Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 1
LJÓST var seint í gærkvöld þegar
síðustu atkvæðin höfðu verið talin í
lögþingskosningunum í Færeyjum,
að spurningunni um vilja lands-
manna til að lýsa yfir fullu sjálfstæði
eyjanna á næstu árum eða halda
áfram sambandinu við Danmörk
hafði ekki verið svarað. Niðurstaðan
eftir ákaflega harða kosningabaráttu
og mjög spennandi talningu var sú,
að báðar fylkingarnar eru jafnstór-
ar, landstjórnarflokkarnir þrír, sem
vilja stefna að sjálfstæði, og stjórn-
arandstaðan, sem vill endurskoða
sjálfstjórnarlögin en vera áfram í
ríkjasambandi við Danmörk.
Að landstjórninni í Færeyjum
standa þrír flokkar, Þjóðveldisflokk-
urinn, Fólkaflokkurinn og Sjálf-
stjórnarflokkurinn. Fékk sá fyrst-
nefndi undir forystu Høgna
Hoydals, sem fer með sjálfstæðis-
málin í landstjórninni, stuðning
23,7% kjósenda og átta þingmenn
eins og í síðustu kosningum. Tapaði
flokkurinn 0,1 prósentustigi og kom
það verulega á óvart því að honum
hafði verið spáð góðu gengi og hann
yrði einn helsti sigurvegari kosning-
anna.
Fólkaflokkurinn með Anfinn
Kallsberg lögmann í broddi fylk-
ingar fékk 20,8% og tapaði 0,5 pró-
sentustigum. Eru þingmenn hans nú
sjö í stað átta fyrir fjórum árum.
Sjálfstjórnarflokkurinn með Eyð-
un Elttør olíumálaráðherra í forystu
fékk 3,2% atkvæða og tapaði 4,4 pró-
sentustigum. Hefur flokkurinn að-
eins einn þingmann nú á móti tveim-
ur áður.
Sambandsflokkurinn
er sigurvegari
Ótvíræður sigurvegari kosning-
anna er stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, Sambandsflokkurinn, og
formaður hans, Lisbeth L. Petersen.
Leggur flokkurinn megináherslu á
sambandið við Danmörk og fékk nú
stuðning 26% kjósenda og átta menn
í stað sex.
Jafnaðarflokkurinn og formaður
hans, Joannes Eidesgaard, fengu
20,9%, 1,1 prósentustigi minna en í
síðustu kosningum, en halda sínum
sjö mönnum. Miðflokkurinn fékk síð-
an 4,2% atkvæða og formaður hans,
Jenis av Rana, verður því áfram á
þingi.
Færeyski félagsfræðingurinn Jo-
annes Hansen segir, að það hafi aldr-
ei gerst áður, að stjórn og stjórn-
arandstaða í Færeyjum hafi haft
jafn marga þingmenn. Það er því
ljóst, að núverandi samsteypustjórn
getur ekki verið við völd áfram nema
Miðflokkurinn gangi til liðs við hana.
Fylkingarnar í færeyskum
stjórnmálum hnífjafnar
Spurningunni um sjálfstæði var
ekki svarað í kosningunum
Þórshöfn. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/RAX
1. maí –
baráttudagur
verkalýðsins
100. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 1. MAÍ 2002
ÍSRAELSSTJÓRN hafnaði í gær
allri samvinnu við rannsóknarnefnd
Sameinuðu þjóðanna fyrr en orðið
hefði verið við fjölmörgum kröfum
hennar um skipan nefndarinnar og
umboð. Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri SÞ, hugleiddi í gær að leysa
nefndina upp. 26 óbreyttir borgarar
fengu í gær að yfirgefa Fæðingar-
kirkjuna í Betlehem.
Ísraelar setja sex skilyrði fyrir því,
að rannsóknarnefndin fái að kynna
sér ástandið í flóttamannabúðunum í
Jenín. Hún vill fá að ráða nokkru um
hverjir verði kallaðir fyrir sem vitni
og hvaða skjöl nefndin fái í hendur. Þá
vill hún, að ísraelskir hermenn verði
undanþegnir hugsanlegri saksókn og
fleiri sérfræðingar í hryðjuverkum
verði nefndinni til aðstoðar.
„Ef ekki verður gengið að þessu,
verður ekkert af rannsókn,“ sagði í
yfirlýsingu stjórnarinnar.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
Ísraels, sagðist í gær óttast, að Sam-
einuðu þjóðirnar gengju ekki að
þessu og síðan myndi öryggisráðið
knýja rannsóknina fram án tillits til
óska Ísraela. Kvaðst hann ekki búast
við, að Bandaríkjastjórn beitti neitun-
arvaldi þar sem hún væri hlynnt
rannsókninni.
Ísraelskir embættismenn sögðu
hins vegar í fyrradag, að þeir treystu
því að Bandaríkjastjórn styddi Ísrael
í öryggisráðinu vegna þess, að Ísrael-
ar hefðu fallist á að hætta umsátri um
Arafat.
Ekkert lát er samt enn á umsátrinu
um höfuðstöðvar Arafats í Ramallah og
útgöngubann er í nálægum hverfum.
Tuttugu og sex Palestínumenn
fengu að yfirgefa Fæðingarkirkjuna í
gær og voru þeir strax fluttir burt á
brynvörðum bifreiðum. Átti síðan að
láta þá lausa eftir yfirheyrslu. Í kirkj-
unni eru enn um 200 menn og þar á
meðal 20 til 30 menn, sem Ísraelar
vilja handtaka eða senda í útlegð.
Ísraelskir hermenn virtust vera að
tygja sig burt frá Hebron í gær en
sátu enn um Alia-sjúkrahúsið í borg-
inni. Þar eru 20 menn, sem Ísraelar
vilja handtaka, og sagði foringi um-
sátursmannanna, að þeir væru reiðu-
búnir að ráðast inn í sjúkrahúsið ef
annað dygði ekki.
Eyðilegging og þjófnaður
Ísraelska dagblaðið Haaretz sagði í
gær, að ísraelskir hermenn hefðu
gerst sekir um mikla eyðileggingu og
þjófnað á Vesturbakkanum. Hafði
blaðið það eftir ónefndum foringja í
hernum en hann sagði, að hermönn-
unum hefði verið skipað að fjarlægja
harða diskinn í tölvum vegna hugs-
anlegra upplýsinga en þeir hefðu ekki
aðeins gert það, heldur eyðilagt allt,
sem þeir gátu. Þá hefðu þeir stolið fé
úr bönkum og brotið upp hraðbanka í
sama skyni.
Hafna rannsókn á vegum SÞ
Jerúsalem. AP, AFP.
Verður
Suu Kyi
látin laus?
Rangoon. AP.
ORÐRÓMUR var á kreiki í gær í
Búrma um að þess væri að vænta að
Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í landinu, yrði leyst úr
stofufangelsi innan
skamms. Sendi-
maður Sameinuðu
þjóðanna sagðist
vænta árangurs af
tilraunum sínum
til að binda enda á
þráteflið í stjórn-
málum landsins.
Herstjórnin í
Búrma hefur hald-
ið Suu Kyi í stofu-
fangelsi á heimili hennar frá í sept-
ember 2000, eftir að hún reyndi að
fara á stjórnmálasamkomu fyrir utan
höfuðborgina, Rangoon, í trássi við
yfirvöld. Í gær voru borgarstarfs-
menn að hreinsa til í kringum bústað
hennar í borginni. Kom þetta á óvart
þar sem gatan heim að húsinu hefur
ekki verið hreinsuð síðan Suu Kyi var
sett í stofufangelsi.
Erlendir sendimenn og stjórn-
málaskýrendur telja, að verði Suu
Kyi látin laus í vikunni, bendi það til,
að herstjórnin og stjórnarandstaðan
hafi komist að samkomulagi um
hvernig hún fái að starfa sem leiðtogi
stjórnarandstöðunnar. Herstjórnin
muni hins vegar reyna að tryggja, að
lausn Suu Kyi fari fram í kyrrþey þar
sem hún óttist mikinn mannsöfnuð og
fagnaðarlæti stuðningsmanna henn-
ar.
Julie Resdie, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í
gær, að yrði Suu Kyi látin laus, yrði
að gera það án nokkurra skilyrða.
Sagði Resdie, að vonandi boðuðu
þessar fréttir, þótt óstaðfestar væru
enn, betri tíma fyrir Búrma.
Aung San
Suu Kyi