Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 31. MARS 2002
74. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Menningaráhugi
er sterkasta
þjóðareinkennið
10
Út á ystu nöf
þess mögulega
14
Fyrsta aprílgabbið
birtist fyrir nær
hálfri öld
16 Glíman við eldinn
20
YASSER Arafat Palestínuleiðtogi,
sem er umkringdur ísraelskum her-
sveitum á skrifstofum sínum í Ramal-
lah, missti um miðjan dag í gær öll
tengsl við umheiminn þegar rafhlöð-
urnar í farsímum hans tæmdust. Ara-
fat var þá ásamt nánustu aðstoðar-
mönnum sínum á neðstu hæð húss í
aðalstöðvum heimastjórnarinnar á
Vesturbakkanum og höfðu símalínur
þangað verið rofnar og lokað fyrir raf-
magn og vatn. Ísraelar segjast ekki
ætla að vinna Arafat mein, markmiðið
sé einungis að einangra hann.
Ísraelar lokuðu fyrir rafmagnið í
aðalstöðvunum á föstudaginn og Ara-
fat og menn hans notuðust við kerta-
ljós í fyrrinótt. Með skriðdrekum rufu
Ísraelar göt á veggi húsasamstæð-
unnar, þar sem aðalstöðvar heima-
stjórnarinnar eru, og fóru um allar
byggingarnar. Arafat sagði í símtali
við CNN á föstudaginn að sjö bygg-
ingar í húsasamstæðunni hefðu verið
lagðar í rúst. Í gærmorgun sagði Na-
bil Shaath, ráðherra í heimastjórn-
inni, að hann hefði talað við Arafat
skömmu fyrir klukkan tíu að íslensk-
um tíma og hefðist Arafat við í tveim-
ur herbergjum í þeim byggingum
sem enn stæðu. Barist var á götum
Ramallah í gærmorgun.
Bandaríkin með í ályktun SÞ
Ísraelar hófu aðgerðirnar í Ramal-
lah á föstudagsmorgun og segja þær
fyrsta skrefið í mun umfangsmeiri
árásum er miðist að því að uppræta
„hryðjuverkaöfl“ þau sem Ísraelar
segja ábyrg fyrir dauða þeirra hundr-
aða Ísraela sem fallið hafa síðan Pal-
estínumenn hófu uppreisn sína fyrir
18 mánuðum. Rúmlega 1.200 Palest-
ínumenn hafa fallið á þeim tíma. Sha-
ath sagði í gær að ísraelski herinn
hefði fyrirskipað erlendum sendi-
fulltrúum í Tel Aviv að kalla alla rík-
isborgara sína frá palestínsku heima-
stjórnarsvæðunum áður en þau yrðu
„algerlega hernumin“.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í gærmorgun ályktun sem
Norðmenn lögðu fram þess efnis að
Ísraelar skyldu kveðja herlið sitt á
brott frá palestínskum bæjum og
borgum, þ.á m. Ramallah. Banda-
ríkjamenn voru meðal þeirra ríkja
sem stóðu að ályktuninni og er þetta í
annað sinn á einum mánuði sem þeir
greiða atkvæði með ályktun ráðsins
um Miðausturlönd. Árum saman hafa
Bandaríkjamenn staðið utan við slík-
ar ályktanir og beitt neitunarvaldi ef í
þeim felst gagnrýni á Ísrael.
Hernaðaraðgerðirnar sem Ísraelar
hófu á föstudaginn voru svar við
sjálfsmorðsárás Palestínumanns er
varð 21 að bana á miðvikudaginn. Á
föstudag banaði palestínsk kona
sjálfri sér og tveimur Ísraelum í Jerú-
salem. Ekki var ljóst um hádegi í gær
hversu margir höfðu fallið í Ramallah
þá um morguninn en sjúkraflutninga-
menn sögðu fimm fallna og 25 særða
en Arafat hafði sagt sjö fallna og 40
særða. Einnig féllu tveir ísraelskir
hermenn.
Sharon hefur sagt að innrásin í Ra-
mallah sé aðeins byrjunin á aðgerðum
sínum til að einangra Arafat sem
Sharon hefur sagt að sé „óvinurinn“
og kveða niður árásir Palestínu-
manna á ísraelsk skotmörk. Kallaði
Sharon út 20 þúsunda manna aukalið
og sagði aðgerðirnar mundu standa
„að minnsta kosti nokkrar vikur“ og
verða „umfangsmeiri en nokkru sinni
fyrr“.
Þegar CNN spurði Arafat hvort
hann teldi að Ísraelar væru að reyna
að drepa hann svaraði hann fullum
hálsi: „Hvað heldur þú með því að
skjóta stanslaust á okkur undanfar-
inn sólarhring. Hvað heldur þú? Er
þetta tilviljun?“
Ísraelar sagðir stefna að „algjöru hernámi“ heimastjórnarsvæðanna
Arafat með öllu sam-
bandslaus við umheiminn
Sharon boðar
umfangsmestu
hernaðaraðgerð-
ir Ísraela til þessa
Gazaborg, Ramallah, Amman,
Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
AP
Ísraelar beita skriðdrekum til árása á höfuðstöðvar palestínsku heimastjórnarinnar í Ramallah.
Á MEÐAN ísraelskir skrið-
drekar þokuðust sífellt nær sat
Yasser Arafat Palestínuleiðtogi
með vélbyssu við höndina og
talaði í síma við hvern þjóðar-
leiðtogann á fætur öðrum og
bað þá þess lengstra orða að
hlutast til um að Ísraelar hættu
að brjóta niður húsaþyrp-
inguna í Ramallah þar sem
Arafat er með skrifstofur sínar.
Arafat hefur oft sloppið
naumlega og staðið af sér ótelj-
andi hættur, og þótt ísraelskir
hermenn brytu sér leið í gegn-
um hvert húsið á fætur öðru
sögðu ísraelskir ráðamenn að
ekki væri ætlunin að vinna Ara-
fat mein, bara einangra hann.
En Arafat sagðist vera viðbú-
inn dauða sínum. „Megi guð
veita mér þann heiður að verða
píslarvottur á þessu helga
landi,“ sagði Arafat.
Ætíð sloppið óskaddaður
Arafat og Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, hafa eld-
að grátt silfur í áratugi. En ekki
var í gær ljóst hvert væri hið
endanlega markmið síðustu að-
gerða ísraelska hersins. Ætl-
uðu Ísraelar sér að handtaka
Arafat? Voru þeir reiðubúnir
að gera hann brottrækan?
Verði Arafat handtekinn jafn-
gildir það því, að palestínska
heimastjórnin líði undir lok.
En verði Arafat rekinn í út-
legð er ekki ljóst hvert hann
getur farið, og óvíst að nokkurt
arabaríki sé til í að taka þá
áhættu að hýsa hann.
Arafat hefur sloppið óskadd-
aður úr tugum morðtilræða og
fjölda hernaðarósigra, og sífellt
sprottið upp aftur eftir hvert
bakslagið á fætur öðru, en
sjaldan hefur staða hans verið
svo slæm sem nú. „Þetta er
verra en nokkru sinni fyrr,“
sagði palestínski stjórnmála-
skýrandinn Salah Abdel Shafi.
„Ég dreg í efa þau orð Ísraela
að þeir vilji bara einangra [Ara-
fat].“
Staða
Arafats
aldrei verri
Jerúsalem. AP.
Arafat með byssu innan
seilingar á skrifstofu sinni.
AP
FRESTUR sem Bandaríkjamenn
hafa gefið stjórnvöldum í Serbíu til
að handtaka eftirlýsta stríðsglæpa-
menn rennur út í dag, sunnudag.
Ringulreið ríkti innan stjórnkerfis
Serbíu í gær en líklegt var talið að
einhverjir þeirra sem eftirlýstir eru
yrðu handteknir.
Forsætisráðherra Serbíu, Zoran
Djindjic, lýsti yfir því að Serbar
væru tilbúnir að handtaka mennina,
því ella myndu refsiaðgerðir á efna-
hagssviðinu og einangrun á alþjóða-
vettvangi bíða landsmanna.
Serbar verða af 120 milljóna dala
fjárhagsaðstoð uppfylli þeir ekki
skilyrði Bandaríkjamanna. Sams
konar krafa barst frá Bandaríkjun-
um í fyrra og brugðust stjórnvöld í
Serbíu þá við með því að handtaka
Slobodan Milosevic, forseta Júgó-
slavíu, sem er nú fyrir stríðsglæpa-
dómstólnum í Haag. Athygli dóm-
stólsins og Bandaríkjamanna beinist
einkum að Ratko Mladic, yfirmanni
hers Bosníu-Serba, sem ákærður
hefur verið fyrir þjóðarmorð.
Djindjic forsætisráðherra gaf
hins vegar til kynna á föstudag að
Serbar væru tregir til að fara gegn
Mladic, sem bæði nýtur nokkurra
vinsælda í Serbíu og verndar flokka
hermanna.
Frestur Serba útrunninn
Belgrad. AFP.