Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 23

Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 23 DÝRALÆKNAMIÐSTÖÐIN ehf. á Hellu var stofnuð í desember 1999 af dýralæknunum Grétari Hrafni Harðarsyni, Guðmundi Bjarnasyni og Ellert Þór Benediktssyni. Fyrir stuttu opnuðu þeir félagar glæsi- lega starfsaðstöðu við Dynskála 30 á Hellu, þar sem veitt er alhliða þjónusta og ráðgjöf við dýraeig- endur í Rangárvallasýslu og víðar. Nýja miðstöðin er vel búin tækj- um, m.a. svæfingartæki, röntgen- tæki og sónartæki, en það er eink- um notað til fylskoðunar á hryssum. Sérstök aðstaða er til að taka á móti stórgripum til aðgerða auk móttöku fyrir gæludýr og verslunar með ýmsar sérvörur fyr- ir dýraeigendur. Að sögn þeirra fé- laga er mikil þörf fyrir dýralækna- þjónustu í svo víðfeðmri sýslu, sem auk þess telur flest hross allra sýslna á landinu. „Það er mikil uppbygging í kringum hrossaræktina á svæðinu, kúabúum er reyndar að fækka en jafnframt eru þau sem eftir eru að stækka, sem kallar á aukna sér- hæfða þjónustu. Svo má ekki gleyma því að hér eins og annars staðar hefur gæludýraeign farið vaxandi, en henni fylgir þjónusta, ráðgjöf og sala á lyfjum og sér- hæfðum vörum. Þá falla til verkefni þar sem við sinnum aðstoð við hér- aðsdýralækni við heilbrigðiseftirlit og kjötskoðun í alifugla- og stórgri- pasláturhúsinu á Hellu,“ sagði Grétar Hrafn Harðarson hjá Dýra- læknamiðstöðinni á Hellu. Morgunblaðið/Aðalheiður Í tilefni opnunar Dýralæknamiðstöðvarinnar ehf. var haldið opið hús, en fjöldi manns lagði leið sína til að skoða húsakynnin. F.v. dýralæknarnir Grétar Hrafn Harðarson, Guðmundur Bjarnason og Ellert Þór Benediktsson. Dýralæknamiðstöðin á Hellu Þjónusta og ráðgjöf fyrir dýraeigendur Hella DAGANA 10. til 13. júlí nk. verður 15. djasshátíð Egilsstaða haldin í Valaskjálf. Það er Árni Ísleifsson sem ber hitann og þungann af skipu- lagningu hátíðarinnar að vanda og hefur hann kynnt ýmsa þungavikt- armenn í djasstónlistinni til leiks. Má þar nefna JJ Soulband, Djan- gótríóið Hrafnaspark frá Akureyri og Grétar Sigurðsson saxófónleikara og kvintett hans frá Húsavík. Hol- lenski djasspíanistinn Hans Kwaa- kernaat leikur ásamt tríói Björns Thoroddsen og sænski barítónsax- leikarinn Cecilia Wennerström spil- ar á hátíðinni ásamt dönsku kvenna- djasstríói sem nefnist Sophisticated Ladies. Dagskráin verður í Vala- skjálf, en einnig verða valin tónlist- aratriði víðar um Egilsstaðabæ og um borð í farþegaskipinu Lagarfljót- sorminum sem siglir um Lagarfljót sumarlangt. Kynnir verður Friðrik Theódórs- son. Sett hefur verið upp heimasíða djasshátíðarinnar og er slóðin www.jazzis.net/egilsjazz/. Dagskráin klár fyrir 15. djass- hátíðina Egilsstaðir REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Model HR4000C SDS Max Bor/brotvél 1050 W, Max O= 40 mm Model 9015B Slípirokkur 1050 W O = 125 mm Tilboðsdagar Alls 4000 vildarpunktar Ekkert þjónustugjald Kyssist í 5000 fetum bókaðu á www.icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 17 59 0 0 5/ 20 02 Innifalið: Flug og flugvallarskattar 24.800 kr. Kaupmannahöfn Innifalið: Flug og flugvallarskattar 24.620 kr. London Innifalið: Flug og flugvallarskattar 28.900 kr. Kaupmannahöfn Innifalið: Flug og flugvallarskattar 28.720 kr. London Allir aðrirFyrir 18-24 ára Ódýrar ferðir til London og Kaupmannahafnar Hámarksdvöl er 7 dagar fyrir 18-24 ára, en 14 dagar fyrir alla aðra. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. Ferðatímabil fyrir 18-24 ára er apríl og maí / sept. og okt. Ferðatímabil fyrir alla aðra er apríl-okt. Bókunarfyrirvari er 7 dagar með Netflugi Kaupmannahöfn gildir í flug FI216 og FI217 sem eru síðdegisflug og heim í flug FI 203 (morgunflug) og FI217 (kvöldflug). London flug út FI452 (síðdegisflug) og FI453 heim (kvöldflug). Nánari skilmálar kunna að fylgja fargjöldunum. Vinsamlegast kynnið ykkur þá á www.icelandair.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.