Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 29 ÞAU hafa verið nokkur sjónvarps- leikritin sem sýnd hafa verið nú í vetur sem gerast á ljósmyndastofu. Þar hafa Leikfélag Íslands og RÚV gefið nokkrum íslenskum leikstjór- um og höfundum tækifæri til að spreyta sig innan ákveðins tíma og rúms og hefur árangurinn verið mis- munandi. Sl. sunnudag var komið að þeim Hilmari Oddssyni og Árna Ibsen sem margt gott hafa látið frá sér fara í gegnum tíðina og verður verk- ið „Það kemur í ljós“ seint talið með- al þeirra áhrifaríkari og áreiðanlega voru þær væntingar ekki gerðar til leikritsins. Hér segir frá ljósmyndaranum Matta sem rekur ljósmyndastofu. Hjá honum vinnur farðarinn Gurrí, en afi Matta, Halldór atvinnuljós- myndari til fimmtíu ára, er tíður gestur hjá þeim þar sem hann grúskar í tölvunni og leitar að mynd- inni. Hinni einu sönnu. Fyrirsæturn- ar Freyr og Sjöfn koma til þeirra þennan dag og það gengur á ýmsu. Mér skilst að þetta leikrit fjallaði um ástina í öllum sínum myndum. Hvernig hver og einn með sinn bak- grunn nálgast ástina og að sagan endurtaki sig. Sumir eru kynferðis- lega ágengir, aðrir eru tilbaka vegna mögulegrar höfnunar og enn aðrir láta allt yfir sig ganga. En öll leitum við að því sama, hinum fullkomna fé- laga fyrir lífið; sönnu ástinni. Ef það tekst ekki munum við sjá eftir því mest af öllu þegar lífið er á enda. Árni hefur tekið þann pól í hæðina að gerast nokkuð djúpur í þessu litla leikverki. Þetta er skemmtileg hug- mynd, enda erum við öll svo ber- skjöldið frammi fyrir myndavélinni. Og misjafnt fólkið sem kýs að vera fyrir framan myndavélina og fyrir aftan. En í svona stuttu verki gefst lítill tími til að þróa persónur og þessu djúpstæða hefði þurft að koma til skila á mjög hnitmiðaðan og snjallan hátt. Þeir Hilmar og Árni fara þó aðeins út fyrir ljósmyndastofuna og fylgja Halldóri gamla í strætó, þar sem hann myndar með augunum það sem fyrir ber. Þetta er fín kynning á karl- inum og því alger óþarfi að láta hann kynna sig sem ljósmyndara fyrir fólki sem gjörþekkir hann. Til að auka fjölbreytnina enn frekar er myrkraherbergið notað með sinni rauðu lýsingu. Leikarar stóðu sig allir prýðilega og tókst að skapa sannfærandi per- sónur. Persóna Gurríar nær kannski helst til manns og túlkaði Elva Ósk þessa konu mjög mannlega og eðli- lega einsog henni er lagið. „Þetta kemur í ljós“ er lítið verk þar sem reynt er að skapa eitthvað áhugavert við ómerkilegar aðstæð- ur. Árangurinn er eftir því, þó segj- ast verði að það er með skemmtilegri verkum í þessari leikritaröð. SJÓNVARP Það kemur í ljós Leikstjórn: Hilmar Oddsson. Handrit: Árni Ibsen. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson. Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Björn Ingi Hilmarsson, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Ívar Örn Sverrisson. Framleiðandi: Hallur Helga- son fyrir Leikfélag Íslands. 36 mín. Sýnt á RÚV 24. mars 2002. Myndir ástarinnar „Leikarar sköpuðu sannfærandi persónur,“ segir í gagnrýni. Hildur Loftsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.