Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR farþegaþotur og ein frakt- vél Flugleiða sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun urðu frá að hverfa þar sem ekki voru brautarskilyrði í Keflavík til lendingar. Tvær farþegaþotnanna lentu í Reykjavík, ein á Akureyri og fraktvélin á Egilsstöðum. Vélarnar voru allar að koma til lendingar á svipuðum tíma eða milli kl. 6 og 7 í gærmorgun, en að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýs- ingafulltrúa Flugleiða, var þá mikil snjókoma í Keflavík og var vell- inum því lokað. Vélarnar sem lentu í Reykjavík voru að koma frá Bost- on og Baltimore í Bandaríkjunum og að sögn Guðjóns voru farþeg- arnir úr vélunum fluttir með rútum til Keflavíkur til að undirgangast venjubundna öryggisskoðun, hvort sem þeir voru á leið til Íslands eða áfram til annarra landa. „Á Reykja- víkurflugvelli er hvorki tækjabún- aður né mannskapur á þessum tíma dags til að sinna þessum verkum, bæði að taka farangur af flugvélum og fara með fólk í gegnum öryggis- skoðun þannig að það var einfald- lega ákveðið að fara með alla til Keflavíkur.“ Vélin sem lenti á Akureyri var að koma frá Minneapolis í Bandaríkj- unum. Að sögn vaktstjóra á Ak- ureyrarflugvelli fengu farþegar vélarinnar að fara úr henni meðan beðið var eftir því að hægt yrði að fljúga til Keflavíkur. Á meðan var flugstöðinni læst til að tryggja ör- yggi þannig að farþegarnir komust ekki út af flugvallarsvæðinu. Var vélin síðan komin til Keflavíkur fyr- ir hálfellefu að sögn Guðjóns. Rúmlega 500 manns voru í far- þegavélunum þremur að sögn Guð- jóns. Vegna alls þessa urðu seinkanir í Evrópuflugi fram eftir degi og átti Guðjón ekki von á því að áætlunin yrði að fullu komin í lag fyrr en í dag. Fjórar flugvélar Flugleiða urðu að hverfa frá lendingu í Keflavík Lentu á þremur innanlands- flugvöllum í gærmorgun Morgunblaðið/Sverrir Meðal þeirra farþegar, sem fluttir voru með rútum frá Reykjavík til Keflavíkur til að undirgangast öryggisskoðun, var hópur skólanema frá Boston í Bandaríkjunum sem hér sést á leið úr flugvélinni í rútuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um klukkan 10.30 var búið að opna Keflavíkurflugvöll. Hér má sjá aðra þotuna í flugtaki á leið frá Reykjavík og hina að gera sig klára. FORMAÐUR samráðsnefndar vegna Reyðarálsverkefnisins gerði iðnaðarráðherra grein fyrir að tímasetningar vegna byggingar Reyðaráls væru í uppnámi um mánaðamótin febrúar/mars eftir ákvarðanir Norsk Hydro í þeim efnum í síðustu viku febrúar. Þórður Friðjónsson, formaður samráðsnefndarinnar, sagði að það væri ekki fyrr en í síðustu viku febrúarmánaðar sem þær ákvarð- anir voru teknar innan Norsk Hydro, sem að lokum leiddu til þess að fyrirtækið treysti sér ekki til að standa við tímasetningar varðandi verkefnið. Fyrr en það hefði legið fyrir hefði ekkert verið fast í hendi varðandi breytingar á tímasetningum og áhyggjur um að áætlanir stæðust ekki kæmu alltaf upp öðru hverju í verkefnum eins og þessum og ekki mætti gera of mikið úr slíkum áhyggjum. Þórður sagði að megintímasetn- ing í þessu efni væri síðasta vika febrúarmánaðar, en þá hefðu verið haldnir fundir innan Norsk Hydro, bæði í framkvæmdastjórninni og milli samninganefndarmanna Hydro og Eyvind Reiten, forstjóra fyrirtækisins. Á þessum fundum hefðu verið teknar ákvarðanir af þeirra hálfu um að skoða aðrar leiðir og víkja frá tímasetningum. Í kjölfarið um mánaðamótin hefði hann gert iðnaðarráðherra grein fyrir því að tímasetningarnar væru í uppnámi og næstu vikurnar hefðu verið notaðar til til að athuga hvort einhver flötur væri á að standa við áætlanir þótt tímasetningar breytt- ust eitthvað. Meðal annars hefði aðalsamningamaður Norsk Hydro komið hingað til lands 8. mars, en síðan hefðu formlegar ákvarðanir verið teknar um málið 19. mars eft- ir samræður utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra við Reiten. Daginn eftir hefði iðnðaðarráðherra til- kynnt á Alþingi að von væri á yf- irlýsingu í þessum efnum og hún hefði komið á endanum 22. mars. Þórður sagði að það væri auka- atriði að hans mati hvenær grun- semdir kynnu að hafa vaknað um að svona gæti farið. Allt frá því gengið hefði verið frá nýjum tíma- ramma hefðu alltaf öðru hvoru komið upp vangaveltur í þá veru að það yrði erfitt að ná þessum tíma- setningum. Það væri ósköp eðlilegt í starfi eins og þessu, en þá settu menn bara aukinn kraft í vinnuna og það réðist síðan hvernig til tæk- ist. Hann bætti því við aðspurður að fyrr en það hefði legið formlega fyrir af hálfu Norsk Hydro að þeir gætu ekki staðið við tímaáætlanir hefði verið alrangt að hans mati að hlaupa upp til handa og fóta þótt einhverjir hefðu velt fyrir sér hugs- anlegum frávikum eitthvað fyrr. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þessar ákvarðanir eru ekki teknar innan Hydro fyrr en í lokaviku febrúar. Það er þá sem málið í raun og veru kemst í uppnám. Fram að þeim tíma er að mínu viti eðlileg viðbrögð að menn haldi ró sinni og vinni í samræmi við þær áætlanir sem gerðar hafa verið,“ sagði Þórð- ur. Hann sagði að frá því þessi breytta afstaða Hydro lá fyrir og fram til 19. mars hefði verið unnið að því að athuga hvort einhverjir möguleikar væru á að koma til móts við þarfir Norsk Hydro án þess að það raskaði tímaáætluninni að nokkru marki þannig að Lands- virkjun gæti hafið framkvæmdir í sumar, en það hefði því miður ekki tekist. Strax og það hefði legið ljóst fyrir hefðu verið gefnar út ofan- greindar yfirlýsingar. Bundinn trúnaði Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Reyðaráls og fram- kvæmdastjóri Hæfis, sagði að hann hefði upp úr miðjum febrúarmán- uði gert sér grein fyrir því að vegna kaupanna á VAW gæti kom- ið til þess að Norsk Hydro treysti sér ekki til að taka ákvörðun 1. september. Þá lægi ekki fyrir nein ákvörðun þar um, þótt hann hefði haft þessa tilfinningu fyrir því að þetta yrði niðurstaðan. Hann væri auk þess bundinn trúnaði gagnvart verkefninu og Norsk Hydro og á þessum tíma hefði verið unnið hörðum höndum að því að finna leiðir til að tryggja framgang verk- efnisins og hvort einhverjar leiðir væru til þess að Hydro gæti tekið jákvæða ákvörðun 1. september. Geir sagði að það væri augljóst að hann hefði ekki átt neinn kost á því að ræða sínar efasemdir op- inberlega. Það hefði beinlínis verið til þess fallið að skaða verkefnið og þær litlu vonir að hans mati sem hefðu verið á því að leiðir fyndust til að halda því áfram á sama grundvelli. Gagnrýni á hann fyrir það að hafa ekki viðrað þessar efa- semdir sínar opinberlega á þessum tíma væru því fráleitar. Það væri mjög algengt í svona verkefnum og viðskiptum að það væri ekki hægt að skýra opinberlega frá gangi mála fyrr en endanleg niðurstaða lægi fyrir. Hann bætti því við að þegar búið hefði verið að þrautreyna hvort Norsk Hydro gæti ekki tekið já- kvæða ákvörðun í málinu hefði ver- ið kominn rétti tíminn til að skýra frá stöðu málsins og það hefði verið gert. Mismunandi mat Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði að aðalatriðið í þessu máli væri að Norsk Hydro skyldi hafa tekið þessa ákvörðun, sem væri okkur ákaflega mikil von- brigði. Það væri hins vegar erfitt að meta það nákvæmlega eftir á hvernig hver og einn hefði metið stöðuna á hverjum tíma fyrir sig. Þótt svo virtist sem um um nokkuð misvísandi skilaboð til þjóðarinnar í þessum efnum væri að ræða, þá teldi hún að þar væri á ferðinni að einhverju leyti mismunandi mat eftir samtöl við þá aðila sem væru í sambandi við Ísland út af verkefn- inu og þar væri hún að tala um að- ila frá Norsk Hydro. „En þó virðist vera eins og fulltrúar Hæfis hafi vitað þetta á undan stjórnvöldum og það er svo sem ekkert um það að segja. Að mínu mati hafa þeir ekki nákvæm- ar skyldur við mig,“ sagði Valgerð- ur. Hún sagði að þegar hún hefði farið að fá þessi skilaboð, mis- ákveðin, um að það væri raunveru- legt vandamál þarna á ferðinni, hefði fyrsta hugsun hennar verið sú að það yrði að tala við forstjórann, æðsta ráðamann fyrirtækisins. Hún hefði fyrst spurt eftir því hvort bú- ið væri að taka ákvörðun og svarið við því hefði verið neitandi, enda hefði komið fram í fjölmiðlum frá upplýsingafulltrúa Nork Hydro að það væri ekki búið að taka ákvörð- un í þessum efnum. Hún hefði þá gert kröfu til þess að fá að tala við forstjórann um stöðu málsins, því hún hefði viljað fá að heyra það beint frá honum hver staða þess væri og það hefði tekið dálítið lang- an tíma að fá það samtal. Þegar það hefði átt sér stað hefði ekki farið á milli mála hver staðan væri og þá hefði niðurstaðan verið sú að best væri að reyna að ná einhverri sameiginlegri yfirlýsingu. Hún hefði greint strax frá því í þinginu og þremur dögum seinna hefði yf- irlýsingin legið fyrir og hún hefði þá gert Alþingi grein fyrir henni. Ákvarðanir Norsk Hydro um að víkja frá tímasetningum varðandi Reyðarál teknar í síðustu viku febrúar Ráðherra gerð grein fyrir stöðunni um mánaðamótin STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra ætlar að láta kanna verð- lagningu á tengingum á milli far- síma- og fastlínukerfa. Innan Evrópusambandsins er nú verið að undirbúa aðgerðir til að fá farsíma- fyrirtæki í aðildarlöndum ESB til að lækka gjöld sem þau taka fyrir að tengja notanda í fastlínukerfi við far- símakerfið. Skv. frétt Financial Tim- es er talið að þessi gjöld nemi allt að tveimur þriðju kostnaðarins við að hringja úr fastlínukerfi í farsíma- númer. „Við höfum verið að líta yfir þessi mál í ráðuneytinu og ég á von á því að það verði farið rækilega yfir þessi mál, vegna þess að þetta skiptir mjög miklu um þróun bæði þjónust- unnar og verðlagningar hennar í framtíðinni,“ segir Sturla. Að hans sögn hefur verið fylgst með þróun þessara mála í Evrópu í samgönguráðuneytinu og hann segir það sjálfsagt mál að tryggt verði að þessi þróun geti orðið hér á landi sem annars staðar. Samgönguráðherra um tengingu farsíma- og fastlínukerfa Kanna verðlagn- ingu MAÐUR var fluttur til aðhlynningar á Heilsugæslustöðina á Selfossi eftir að jeppi hans valt í Grímsnesinu um hádegisbilið í gær. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað á Biskupstungn- abraut rétt austan við Seyðishóla. Gott veður var en töluverð hálka á köflum. Var maðurinn einn í bílnum sem skemmdist töluvert. Jeppi valt í Grímsnesi ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.