Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 31.03.2002, Qupperneq 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vindafljót Wind River Ævintýramynd Bandaríkin, 1998. Góðar stundir VHS. (100 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Tom Shell. Aðalhlutverk: Karen Allen, Blake Heron og Wes Studi. HÉR er dálítið sérstök kvikmynd á ferðinni og vel hægt að mæla með henni sem ævintýralegri fjölskyldu- mynd. Þar er sótt aftur til banda- rískrar sögu og búin til saga í kring- um sannsögulega persónu, Nick Wilson að nafni. Hann er bóndasonur í Utah-fylki í Bandaríkjunum á síðari hluta nítjándu aldar og eru átök indíana við hvíta landnema í hámarki. Sögð er saga drengsins sem dvelur um skeið meðal indíána og fær innsýn í þá erf- iðu stöðu sem þeir eru í en einnig lífs- hætti þeirra og hugarfar. Við kynn- umst tilveru sem er erfið hvort sem litið er til landnemafjölskyldnanna á sléttunum eða ólíkra indíanáættbálka sem stríða sín á milli og gera þannig baráttuna við landnemana enn erfið- ari. Sem kvikmynd er Wind River einföld saga og ævintýraleg, dálítið einfeldningsleg á köflum, en um leið einlæg og ánægjuleg á að horfa. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Á slóð indíána Smitberinn (Contaminated Man) Spennumynd Bandarísk/bresk/þýsk 2000. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (99 mín.) Leikstjórn: Anthony Hickox. Aðal- hlutverk William Hurt, Peter Weller, Natascha McElhone. LÍFSHÆTTULEGIR og bráð- smitandi vírusar eru kjörinn efniviður í krassandi spennumynd. Það er nátt- úrlega fátt eins óhugnanlegt og ef marka má uppgötvanir rannsóknar- blaðamanna síðustu árin þá er hættan á því að slíkt geti hent fyrir slysni – að eitthvað hræðilegt bregði út af í ein- hverjum af hinum mýmörgu efna- verksmiðjum heimsins – sannar- lega fyrir hendi. T.a.m. kannaði einn af bandarísku fréttaskýringaþátt- unum ástand mála í niðurníddum efna- og sýklavopna- verksmiðjum gamla Sovétsins og komst að því að öryggi þeirra er langt undir hættumörkum og hreint krafta- verk að ekki hafi orðið nein slys. Spennan í Smitberanum gengur út á mann á flótta undan yfirvöldum sem hafði komist einn lífs af úr slysi í efna- verksmiðju. Fljótlega kemur í ljós að hann er mengaður af lífshættulegu efni sem dregur alla til dauða sem hann snertir. Eins og ég segi, kjörinn efniviður í krassandi spennumynd, en því miður er úrvinnslan alltof stirð og framvindan nær engum tökum á manni og ná hinir annars ágætu Hurt og Weller þar engu að breyta um. Skarphéðinn Guðmundsson Krassandi efniviður MONTY Python-hetjan John Cleese hefur eytt yfir hálfum milljarði í að tryggja sér góða granna. Hann hefur semsagt keypt húsið við hliðina á húsinu sínu í Santa Barbara og býður það nú til sölu – á sínum skil- málum. „Ég og konan mín erum að leita að granna sem er ekki há- vaðasamur. Helst leikstjóra eða handritshöfundi,“ sagði Cleese. „Ég er ekki eingöngu að selja hús, ég er að kaupa mér ná- granna!“ John Cleese. Cleese og ná- grannarnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.