Morgunblaðið - 31.03.2002, Page 22

Morgunblaðið - 31.03.2002, Page 22
FRÉTTIR 22 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ökupróf Samkvæmt samningi við Umferðarráð annast Frum- herji hf. framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa um land allt frá og með 1. apríl. Umferðarráð hefur enn sem áður umsjón með ökunámi og ökuprófum og mun sjá um eftirlit með starfseminni. Breytingar verða litlar til að byrja með, sömu próf- dómarar munu sinna verkefninu og prófað verður á sömu stöðum áfram, nema á höfuðborgarsvæðinu, þar flytjast öll próf til Frumherja hf. á Hesthálsi 6-8 í Reykjavík. Pöntunarsími ökuprófa verður 570 9070. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Umferð- arráðs www.umferd.is og Frumherja hf., www.frumherji.is. Umferðarráð þakkar ökukennurum og próftökum far- sælt samstarf á liðnum árum og væntir góðs fram- halds þar á. Umferðarráð og Frumherji hf. stefna saman að því markmiði að ökunám og ökupróf auki umferða- röryggi í landinu. TAP af reglulegri starfsemi Ríkisút- varpsins á síðasta ári, að teknu tilliti til fjármunatekna og gjalda, var um 250 milljónir kr. samanborið við um 92 millj. kr. tap árið 2000. Ársreikningur Ríkisútvarpsins var staðfestur á miðvikudag og setja óhagstæð gengisþróun og almennar launa- og verðlagshækkanir mark sitt á afkomuna að mati forsvars- manna stofnunarinnar. Tap af beinum rekstri án fjár- magnskostnaðar nam í heild 86,4 milljónum kr. en sambærileg tala miðað við árið 2000 var 121,6 millj. Í ársskýrslunni segir að megin- skýringar á hallanum séu þær, að launahækkanir og almennar verð- lagshækkanir hafi orðið mun meiri en fram hafi komið í forsendum fjár- laga ársins 2001. ,,Til að mynda var þar gert ráð fyrir 3,0 % hækkun launa og 3,0% hækkun annars kostn- aðar. Niðurstaðan var hins vegar sú að almenn, samningsbundin launa- hækkun opinberra starfsmanna nam 6,9% um mitt ár og síðan höfðu stofn- anasamningar enn frekari hækkanir í för með sér. Auglýsingatekjur lækkuðu um 63 milljónir kr. milli ára Samkvæmt launavísitölu Hagstof- unnar varðandi opinbera starfsmenn og bankamenn hækkuðu laun þeirra um 9,6% á milli áranna 2000 og 2001. Þá hefur gengisfall íslensku krón- unnar haft afar neikvæð áhrif á rekstur Ríkisútvarpsins vegna hækkunar á aðkeyptu erlendu efni til sýningar í Sjónvarpinu. Erlent dagskrárefni nemur um 60% af heildarútsendingartíma Sjónvarps- ins,“ segir í ársskýrslu RUV. Alvarlegur samdráttur á auglýs- ingamarkaði hafði slæm áhrif á rekstrarafkomu Ríkisútvarpsins en auglýsingatekjur lækkuðu um 63,4 millj. króna milli áranna 2000 og 2001. Fjármagnsgjöld hækkuðu um 174 milljónir króna Fjármagnsgjöld hækkuðu hins vegar á milli ára um 174 millj. króna. Þá segir í ársskýrslunni að auknar lífeyrisskuldbindingar, sem Ríkis- útvarpinu hefur verið gert að taka á sig vegna slæmrar stöðu Lífeyris- sjóðs ríkisstarfsmanna, hafi haft ,,af- skaplega neikvæð áhrif á rekstrar- niðurstöðu síðustu ára“ og staðan versnað með hverju ári. Útgjöld árs- ins 2001 af þessum sökum einvörð- ungu námu um 190 millj. króna, þar af vextir og verðbætur 136 millj.kr. 250 milljóna halli á rekstri Ríkisútvarpsins 2001 FRAMKVÆMDASTJÓRI DV lítur svo á að Fréttablaðið brjóti klár- lega gegn samningi milli Frjálsrar fjölmiðlunar og núverandi eigenda DV með því að birta smáauglýs- ingar í blaðinu á miðvikudag og brjóti þar með gegn lögbanni sýslu- mannsins í Reykjavík. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á miðvikudag setti sýslu- maður lögbann á að Fréttablaðið seldi og birti smáauglýsingar eins og þær hafa birst í blaðinu undir nafninu flokkaðar auglýsingar. Byggðist lögbannið á kröfu DV, sem sagði birtinguna brjóta í bága við samning sem gerður var við FF þegar síðarnefnda fyrirtækið seldi hlut sinn í DV. Í Fréttablaðinu á miðvikudag hafði birtingarformi auglýsinganna verið breytt, þó ekki ýkja mikið, og þær ekki lengur nefndar flokkaðar auglýsingar. Hjalti Jónsson, fram- kvæmdastjóri DV, sagðist ætla að skoða Fréttablaðið á þriðjudag, 2. apríl og þá meta hvort ástæða væri til að krefjast þess að sýslumaður gengi eftir því að lögbannið yrði virt, en sýslumaður mun ekki hafa afskipti af málinu nema DV krefjist þess. Samkeppnisstofnun fékk á mið- vikudag í hendur samninginn á milli útgáfufélags DV og FF. Stofnunin hafði farið fram á að fá samninginn til að kanna hvort hann bryti gegn ákvæðum samkeppnislaga og kem- ur þar sérstaklega 10. grein lag- anna til álita. Þar er m.a. fjallað um samninga milli fyrirtækja sem koma í veg fyrir samkeppni t.d. með skiptingu á mörkuðum. Skv. upplýsingum frá stofnuninni verður ákvörðun um framhaldið tekin eftir páska. Hjalti segir að samningurinn hafi verið gerður í góðri trú og eigi ein- ungis við um FF og gildi ekki fyrir aðra aðila í samkeppni á smáaug- lýsingamarkaði. Telur birtingu auglýsinga brot gegn lögbanni TÖLUVERÐAR breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna í mars- mánuði frá mánuðinum á undan skv. fylgiskönnun Gallup sem gerð var í marsmánuði. Fylgi Fram- sóknarflokksins mælist nú 18% í stað rúmlega 14% í febrúar. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar einu pró- sentustigi og mælist nú með 40% fylgi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fer úr 21% í febrúarkönn- un í rúm 17% fylgi nú, Samfylk- ingin bætir fylgi sitt og fer úr tæp- lega 20% fylgi í febrúar í rúm 22% nú en fylgi Frjálslynda flokksins breytist lítið milli mánaða og er rúm 2%. Ríkisstjórnin nýtur stuðn- ings 56% kjósenda skv. könnuninni Fylgi flokkanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.