Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 17

Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 17 UMRÆÐAN UM OG eftir síðustu öld breyttu Norðurlandabúar lífsháttum sínum meðal annars með því að taka sér lengri frí og fara í sólarlandaferðir. Jafnframt varð aukning á húð- krabbameinum. Húð fólks er mis- munandi og bregst misjafnlega við sólarljósi og fölir íbúar Norðurálfu brenna fljótt ef ekki er sýnd aðgát við sólböð. Nú vitum við að það er samband milli óhóflegra sólbaða og húð- krabbameina. Eftir því sem börn eru yngri og því oftar sem þau brenna í sólinni þeim mun meiri hætta á að þau fái húðkrabbamein seinna á æv- inni. Um tvö hundruð Íslendingar greinast með húðkrabbamein á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum frá krabbameinsskrá Krabbameins- félags Íslands greinast sortuæxli í húð hjá 35 Íslendingum, annars kon- ar húðæxli (t.d. flöguþekjukrabba- mein) hjá 35 og grunnfrumuæxli í húð hjá 135 einstaklingum ár hvert. Yngstu sjúklingarnir eru á unglings- aldri. Sortuæxli í húð er algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum 15 til 34 ára og hefur tvö- faldast á síðastliðnum tíu árum. Aukningin er einkum rakin til auk- inna sólbaða og notkunar ljósa- bekkja. Ljósabekkur eða sólbað? Frá sól og ljósabekkjum kemur út- fjólublá geislun sem myndar litarefni í húðinni sem veldur því að við verð- um „brún“. Geislunin er tvenns kon- ar, B-geislun, sem er orkumikil og hefur mest áhrif á húðina og A-geisl- un sem er orkuminni. Mikil út- fjólublá geislun í skamman tíma í einu eykur hættuna á sortuæxli, en það er hættulegast húðkrabbameina. Útfjólublá A-geislun er þrisvar til fjórum sinnum meiri en í sumarsól- inni á Íslandi. Í sumum ljósabekkj- um getur útfjólublá geislun í heild verið álíka mikil og í sólarljósi hita- beltislandanna. Þessi sama geislun getur valdið bruna á hornhimnu aug- ans og jafnvel tímabundinni blindu. Ljósböð valda ekki þykknun á horn- lagi húðarinnar eins og sólböð gera. Brúnn húðlitur eftir ljósabekk er því ekki vörn gegn sólbruna á sólar- strönd („grunnbrúnka“). Þykknunin er einmitt vörn húðarinnar gegn miklu sólskini og seinkar sólbruna. Eftir tíu til tuttugu skipti í sólar- bekkjum bætist mjög lítið við brúna húðlitinn. Við óhófleg ljós- og sólböð eldist húðin fyrr, hún slitnar, teygj- anleikinn minnkar og hún verður hrukkóttari. Forvarnir og áhættuhópar Við vitum að helsta orsök húð- krabbameina er útfjólublá geislun. Þess vegna er besta forvörnin að minnka geislunaráhrif sólar og út- fjólublárra geislagjafa eins og ljósa- bekkja. Í sólskini er þetta gert með því að nota sólvörn sem er að minnsta kosti nr. 15 með UVB- og UVA-vörn, nota hatt eða skyggni og klæðast bol. Börn eiga ekki að nota ljósabekki því slæmur sólbruni barna og unglinga veldur því að þeim er hættara við að fá sortuæxli síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að sortu- æxli getur þróast 10-20 árum eftir fyrsta bruna. Þetta á einnig við um einstaklinga sem hafa brunnið illa í sól undir 20 ára aldri. Allir þeir sem hafa ljósa og viðkvæma húð, sem brennur gjarnan í sól, eru ljóshærðir eða rauðhærðir, eða eru með marga fæðingarbletti, ættu að forðast ljós- böð. Þeir sem á annað borð kjósa að nota ljósabekki ættu ekki að fara oft- ar en tíu sinnum á ári. Best er þó að sleppa því alveg að fara í ljós. Grein- ing á húðkrabbameinum og fæðing- arblettum byggist á læknisskoðun, sem stundum er staðfest með sýna- töku og vefjarannsókn. Þess vegna er mikilvægt að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð eins og blettir sem stækka, sem eru mjög dökkir, óreglulegir að lögun eða breyta um lit, eru sörðóttir, stærri en 5 mm og sár sem ekki gróa. Húð- sjúkdómalæknar, sem hafa gert rannsóknir á dýrum, telja að það sé verra að fá oft litla brúnku í einu með því að fara í ljósabekk (oftar en tíu sinnum á ári), en að brenna sjaldnar í sól. Hvort tveggja get- ur verið hættulegt fyr- ir húðina en til lengri tíma litið er verra að fá oft litla skammta í einu í ljósabekk. Þar af leiðandi stenst ekki sú fullyrðing að „á meðan þú brennur ekki – sé allt í lagi“! Verndum börnin Húð barna og ung- linga er mun við- kvæmari en húð á full- orðnu fólki og þess vegna er hættulegra fyrir þau að brenna sig. Sem dæmi um það má nefna að fólk sem búið hefur þar sem sól er ekki mikil og flytur til sól- ríkari landa sem börn, yngri en 15 ára, greinast frekar með húðkrabba- mein en þeir sem hafa flutt þangað á fullorðinsaldri. Ef einstaklingur brennir sig illa í sól fyrir 15 ára aldur aukast líkurnar á húðkrabbameini síðar á ævinni. Þar sem vitað er að ljósalampar tvöfalda áhættuna á al- gengustu húðkrabbameinum hjá unglingum hefur verið nefndur sá möguleiki að aðgangur að ljósalömp- um verði bannaður undir 18 ára aldri eða háður skriflegu samþykki for- eldra. Enda þótt venjulegt sólarljós hafi að jafnaði góð áhrif á bólur gera geislar í ljósabekkjum ekki sama gagn. Margar betri og hættuminni aðferðir má nota gegn þeim. Útlit og heilbrigði Nú þegar fermingar standa yfir leggja flestir sig fram um að gera fermingardag unglingsins sem eftir- minnilegastan. Veislan er undirbúin, hárgreiðslan, myndatakan o.fl. og unglingurinn vill að sjálfsögðu líta sem best út. Hann freistast ef til vill til þess að kaupa sér ljósakort í svartasta skammdeginu. Við hvetj- um foreldra og forráðamenn til að sýna ábyrgð, hvort sem unglingur- inn er að fermast eða ekki, og hafa í huga þær alvarlegu afleiðingar sem ljósabekkir geta haft síðar á ævinni. Að stunda heilbrigða útivist, hlaupa, synda, hjóla o.fl. gerir okkur frískleg og útitekin og engar rannsóknir hafa sýnt að krem sem gefur brúnan húð- lit skaði húðina. Reyndar ráðleggja húðlæknar fólki (unglingum og full- orðnum) að nota brúnkukrem með sólvörn í staðinn fyrir að fara í ljós. Íslendingar þrá sumar og sól, enda sólarstundir af skornum skammti. Við erum ekki í mikilli hættu af nátt- úrunnar völdum að fá krabbamein og ættum því ekki að auka hættuna að óþörfu. Ljósabekkir í réttu ljósi? Arndís Guðmundsdóttir Heilsa Hafið í huga þær alvarlegu afleiðingar, segja Arndís Guð- mundsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir, sem ljósabekkir geta haft síðar á ævinni. Höfundar eru fræðslufulltrúar hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Alda Ásgeirsdóttir 18.4 26/27.4 3.5 11.-26.5 30.5 Sinfóníuhljómsveit Íslands Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR fimmtudaginn 11. apríl kl. 19:30 í Háskólabíói dv, sigfríður björnsdóttir, 19. janúar 2001. stórviðburður spennandi dagskrá framundan: Fyrir rúmu ári urðu löngu tímabærir endurfundir Vladimirs Ashkenazys og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á þeim tón- leikum var samspil hljómsveitar, stjórnanda og einsöngvara með slíkum hætti að gestir og gagnrýnendur voru á einu máli: Tónleikarnir voru frábærir og einstakur listviðburður. Nú snýr Ashkenazy aftur í Háskólabíó til að stýra hljómsveit- inni við frumflutning á Íslandi á stórvirki Edwards Elgars „The Dream of Gerontius“. Á sviðið munu einnig stíga stórsöngvararnir Charlotte Hellekant, Robert Gambil og Garry Magee ásamt Kór Íslensku óperunnar. Er rétt að hvetja unnendur lista að tryggja sér miða á meðan þeir bjóðast. Miðasalan er hafin en þú getur náð forskoti með því að senda strax miðapöntun á sinfonia@sinfonia.is. ÁSKELL OG STRAUSS I Á efnisskránni eru tvö verk eftir Richard Strauss og eitt eftir Áskel Másson sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki heyrst í Háskólabíói áður. VORMENN ÍSLANDS I Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jón Rúnar Arason og Ólafur Kjartan Sigurðsson eru í farar- broddi á glæsilegum óperutónleikum. GÓÐUR GESTUR I Einleikur Erlings Blöndals Bengtssonar með Sinfóníuhljómsveitinni er alltaf sérstakt tilhlökkunarefni. Í þetta skiptið er það sellókonsert Williams Waltons. HOLLENDINGURINN FLJÚGANDI I Framlag Sinfóníu- hljómsveitarinnar til Listahátíðar er þátttaka í hinni mögnuðu óperu Wagners. Miðasala hefst í Þjóðleikhúsinu 2. apríl. SIBELIUS OG SJOSTAKOVITSJ I Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar leikur einleik á tónleikum sem hafa á sér afar dramatískan blæ. M Á T T U R IN N O G D Ý R Ð IN edward elgar „ÞESSARA TÓNLEIKA SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS UNDIR STJÓRN ASHKENAZY VERÐUR MINNST SEM EINS AF HÁPUNKTUM Í TÓNLEIKAHALDI HENNAR.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.