Morgunblaðið - 31.03.2002, Page 43

Morgunblaðið - 31.03.2002, Page 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 43 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  KLUKKUBERG 15 - HF. - MEÐ BÍLSKÚR OPIÐ HÚS MÁNUDAG frá kl. 14-18 Vorum að fá í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað mjög góða 4ra herbergja íbúð á annarri hæð ásamt bílskúr, samtals 131 fm. Fallegar innréttingar, sérinngangur, 3 herbergi. Frábært útsýni. Verð 14,3 millj. Anna og Árni taka á móti væntanlegum áhugasömum kaupendum á mánudag frá kl. 14-18. DREGIÐ var í leik meðal ferming- arbarna sem Lyfja stóð fyrir í öllum útibúum sínum, 22. mars sl. Mjög góð þátttaka var í leiknum enda til mikils að vinna. Vinningshafarnir urðu 16 og fengu þeir allir glæsi- lega gjafapakka með vörum frá Tommy Hilfiger. Fyrr á þessu ári sendi Lyfja for- eldrum barna á fermingaraldri gjafakort sem jafnframt var þátt- tökuseðill. Innsendir miðar voru settir í pott og síðan voru dregnir út tveir vinningar í hverju útibúi Lyfju, einn fyrir strák og annar fyr- ir stelpu. Hringt hefur verið í vinn- ingshafana. Hluti þeirra fermingarbarna sem unnu gjafapakka frá Lyfju. Fermingarleikur Lyfju MÁLSTOFA í tengslum við kennslu í stjórnskipunarrétti í lagadeild Háskóla Íslands verður haldin miðvikudaginn 3. apríl í stofu L-101 í Lögbergi kl. 12.15- 13.30. Umræðuefnið verður: „Málstofa um mannréttindi: Staða fé- lagslegra mannréttinda í lýðræð- isþjóðfélagi“. Málshefjendur verða Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Atli Harðarson heimspekingur. Málstofan er öllum opin, segir í fréttatilkynningu. Málstofa um mannréttindi í lagadeild SVÆÐISSKRIFSTOFA Skeljungs á Akureyri hefur verið flutt í Oddeyrarskála, en þar rekur Eimskip fjölbreytta starfsemi. Skrifstofan var áður við Hjalteyr- argötu og á Skeljungur þar hús- næði. Þær breytingar verða í kjölfar flutningsins að Eimskip mun sjá um birgðahald og vörudreifingu fyrir Skeljung á Akureyri og um Norðurland. Höskuldur Ólafsson hjá Eim- skip sagði að félögin tvö hefðu átt gott samstarf áður, t.d. um rekst- ur vöruhótels í Sundahöfn og vænti hann að svo yrði áfram nú þegar Skeljungur hefði flutt starfsemi sína í Oddeyrarskála. Sagði Höskuldur að Eimskip hefð á síðustu árum aukið mjög starf- semi sína á landsbyggðinni, en frá árinu 1998 hefði störfum á vegum félagsins fjölgað úr 40 í 78. Alls starfa 30 manns í Odd- eyrarskála. Friðrik Stefánsson hjá Skelj- ungi nefndi að sá varningur sem seldur hefði verið í verslun Skelj- ungs við Hjalteyrargötu yrði nú seldur í verslunum í bænum, m.a. í Húsasmiðjunni og 66°norður. Skeljung- ur flytur í Oddeyr- arskála Morgunblaðið/Kristján Benedikt Elísson og Friðrik Þ. Stefánsson undirrita samninginn. Að baki þeim standa Höskuldur Ólafsson og Kristinn Björnsson. Menntamálaráðuneytið hefur sam- ið við Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla Íslands um umsýslu með Þróunarsjóði grunnskóla og Þróunarsjóði leikskóla í tilrauna- skyni til þriggja ára, frá 2002– 2004. Sjóðirnir hafa hingað til ver- ið í vörslu ráðuneytisins í sam- ræmi við reglur um sjóðina. Björn Bjarnason þáverandi menntamálaráðherra og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, undirrituðu formlegan verksamning vegna þessa máls fyrir skömmu. Er þetta í samræmi við þá stefnu menntamálaráðu- neytisins að færa umsýslu ein- stakra verkefna út úr ráðuneytinu til annarra aðila, segir í frétta- tilkynningu Menntamálaráðuneytið skipar eftir sem áður ráðgjafarnefnd Þró- unarsjóðs grunnskóla skv. reglum um sjóðinn og úthlutunarnefnd Þróunarsjóðs leikskóla, skilgreinir forgangsverkefni hvers árs, aug- lýsir eftir umsóknum og tekur formlega ákvörðun um úthlutun styrkja úr sjóðunum. Mikil gróska hefur verið í þró- unarstarfi í skólum, segir í frétta- tilkynningu, og árlega hafa milli 20 og 30 verkefni verið styrkt úr Þró- unarsjóði grunnskóla og um 10 verkefni úr Þróunarsjóði leikskóla. Þróunarsjóður grunnskóla hefur haft um 11 milljónir kr. árlega til ráðstöfunar en Þróunarsjóður leik- skóla 3 milljónir kr. KHÍ tek- ur við umsýslu þróunar- sjóða PÁSKAHELGIN er síðasta sýning- arhelgi á öðrum hluta 30 ára afmæl- issýningu Myndhöggvarafélags Reykjavíkur í miðrými Listasafns Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. Verkin á sýningunni eru eftir Þór Vigfússon og Hallstein Sigurðsson. Sýningunni lýkur mánudaginn 1. apríl. Afmælissýning Myndhöggv- arafélagsins SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar hefur beint þeirri áskorun til landbúnaðarráðherra að hann leiti leiða til að Skógræktarfélag Eyfirð- inga fái til eignar án endurgjalds rík- isjörðina Saurbæ í Eyjafjarðarsveit. Sagði í áskorun sveitarstjórnar að með slíkri gjörð fælist öflugur stuðn- ingur við skógræktarstarf og um leið viðurkenning á því þýðingarmikla og árangursríka starfi sem félagið hefði unnið í þágu skógræktar. Ennfrem- ur segir að fái félagið jörðina til eign- ar opnist því aðrir möguleikar til nýtingar og ráðstöfunar á landinu en við leigu og styðji betur áform fé- lagsins um samfellda skógrækt og annars konar skipulagningu á um- ræddu svæði. Sveitarstjórn mæli með ákveðnum kvöðum fái félagið jörðina, en náist ekki sátt um þessa leið er mælt með því að Skógræktarfélag Eyfirðinga fái jörðina leigða til skógræktar með hliðstæðum skilmálum og gilda um leigu á nágrannajörðinni Hálsi í Eyjafjarðarsveit og Þrándarstöðum í Brynjudal. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélag Eyfirðinga Félagið fái Saurbæ til skógræktar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.