Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Viltu stóreflast sem stjórnandi? Háskóli Íslands býður upp á vandað MBA nám sem veitir mjög trausta alhliða menntun og þjálfun fyrir stjórnendur og sérfræðinga í rekstri. Að auki er boðið upp á mörg valnámskeið og geta nemendur lagt áherslu á fjármál, markaðsfræði eða mannauðsstjórnun svo dæmi séu tekin. Ef þú hefur áhuga á námi sem stenst samanburð við gott MBA nám erlendis en veitir jafnframt mjög góða þekkingu á íslensku atvinnulífi, kynntu þér þá námið á www.mba.is Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is HAGNAÐUR Íslandsbanka fyrstu þrjá mánuði ársins jókst um 32% frá fyrra ári og nam 979 milljónum króna. Reiknaður tekjuskattur nam 215 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta var því 1.194 milljónir króna og eru þessar afkomutölur í samræmi við væntingar. Bankinn hefur frá og með þessu uppgjöri lagt niður verðbólgureikningsskil. Hreinar vaxtatekjur jukust um 21% og námu 2.545 milljónum króna. Rekstrartekjur, sem eru aðallega þjónustutekjur, námu 1.079 milljón- um króna. Afkoma af hlutabréfaeign og öðrum eignarhlutum snerist við, úr 133 milljóna króna tapi á fyrsta ársfjórðungi í fyrra í 192 milljóna króna hagnað í ár. Enginn gengis- munur var fyrir hendi nú, en í fyrra var 200 milljóna króna gengishagn- aður af annarri fjármálastarfsemi. Hreinar rekstrartekjur, sem eru vaxtatekjur umfram vaxtagjöld auk annarra rekstrartekna, jukustu um 19% milli ára og námu 3.624 millj- ónum króna. Laun hækkuðu um 11% á milli tímabila þrátt fyrir að meðalstöð- ugildum við bankastörf fækkaði um 54, eða 6%, og séu nú 831. Annar rekstrarkostnaður dróst heldur saman, en samanlagt námu rekstr- argjöld 1.829 milljónum króna, sem er 6% aukning frá fyrra ári. Kostnaðarhlutfall bankans, sem er hlutfall hreinna rekstrartekna og annarra rekstrargjalda, var 50,5%, sem er jákvæð þróun frá síðasta ári þegar hlutfallið var 56,2%. Markmið bankans er að hlutfallið sé undir 50%. Framlag í afskriftareikning útlána jókst um 79% frá fyrra ári og nam 601 milljón króna. Framlag í af- skriftareikning var 0,9% af útlánum og ábyrgðum í lok tímabilsins, en hlutfallið var 0,5% ári fyrr. Vaxtamunur var 2,9% á tímabilinu en 2,8% á sama tímabili í fyrra. Vaxtamunurinn var 3,4% að meðal- tali í fyrra og er meginskýring lækk- unar hans minni verðbólga en í fyrra, enda eru verðtryggðar eignir bank- ans meiri en verðtryggðar skuldir. Bankinn minnkar um 3% Efnahagsreikningur bankans dróst saman um 3% frá áramótum og nam 339 milljörðum króna í lok tíma- bilsins. Útlán drógust saman um 2% og námu 255 milljörðum króna. Ástæðan mun einkum vera sam- dráttur útlána í erlendri mynt vegna styrkingar krónunnar. Innlán dróg- ust einnig saman, um 3%, og námu 75 milljörðum króna. Eigið fé bankans nam 20 milljörð- um króna og dróst saman um rúm- lega 1% frá áramótum. Reiknað í samræmi við lög nam eiginfjárhlut- fall bankans, svokallað CAD-hlutfall, 12,3% og þar af var eiginfjárþáttur A 9,1%. Vegna eiginfjárstöðu bankans tók bankaráð hans þá ákvörðun í gær að lækka útistandandi hlutafé um 100 milljónir króna. Áður hafði bankaráðið lækkað hlutaféð um 300 milljónir króna og er það því 9.600 milljónir króna eftir þessa síðustu lækkun þess. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að með því að minnka útistandandi hlutafé og lækka það eigið fé sem bundið sé í rekstrinum leitist bankinn við að auka hag hluthafa sinna. Arðsemi bankans eftir skatta nam 20,7% og hagnaður á hverja krónu hlutafjár var 0,10 krónur. Þetta er 35% aukning frá fyrra ári þegar hagnaður var 0,07 krónur á hlut. AF þeim níu ríkjum sem mældu svokallaða ánægjuvog á síðasta ári, þ.e. ánægju fólks með vöru og þjónustu fyrirtækja, voru Íslend- ingar í öðru sæti með 72,6 stig, á eftir Finnum sem voru með 72,8 stig. Þessar niðurstöður og niðurstöð- ur Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar í gær, en Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlaut flest stig íslenskra fyrirtækja í fimm starfsgreinum. Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Samtaka iðnaðarins, Stjórn- vísi og Gallups um þátttöku í Evr- ópsku ánægjuvoginni. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækj- um í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkra aðra þætti sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Finnland hlaut einnig flest stig þegar niðurstöður voru kynntar á síðasta ári, 75,1 stig, en Ísland var þá í þriðja sæti með 71,2 stig. Nú hefur dregið saman með efstu löndunum. Írland sem í fyrra hlaut 72,7 stig og annað sætið, mælist nú með 69,6 stig og er í sjötta sæti. Meðalstigafjöldi var 69,2 stig. Mælikvarðinn er 0–100 þar sem 100 stig endurspegla full- komna ánægju. Ölgerðin, Ali og Sparisjóðirnir Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlaut flest stig þegar ánægja al- mennings með vöru og þjónustu ís- lenskra fyrirtækja á síðasta ári var mæld í Íslensku ánægjuvog- inni. Úrtakið var um 7.000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá, auk 260 viðskiptavina 15 fyrirtækja. Könn- unin fór fram á tímabilinu 10. júlí til 23. september á síðasta ári og var lagður viðamikill spurningalisti fyrir þátttakendur í síma. Þetta er í þriðja skipti sem ánægja ís- lenskra viðskiptavina er mæld með þessum hætti. Ánægja var mæld í fimm starfs- greinum, þ.e. hjá bönkum, trygg- ingafélögum, símafyrirtækjum, gosdrykkjaframleiðendum og kjötáleggsframleiðendum. Nánast 100% fyrirtækja hverrar starfs- greinar tóku þátt í mælingunni. Meðalstigafjöldi var 72,6 stig. Ali hlaut næstflest stig eða 76,8 og Sparisjóðirnir komu þar á eftir með 76,3 stig en Sparisjóðirnir hlutu flest stig í síðustu mælingu. Í fjórða sæti var SS og Íslands- banki í því fimmta. Íslenskir bankar og heimilis- símafyrirtæki hlutu flest stig að meðaltali, séu þessar atvinnugrein- ar bornar saman á milli landa. Ís- lensk farsímafélög og tryggingafé- lög komu hins vegar verr út úr samanburðinum á milli landa. Ís- lensk farsímafélög voru í sjötta sæti af átta og íslensku trygginga- félögin í fimmta og síðasta sæti með 68 stig en meðaltalið var þar 71,4 stig. Ísland í öðru sæti af níu ríkjum sem mæla ánægju                                                                         !"#"$%&'$()*"$*+&,*-$./01$1)'$ 2%*,+ !"#3 4%* Aðspurðir ánægð- astir með Ölgerðina Þriggja mánaða uppgjör Íslandsbanka Hagnaðurinn 979 milljónir króna TAP Talentu-Hátækni á fyrsta ársfjórðungi var 54 milljónir króna og í tilkynn- ingu frá félaginu segir að tap- ið megi rekja til lækkana á gengi skráðra fyrirtækja sjóðsins, Columbus IT Partn- er og Aco-Tæknivals. Heildar- eignir félagsins námu 751 milljónum króna hinn 31. mars 2002. Eigið fé nam 522 millj- ónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi. Það sem af er árinu hefur Talenta-Hátækni fjárfest í einu fyrirtæki, Halló-Frjálsum fjarskiptum. Sjóðurinn átti fyrir hlut í Halló og fjárfesti nú fyrir 95 milljónir króna í hlutafjáraukningu félagsins. Sjóðurinn á hlut í 21 fyrirtæki. Eins og fram kom í sameig- inlegri tilkynningu Talentu- Hátækni og Íslenska Hugbún- aðarsjóðsins til VÞÍ þann 23. apríl hafa stjórnir sjóðanna tekið upp formlegar samein- ingarviðræður ásamt því að Talenta-Internet á aðild að þeim viðræðum. Vonast er til að niðurstaða viðræðnanna liggi fyrir í maí. Talenta- Hátækni með 54 milljóna króna tap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.