Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 11
skoða, með tilliti til þess hvernig hægt væri að jafna hana. Útvarpslögin gera Ríkisútvarpinu erfitt um vik með hagræðingu í rekstri. Þau eru á margan hátt smá- smuguleg lagasetning.“ Ein af skyldum RÚV er að greiða fjórðung árlegs rekstrarkostnaðar Sinfóníuhljómsveitarinnar. Í ár eru þetta 104 milljónir króna. Kemur til greina að aflétta þessari skyldu? „Þetta er eitt af því sem þarf að skoða og í raun er þegar hafin vinna í ráðuneytinu við þessa endurskoðun.“ Þegar teikningar tónlistarhúss voru kynntar í lok febrúar kom fram að ganga þyrfti frá samningum rík- isins og Reykjavíkur um kostn- aðarskiptingu verksins. Hvað tefur? „Ég hef ekki enn haft ráðrúm til að setja mig inn í samningamálin við borgina en þau munu vera á lokastigi. Mikil gróska er í tónlistarlífi þjóð- arinnar og kraftur í ungu tónlist- arfólki bæði á sviði sígildrar tónlistar og popptónlistar. Það er því fyllilega tímabært að bæta aðstöðu til tón- leikahalds. Þarna er sett í sama far- veg tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð sem fellur vel að mínum áherslum í menningarmálum. Þetta eru metn- aðarfullar áætlanir sem hafa mikla þýðingu fyrir menningarmálin og hið sama má segja um áform um menn- ingarhús á landsbyggðinni.“ Svo menningarhúsaverkefnið er enn við lýði? „Já, það er góður gangur í und- irbúningi þess. Verkefnið er tekið mismundi tökum eftir byggðarlögum enda er það unnið í góðu samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Lengst er málið komið á Austurlandi. Sumir stefna að nýbyggingum en aðrir vilja styrki til að endurgera gömul hús.“ Finnst þér einu gilda hvort menn byggja ný hús eða gera upp gömul? „Já, mér finnst ákjósanlegt að heimamenn finni þessu réttan farveg. Það gleður mig sérstaklega þegar hægt er að tengja menningarhús uppbyggingu og viðhaldi gamalla, verðmætra húsa, sem fá nýtt hlut- verk.“ Þú setur uppbyggingu menningar- húsa á landsbyggðinni undir sama hatt og tónlistarhús í Reykjavík. Þó ekki séu bein tenging milliþessara tveggja verkefna ermikilvægt að landsbyggðin, jafnt sem höfuðborgin, finni að hún gegnir mjög veigamiklu hlutverki í menningarmálum. Hin smæstu byggðarlög hér á landi leggja ótrú- lega mikið á sig í menningarmálum. Mér er til efs að það sé hægt að finna samfélög, allt frá 300 íbúum upp í 15 þúsund íbúa, sem á evrópskan mæli- kvarða eru örsmá samfélög, sem eru eins virk í menningarlegu tilliti og þessi íslensku samfélög og hafa eins mikinn metnað.“ Er hugmyndin sú að sveitarfélög á landsbyggðinni fjármagni menning- arhúsin þar að hluta? „Já, það á við alls staðar að ríki og sveitarfélög munu standa saman að uppbyggingunni.“ Hefur verið greitt til slíkra verk- efna nú þegar? „Já, á Austurlandi eru hugmyndir komnar vel á veg og þar hefur verið samið við sextán sveitarfélög um upp- byggingu fjögurra menningar- miðstöðva.“ Hvað með húsnæðismál óp- erunnar, fyrst ekki er gert ráð fyrir að hún fái inni í væntanlegu tónlistar- húsi? „Það verður að leysa húsnæð- isvanda Íslensku óperunnar með öðr- um hætti. Þar er unnið merkilegt starf við mikil þrengsli, en þegar for- sendur voru ákveðnar fyrir hönnun tónlistarhússins var ekki gert ráð fyr- ir starfsemi Íslensku óperunnar þar.“ Fleiri menningarstofnanir eiga við vanda að etja, t.d. berst Þjóðleikhúsið við hallarekstur og rekstur í Borg- arleikhúsinu hefur gengið illa. Þá hafa sjálfstæðir leikhópar kvartað undan samkeppni við ríkisstyrkt leik- hús og samkeppnisstofnun beindi því til menntamálaráðherra á síðasta ári að hann beitti sér fyrir endurmati á opinberri aðstoð við leikhúsrekstur. Hvað er til ráða? „Borgarleikhúsið er ekki rekið með fé frá ríkissjóði. Þjóðleikhúsið er hins vegar meginviðfangsefni ríkisins í leiklistarmálum. Menntamálaráðu- neytið hefur brugðist við athuga- semdum samkeppnisstofnunar með því að auka fé til starfsemi leikhóp- anna og nýlega hafa verið settar regl- ur um úthlutun leiklistarráðs sem farið var eftir við úthlutun á þessu ári. Fé til starfsemi atvinnuleikhópa hef- ur því aukist mjög á undanförnum ár- um en verkefnin eru vissulega mörg og táknrænt fyrir heilbrigt samfélag að metnaðurinn er meiri en pening- arnir til framkvæmda.“ Frá leikhúsum að háskólum. Nú hefur skólum á háskólastigi fjölgað verulega á tiltölulega stuttum tíma og sumir þeirra einkareknir. Er sam- keppni á þessu sviði af hinu góða? „Ég er sannfærður um að sam- keppnin, sem kom með einkaskól- unum, hefur orðið til góðs. Hún verk- ar mjög hvetjandi á háskólasamfélag- ið og stuðlar að því að hinir hefð- bundnu háskólar endurskoði innri starfsemi sína, auki aðlögunarhæfni sína og sveigjanleika. Almennt hefur þessi samkeppni já- kvæð áhrif, ekki síst fyrir nemendur. Auðvitað getur komið upp viðkvæm staða og við þurfum að huga að því hvernig við getum tryggt að ríkishá- skólar, jafnt sem einkareknir háskól- ar, geti keppt á jafnréttisgrundvelli. Mikil vinna var lögð í að útbúa reik- nilíkön fyrir skólastigin og þau hafa stuðlað að stöðugleika og aðhaldi í rekstrinum. Kerfið hefur verið slípað til, en er enn í þróun. Ég tel líka að við þurfum að endur- skoða lög og reglur um jöfnun á námskostnaði á framhaldsskólastigi. Kostnaður við nám hvílir mjög þungt á fólki úti á landi, þar sem ekki bjóð- ast sömu námskostir fyrir ungt fólk. Þær reglur sem við höfum sett eru mikilvægar, en á þeim eru ákveðnir annmarkar og ósveigjanleiki. Ég hef ákveðið að hraða vinnu við endur- skoðun þessara reglna um náms- kostnað en einnig verða lögin vænt- anlega endurskoðuð.“ Nú bendir allt til að framtíðarupp- bygging Landspítala – háskólasjúkra- húss verði við Hringbraut, í næsta ná- grenni HÍ og fyrirhugaðs þekkingar- þorps í Vatnsmýrinni. Hvernig er háskólinn í stakk búinn til að fylgja uppbyggingu sjúkrahússins eftir? „Ég treysti mér ekki til þess að svara því hvernig Háskóli Íslands er í stakk búinn til þessa verkefnis. Veru- legur hluti af þeim nýmælum sem bryddað hefur verið upp á hér í vís- indastarfi á síðustu árum er í beinum tengslum við háskólasjúkrahúsið. Framfarir í læknavísindum eru ein sterkasta stoðin í íslensku vísinda- samfélagi og ljóst að við þurfum að stuðla að því að sjúkrahúsin efli tengsl sín við háskóla og atvinnulíf.“ Ertu ánægður með tungumála- kennslu í íslenskum skólum? „Tungumálakennslan verður æ brýnni og það á ekki síður við um ís- lensku en erlend mál. Við þurfum að styrkja íslenskukennslu, ekki síst vegna þess fjölþjóðlega samfélags sem við erum hluti af. Við verðum að gera Íslendingum af erlendum upp- runa kleift að ná tökum á málinu eins hratt og unnt er. Jafnframt verðum við að hafa í huga, að aukin tengsl við útlönd gera góða kunnáttu í erlend- um málum æ mikilvægari. Ég tel að við stöndum að mörgu leyti vel að vígi. Ein ástæðan er sú, að við sendum marga nemendur til náms í útlöndum og þeir skila sér af fyrra hjónabandi, Margréti og Helgu. Margrét hefur búið sér heimili á Akureyri með tveimur dætrum sín- um. Helga stundar myndlistarnám og býr í Gautaborg ásamt eiginmanni sínum, Hrólfi Brynjarssyni lækni. Nína á einnig tvær dætur, Sunnu Guðrúnu og Völu Þóru Sigurð- ardætur. Sunna Guðrún býr í Eng- landi þar sem hún og eiginmaðurinn, Birgir Örn Birgisson, reka fyrirtæki. Vala Þóra er grafískur hönnuður í Reykjavík og er í sambúð með Heimi Tryggvasyni verkfræðinema.“ Í hvað fara tómstundirnar? „Eitt helsta áhugamálið, fyrir utan að lesa og hlusta á tónlist, er skóg- rækt. Ég á sæmilegan reit við Eyja- fjörðinn, gegnt Akureyri, þar sem ég hef stundað skógrækt frá 1976. Þarna reikna ég með að byggja íbúðarhús þótt síðar verði. Heimili okkar Nínu er á Akureyri, en við erum með litla íbúð í Reykjavík, enda er það nauð- synlegt vegna starfa minna og náms hennar. Ég hef líka alltaf stundað íþróttir, en aldrei af mikilli alvöru. Ég var í knattspyrnu á háskólaárunum og síð- ar lengi í blaki. Á gamalsaldri tók ég svo upp á því að fara að renna mér á svigskíðum, eftir að hafa látið göngu- skíðin nægja í mörg ár. Upp á síð- kastið hef ég hlaupið mikið. Áður en ég kom í ráðuneytið var ég farinn að hlaupa að meðaltali fimm til sjö kíló- metra á dag, fimm daga vikunnar.“ Og svo hvarf frítíminn? „Já, en ég ætla nú að reyna að end- urheimta hann þótt síðar verði.“ Þú hefur komið víða við í íþrótta- iðkun, sem hlýtur að koma íþrótta- málaráðherra til góða? „Almenningsíþróttir hafa mikið gildi bæði í félagslegu tilliti og sem heilsuvernd. Starfsemi íþróttafélaga má að þessu leyti líkja við uppeldis- og heilsuverndarstofnanir. Þeir sem kynnast íþrótta- og æskulýðsmálum átta sig fljótt á mikilvægi þeirra. Ég tók eftir því, þegar ég var kennari við Menntaskólann á Akureyri og fór í ferðalög með hópum nemenda til út- landa, að íþrótta- og tónlistarfólkið skar sig gjarnan úr. Það var agaðra en margir aðrir og í betra jafnvægi.“ Þegar forsætisráðherra tilkynnti að þú hefðir orðið fyrir valinu sem menntamálaráðherra sagðist hann hafa viljað fá mann með yfirburða þekkingu; vinnuhest eins og Björn Bjarnason er sjálfur. Þú hefur heldur ekki verið mjög áberandi þrátt fyrir þingsetu í rúman áratug. „Það er erfitt að lýsa sjálfum sér en það er rétt, að ég hef ekki verið yf- irlýsingaglaður í pólitík. Þingflokk- urinn hefur falið mér ýmis ábyrgð- armikil verkefni eins og formennsku í utanríkismálanefnd en utanríkismál hafa alltaf haft mikið vægi í starfi og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Einnig hef ég tekið að mér að stýra mik- ilvægum stefnumótunarverkefnum fyrir ríkisstjórnina eða einstaka ráð- herra svo sem stefnumótun um ís- lenska upplýsingasamfélagið sem var yfirgripsmikið verkefni og stefnu- mótun fyrir menningartengda ferða- þjónustu. Það má einnig benda á að ég starfaði í 20 ár við Menntaskólann á Akureyri bæði við kennslu og stjórnun og hef því talsverða reynslu af skólamálum. Auk þess starfaði ég árum saman í vísinda- og tækninefnd Evrópuráðsþingsins og stýrði þar vinnu við gerð stefnumótandi skýrslna í orkumálum og sjáv- arútvegsmálum. Á þeim vettvangi fjallaði ég einnig mikið um vís- indasiðfræði. Þá sat ég einnig í Rann- sóknarráði ríkisins á sínum tíma þar sem ég beitti mér mjög fyrir auknum rannsóknum á sviði ferðamála og var formaður nefndar sem vann skýrslu um rannsóknir í ferðaþjónustu. Ég hef alltaf haft ánægju af að vinnu og lít aldrei á verkefni mín sem leiðinleg, sama hver þau eru.“ heim með mikla þekkingu á erlendum tungumálum. Við höfum lengi haft áhyggjur af stöðu norrænu tungmál- anna á Íslandi, en nú eru ýmsar vís- bendingar um að staða þeirra sé að batna. Það virðist til dæmis meiri áhugi hjá ungu fólki á dönsku en var.“ Að lokum væri ágætt að fá að vita meira um manninn í ráðherrastóln- um. Ég er 59 ára, fæddur og uppalinná Akureyri. Þar ólst ég upp áheimili móður minnar, Mar- grétar Steingrímsdóttur, móð- ursystur minnar og ömmu. Að auki bjuggu aðrar tvær móðursystur mín- ar tíðum á heimilinu, svo ég er alinn upp af konum. Þetta voru menning- arsinnaðar konur, sem lögðu m.a. stund á tónlist og leiklist. Ég hef búið að því lengi að vera alinn upp á þessu mikla kvenna- og menningarheimili, þar sem ég átti mjög góða æsku.“ Var það þar sem þú lærðir að spila á píanó? „Það er ofsögum sagt að ég hafi lært að spila á píanó. Ég spila fyrir sjálfan mig og finnst það góð afslöpp- un. Reyndar var ég settur til tónlist- arnáms, en kom mér hjá því að læra nóturnar og spilaði eftir eyranu. Það fannst kennara mínum ekki góð að- ferð, svo námið stóð stutt.“ Hver er hlutur Norðmanna? „Faðir minn, Henry Olrich, er norskur. Hann hafði engin afskipti af uppeldi mínu og ég hitti hann fyrst þegar ég var kominn yfir tvítugt. Hann kvæntist í Noregi og eignaðist þar þrjú börn. Tvö þessara hálfsystk- ina minna eru búsett í Noregi, en hálfsystir mín lést af slysförum um tvítugt.“ Hvers vegna varð Frakkland fyrir valinu þegar þú fórst í framhalds- nám? „Mig langaði til að kynnast öðrum menningarheimi. Þórarinn Björns- son, skólameistari MA, var gagntek- inn af franskri menningu og heim- speki. Hann smitaði mig af áhuga á Frakklandi. Dvöl mín í Frakklandi var mikið ævintýri en ég var þar við nám í rúm 6 ár í frönsku, frönskum bókmenntum og málsögu. Frakkar reyndust mér mjög vel. Þeir eru sein- teknir en allar dyr opnast þeim sem hafa tök á frönskunni. Þar stundaði ég útivist af kappi, klifraði fjöll og stundaði hestamennsku.“ Hverjir eru fjölskylduhagir þínir? „Ég er tvíkvæntur. Kona mín heit- ir Nína Þórðardóttir og stundar nú nám við Háskóla Íslands í bókasafns- og upplýsingafræði. Ég á tvær dætur f inningu fyrir sérstöðu þjóðarinnar r kasta þjóðareinkennið Morgunblaðið/Þorkell „Núverandi stjórn- arsamstarf virðist takmarka möguleika til að breyta RÚV í hlutafélag en ég er þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt.“ rsv@mbl.is „Auðvitað eigum við ekki að vera and- varalaus, en mér er ekki kunnugt um aðrar þjóðir sem hafa tekið á nýyrða- smíð af eins miklum krafti og Íslend- ingar.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.