Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
• Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum
verðbréfum sem þýðir í raun litla breytingu
fyrir þig frá sparnaði í spariskírteinum.
• Þú ávaxtar fjármuni þína með hliðstæðum
hætti, bara á einfaldari hátt.
• Inneign ávallt laus til útborgunar.
• Ávöxtun síðustu 12 mánuði 12,88%
• Öryggið í fyrirrúmi.
Hafðu samband við þjónustufulltrúa á næsta afgreiðslustað eða
í síma 550 1400 og haltu áfram að spara.
Eignaskipting Áskriftarsjóðsins Afhverju Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa?
Sérstök skiptikjör: enginn gengismunur
til 29. apríl til eigenda Spariskírteina ríkissjóðs
með gjalddaga 1. apríl 2002
Óverðtryggðar eignir
27%
Verðtryggðar eignir
73%
Spariskírteini ríkissjóðs
Öryggið í fyrirrúmi
www.spron.is
Ísland frá kr. 3.700,- á dag
Danmörk frá kr. 3.500,- á dag
Þýskaland frá kr. 2.500,- á dag
Bretland frá kr. 2.700,- á dag
Bandaríkin frá kr. 3.400,- á dag
Ítalía frá kr. 3.800,- á dag
Spánn frá kr. 2.200,- á dag
Nánari uppl. í síma
591 4000
Verð miðast við flokk A eða sambærilegan
Lágmarksleiga 7 dagar Gildir til 31/03/02
Verð miðast við flokk A
Lágmarksleiga 7 dagar
Innifalið: Ótakmarkaður akstur,
trygging og vsk.
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík
Avis býður betur ... um allan heim
Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili
HARALDUR Örn Ólafs-son áætlar að fljúga ídag með Twin Otterflugvél frá Katmanduí Nepal til bæjarins
Lukla. Þeir sem þar hafa komið
hafa lýst fluginu þangað sem hinni
mestu glæfraför. Flugbrautin er
afar stutt og liggur í brattri
brekku. Þegar aftur er tekið þar á
loft er farið niður brekkuna og
fram af klettum! Þótt óhug slái að
mönnum er þetta þó aðeins barna-
leikur miðað við þann mikla leið-
angur sem bíður Haraldar Arnar.
Í Lukla hefst gangan upp í
grunnbúðir Everest, sem liggja í
5.400 metra hæð. Pólfarinn knái
slæst þar í för með hópi erlendra
fjallgöngumanna, Bandaríkja-
manna, Ástrala og Nýsjálendinga.
„Það tekur um það bil eina viku að
ganga í grunnbúðirnar en það
ræðst þó að miklu leyti af færinu.
Þetta er það snemma árs að þarna
snjóar ennþá og getur orðið mjög
kalt,“ segir Haraldur Örn.
Fer sömu leið og Edmund Hillary
fór fyrir tæpri hálfri öld
Á leiðinni er gengið til borgar
sem heitir Namche Bazar, sem er
höfuðstaður sherpanna. Þarna býr
þessi stórmerkilegi þjóðflokkur í
hrjóstugri náttúrunni og hefur
meðal annars þann starfa að að-
stoða fjallgöngumenn sem leið sína
leggja á Everest. Namche Bazar
er á svæði sem kallast Khumbu-
dalur og þarna eru grunnbúðir
leiðangursins.
Haraldur Örn fer sunnan megin
upp á fjallið, um Suðurskarð og
suðausturhrygg, sömu leið og Ed-
mund Hillary og sherpinn Tensing
fóru fyrstir manna fyrir 49 árum.
Fyrsti tálminn á leiðinni frá grunn-
búðunum er einmitt Khumbu-fall-
jökullinn, sem steypist niður úr
vesturdal fjallsins niður bratta
kverk. Þarna er mikill og sprung-
inn ís og ísveggir og leiðin talin af-
ar hættuleg. Sprungurnar eru brú-
aðar með álstigum. Sherparnir
halda álstigunum stöðugt við því
jökullinn breytist daglega. Reynt
er að hafa þennan hluta leiðarinnar
sem greiðfærastan því fjallgöngu-
menn vilja eyða sem skemmstum
tíma á þessum hættulega jökli.
„Í grunnbúðunum hefst aðlög-
unarferlið. Við förum í stuttar að-
lögunarferðir upp í fjallið og niður
aftur. Þetta er gert a.m.k. þrisvar
sinnum og þá alltaf hærra í hvert
skipti. Við getum því náð í fyrstu
eða jafnvel aðrar búðir en endum
svo aftur í grunnbúðum í aðlög-
unarferðunum. Í þriðju ferðinni
gistum við í þriðju búðum og höld-
um niður aftur daginn eftir.“
Aðlögunin er lífsnauðsynleg.
Líkaminn þarf að venjast eins og
hægt er súrefnisskortinum í þeirri
miklu hæð sem leiðangurinn fer
um. Í efstu búðum er súrefnismagn
í andrúmsloftinu t.a.m. ekki nema
30% af því sem það er á láglendi.
Einnig kynnast menn aðstæðum og
fjallinu í þessum ferðum.
Í fyrsta sinn á fjall með
aukasúrefnisbirgðir
Allur aprílmánuður fer því í
gönguna upp í grunnbúðir og að-
lögunarferðir hjá Haraldi Erni og
félögum upp í fjallið. Þegar þessu
er lokið hefst bið eftir réttu veðri.
Enginn veit fyrirfram hve löng sú
bið getur orðið. Sá tími sem gefst
til að ganga á tindinn er nánast all-
ur maímánuður en upp úr því hefst
monsúntímabilið og þá er ekki fært
á tindinn.
Í grunnbúðum skoða menn lang-
tímaveðurspár sem þeir fá sendar í
gegnum gervihnetti í tölvur sínar.
Þegar veðurútlit er gott er atlagan
gerð að tindum.
Haraldur Örn notar í leiðangr-
inum í fyrsta sinn aukasúrefni á
kútum. Hann verður líka í sér-
stökum dúnsamfestingi og sér-
hönnuðum, kuldavörðum skóm.
Um tólf tíma tekur að ganga frá
efstu búðum á tindinn, úr 8.000
metra hæð í 8.850 metra. Í þessari
hæð þrífast menn ekki í langan
tíma og mikil átök eru fólgin í
hverju skrefi í súrefnisleysinu.
Menn þurfa bókstaflega að hvíla
sig eftir hvert skref. Hver 100
metra hækkun er gríðarlegt verk-
efni út af fyrir sig. Margir hafa
þurft að snúa við smáspöl frá tind-
inum og þarna ríður á að hafa góða
dómgreind og láta kappið ekki
hlaupa með sig í gönur. Fjall-
göngugarparnir eru líka allar
stundir í keppni við tímann. Þeir
mega ekki vera of lengi upp því
þeir þurfa að komast aftur niður
áður en myrkur skellur á og þeir
verða líka að gæta þess að eiga
súrefni á leiðinni niður. Einnig er
nauðsynlegt að fylgjast grannt
með veðrinu.
„Það er mjög algengt að menn
verða að snúa við þegar þeir eiga
stuttan spöl ófarinn á toppinn því
þarna eru menn komnir út á ystu
mörk þess mögulega. Algengt er
að menn eigi mjög stutt eftir en
eru knúnir af aðstæðum til að snúa
við. Það er þó því miður alltof al-
gengt að menn taki ekki réttu
ákvörðunina og haldi áfram þótt
skynsamlegast sé að snúa við.
Þetta er skiljanlegt því það er vita-
skuld grátlegt að þurfa að snúa við
þegar ekki nema kannski 100
metrar eru á toppinn. En á það ber
að líta að það eru ekki nema 30%
þeirra sem reyna að klífa Everest
sem ná alla leið upp. 70% þurfa að
hætta við,“ segir Haraldur Örn.
Aðspurður um hvort hann hafi
velt því fyrir sér hvernig hann
myndi bregðast við í slíkum að-
stæðum segir hann: „Ég sé sjálfan
mig fyrst og fremst ná toppnum.
Það er líka mikilvægt að hugsa
þannig fyrirfram. En ég get auð-
vitað lent í því eins og margir aðrir
að þurfa að snúa við. Þarna verða
menn að sýna fyllstu skynsemi,“
segir Haraldur Örn.
Ljósmynd/Björn Ólafsson
Íslenski Everest-leiðangurinn 1997. Myndin er tekin af Hallgrími Magnússyni á
egginni milli Suðurtinds og Hillary-þreps.
Út á ystu nöf
þess mögulega
Lokaáfanginn í sjö tinda leiðangri Haraldar
Arnar Ólafssonar er hafinn og erfiðasti hjallinn
framundan, ganga á sjálfan Everest-tind.
Guðjón Guðmundsson ræddi við Harald Örn
áður en hann lagði í hann.
Ljósmynd/Haraldur Örn
Haraldur Örn á tindi Kilimanjaro,
þriðja áfangans í sjötindaleiðangr-
inum.