórn íslensks bílstjóra. Innifalið í þessum ferðum er m.a. hótel, morgunverðarhlað- borð og flest kvöld verða snæddir kvöldverðir á ýmsum skemmtilegum stöðum með fararstjóra. Allar upplýsingar um Úrvals- bændaferðir gefa Silja Rún og Hel- ena í síma 5854140. Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.845 vikan. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, smá-rútur og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., sími 456 3745. fylkirag@snerpa.is www.fylkir.is ®Car Rental Malarhöfða 2, 110 Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli Sími 567 8300 • Fax 567 8302 Bíl í B-flokki í 7 daga: Netfang: budget@budget.is www.budget.is Bílaleigubílar um allan heim á betra verði Danmörk 23.200 kr. Þýskaland 22.200 kr. Krít, Grikkland 13.800 kr. Portúgal 9.700 kr. Í USA er verðið einnig sérlega gott Fermingarfötin komin... Opið í dag sunnudag, kl. 1-5 á Laugaveginum Jakkaföt 15.990. Stærðir 38-48 (Litir: Svart, dökkgrátt, ljósgrátt, grænt) Skyrta 2.990 (Litir: Bljósblátt, ljósgrátt, beige) Bindi 2.990 - Skór 8.990 Riffla-flauelsjakki 9.990 Riffla-flauelsbuxur 6.990 Stærðir 0-5 (Litir: Vínrautt, svart, dökkblátt) Bolur 3.990. (Margir litir) Skór 6.990 (Litir: Svart, hvítt, beige) Kjóll 8.990 Stærðir XS - XL (Litir: Svart, hvítt) Buxur 4.990 (Litir: Svart, hvítt, beige) Skór 6.990 (Litir:Svart, hvítt, beige) Hálsmen/kross 990 Laugavegi, s. 511 1717, Kringlunni, s. 568 9017 Einnig opið kl. 1-5 í Kringlunni Sendum í póstkröfu Nýtt kortatímabil H á rg re ið s la : P ri m a d o n n a /H e rd ís - B e g g a Blúndukjóll 9.990 (St. XS - XL) (Litir: Ljósblátt, ljósbleikt, beinhvítt) Kápa 10.990 (Litir: Svart, beinhvítt) Hálsmen/Kross 990 Skór 6.990 (Litir: Svart, hvítt, beige)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.