Morgunblaðið - 28.03.2002, Page 6
6 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐUSTU daga fyrir frum-sýningu hafa þau verið mik-ið í símanum, sífellt skjótaupp kolli ný úrlausnarefni,sífellt nýir lausir endar sem
þarf að hnýta: Myndin er loksins
tilbúin eftir tveggja ára og fjögurra
mánaða meðgöngu, en hvað á að
bjóða mörgum á frumsýninguna? Og
hvar á frumsýningarpartíið að vera
og hvernig á það að vera?
Kvíði er ekki merkjanlegur í þre-
menningunum. Þótt auðvitað sé mik-
ið í húfi fyrir þau sem upprennandi
listafólk er hin fjárhagslega áhætta
minni en stundum áður í íslenskri
kvikmyndagerð. Þau segjast hafa
baktryggt sig nokkuð vel, leitað eftir
og fengið fjárstuðning frá ýmsum að-
ilum, einstaklingum sem fyr-
irtækjum, auk þess að hafa fengið
styrki úr Kvikmyndasjóði Íslands og
Menningarborgarsjóði eftir að verk-
efnið var komið til framkvæmda. Þau
höfðu pælt lengi í að gera eitthvað
þessu líkt saman, en það er hægara
pælt en kýlt. Þau kýldu, Björn og
Unnur Ösp leikstýrðu, Börkur tók,
og öll þrjú sömdu handrit og fram-
leiddu.
Happdrættisvinningarnir
Björn: „Það var eiginlega fjárfestir
sem sparkaði okkur af stað, ein-
staklingur sem varð okkar helsti bak-
hjarl og meðframleiðandi. Hann heit-
ir Guðmundur Sverrisson.“
Unnur Ösp: „Læknir og hug-
sjónamaður.“
Björn: „Algjör kraftaverkakall, sem
vill láta þá peninga sem hann hefur
eignast nýtast úti í samfélaginu.“
Unnur Ösp: „Hann sagði okkur að
hann, sem ungan mann, hefði dreymt
um svo margt og ekki hrint draum-
unum í framkvæmd. Þess vegna vildi
hann hjálpa ungu fólki, sem væri með
hugmyndir. Að hafa rekist á þennan
mann var eins og happdrættisvinn-
ingur. Eða kraftaverk.“
Og hvar rákust þið á hann?
Unnur Ösp: „Í jólaboði.“
Björn: „Hann er tengdur okkur fjöl-
skylduböndum. En almennt má segja
að á bak við fjármögnun Reykjavík
Guesthouse sé eins konar markaðs-
net með alls kyns gagnkvæmum
skiptum á kynningu, vörum og þjón-
ustu. Svo er Morgunblaðið mikill
máttarstólpi verkefnisins og kemur
að því með rausnarlegum hætti.“
Börkur: „Við höfum nýtt öll hugsanleg
sambönd. Og stundum greiðum við
með vinnuframlagi í þágu þeirra sem
lagt hafa okkur til stuðning.“
Unnur Ösp: „Til dæmis með því að
leika hjá þeim sem lána okkur töku-
vél og svo framvegis.“
Börkur: „Einn liður er borgaður með
öðrum. Þannig að þótt við höfum ekki
lagt mikla eigin fjármuni undir höf-
um við skuldbundið tíma okkar og
vinnukraft ansi víða.“
Vinir og kærustupar
Reykjavík Guesthouse er enn eitt
skilgetið afkvæmi stafrænu bylting-
arinnar svokölluðu, sem er að gjör-
breyta landslagi íslenskrar kvik-
myndagerðar. Hinar ódýru stafrænu
tökuvélar og vinnsluaðferðir í tölvum
hafa gert æ fleirum kleift að fram-
leiða bíómyndir, hvort sem þær eru
síðan blásnar upp á filmu til sýningar
eða sýndar beint af myndbandinu.
Seinna sýningarformið gildir um
Reykjavík Guesthouse, enda sparar
það töluverðar fjárhæðir án þess að
mynd- og hljóðgæði skerðist um of.
Komin á tjaldið kostar myndin um 39
milljónir króna. En hvernig kom
þetta samstarf þremenninganna til?
Unnur Ösp: „Við þrjú erum bestu vinir
úr menntaskóla og við Björn erum
kærustupar. Lengi höfðum við geng-
ið með þá hugmynd í maganum að
vinna saman að einhverju alvöru
verkefni. Fyrir sumarið 2000 fannst
okkur kominn tími til að hefjast
handa, öll þrjú búin með mennta-
skólann, við Björn byrjuð í leiklist-
arskólanum og Börkur að vinna við
ljósmyndun.“
Börkur: „Upprunalega pælingin var
önnur – að gera stutta „stop-motion“
eða hreyfimynd með brúðum. Það
verkefni var sett til hliðar á meðan en
er enn í þróun.“
Unnur Ösp: „Svo eftir því sem við fab-
úleruðum áfram datt þessi saga um
Reykjavík Guesthouse inn í hausinn.
Mjög snemma á þróunarferli hennar
höfðum við samband við þá leikara,
sem við vildum fá í hlutverkin, og já-
kvæð viðbrögð þeirra urðu til þess að
við keyrðum af stað á fullu. Og allt
þar til handritið var fullbúið fylgdust
aðalleikararnir með þróun þess og
lögðu sitt að mörkum.“
Fælni gagnvart lífinu
Reykjavík Guesthouse fjallar um
Jóhann (Hilmir Snær Guðnason), þrí-
tugan mann sem við fráfall föður síns
erfir gistihúsið þar sem hann hefur al-
ist upp í vernduðu umhverfi alla tíð.
Honum reynist um megn að höndla
það hlutverk að reka gistihús einn síns
liðs. Hann er haldinn fælni, einangrar
sig frá umhverfinu, sem mest hann
má, tekur ekki við gestum lengst af en
hafnar jafnframt tilboðum um að selja
gistihúsið. Jóhann er fullorðið barn,
sem neitar að horfast í augu við um-
heiminn, verða fullorðinn og axla
ábyrgð, og nær aðeins sambandi við
annað barn, níu ára granna sinn, Finn
(Stefán Eiríksson), sem býr hjá ístöðu-
lausri ömmu sinni (Kristbjörg Kjeld)
og er í reynd jafn mikill einstæðingur
og Jóhann. Jóhann væri því trúlega
greindur sem þroskaheftur af stofn-
anafræðum núna.
Af hverju þessi saga um svona
mann?
Björn: „Okkur fannst hún áhugaverð
félagsleg stúdía á einstaklingi sem
tékkar sig út úr þjóðfélaginu og
kemst upp með það.“
Unnur Ösp: „Ég verð að viðurkenna að
ég hef alla tíð heillast af fólki sem er
pínkulítið abnormalt, ekki geðsjúk-
lingar en örlítið á skjön við normið.
Geðsjúklingar hafa verið vinsælt um-
fjöllunarefni í bíómyndum en okkur
fannst spennandi að feta milliveg og
fjalla um mann, sem fer á taugum
andspænis sjálfum sér í umhverfinu.“
Börkur: „Mann, sem ekki nær að
tengjast persónulega neinni mann-
eskju nema barni, því þá er hann
kominn í hlutverk föðursins sem
hann hefur misst. Þá fyrst brýst hann
út úr innilokuninni. Speglunin milli
Jóhanns og Finns er ein grunn-
hugmyndanna í handritinu. Og þá
vaknar sú spurning hvort þeir séu í
raun sami maður eða hvort sú hug-
mynd sé aðeins í kollinum á Jóhanni.“
Björn: „Finnur litli verður þá gestur á
gistihúsinu hans, rétt eins og Jóhann
hefur alla tíð upplifað sig sem gest á
eigin heimili, heimili sem er gistihús.“
Börkur: „Jóhann er líka sprottinn úr
þeirri reynslu, sem ég held að flestir
gangi einhvern tíma í gegnum, þegar
manni finnst alls kyns smáatriði
verða að óyfirstíganlegum hindr-
unum í lífinu. Jóhann borgar til dæm-
is ekki reikninga; þeir bara hrúgast
upp. Fyrir honum mynda öll smáat-
riði lífsins einhverja skelfilega heild;
lífið verður að ófreskju, sem hann er
hræddur við.“
Björn: „Eina leið hans til að halda
heiminum eins óbreyttum og unnt er
eftir lát föðurins er hreinlega að
byrgja sig inni. Hvörfin í sögunni
verða þegar hann hleypir Finni að
sér og bregst við honum sem faðir.
Lyktir myndarinnar geta áhorfendur
svo túlkað með tvennum hætti.“
Börkur: „Og þegar Jóhann myndar
samband við Finn áttar hann sig ekki
á því að hugsanlega sé eitthvað óeðli-
legt við það. Finnur hins vegar skynj-
ar að slíkt samband við fullorðinn
mann gæti misskilist og lýgur um það
að ömmu sinni.“
Og við, sem horfum á þessa mynd
með fréttir líðandi stundar í bakhöfð-
inu, getum séð eitthvað afbrigðilegt,
perralegt og rangt við sambandið?
Unnur Ösp: „Já, þetta vorum við mjög
hrædd við og meðvituð um. Klipptum
út viss skot sem gætu ýtt of sterkt
undir slíka túlkun.“
Börkur: „En áhorfandinn má alveg
standa sig að þannig hugsunum.“
Þær eru þá til marks um það sak-
leysi sem við höfum ekki lengur. En
er Jóhann byggður á einhverri fyr-
irmynd?
Unnur Ösp: „Mjög mörgum. Ég hef
m.a. unnið mikið með geðfötluðum og
þroskaheftum og maður sækir í sinn
reynslubrunn.“
Björn: „Allar persónur myndarinnar
eiga sér nokkrar fyrirmyndir. Svo er
það starf leikarans að fylgjast með
fólki, skynja eðli þess og einkenni og
spegla það síðan inn í verk eins og
þessa mynd.“
Börkur: „En ég held að allir eiga að
geta fundið eitthvað úr sjálfum sér í
Jóhanni. Hann er ekki meira ab-
normal en það.“
Ekki verður séð að fram-
kvæmdafælni Jóhanns eigi sér fyr-
irmynd í framkvæmdaaðilum þess-
arar myndar?
Unnur Ösp: „Jóhann leynist einhvers
staðar innst inni með okkur. En hann
ræður ekki ferðinni.“
Björn: „Ætli við höfum ekki falið alla
okkar framkvæmdafælni inni í hon-
um.“
Andsvar við hraða og
tískustraumum
Unnur Ösp: „Í upphafi ræddum við
reyndar mest hvernig sögu okkur
langaði að segja og af hverju, hvernig
myndir hafa mest verið í gangi hér og
hvernig myndir vanti.“
Björn: „Umræðan var því um afstöðu
okkar til kvikmyndagerðar. Reykja-
vík Guesthouse er að vissu leyti svar
við þeim rosalega hraða sem ein-
kennir kvikmyndaumhverfið íslenska
og sérstaklega þær erlendu kvik-
myndir sem njóta vinsælda hérlendis
– allar þessar hröðu klippingar og
hreyfingar og harða keyrsla frá upp-
hafi til enda.“
Unnur Ösp: „Okkur fannst sjarm-
erandi að treysta áhorfendum á ann-
an hátt, fara aðra leið. Að mata ekki
áhorfendur heldur bera eitthvað á
borð sem þeir vinna úr og búa jafnvel
sjálfir til sögu úr. Til dæmis er for-
saga Jóhanns mikið til í höndum
áhorfenda og jafnvel framhaldið
líka.“
Björn: „Við erum á vissan hátt að
flétta saman leikhúsi og kvikmynd.“
Börkur: „Myndin gerist í frekar
lokuðu rými, tökustíllinn einfaldur,
karakterar fáir, enda fjallar sagan
um einangrun.“
Með sínu lýríska látleysi er þá
myndin andsvar við tískustraumum í
kvikmyndagerð, ekki síst ungra kvik-
myndagerðarmanna, MTV-
stælunum, hraðklippitækninni,
skökku tökuvinklunum, látunum og
rokkinu, hasarnum, ofbeldinu, dóp-
inu, fylliríinu og kynlífinu?
Unnur Ösp: „Já, mjög meðvitað.“
Björn: „Hvernig stendur á því að
svona mörg verk ungra kvikmynda-
gerðarmanna snúast öll um þetta?
Halda þeir að enginn hafi áhuga á
öðru? Það er margt fleira í þeim
raunveruleika, sem við þekkjum, en
dóp, kynlíf og ofbeldi. Sú mynd sem
dregin er upp af ungum Íslendingum
núna sýnir einkum þungvopnaða
dópsala á rölti í Bankastrætinu.
Þessa mynd tengi ég ekki við það líf
sem ég þekki í Reykjavík og því
spratt þessi hvöt til að sniðganga
hana. Fara í allt aðra átt.“
Áhorfandi á gægjum
Og með því takið þið mikla mark-
aðslega áhættu?
Unnur Ösp: „Já, við stöndum og föllum
með þeirri ákvörðun.“
Börkur: „Við erum með frekar svip-
aðan kvikmyndasmekk og veltum
fyrir okkur verkum eftir menn eins
og Mike Leigh, Robert Altman og
Woody Allen. Einfaldur hversdags-
leikinn í verkum þeirra er svo miklu
margslungnari en hann lítur út fyrir
að vera. Myndir þeirra eru gott mót-
vægi við þann tískustraum sem glæp-
onamyndir Guy Ritchies hafa getið af
sér og mér persónulega finnst gjör-
samlega óþolandi, óekta og tilgerð-
arlegur. Hann dregur athyglina að
sjálfum sér, minnir áhorfandann sí-
fellt á að það er tökuvél á staðnum.
Við lögðum upp með hið gagnstæða –
að gera vélina eins lítt áberandi og
unnt var, flækjast ekki fyrir áhorf-
andanum með tökuvinklum og töku-
hreyfingum án tilgangs.“
Unnur Ösp: „Stíllinn þjónar frekar því
markmiði að hleypa áhorfandanum á
gægjur inn í heim sögunnar, inn í
gistihúsið hans Jóhanns.“
Börkur: „Og sleppa öllu aukaskrauti,
svipað því og sleppa gítarsólóinu í
rokklagi frá 9. áratugnum, sem ekki
þjónaði öðru en sjálfsfróun gítarleik-
arans.“
Björn: „Fá skot í myndinni eru tekin
með vélina fasta á fæti. Hún er hand-
held, en ekki á fleygiferð; ramminn
er hreyfður, en hægt.“
Unnur Ösp: „Og til að fylla upp í slíkt
látleysi í sögu og töku þarf sterka
leikara til að skapa persónurnar. Frá
upphafi vorum við ákveðin í að fá til
liðs við okkur reynda atvinnuleik-
ara.“
Auðmýkt gagnvart faginu
En var ekki dálítið galið af ykkur,
leiklistarnemunum, að fara að leik-
stýra þessu margreynda listafólki?
Var það ekki eins og að nemendurnir
stýri kennurunum, sjúklingarnir
læknunum?
Unnur Ösp: „Auðvitað var þetta ákveð-
in bilun. En við fórum fram úr sjálf-
um okkur: Allt í einu var allt farið í
gang og þá gripum við til sjálfsbjarg-
arviðleitninnar. Maður hefði getað
Mannfælni gistihúseigan
Jóhann gistihúseigandi í þungum þönkum: Hilmir Snær Guðnason.
Morgunblaðið/Ásdís
Unnur Ösp, Börkur og Björn: Stórkostleg rússíbanaferð…
Einu sinni voru þrír gamlir vinir en ungir að árum,
sem tóku sig til og gerðu leikna bíómynd í fullri
lengd. Ef þetta hljómar eins og upphaf að ævintýri
eru lyktir þess sá blákaldi raunveruleiki að Björn
Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Börkur Sig-
þórsson frumsýna myndina í kvöld. Hún heitir
Reykjavík Guesthouse og í samtali við Árna Þór-
arinsson lýsa þau því hvernig draumurinn rættist.