Morgunblaðið - 01.05.2002, Page 14
FRÉTTIR
14 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Heitt og nýlagað
það er
ekkert betra
Moccamaster
90
8
/
TA
K
T
ÍK
- kaffivél sem þú getur treyst
Moccamaster
Kaffitár, Bankastræti
Rönning, Borgartúni
Glóey, Ármúla
Rafsól, Skipholti
Te & Kaffibúðin, Suðurveri
Tónborg, Hamraborg Kóp.
Rafbúiðn, Álfaskeið, Hafj.
Rafbúð Sigurdórs, Akranesi
Öryggi, Húsavík
Einkaumboð
Glitnir, Borgarnesi
Straumur, Ísafirði
Rönning, Akureyri.
Geisli, Vestmannaeyjar
Árvirkinn, Selfossi
Ljósboginn, Keflavík
Rafb. Sveinn Guðm., Egilsst.
Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki
Hér eru helstu útsölustaðirnir.
fyrir að barnaverndarnefndir geti
haft afskipti af þunguðum konum
og er að finna ákvæði um möguleg
úrræði þeirra í slíkum tilfellum,“
tók Páll sem dæmi og bætti við að
úrskurðarvald í málum vegna
sviptingar forsjár flyttist frá
barnaverndarnefndum til dóm-
stóla. „Barnaverndarnefnd er gert
kleift að gera kröfu um brottvikn-
ingu heimilismanns og nálgunar-
bann fyrir dómi, í samræmi við þá
málsmeðferð sem gildir samkvæmt
lögum um meðferð opinberra mála
um nálgunarbann.“ Athygli vekur
að gert er ráð fyrir því að barn
BARNAVERNDARRÁÐ er lagt
niður en komið á fót kærunefnd til
að skjóta til minniháttar úrskurð-
um barnaverndarnefnda sam-
kvæmt nýsamþykktum barna-
verndarlögum. Stærri mál, s.s.
forsjársviptingarmál, fara beint til
dómstóla að því er fram kom í
setningarræðu Páls Péturssonar
félagsmálaráðherra á málþingi um
réttindi barna á Grand hóteli í
gær. Ný heildarlöggjöf um barna-
vernd var samþykkt samhljóða
með öllum greiddum atkvæðum á
þingi í gær.
Á málþinginu „Stöndum vörð
um æskuna – Réttur barna til
verndar“ vakti Páll athygli á því
að fjöldi nýmæla væri í lögunum.
Ýmis fyrirmæli stuðla að því að
stækka og efla barnaverndarum-
dæmi í landinu, t.d. eiga að jafnaði
ekki að vera færri en 1.500 íbúar
að baki hverri barnaverndarnefnd.
Félagsmálaráðherra verða fengnar
heimildir til að hlutast til um að
komið verði á fót barnaverndar-
nefndum samkvæmt skilyrðum
laganna.
Leyfð afskipti af
þunguðum konum
Róttækar breytingar eru lagðar
til á framsetningu ákvæða um ráð-
stafanir barnaverndarnefnda og
flokkun ráðstafana. „Gert er ráð
sem náð hafi 15 ára aldri sé aðili
barnaverndarmáls. Með því er
reynt að stuðla að því að treysta
réttarstöðu barna í barnaverndar-
málum. Þá er í frumvarpinu að
finna ítarlegar og skýrar reglur
um fóstur. „Dregið er úr þeim
mun sem gerður er á tímabundnu
og varanlegu fóstri. Þá er gert ráð
fyrir sérstökum fósturráðstöfunum
fyrir börn sem eiga við verulega
hegðunarerfiðleika að stríða vegna
geðrænna eða tilfinningalegra
vandamála. Verkaskipting milli
Barnaverndarstofu og barnavernd-
arnefnda við ráðstöfun barna í
fóstur er gerð skýrari svo og máls-
meðferðarreglur í tengslum við
fóstur,“ sagði Páll og tók fram að
leitast væri við að setja laga-
ramma um beitingu þvingunarráð-
stafana á heimilum og stofnunum
sem rekin væru á grundvelli lag-
anna. Sérstaklega er tekið á þátt-
töku barna í fyrirsætu- og fegurð-
arsamkeppni í nýju lögunum.
Ný barnaverndarlög kynnt á málþingi um réttindi barna
Forsjársviptingarmál
fara til dómstólanna
Morgunblaðið/Golli
Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði að um lagasetninguna hefði
tekist einstæð sátt á Alþingi.
GUÐMUNDUR Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, telur
kostnað við endurnýjun fyrrum
íbúðarhúss starfsmanna við rafstöð-
ina í Elliðaárdal eðlilegan, en 26
milljónir króna kostaði að gera húsið
upp og kaupa ný húsgögn. Guð-
mundur segir að húsið sem var
byggt árið 1921 sé stórt að flatar-
máli, skipt hafi verið um hurðir,
glugga, raf- og vatnslagnir, ofna-
kerfi og fleira sem var úr sér gengið
og ekki sé óeðlilegt að það kosti
svipað og að byggja nýtt hús frá
grunni.
Aðspurður hvort þörf verði á hús-
inu eftir að nýjar höfuðstöðvar OR á
Réttarhálsi verða teknar í notkun
segir Guðmundur alltaf þörf fyrir
aðstöðu á borð við þessa. Orkuveitan
hefði þó ekki ráðist í að byggja nýtt
hús frá grunni, en OR eigi húsið og
geti ekki selt það þar sem húsið
stendur í garðinum við gömlu raf-
stöðina og sé hluti af húsaþyrping-
unni þar. Það standi húsið einnig við
árbakka Elliðaánna og því þyki ekki
við hæfi að selja það til einkaaðila.
Húsið sé sömuleiðis sögufrægt og
hluti af sögu fyrirtækisins þannig að
OR myndi alltaf halda því við.
Húsið verður notað fyrir mót-
tökur, fundahöld og námskeið og
segir Guðmundur að húsið sé tengt
beint við tölvukerfi Orkuveitunnar.
Hægt hafi verið að byggja upp þessa
aðstöðu í höfuðstöðvunum. Hann
segist hins vegar telja að húsið henti
vel til þeirra verkefna sem fyrirhug-
að sé að húsið verði notað til, eins og
vinnu við fjárhagsáætlanir, yfirferð
lagafrumvarpa og stefnumótun. Það
geti verið jákvætt fyrir starfsmenn
að komast úr daglegu umhverfi sínu
þannig að þeir geti einbeitt sér að
verkefninu ótruflaðir.
Hann segir að Orkuveituna heim-
sæki mikill fjöldi fólks á hverju ári,
t.d. erlendar sendinefndir og að hús-
ið nýtist vel til að taka á móti slíkum
hópum. Hann segir að fyrir nokkr-
um árum hafi húsið verið íverustað-
ur rafmagnsveitustjóra, í dag séu
fyrirtæki hætt að leggja mönnum til
húsnæði. Enginn fastur starfsmaður
verður í húsinu og segir Guðmundur
að starfsmenn Reykjavíkurborgar
hafi iðulega fengið húsið lánað til
stefnumótunarfunda og annars í
þeim dúr.
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur um hús OR í Elliðaárdal
Telur kostnað við
endurnýjun eðlilegan
VETRARVEÐUR hefur gengið yfir
Húnaþing frá því um helgina, norð-
austanstormur og snjóslitringur.
Á mánudagskvöldið var fárvirði
á Hvammstangabrautinni, leiðinni
inn á hringveg 1. Um kl. 22:30 fauk
póstbíllinn frá Reykjavík út af fyrir
ofan Litla-Ós í afar sterkum vind-
streng, og snjóbyl, en glæra hálka
var á veginum. Ökumaður slapp
óskaddaður og virðist bifreiðin lítið
skemmd. Varningurinn var enn í
bifreiðinni um hádegi á þriðjudag,
þegar fréttaritari tók myndina.
Morgunblaðið/ Karl Sigurgeirsson
Póstbíllinn fauk út af
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur hefur dæmt fjóra unga menn
í fangelsi fyrir fjölda innbrota á
höfuðborgarsvæðinu sem flest
voru framin í desember á síð-
asta ári. Verðmæti þýfisins nam
milljónum króna. Mennirnir ját-
uðu allir brot og þýfið komst að
langmestu leyti til skila og var
tekið tilllit til þess við ákvörðun
refsingar.
Sá sem hlaut þyngstu refs-
inguna, 18 mánaða fangelsi, var
dæmdur fyrir 13 auðgunarbrot,
þar af 11 sem hann framdi í fé-
lagi við aðra. Félagi hans hlaut
14 mánaða fangelsi fyrir 5 þjófn-
aði en þrátt fyrir að hann hafi
hafið áfengismeðferð taldi dóm-
urinn ekki skilyrði til að hafa
refsinguna skilorðsbundna.
Refsing hinna tveggja var á
hinn bóginn skilorðsbundin.
Annar þeirra var dæmdur í 18
mánaða fangelsi, skilorðsbundið
til þriggja ára þar sem hann
væri á „ábyrgan hátt að stuðla
að breyttu og bættu lífi sínu.“
Segir í dómnum að hann hafi átt
við vímuefnavandamál að stríða
en hafi nú sótt um langtíma end-
urhæfingarmeðferð hjá Byrg-
inu. Sá fjórði var dæmdur í
þriggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi til tveggja ára. Allir
eiga mennirnir nokkurn saka-
feril og þeir rufu allir skilorð
með brotum sínum.
Einn til viðbótar var ákærður
fyrir að eiga þátt í innbrotunum
en lögreglu hefur ekki tekist að
hafa uppi á honum til að birta
honum ákæru.
Tókst ekki að
stela hraðbanka
Innbrotin frömdu mennirnir
ýmist einir eða í félagi við aðra
úr hópnum. Þeir brutust inn í
fjölda fyrirtækja og sóttust
einkum eftir fartölvum og tölvu-
búnaði auk reiðufjár. Meðal
þess sem þeir játuðu á sig var
innbrot í Menntaskólann í
Hamrahlíð en þar gerðu þeir
m.a. misheppnaða tilraun til að
brjóta upp og stela hraðbanka.
Þá stálu þeir þremur hagla-
byssum úr verslun Ellingsen.
Hjalti Pálmason sótti málið
f.h. lögreglustjórans í Reykja-
vík. Hæstaréttarlögmennirnir
Hilmar Ingimundarson, Páll
Arnór Pálsson. og Örn Clausen
voru skipaðir verjendur. Valtýr
Sigurðsson héraðsdómari kvað
upp dóminn.
Dæmdir í
fangelsi
fyrir fjölda
innbrota