Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 21

Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 21
brýnt að sveitarfélög sameinist um slíkan búnað og að landshlutar vinni betur saman. Það sama má segja um eldvarnaeftirlit sveitarfélaganna. Það getur verið erfitt fyrir slökkvi- liðsstjóra að segja strákunum í frystihúsinu að setja eldvarna- hurðina á sinn stað. Honum yrði þá kannski ekki boðið í næsta jólaboð. Við verðum að stækka svæðin því annars verður nálægðin of mikil.“ Samræming gagnagrunna Að mati Björns verður einnig að mennta starfsmenn eldvarnaeftir- litsins svo að eftirlitið verði virkt. Sagði hann að verið væri að sam- ræma gagnagrunna hjá eldvarnaeft- irlitum sveitarfélaganna og einnig skýrslugerð sem til þessa hefur verið með ýmsu móti. Slík samræming sé nauðsynleg og muni t.d. auðvelda alla vinnu við tölfræðilegar upplýs- ingar. „Ég tel að sameining slökkvilið- anna á höfuborgarsvæðiu hafi verið mikið happaskref og til góðs fyrir íbúanna,“ sagði hann. „Annars skipt- ir ekki öllu máli hvort menn samein- ast eða taka upp samstarf. Aðalatrið- ið er að í hverjum þéttbýliskjarna sé slökkvilið, sem komið er á staðinn að minnsta kosti um 10 mínútum eftir útkall og að menn séu þá klárir að ná í vatn, setja á sig reykköfunartæki og hefja leit að fólki.“ Íslenskar bókmenntir Þrátt fyrir miklar annir segist Björn gefa sér tíma til að sinna áhugamálunum. „Ég hef mikinn áhuga á myndlist og íslenskum bókmenntum, ljóðlist og tónlist,“ sagði hann. „Að vísu var erfitt að ná í íslenskar bókmenntir erlendis og því datt ég niður í enskar bókmenntir. Það er því alveg frá- bært að vera kominn heim mitt í alla hringiðuna og geta horft á Esjuna á hverjum morgni. Geta staðið upp og talað íslensku við menn í stað þess að tala sænsku við stífa Svía og að vera heima hjá sér og fjölskyldunni að ógleymdum vinum. Ég hef í gegnum árin haldið góðu sambandi við þá. Í þeim hópi er tónlistarmaðurinn KK eða Kristján Kristjánsson, sem bjó um tíma í Lundi. Við höfum alltaf verið nánir vinir og spiluðum saman á Þorrablótunum, Kristján, ég og nokkrir aðrir. Kristján er náttúrlega svo fær að hann gat borið hljómsveit- ina uppi. Við gátum leikið „Bláu aug- un þín“, „Fyrsta kossinn“ og önnur góð sígild gömlu lög. Þetta var frá- bærlega gaman. En það sem er best við þetta allt saman er að vera kom- inn heim til sín eftir 20 ára útlegð.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 21 Reynaldo Bólstrun Karls s:587 7550 S t a n g a r h y l 6 áklæði Barcelona Monte Carlo Milano Feneyjar Florens Róm Napoli Taormina, Sicily Valletta, Malta Aþena Golden Princess - Toppur siglinganna Mesta upplifun Miðjarðarhafsins Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Golden Princess Staðfestar símapantanir 56 20 400 í dag kl.13-15. Sjá vefsíðu www.heimsklubbur.is - Pantanir í dag í síma 56 20 400 kl.13-15 Feneyjar ÚTSALA! Nýr áfangi í siglingum í MIÐJARÐARHAFI - vöggu siglinga: SÉRTILBOÐ okkar með 60% afsl. á nýjasta skemmtiskipi heimsins seldist upp samdægurs-en nú er NÝTT TÆKI- FÆRI: Umboð okkar hefur 4 viðbótarklefa á GULL- PRINSESSU með brottf. 17. ágúst til Barcelona, siglt 18.-30. ágúst milli frægustu staða við Miðjarðarhaf: MESTI SMELLUR SUMARSINS! Áætlun: Monakó, Toscana með Florens og Pisa (frá Livorno) Róm (frá Civitavecchia), Napoli, Pompeii, Capri, Messinasund, Malta, Aþena,Feneyjar. Þvílíkt glæsilíf um borð, 8 veitingahús og fullt fæði inni- falið, öll aðstaða um borð, hvers kyns skemmtanir, full- komin leikhús, tónlist við allra hæfi, danssalir, diskótek, kvikmyndir, veisluhöld, sólbaðsaðstaða og sundlaugar, landferðir á fræga staða eftir eigin vali. Okkar verð frá kr. 229.900. Alm. verð frá kr. 480.000. Hágæði heimsins á lág- fargjaldi! Auk þessa er innif. flug til Barcelona og til baka frá Milano án flugvsk. (kr. 3.600), en með öllum hafnargjöldum (nærri 40 þús. kr.) - Þeir sem kunna að meta það besta sleppa ekki slíku tækifæri! - Nú stefnir í að við bjóð- um líka íslenskan siglingastjóra í sérflokki! Listatöfrar Ítalíu á besta tíma: 27. júní-9. júlí Þér er boðið á AIDU- frægustu óperusýningu heims í VERONA! Florens við Arno, höfuðborg lista. Við Gardavatn Óperusýning í Arenunni, Verona Nýja listaferðin um Ítalíu undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar er einstök upplifun, sem þræðir flestar mestu lista- og menningarborgir Ítalíu upp á perlu- band undir leiðsögn hans. Annað eins tækifæri til að kynnast lista- og menning- arsögunni finnst varla, enda er það álit margra sem kynnst hafa ferðum hans á þessum slóðum að þeir hafi aldrei ráðstafað ferðafé sínu betur og taka sumir þátt í Ítalíuferðum hans aftur og aftur. Flogið er beint til VERONA, en næsta dag hefst skoðun lands og listar á leið til Milano og síðan til Parma, borgar Verdis og Toscaninis og gist á frægu hóteli. Miðpunktur ferðarinnar er Toskana hérað, þar sem dvalist er 4 daga í höfuðborg listanna, FLORENS, en bæði SIENA og PISA heimsóttar, og búið er að opna „Skakka turninn“. Menntasetr- in Bologna og Padua eru næst, að ógleymdum FENEYJUM. Í Trieste og Gorizia gefst kostur á spennandi listviðburði, áður en haldið er aftur til Verona, þar sem gist er 2 síðustu næturnar. Hápunktur ferðarinnar er boð Listasjóðs Heimsklúbbsins á óperuna AIDU eftir Verdi á stærsta sviði heims með mörgum í hópi frægustu söngvara nútímans. Andvirði þessa boðs er kr. 8.000 á mann og gildir aðeins til 2. apríl. Hefð & gæði bjalkabustadir.is sími 581-4070 Sumarhús - íbúðarhús alls konar hús Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 864 1445. Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur. www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og and- leg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá 1994. Hefst 9. apríl — Þri. og fim. kl. 20.00. Jóga grunnnámskeið með Ásmundi Gunnlaugssyni Jógastöður, öndunaræfingar, slökun og undirstöðuatriði hatha yoga undir leiðsögn Ásmundar. Góð leið fyrir fólk á öllum aldri sem vill næra andann og styrkja líkamann. Ekki er krafist reynslu af jóga. Hefst 11. apríl — Þri. og fim. kl. 19.00 í 4 vikur.  Þumalína Slitolía, spangarolía, brjóstagjafaolía og te Póstsendum – sími 551 2136 M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.