Vísir - 06.06.1980, Síða 29

Vísir - 06.06.1980, Síða 29
vísm Föstadagur 6. júnl 1980. Byggung Kópavogl: 29 Er að llúka smíðl 132 íbúða Byggingarfélag ungs fólks I Kópavogi — Byggung Kópavogi — mun i sumar ljúka viö byggingu 132 Ibúöa sem félagiö fékk úthlutaö af bæjarráöi Kópa- vogs i júli 1975 Þessar upp- lýsingar komu fram á blaöa- mannafundi fyrir skömmu sem félagiö hélt um leiö og þaö sýndi I- búöirnar. Hér er um aö ræöa tvö háhýsi sem hvort fyrir sig er 48 ibúöir eöa samtals 96 ibúöir. Auk þess eru 6 stigahús, hvert meö 6 ibúö- um. Framkvæmdir viö fyrsta húsiö, Engihjalla 3, hófust i oktd- ber 1975, en sameiginlegum frá- gang á lóö og i hUsinu, var lokiö 1979. IbUöirnar voru afhentar félagsmönnum á timabilinu des- ember 1977 og fram i mal 1978. Viö Engihjalla 5-7 hófust fram- kvæmdir i april 1976 og voru þær Ibúöir afhentar i febrUar/mars 1978. Frágangi viö þaö hUs var einnig líáciö 1979, en þar eru 12 IbUöir. I Engihjalla 11, sem eru 48 IbUöir, hdfust framkvæmdir I april 1977 og er þeim aö ljUka, en ibUöir þar voru afhentar félagsmönnum I maftiljUlf 1979. ViöEngihjalla 13- 15, sem eru 12 íbUöir, hófust framkvæmdir i aprfl 1978 og er lokiö aö ööru leyti en lóöafram- kvæmdir og frágangur utanhUss. Lokiö veröur viö þær á næstunni. Þessar ibUöir voru afhentar félagsmönnum i desember s.l. 1 Engihjalla 21-23, sem eru sfö- ustu IbUöimar af þessum 132, hóf- ust framkvæmdir viö grunn i á- gúst 1978, en aö ööru leyti hófust framkvæmdir i mai 1979 og mun ljúka nU i jUnf. 1 þeim hUsum eru 12 ibUöir sem afhentar veröa nU um mánaöamótin til félags- manna. Heildarkostnaöur viö þessar framkvæmdir um siöustu áramót varum 1390 m.kr. án þess vaxta- kostnaöar sem byggjendur hafa greitt á byggingartimabilinu til viöskiptaaöila og af fram- kvæmdarlánum sem félagiö fékk vegna Engihjalla 3 og Engihjalla 11. Arið 1976 var félagiö gert aö Byggingarsamvinnufélagi og var þá ákveöiö að stefna aö þvi aö skila öllum IbUöum, sem félagið byggir fullbUnum. Ennhefur ekki tekist aö koma þessari stefnu aö fullu til framkvæmda en I næsta byggingaráfanga verður þaö gert, en félagiö hefur þegar stofn- sett hann. Viö Engihjalla skilaöi félagiö 97 IbUöum fullbiinum, en veitt aðstoð viö aö ljUka hinum 35 íbúöunum. Uppgjör vegna 1. byggingará- fanga, Engihjalla 3, er nU lokið og var meöalverö ibUöa sem hér segir samkvæmt upplýsingum: 3ja herbergja, 79 ferm. kr. 8.340.000 með lóöarframkv. 3ja herbergja, 87 ferm. kr. 8.900.000 meö lóöarframkv 4ra herbergja, 93 ferm. kr. 9.300.000 með lóðarframkv. 4raherbergja, I08ferm. kr. 10.520.000 með lóðarframkv. Flatarmál IbUöanna er hér án svala og sameignar I hUsinu og kostnaöur er reiknaður án vaxta- kostnaöar byggjenda, sem skipt hefur veriö milh þeirra eftir þvi hvernig skuldir þeirra voru viö félagiö á hverjum tima. Þessi kostnaður er á bilinu 5-600 þUs- und kr. á IbUÖ þegar þinglýsing á veödeildarláni er meötalinn. Byggingarkostnaöinn greiddu félagsmenn 1. byggingaráfanga, á timabilinu september 1975 til mái 1979, eftir þvl sem fram- kvæmdum var háttað. NU hefur félagiö verkefni 11 1/2 til 2 ár og er nU aö hefja fram- kvæmdir á nýju byggingarsvæöi i ArtUnslandi og mun byggja þar 36 íbúðir, en vonast til að fá frekari lóöarUthlutun þegar framkvæmdir hefjast aö fullu I AstUns- og Grænuhliöarlandi, aö þvi er fram kom á blaöamanna- fundinum. Byggung Kópavogi byggir I Engihjallanum. A innfelldu myndinni er gestum sýnt inn I eldhús einnar Ibúöarinnar. Efþúviltfá upplýsingar um ELECTROLUX, GAGGENAU og ROWENTA heimiKsteki. Þá eru Ragnneiður, Pálmarog Leifur reióubúin að svara þér! Þegar þú kemur næst í Vörumarkaðinn skaltu nota tækifærið og afla þér upplýsinga um nýjustu heimilistækin. Þau Ragnheiður, Pálmar og Leifur eru alltaf tilbúin að veita þér allar upplýsingar, sem þú kynnir að þarfnast í sambandi við kaup á heimilstækjum. Þau hafa bæði þekkingu og þjálfun í sambandi við slíka hluti. Því máttu treysta. o Heimilistækjadeild - sími 86117 Vörumarkaðurinn hf. I ÁRMÚLAIa

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.