Morgunblaðið - 31.03.2002, Page 20

Morgunblaðið - 31.03.2002, Page 20
20 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ILMUR FYRIR KARLMENN ÉG BJÓ í 20 ár erlendis.Fyrst í Edinborg, þar semég lærði byggingarverk-fræði en síðan fór ég tilSvíþjóðar í doktorsnám í brunavarnarverkfræði og var ráðinn lektor við byggingarverkfræðideild Háskólans í Lundi að námi loknu,“ sagði dr. Björn Karlsson brunamála- stjóri. Hann kenndi við háskólann í níu ár og hlaut meðal annars viður- kenningu nemenda, sem besti fyrir- lesari ársins 1993. Með kennslunni stundaði hann fræðistörf og flutti fyrirlestra víða um heim svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi auk þess, sem hann var gestaprófessor við Háskólann í Maryland í Banda- ríkjunum. Í tíu ár hafði Björn að auki umsjón með hópi nemenda í doktors- námi í Japan og dvaldi hann þar í mánuð í senn annað hvert ár. Í doktorsritgerð sinni fjallaði hann um; „Hvernig logi breiðist yfir flöt og eldur vex í byggingum.“ Sagði hann að þróun í byggingariðnaði hafi verið ákaflega hröð síðastliðin tíu ár. „Menn nota ný byggingarefni og nýj- ar og háþróaðar aðferðir við hönnun bygginga, en kröfur sem settar eru fram í lögum og reglugerðum taka oft ekki mið af þessari þróun. Rauði þráðurinn í rannsóknum mínum hef- ur verið að stuðla að því að svokölluð markmiðshönnun verði leyfð í reglu- gerðum og lögum. Slík hönnun eykur frelsi hönnuða til að nota nýjar að- ferðir og ný efni en krefst í staðinn mun ítarlegri hönnunargagna og sérfræðiþekkingar hönnuða og eftir- litsaðila. Ég fer ekki nánar út í þá sálma hér, en þetta hefur verið ákaf- lega skemmtilegt starf.“ Haldinn útþrá „Ég vildi fara til útlanda eftir stúdentspróf og settist því ekki í verkfræðideild Háskóla Íslands en þegar staða brunamálastjóra bauðst ákvað ég að drífa mig heim. Það er furðulegt hvað gamla landið togar fast í mann,“ sagði hann. „Áhugi minn á brunafræðum varð til þegar ég skrifaði lokaritgerð mína í verk- fræði í Edinborg um eðlisfræði elds. Eldur er ein af höfuðskepnunum, ásamt vatni, jörð og lofti, sem Grikk- ir töldu forðum undirstöðu alls efnis. Þegar verið er að kenna klassíska eðlisfræði er kertaloginn oft notaður sem dæmi, vegna þess að þar felast einmitt flest leyndarmál klassísku eðlisfræðinnar; orkujafnvægið, massajafnvægið, orkumyndun og margt fleira. Þegar við getum stjórn- að eldinum til að framleiða orku og hita, þá er hann einn helsti grund- völlur mannlegs samfélags, en þegar hann verður stjórnlaus getur kraftur hans orðið ógurlegur og getur valdið okkur ómældum skaða. Ég býst við að það hafi verið þessi ógnvægilegi náttúrukraftur eldsins sem fyrst olli áhuga mínum á fyrirbærinu.“ Talinn sérfræðingur Björn er enn á flakki um heiminn þótt hann sé kominn heim því eins og hann orðar það, „Þá var ég svo hepp- inn að skrifa bók ásamt þekktum prófessor í brunafræðum, dr. James G. Quintiere. Bókin er vinsæl innan brunatækninnar og er meðal annars nýtt sem kennslubók,“ sagði hann. „Þetta þýðir að ég er talinn sérfræð- ingur á þessu sviði víða um heim og er því oft beðinn um að vera andmæl- andi þegar doktorsefni verja ritgerð sína. Viðkomandi háskólar greiða að sjálfsögðu allan kostnað við slíkar ferðir. Ég tel rétt að eyða svolitlum tíma í svona verkefni vegna þess að það er ákaflega mikilvægt fyrir okk- ur Íslendinga að hafa sterk erlend sambönd. Við höfum ekki efni á að vera sífellt að finna upp hjólið og þess vegna neita ég ekki öllu, sem ég er beðinn um að sinna en segi þó nei við mörgu.“ Björn benti á að kröfur um öryggi þegnanna og öryggi umhverfisins hafi aukist gífurlega á undanförnum árum eins og sjá mætti í lögum og reglugerðum. Sagði hann að hlut- verk Brunamálastofnunar væri að hafa eftirlit með framkvæmd laga og reglugerða og að hafa yfirumsjón með eldvarnaeftirliti og slökkvistarfi sveitarfélaga. „Við vinnum því mikið þróunarstarf um leið og við fylgj- umst með samræmdu eldvarnaeftir- liti hjá sveitarfélögunum. Okkar hlutverk er að sjá til þess að slökkvi- starf sé virkt á öllu landinu,“ sagði Björn. „Í hverju sveitarfélagi er starfandi eldvarnaeftirlit, sem árlega skoðar öll stærri atvinnuhúsnæði og stofn- anir. Ef úrbóta er þörf, senda þeir kröfu til eiganda og í flestum tilfell- um er brugðist við á einn eða annan hátt. Í einstaka tilfellum gerist ekk- ert. Eigandinn fær þá viðvörun frá eftirlitinu og er ýmist beitt dagsekt- um eða að starfseminni er lokað ef um atvinnuhúsnæði er að ræða. Ef eigandanum finnst viðkomandi eld- varnaeftirlit fara offari þá getur hann kvartað til okkar. Í slíkum til- vikum er Brunamálastofnun ein- göngu áfrýjunaraðili.“ Í byggingareglugerð eru gerðar ákveðnar kröfur um eldvarnir í íbúð- arhúsnæði. Meðal annars er þess krafist að reykskynjari og slökkvi- tæki séu í íbúðum, sem byggðar eru eftir 1998. „Að vísu getum við ekki haft eftirlit með því að svo sé vegna augljósrar friðhelgi einkalífsins,“ sagði Björn. „Hver og einn verður að eiga það við sig. Okkar hlutverk er að sjá um að fræða almenning og í fram- haldi af þessu hörmulega slysi sem varð á Þingeyri, þar sem þrír létust, hefur Brunamálastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landsam- band slökkviliðsmanna og sjúkra- flutningamanna og Eignarhaldsfélag brunabótafélagsins ákveðið að standa að sameiginlegu átaki um aukna fræðslu til almennings. Meðal annars hefur verið ákveðið að gera myndband sem sýnt verður í sjón- varpi í byrjun desember þegar kert- in eru tekin fram.“ Aukin menntun Í ljósi stóraukinnar ábyrgðar slökkviliðanna hefur ný reglugerð um menntun slökkviliðsmanna verið gefin út, þar sem gert er ráð fyrir að menntun þeirra muni aukast veru- lega. Brunamálastofnun rekur Brunamálaskólann og eru nemendur skólans slökkviliðsmenn um allt land eða um 1.500 manns. Sagði Björn að skólaráð skólans stæði nú í ströngu við að semja nýja námsvísa og út- vega ný námsgögn svo hægt væri að hefja nám samkvæmt nýju reglu- gerðinni í haust. „Einnig má nefna að samkvæmt nýju lögunum um bruna- mál þá ber öllum sveitarfélögum að skila inn svokallaðri brunavarnar- áætlun í lok ársins,“ sagði hann. „Þannig er betur unnt að samræma brunavarnir á landsvísu og gera skipulag slökkviliðs og markmið brunavarna sýnilegri fyrir bæði sveitarstjórnir og almenning.“ Stöndum vel Björn sagði að Íslendingar stæðu nokkuð vel með tilliti til eignartjóns og mannfalls af völdum bruna miðað við höfðatölu. „Þrátt fyrir það er ákaflega margt sem þarfnast úrbóta,“ sagði hann. „Kröfurnar hafa aukist með breyttum og hertum lögum. Sam- kvæmt þeim bera slökkviliðsstjórar sveitarfélaganna mun meiri ábyrgð en áður. Nægir að nefna viðbrögð við mengunarslysum. Slíkur búnaður er dýr og ekki eðlilegt að öll slökkvilið leggi út í slíkan kostnað. Ég tel því Glíman við eldinn Morgunblaðið/Golli Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri. Ljósmynd/Vesa Sirén Dr. Björn Karlsson kveður upp dóm sinn um doktorsritgerð Tuula Hakkarainen, doktorsnemanda við Tækniháskólann í Tampere í Finnlandi. Á milli þeirra situr Rolf Hernber prófessor. Rúmt ár er síðan dr. Björn Karlsson tók við embætti brunamálastjóra. Kristín Gunnarsdóttir ræddi við hann um starfið og hvernig er að flytja heim eftir 20 ára útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.