Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 58

Morgunblaðið - 27.04.2002, Side 58
Það er jafnan mikið fjör á dansæfingum Breiðfirðinga. BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ er eitt af elstu átthagafélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Það var stofnað árið 1938 og hefur allar götur síðan rekið öflugt félagsstarf með margs konar afþreyingu og uppákomum gegnum tíðina, enda samhentur fé- lagsskapur með ákveðin markmið með starfinu; að efla og viðhalda kunningsskap, vináttu, ættar- tengslum og jafnframt færa átt- hagana nær, ef svo má að orði kom- ast. Ein af árlegum samkomum félagsins hefur verið að fagna sum- arkomu. Nú í kvöld verður dansað í Breiðfirðingabúð, Faxafeni, frá kl. 22–03 við undirleik og söng Breið- bandsins og söngkonunnar Örnu Þorsteinsdóttur. Félagar eru hvatt- ir til að fjölmenna sem fyrr og taka með vini og kunningja. Breiðfirð- ingar sunnan heiða fagna sumarkomu Útgáfutónleikar Blikandi stjarna Í DAG, á milli kl. 14.30 og 17.00, mun sönghópurinn Blikandi stjörnur halda sína fyrstu útgáfutónleika á nýja sviði Borgarleikhússins. Söng- hópurinn er skipaður ungu fólki með fötlun, í honum eru tíu manns og hef- ur hópurinn verið að æfa reglulega undanfarin tvö ár undir stjórn Ingv- eldar Ýrar Jónsdóttur. Það er hljóm- sveitin Í svörtum fötum sem leikur undir hjá Stjörnunum að þessu sinni. Tilefni tónleikanna er geisladisk- urinn Það er eðlilegt að vera öðru- vísi, en hann tók hópurinn upp í Þýskalandsför, þar sem hljómsveitin The Rockers var m.a. heimsótt. Lögðust hóparnir á eitt með að taka upp efni, bæði saman og hvor í sínu lagi, en niðurstöðurnar er hægt að nálgast á nefndum diski. Til gamans má geta að hljómsveitin góðkunna Sigur Rós var verndari þessa ferða- lags og var það Ungt fólk í Evrópu sem styrkti förina – samtök sem lúta áætlun á vegum Evrópusambands- ins, þar sem ungt fólk frá ólíkum löndum er hvatt til að hittast og vinna saman. Á milli 14.30 og 15.00 verða svo sýndar myndir sem teknar voru í Þýskalandsförinni. Pönk, reggí og blús „Sveitin var stofnuð árið 1999, sem partur af Sérsveit Hins húss- ins,“ segir Kristinn Ingvarsson, verkefnastjóri Sérsveitarinnar. „Eins og fram kemur var diskur- inn tekinn upp í Þýskalandi og þess má geta að The Rockers koma hing- að í júlí og þá ætlum við að útbúa myndbönd við einhver laganna.“ Aðspurður um lagaval á disknum segir hann það vera alls kyns. „Þarna eru íslenskar dægurlaga- perlur og söngleikjalög t.d. Þá kom- um við víða við í frumsömdu lögun- um okkar sem eru þrjú; eitt pönklag, eitt reggílag og eitt blúslag!“ Miðaverð er kr. 500 og er hægt að panta í síma 695 5101. Athuga ber að miðafjöldi er takmarkaður. Geisla- diskurinn góði verður svo seldur í hléi. „Það er eðlilegt að vera öðruvísi“ Morgunblaðið/Kristinn Blikandi stjörnur á hljómleikum í Hinu húsinu. FÓLK Í FRÉTTUM 58 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.bmvalla.is Þú færð heildarlausnir fyrir framkvæmdirnar í söludeild BM•Vallá í Fornalundi Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími: 585 5050 • Fax: 585 5051 sala@bmvalla.is HÚS GARÐUR FRÁVEITUR daginn léku svo þau Tena Palmer og Matthías Hemstock og í gær lagði Til- raunaeldhúsið safnið undir sig, með tilheyrandi tónlistarlegum sveigjum og beygjum. Í kvöld lýkur tónleikaröðinni svo er harðkjarnasveitin Mínus og tilrauna- tónlistarmaðurinn Curver troða upp í sameiningu; með góðri hjálp frá myndbandslist Sigurðar Guðjónsson- ar. Uppákoman hefst stundvíslega kl. 20.00 og er aðgangseyrir kr. 500. Tónlistin tilreynd Guðmundur Steinn Gunnarsson, eða „Burkni“, við störf. Jaðardögum 2002 slitið í kvöld UNDANFARNA daga hefur tónlist- arhátíðin Jaðardagar 2002 – hátíð helguð tilraunum í tónlist farið fram í gamla Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Hátíðin var opnuð síðasta miðvikudag með kvöldi djassklúbbsins Ormslev þar sem Curver, Hrafn Ásgeirsson, Burkni og tilrauna-djasssveitin Anus léku sér með jaðardjass. Á fimmtu-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.