Morgunblaðið - 01.05.2002, Page 24

Morgunblaðið - 01.05.2002, Page 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Viltu stóreflast sem stjórnandi? Háskóli Íslands býður upp á vandað MBA nám sem veitir mjög trausta alhliða menntun og þjálfun fyrir stjórnendur og sérfræðinga í rekstri. Að auki er boðið upp á mörg valnámskeið og geta nemendur lagt áherslu á fjármál, markaðsfræði eða mannauðsstjórnun svo dæmi séu tekin. Ef þú hefur áhuga á námi sem stenst samanburð við gott MBA nám erlendis en veitir jafnframt mjög góða þekkingu á íslensku atvinnulífi, kynntu þér þá námið á www.mba.is Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is HAGNAÐUR Íslandsbanka fyrstu þrjá mánuði ársins jókst um 32% frá fyrra ári og nam 979 milljónum króna. Reiknaður tekjuskattur nam 215 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta var því 1.194 milljónir króna og eru þessar afkomutölur í samræmi við væntingar. Bankinn hefur frá og með þessu uppgjöri lagt niður verðbólgureikningsskil. Hreinar vaxtatekjur jukust um 21% og námu 2.545 milljónum króna. Rekstrartekjur, sem eru aðallega þjónustutekjur, námu 1.079 milljón- um króna. Afkoma af hlutabréfaeign og öðrum eignarhlutum snerist við, úr 133 milljóna króna tapi á fyrsta ársfjórðungi í fyrra í 192 milljóna króna hagnað í ár. Enginn gengis- munur var fyrir hendi nú, en í fyrra var 200 milljóna króna gengishagn- aður af annarri fjármálastarfsemi. Hreinar rekstrartekjur, sem eru vaxtatekjur umfram vaxtagjöld auk annarra rekstrartekna, jukustu um 19% milli ára og námu 3.624 millj- ónum króna. Laun hækkuðu um 11% á milli tímabila þrátt fyrir að meðalstöð- ugildum við bankastörf fækkaði um 54, eða 6%, og séu nú 831. Annar rekstrarkostnaður dróst heldur saman, en samanlagt námu rekstr- argjöld 1.829 milljónum króna, sem er 6% aukning frá fyrra ári. Kostnaðarhlutfall bankans, sem er hlutfall hreinna rekstrartekna og annarra rekstrargjalda, var 50,5%, sem er jákvæð þróun frá síðasta ári þegar hlutfallið var 56,2%. Markmið bankans er að hlutfallið sé undir 50%. Framlag í afskriftareikning útlána jókst um 79% frá fyrra ári og nam 601 milljón króna. Framlag í af- skriftareikning var 0,9% af útlánum og ábyrgðum í lok tímabilsins, en hlutfallið var 0,5% ári fyrr. Vaxtamunur var 2,9% á tímabilinu en 2,8% á sama tímabili í fyrra. Vaxtamunurinn var 3,4% að meðal- tali í fyrra og er meginskýring lækk- unar hans minni verðbólga en í fyrra, enda eru verðtryggðar eignir bank- ans meiri en verðtryggðar skuldir. Bankinn minnkar um 3% Efnahagsreikningur bankans dróst saman um 3% frá áramótum og nam 339 milljörðum króna í lok tíma- bilsins. Útlán drógust saman um 2% og námu 255 milljörðum króna. Ástæðan mun einkum vera sam- dráttur útlána í erlendri mynt vegna styrkingar krónunnar. Innlán dróg- ust einnig saman, um 3%, og námu 75 milljörðum króna. Eigið fé bankans nam 20 milljörð- um króna og dróst saman um rúm- lega 1% frá áramótum. Reiknað í samræmi við lög nam eiginfjárhlut- fall bankans, svokallað CAD-hlutfall, 12,3% og þar af var eiginfjárþáttur A 9,1%. Vegna eiginfjárstöðu bankans tók bankaráð hans þá ákvörðun í gær að lækka útistandandi hlutafé um 100 milljónir króna. Áður hafði bankaráðið lækkað hlutaféð um 300 milljónir króna og er það því 9.600 milljónir króna eftir þessa síðustu lækkun þess. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að með því að minnka útistandandi hlutafé og lækka það eigið fé sem bundið sé í rekstrinum leitist bankinn við að auka hag hluthafa sinna. Arðsemi bankans eftir skatta nam 20,7% og hagnaður á hverja krónu hlutafjár var 0,10 krónur. Þetta er 35% aukning frá fyrra ári þegar hagnaður var 0,07 krónur á hlut. AF þeim níu ríkjum sem mældu svokallaða ánægjuvog á síðasta ári, þ.e. ánægju fólks með vöru og þjónustu fyrirtækja, voru Íslend- ingar í öðru sæti með 72,6 stig, á eftir Finnum sem voru með 72,8 stig. Þessar niðurstöður og niðurstöð- ur Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar í gær, en Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlaut flest stig íslenskra fyrirtækja í fimm starfsgreinum. Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Samtaka iðnaðarins, Stjórn- vísi og Gallups um þátttöku í Evr- ópsku ánægjuvoginni. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækj- um í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkra aðra þætti sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Finnland hlaut einnig flest stig þegar niðurstöður voru kynntar á síðasta ári, 75,1 stig, en Ísland var þá í þriðja sæti með 71,2 stig. Nú hefur dregið saman með efstu löndunum. Írland sem í fyrra hlaut 72,7 stig og annað sætið, mælist nú með 69,6 stig og er í sjötta sæti. Meðalstigafjöldi var 69,2 stig. Mælikvarðinn er 0–100 þar sem 100 stig endurspegla full- komna ánægju. Ölgerðin, Ali og Sparisjóðirnir Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlaut flest stig þegar ánægja al- mennings með vöru og þjónustu ís- lenskra fyrirtækja á síðasta ári var mæld í Íslensku ánægjuvog- inni. Úrtakið var um 7.000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá, auk 260 viðskiptavina 15 fyrirtækja. Könn- unin fór fram á tímabilinu 10. júlí til 23. september á síðasta ári og var lagður viðamikill spurningalisti fyrir þátttakendur í síma. Þetta er í þriðja skipti sem ánægja ís- lenskra viðskiptavina er mæld með þessum hætti. Ánægja var mæld í fimm starfs- greinum, þ.e. hjá bönkum, trygg- ingafélögum, símafyrirtækjum, gosdrykkjaframleiðendum og kjötáleggsframleiðendum. Nánast 100% fyrirtækja hverrar starfs- greinar tóku þátt í mælingunni. Meðalstigafjöldi var 72,6 stig. Ali hlaut næstflest stig eða 76,8 og Sparisjóðirnir komu þar á eftir með 76,3 stig en Sparisjóðirnir hlutu flest stig í síðustu mælingu. Í fjórða sæti var SS og Íslands- banki í því fimmta. Íslenskir bankar og heimilis- símafyrirtæki hlutu flest stig að meðaltali, séu þessar atvinnugrein- ar bornar saman á milli landa. Ís- lensk farsímafélög og tryggingafé- lög komu hins vegar verr út úr samanburðinum á milli landa. Ís- lensk farsímafélög voru í sjötta sæti af átta og íslensku trygginga- félögin í fimmta og síðasta sæti með 68 stig en meðaltalið var þar 71,4 stig. Ísland í öðru sæti af níu ríkjum sem mæla ánægju                                                                         !"#"$%&'$()*"$*+&,*-$./01$1)'$ 2%*,+ !"#3 4%* Aðspurðir ánægð- astir með Ölgerðina Þriggja mánaða uppgjör Íslandsbanka Hagnaðurinn 979 milljónir króna TAP Talentu-Hátækni á fyrsta ársfjórðungi var 54 milljónir króna og í tilkynn- ingu frá félaginu segir að tap- ið megi rekja til lækkana á gengi skráðra fyrirtækja sjóðsins, Columbus IT Partn- er og Aco-Tæknivals. Heildar- eignir félagsins námu 751 milljónum króna hinn 31. mars 2002. Eigið fé nam 522 millj- ónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi. Það sem af er árinu hefur Talenta-Hátækni fjárfest í einu fyrirtæki, Halló-Frjálsum fjarskiptum. Sjóðurinn átti fyrir hlut í Halló og fjárfesti nú fyrir 95 milljónir króna í hlutafjáraukningu félagsins. Sjóðurinn á hlut í 21 fyrirtæki. Eins og fram kom í sameig- inlegri tilkynningu Talentu- Hátækni og Íslenska Hugbún- aðarsjóðsins til VÞÍ þann 23. apríl hafa stjórnir sjóðanna tekið upp formlegar samein- ingarviðræður ásamt því að Talenta-Internet á aðild að þeim viðræðum. Vonast er til að niðurstaða viðræðnanna liggi fyrir í maí. Talenta- Hátækni með 54 milljóna króna tap

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.