Morgunblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 20
SUÐURNES
20 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HeildsöluLAGERSALA
Laugavegi 82 á horni Laugavegs og Barónsstígs
Barna-, dömu- og herrafatnaður
Merkjavara á verði sem ekki hefur áður sést
Check in
Loki
Bad boys
Bad girls
Vila
Fransa
Uniface
Filati
Belika Carnet
Nú opnum við
í dag 1. maí
kl. 12
Afgreiðslutími:
Mán.-fös. kl. 12-19
Lau.-sun. kl. 12-17
VINNUSKÓLI Reykjanesbæjar hef-
ur auglýst til umsóknar sumarvinnu
fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk
grunnskóla. Dregið verður úr um-
sóknum sem berast rafrænt af vef
Reykjanesbæjar og eiga þeir nem-
endur von á vinningum.
Þeir sem ekki hafa aðgang að Net-
inu geta sótt um rafrænt í tölvuverum
grunnskólanna eða á Bókasafni
Reykjanesbæjar. Umsóknareyðublöð
liggja jafnframt frammi á skrifstofu
vinnuskólans í Kjarna, Hafnargötu 57
og hjá skólariturum grunnskólanna.
Umsóknarfrestur er til og með 6. maí.
Vinningar sem dregnir verða úr
nöfnum þeirra sem sækja um rafrænt
eru námskeið í vefsíðugerð, árskort á
heimaleiki Keflavíkur í knattspyrnu
og tölvuleikir.
Auglýsa
sumarstörf í
vinnuskóla
Reykjanesbær
LÉTTSVEIT Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar heldur maraþon-
tónleika á sal skólans að Austurgötu
13 í Keflavík, í dag, miðvikudag. Tón-
leikarnir hefjast kl. 13 og stefnt er að
því að leika í 6 klukkustundir.
Á meðan tónleikarnir standa yfir,
mun hljómsveitin selja tónleikagest-
um kaffi og meðlæti á vægu verði.
Tilefni tónleikanna er að safna í
ferðasjóð sveitarinnar, en hún fer í
tónleikaferð til Spánar í sumar.
Tónlistin sem Léttsveitin leikur á
maraþontónleikunum verður fjöl-
breytt, allt frá gamla góða swinginu
til rokk- og salsatónlistar í Big-Band
stíl.
Léttsveitin lék nýlega á stór-
sveitatónleikum í Ráðhúsi Reykja-
víkur og á þingi Lionshreyfingarinn-
ar en það var haldið í Reykjanesbæ.
Léttsveit
með maraþon-
tónleika
Keflavík
LISTMÁLARINN Tobba er með
málverkasýningu í Framsóknarhús-
inu Hafnargötu 62 í Keflavík. Sýning-
unni lýkur 5. maí og verður þá boðið
upp á kaffihlaðborð, frá kl. 15 til 17.
Þorbjörg Magnea Óskarsdóttir,
listakonan Tobba, gefur 30% af and-
virði seldra verka á sýningunni til
styrktar langveikum börnum.
Framsóknarhúsið er opið alla virka
daga frá kl. 15 til 22, laugardaga frá
13 til 20 og sunnudaga frá kl. 13 til 17.
Tobba sýnir
hjá Framsókn
Keflavík
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ESTER Helga Guðmundsdóttir
hefur rifið upp kórstarf í Grinda-
vík. Um það bar söngskemmtun
sem boðið var upp á í Grindavík-
urkirkju á sumardaginn fyrsta
vitni.
Flytjendur á söngleikjaveislunni
voru allir úr Grindavík ef und-
anskildir eru þrír meðlimir í fimm
manna hljómsveit. Það verður að
teljast gott að geta sett saman
svona öfluga dagskrá sem raunin
var og þá ekki síður það að um
nær tveggja klukkustunda dag-
skrá var að ræða. Skemmtunin
fékk góðar undirtektir gesta.
Þarna komu fram Brimkórinn,
Kammerkór Brimkórsins, Briml-
ingarnir ásamt einsöngvurum og
hljómsveit undir styrkri stjórn
Estherar Helgu. „Þessir tónleikar
sem við bjóðum upp á núna eru
beinn afrakstur af því uppbygg-
ingarstarfi sem unnið hefur verið
undanfarin þrjú ár.
Það má til sanns vegar færa að
þeir sýni þennan ómælda kraft,
metnað og áhuga heimamanna á
að standa í stórræðum. Grindvík-
ingar sýna hér mikinn metnað og
Grindavíkurbær hefur stutt við
bakið á okkur og það er ómet-
anlegt að finna slíkan stuðning.
Þetta eru fyrstu tónleikarnir þar
sem Grindvíkingar eru þeir einu
sem syngja í tveggja tíma dag-
skrá. Það er náttúrlega mikill
heiður fyrir mig að fá að vinna
með svona skemmtilegum og
hæfileikaríkum hópi enda held ég
að viðtökurnar sýni það hér í
dag,“sagði Esther Helga í lok
sýningarinnar.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Brimkórinn í fullri sveiflu á söngskemmtun í Grindavíkurkirkju. Auk hans sungu kammerkór og Brimlingar.
Afrakstur uppbyggingarstarfs
Grindavík
LANDSMÓT íslenskra kvenna-
kóra verður haldið í Reykja-
nesbæ dagana 3. til 5. maí. Þetta
er í fimmta skiptið sem lands-
mót er haldið og er Kvennakór
Suðurnesja gestgjafi í þetta
sinn.
Alls munu 13 kórar taka þátt í
mótinu eða rúmlega fjögur
hundruð konur og verður þetta
því fjölmennasta mótið sem
haldið hefur verið hingað til.
Kórarnir sem taka þátt eru
Jórukórinn frá Selfossi, Kvenna-
kór Bolungarvíkur, Kvennakór
Garðabæjar, Kvennakór Hafnar-
fjarðar, Kvennakórinn Ljósbrá
frá Hellu, Kvennakórinn Norð-
urljós frá Hólmavík, Kvennakór
Reykjavíkur, Kvennakórinn
Seljurnar frá Reykjavík,
Kvennakór Siglufjarðar,
Kvennakór Suðurnesja, Kyrju-
kórinn frá Þorlákshöfn, Kvenna-
kórinn Ymur frá Akranesi og
Senjorítur Kvennakórs Reykja-
víkur.
Haldnir verða tvennir tón-
leikar á mótinu, þeir fyrri verða
í Keflavíkurkirkju föstudaginn 3.
maí kl. 20 og þeir seinni í
Íþróttahúsinu við Sunnubraut
sunnudaginn 5. maí kl. 14. Að-
gangseyrir á hvora tveggju tón-
leikana verður kr. 500. Einnig
munu kórarnir verða í Drátt-
arbrautinni í Grófinni á laug-
ardag kl. 17 og flytja þar nokkur
lög og er frítt inn fyrir gesti og
gangandi.
Á tónleikunum munu kórarnir
syngja bæði sér og saman í hóp-
um auk þess sem á sunnudag
koma allir kórarnir fram saman í
sameiginlegri dagskrá. Þar verð-
ur frumflutt mótslag sem samið
var sérstaklega fyrir mótið af
Sigurði Sævarssyni, stjórnanda
Kvennakórs Suðurnesja, við
kvæði eftir Hallgrím Pétursson.
Mótsstjóri verður Margrét
Bóasdóttir söngkona.
400 syngjandi
konur mætast
Reykjanesbær
ÞRETTÁN börn í leikskólanum
Vesturbergi við Vesturgötu í
Keflavík sem hefja nám í grunn-
skóla í haust voru útskrifuð úr
leikskólanum við hátíðlega at-
höfn.
Við útskriftarathöfnina sem
fram fór í Frumleikhúsinu af-
henti Brynja Aðalbergsdóttir
nemendunum útskriftarskjal,
hatta og kerti sem þau höfðu
sjálf gert.
Við sama tækifæri afhenti
Brynja Guðríði Helgadóttur, leik-
skólafulltrúa Reykjanesbæjar,
skólanámskrá Vesturbergs. Er
það fyrsti skólinn í Reykjanesbæ
sem það gerir.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Útskrifuð við
hátíðlega athöfn
Keflavík