Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.04.2002, Blaðsíða 58
Það er jafnan mikið fjör á dansæfingum Breiðfirðinga. BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ er eitt af elstu átthagafélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Það var stofnað árið 1938 og hefur allar götur síðan rekið öflugt félagsstarf með margs konar afþreyingu og uppákomum gegnum tíðina, enda samhentur fé- lagsskapur með ákveðin markmið með starfinu; að efla og viðhalda kunningsskap, vináttu, ættar- tengslum og jafnframt færa átt- hagana nær, ef svo má að orði kom- ast. Ein af árlegum samkomum félagsins hefur verið að fagna sum- arkomu. Nú í kvöld verður dansað í Breiðfirðingabúð, Faxafeni, frá kl. 22–03 við undirleik og söng Breið- bandsins og söngkonunnar Örnu Þorsteinsdóttur. Félagar eru hvatt- ir til að fjölmenna sem fyrr og taka með vini og kunningja. Breiðfirð- ingar sunnan heiða fagna sumarkomu Útgáfutónleikar Blikandi stjarna Í DAG, á milli kl. 14.30 og 17.00, mun sönghópurinn Blikandi stjörnur halda sína fyrstu útgáfutónleika á nýja sviði Borgarleikhússins. Söng- hópurinn er skipaður ungu fólki með fötlun, í honum eru tíu manns og hef- ur hópurinn verið að æfa reglulega undanfarin tvö ár undir stjórn Ingv- eldar Ýrar Jónsdóttur. Það er hljóm- sveitin Í svörtum fötum sem leikur undir hjá Stjörnunum að þessu sinni. Tilefni tónleikanna er geisladisk- urinn Það er eðlilegt að vera öðru- vísi, en hann tók hópurinn upp í Þýskalandsför, þar sem hljómsveitin The Rockers var m.a. heimsótt. Lögðust hóparnir á eitt með að taka upp efni, bæði saman og hvor í sínu lagi, en niðurstöðurnar er hægt að nálgast á nefndum diski. Til gamans má geta að hljómsveitin góðkunna Sigur Rós var verndari þessa ferða- lags og var það Ungt fólk í Evrópu sem styrkti förina – samtök sem lúta áætlun á vegum Evrópusambands- ins, þar sem ungt fólk frá ólíkum löndum er hvatt til að hittast og vinna saman. Á milli 14.30 og 15.00 verða svo sýndar myndir sem teknar voru í Þýskalandsförinni. Pönk, reggí og blús „Sveitin var stofnuð árið 1999, sem partur af Sérsveit Hins húss- ins,“ segir Kristinn Ingvarsson, verkefnastjóri Sérsveitarinnar. „Eins og fram kemur var diskur- inn tekinn upp í Þýskalandi og þess má geta að The Rockers koma hing- að í júlí og þá ætlum við að útbúa myndbönd við einhver laganna.“ Aðspurður um lagaval á disknum segir hann það vera alls kyns. „Þarna eru íslenskar dægurlaga- perlur og söngleikjalög t.d. Þá kom- um við víða við í frumsömdu lögun- um okkar sem eru þrjú; eitt pönklag, eitt reggílag og eitt blúslag!“ Miðaverð er kr. 500 og er hægt að panta í síma 695 5101. Athuga ber að miðafjöldi er takmarkaður. Geisla- diskurinn góði verður svo seldur í hléi. „Það er eðlilegt að vera öðruvísi“ Morgunblaðið/Kristinn Blikandi stjörnur á hljómleikum í Hinu húsinu. FÓLK Í FRÉTTUM 58 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.bmvalla.is Þú færð heildarlausnir fyrir framkvæmdirnar í söludeild BM•Vallá í Fornalundi Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími: 585 5050 • Fax: 585 5051 sala@bmvalla.is HÚS GARÐUR FRÁVEITUR daginn léku svo þau Tena Palmer og Matthías Hemstock og í gær lagði Til- raunaeldhúsið safnið undir sig, með tilheyrandi tónlistarlegum sveigjum og beygjum. Í kvöld lýkur tónleikaröðinni svo er harðkjarnasveitin Mínus og tilrauna- tónlistarmaðurinn Curver troða upp í sameiningu; með góðri hjálp frá myndbandslist Sigurðar Guðjónsson- ar. Uppákoman hefst stundvíslega kl. 20.00 og er aðgangseyrir kr. 500. Tónlistin tilreynd Guðmundur Steinn Gunnarsson, eða „Burkni“, við störf. Jaðardögum 2002 slitið í kvöld UNDANFARNA daga hefur tónlist- arhátíðin Jaðardagar 2002 – hátíð helguð tilraunum í tónlist farið fram í gamla Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Hátíðin var opnuð síðasta miðvikudag með kvöldi djassklúbbsins Ormslev þar sem Curver, Hrafn Ásgeirsson, Burkni og tilrauna-djasssveitin Anus léku sér með jaðardjass. Á fimmtu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.