Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ en líklegt er talið að hann stafi af uppstreymi heits efnis í möttlinum sem hugsanlega á upptök við mörk möttuls og kjarna. Möttullinn er þykkasta lag jarðar, hann er á föstu formi en seigfljótandi og liggur á milli jarðskorpunnar, sem er 5–70 km. þykk og kjarnans sem er á 2.900 km dýpi,“ heldur Ingi áfram. Í stuttu máli var lagt upp með það meginmarkmið hjá Ísbráð að skilgreinalykil hugtök jarðvísinda, steinhvel og linhvel, sem ekki hafa áður verið skilgreind fyrir Ísland með beinum mælingum svo nokkru nemi. „Steinhvel er stíft efsta lag jarðarinnar sem myndar jarðplöt- urnar. Það inniheldur skorpuna og stífasta hluta möttulsins sem kall- ast möttullok. Linhvelið er seig- fljótandi fastefni undir steinhvel- inu og inniheldur hlutbráð sums staðar á jörðinni. Það er með öðr- um orðum kvika innan um fasta bergið. Steinhvelsplöturnar fljóta á lin- hvelinu og færast úr stað með plötureki. Út á þetta gengur land- rekskenningin. Jarðskjálftabylgjur af tegund yf- irborðsbylgna voru notaðar til að reikna út S-bylgju hraða jarðar- innar með góðri loftréttri ná- kvæmni niður á 100 til 150 km dýpi eftir landshlutum.“ Óvænt niðurstaða En hver er niðurstaða þessara rannsókna? „Niðurstaða þeirra er nokkuð óvænt. Í ljós kom að steinplatan er þykkust undir Austurlandi – rösk- lega 100 km þykk. Næstþykkust er platan undir Norðvesturlandi og Vestfjarðakjálka, um 75 km þykk, en undir miðju Íslands og norður- gosbeltinu er steinplatan 65 km þykk. Undir Vesturlandi og vest- ur-gosbeltinu er steinplatan 40 km að þykkt. Mest kemur á óvart hin mikla þykkt plötunnar undir Aust- urlandi. Þessi niðurstaða hefur vakið ýmsar spurningar og tilgátur. Ein tilgáta mín er sú að undir Austur- landi sé í raun „meginlandsflís“ af Grænlandi af sama toga og er í Jan Mayen-hryggnum.“ Gæti þetta þýtt að meiri líkindi séu á að olíu sé að finna á land- grunni fyrir utan Austurland? „Sú gæti verið raunin,“ svaraði Ingi og bendir jafnframt á að Steinar Guðlaugsson hjá Orku- stofnun geti svarað meiru um þetta mál en hann sjálfur. „Við fáum hins vegar ekki sömu jarðfræðilegu mynd frá þessum at- hugunum okkar og við höfum feng- ið frá öðrum athugunum þar sem yfirborð og fjöll eru skoðuð. Öll steinplatan er þykkari undir Ís- landi en almennt undir úthöfunum vegna þess að við erum á heitum reit. En meginlandsplötur eru þykkari en úthafsplötur. Við bjuggumst við að platan væri álíka þykk undir Austfjörðum og Vest- fjörðum og að munurinn væri minni á þykkasta og þynnsta hluta plötunnar, en útkoman reyndist önnur. Platan undir Austfjörðum lítur út eins og meginlandsplata í þessum mælingum,“ segir Ingi. Tilgáta Amundsens Á jarðfræðiráðstefnu skömmu eftir áramót kom Norðmaðurinn Amundsen fram með þá tilgátu í tengslum við þessar niðurstöður að undir Öræfajökli væri „flís“ af meginlandi, sem væri sömu gerðar og í Jan Mayen-hryggnum, „flís- ina“ taldi hann hafa orðið eftir þegar hryggurinn var að „ákveða sig“ hvar hann ætti að staðsetja sig og „stökk“ yfir í Kolbeinseyj- arhrygginn, og væri „flísin“ því eins konar framhald af Jan Mayen- hryggnum. Fólk hefur áður velt þessu fyrir sér en afskrifað þennan möguleika út frá niðurstöðum jarð- efnafræðirannsókna. Norðmaður- inn var með einn millimetra stóran kristal (sirkon, sem er ódýr gim- steinn). Þennan kristal fékk hann eftir að hafa malað fimmtán kíló af grjóti. Hann fann fjóra slíka krist- ala, þrír þeirra virtust ungir en þennan eina kvað hann vera gaml- an. Þess vegna taldi hann að þarna væri um að ræða hundraða millj- óna ára gamlan kristal ættaðan úr meginlandsefni eins og er í Jan Mayen-hryggnum. Það er gott að menn skuli hafi kjark til að koma með svona kenn- ingar þó þær séu byggðar á títu- prjónshaus af efni. En það er samt ekki hægt að taka mikið mark á þessu fyrr en búið er að endurtaka þessar mæliniðurstöður. Í ljósi þessa finnst mér að ég geti skilið mínar niðurstöður á þann veg að undir Austfjarða- hraunlögunum sem við sjáum sé grafin gömul meginlandsflís. Það styður þessa kenningu mína hvað platan er þykk og köld á þessu svæði. Það bendir til að platan sé gömul, í það minnsta 30 eða 40 milljónum árum eldri en platan undir Vestfjörðum, sem kemur ekki heim og saman við rannsóknir okkar á yfirborði jarðarinnar á þessum svæðum. Þá tel ég mig hafa fundið „eld- hjartað“, sem ég kalla svo og vitna þá í kvæði Einars Benediktssonar Sóley, þar sem Einar kallar heita uppsprettu landsins undir jarð- skorpunni í iðrum jarðar „eld- hjarta“. Í rannsóknum okkar kom í ljós að miðja mestu jarðkviku (eld- hjartað) sé undir miðhluta landsins á 100 kílómetra dýpi. Miðja þessi er undir miðhálendinu, hún er nokkuð ílöng og nær undir Vest- urland enda leitar kvika líka upp á því landsvæði.“ Meginlandsflís undir öllum Austfjörðum? Ingi sagði að spennandi væri sú tilgáta, byggð á mælingum, að þó djúpt sé niður á meginlandsflísina undir Austfjörðum þá gæti verið mun grynnra niður á hana á land- grunninu, „sem gæfi möguleika á að bora í gegnum hraunlög, inn í flísina. Ég tel að þessi meginlands- flís sé undir öllum Austfjörðum og landgrunninu þar fyrir utan. Þá er og spurning hvort ekki séu aðrar slíkar meginlandsflísar? T.d. finnst mér spurning hvort ein slík sé ef til vill undir Tröllaskaga, sem stendur undarlega hátt. Meginlandsplata er létt og stendur því hátt. Austfirðir standa að meðaltali 300 til 400 metrum hærra en Vest- firðir og líparít er þar algeng steintegund. Þetta gæti sagt sína sögu.“ Ingi sýnir blaðamanni hvar miðj- an (eldhjartað) er á tölvumyndinni af „höfuðlausa kettinum“, undir Ís- landi. „Miðjan er þar á því svæði sem höfuð kattarins ætti að vera. Hinn harði kjarni steinplötunnar undir Austfjörðum veldur því að linhvel- ið flæðir fremur til vesturs til Reykjanesshryggjarins og Kol- beinseyjarhryggjarins, enda er þar mikil eldvirkni miðað við marga aðra staði á Atlantshafshryggnum. Við uppstreymi heits efnis í jarðarmöttlinum lækkar þrýsting- ur á því og bræðslumark. Ýmis rök hníga að því að á bilinu frá nokkr- um tugum kílómetra niður á nokk- ur hundruð kílómetra dýpi sé hit- inn það hár í möttulstróki (í hauslausa kettinum) að hluti hans bráðni; þar er svokallað bræðslu- svæði. Þannig verður til bergkvika sem stígur upp vegna þess að hún er eðlisléttari en grannbergið og myndar jarðskorpuna þegar hún storknar í ysta lagi jarðar. Við gerð myndar af möttul- stróknum notuðum við bylgjur frá fjarlægum jarðskjálftum (erlendis) til þess að skyggnast inn í mött- ulinn og rannsaka dýptarbilið frá um það bil 100 kílómetrum niður á allt að 650 km. Skjálftabylgjur frá nálægari skjálftum og sprenging- um sem við stóðum fyrir hafa verið notaðar til rannsókna á eiginleik- um jarðplötunnar. Samstarfsaðilar verkefnisins, sem eru m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi og ýmsum stofnunum hér á landi, reistu 15 stöðvar breiðbands-skjálftamæla víðs veg- ar um landið og nutu góðrar að- stoðar bænda við uppsetningu þeirra í byggð. Bandaríski vísinda- „Ég hef talað aðeins við Inga Bjarnason um rannsóknir hans og mér finnast til- gátur hans mjög áhugaverðar,“ sagði Steinar Guðlaugsson, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun. „Almennt séð vitum við að það er raunhæfur möguleiki að Jan Mayen-hryggurinn teygi sig inn á landgrunn Íslands, miðað við þekkingu okkar á landrekinu á þessu svæði. Ég segi möguleiki en það er auðvitað ekkert vitað um þetta með vissu, þess vegna er mjög áhugavert þegar berast mæligögn sem geta sagt okkur eitthvað meira um þetta. Ég er ekki það vel að mér í jarðskjálftafræði að ég geti lagt mat á þessa rann- sóknaraðferð en vona að það takist að ljúka þessum rannsóknum. Hvað snertir möguleika á því að olía finnist á landgrunninu við Austurland myndi ég ekki segja að þetta breytti mjög miklu. Ef svo væri að leifar af megin- landsskorpu væru undir hluta af Íslandi værum við í svipaðri stöðu og Færeyingar, en eyjarnar þeirra eru taldar standa á meginlandsbergi. En þá er vandinn þessi að það er mjög þykkur hraunstafli sem liggur ofan á meginlandsberginu og allar að- stæður til að kanna þetta eru erfiðar frá olíuleitarsjónarmiði. Mín fyrstu viðbrögð eru því þau að það er engin ástæða til að ætla að við getum borað á landi eftir ol- íu. En hins vegar er þetta vísbending um að Jan Mayen teygi sig langt í suður sem við vissum ekki áður. Það getur hvatt menn til að stunda olíuleitina sunnar á hryggnum en menn ætluðu sér í upphafi.“ Getur hvatt til leita sunnar á Jan Mayen-hrygg Steinar Guðlaugsson                                                Eldhjartað undir miðhluta landsins Hér má sjá tölvumyndina af möttulstróknum (uppstreymi heits efnis) undir Ís- landi, sem líkist hauslausum ketti, og er frá 100 km niður á 650 km dýpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.