Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 56

Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vindafljót Wind River Ævintýramynd Bandaríkin, 1998. Góðar stundir VHS. (100 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Tom Shell. Aðalhlutverk: Karen Allen, Blake Heron og Wes Studi. HÉR er dálítið sérstök kvikmynd á ferðinni og vel hægt að mæla með henni sem ævintýralegri fjölskyldu- mynd. Þar er sótt aftur til banda- rískrar sögu og búin til saga í kring- um sannsögulega persónu, Nick Wilson að nafni. Hann er bóndasonur í Utah-fylki í Bandaríkjunum á síðari hluta nítjándu aldar og eru átök indíana við hvíta landnema í hámarki. Sögð er saga drengsins sem dvelur um skeið meðal indíána og fær innsýn í þá erf- iðu stöðu sem þeir eru í en einnig lífs- hætti þeirra og hugarfar. Við kynn- umst tilveru sem er erfið hvort sem litið er til landnemafjölskyldnanna á sléttunum eða ólíkra indíanáættbálka sem stríða sín á milli og gera þannig baráttuna við landnemana enn erfið- ari. Sem kvikmynd er Wind River einföld saga og ævintýraleg, dálítið einfeldningsleg á köflum, en um leið einlæg og ánægjuleg á að horfa. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Á slóð indíána Smitberinn (Contaminated Man) Spennumynd Bandarísk/bresk/þýsk 2000. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (99 mín.) Leikstjórn: Anthony Hickox. Aðal- hlutverk William Hurt, Peter Weller, Natascha McElhone. LÍFSHÆTTULEGIR og bráð- smitandi vírusar eru kjörinn efniviður í krassandi spennumynd. Það er nátt- úrlega fátt eins óhugnanlegt og ef marka má uppgötvanir rannsóknar- blaðamanna síðustu árin þá er hættan á því að slíkt geti hent fyrir slysni – að eitthvað hræðilegt bregði út af í ein- hverjum af hinum mýmörgu efna- verksmiðjum heimsins – sannar- lega fyrir hendi. T.a.m. kannaði einn af bandarísku fréttaskýringaþátt- unum ástand mála í niðurníddum efna- og sýklavopna- verksmiðjum gamla Sovétsins og komst að því að öryggi þeirra er langt undir hættumörkum og hreint krafta- verk að ekki hafi orðið nein slys. Spennan í Smitberanum gengur út á mann á flótta undan yfirvöldum sem hafði komist einn lífs af úr slysi í efna- verksmiðju. Fljótlega kemur í ljós að hann er mengaður af lífshættulegu efni sem dregur alla til dauða sem hann snertir. Eins og ég segi, kjörinn efniviður í krassandi spennumynd, en því miður er úrvinnslan alltof stirð og framvindan nær engum tökum á manni og ná hinir annars ágætu Hurt og Weller þar engu að breyta um. Skarphéðinn Guðmundsson Krassandi efniviður MONTY Python-hetjan John Cleese hefur eytt yfir hálfum milljarði í að tryggja sér góða granna. Hann hefur semsagt keypt húsið við hliðina á húsinu sínu í Santa Barbara og býður það nú til sölu – á sínum skil- málum. „Ég og konan mín erum að leita að granna sem er ekki há- vaðasamur. Helst leikstjóra eða handritshöfundi,“ sagði Cleese. „Ég er ekki eingöngu að selja hús, ég er að kaupa mér ná- granna!“ John Cleese. Cleese og ná- grannarnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.