Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 25 KOLMUNNASTOFNINN er nú tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra samkvæmt mælingum Rússa og Norðmanna, sem er nýlokið. Þetta gerist þrátt fyrir gífurlega ofveiði undanfarin ár að mati fiskifræðinga, en í fyrra voru veiddar 1,7 milljónir tonna. Það var langt umfram ráð- leggingar fiskifræðinga, sem telja óvarlegt að veiða meira en 600.000 til 700.000 tonn. Íslendingar veiddu í fyrra um 340.000 tonn af kolmunna, en hafa ákveðið að draga verulega úr veiðinni á þessu ári og hefur kvóti verið gefinn út miðað við það, 288.000 tonn, en 213.000 tonnum hefur verið deilt út til bráðabirgða. Norðmenn hafa hins vegar ákveðið að draga ekki úr veið- um sínum. Ekki víst að mælingin gefi tilefni til aukningar kvótans „Þetta eru miklar gleðifréttir,“ segir Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. „Þetta er sameiginlegur stofn þannig að við fáum ráðlegging- ar um veiði frá Alþjóðahafrannsókna- ráðinu. Við verðum að bíða og sjá hvað þaðan kemur. Mér sýnist hins vegar að þegar sé búið að ákveða heildarveiði, að okkar kvóta meðtöld- um, sem er á aðra milljón tonna. Það er ríflega tvöfalt meira en ráðið taldi ráðlegt að veiða að mig minnir. Þótt þetta sé góð mæling er því ekki víst að hún gefi tilefni til að auka kvótann. Þetta gerir vissulega framtíðina bjartari og gæti auðveldað aðlögun þessara þjóða að því að stjórna þess- um veiðum með kvóta í stað þess að vera með frjálsar veiðar,“ segir Árni Mathiesen. Rannsóknir norska hafrannsókna- skipsins Johan Hjört stóðu yfir frá 23. mars til 24. apríl. Var hrygning- arstofninn vestur af Bretlandseyjum kannaður til að kanna þróun stærðar stofnsins. Jafnframt stunduðu tvö rússnesk skip rannsóknir á sama svæði. Að loknum leiðangrinum báru Rússar og Norðmenn saman bækur sínar. Ungfiskur áberandi Norska rannsóknin sýndi tvöfalt meira af kolmunna en í fyrra. Uppi- staða stofnsins er tveggja og þriggja ára fiskur. Í fréttatilkynningu norsku hafrannsóknastofnunarinnar segir að það styrki hrygningarstofninn veru- lega, að fleiri árgangar beri hann nú uppi. Hins vegar sé ungfiskur enn áberandi. Þessi niðurstaða styrki þær vísbendingar frá síðasta ári sem gáfu til kynna að þessir árgangar, 1999 og 2000, væru sterkir. Að teknu tilliti til hinnar miklu veiði undanfarin ár séu þessir tveir árgangar líklega þeir stærstu í 20 ára sölu rannsókna á kolmunna. Þessir árgangar komi til viðbótar nær stöðugt góðri nýliðun frá árinu 1995, að árgangium 1988 frátöldum. Þessi einstaklega góða ný- liðun skýri hvernig stofninn hafi þol- að hina gífurlegu veiði. Sé litið til lengri tíma sé það vaninn að á svona tímabili séu aðeins einn til tveir yfir meðallagi. Rússar mældu minna Rannsóknir Rússa gefa hins vegar til kynna helmingi minni stofn en Norðmenn mældu. Beinn saman- burður á mælingum þjóðanna sýni að rússnesku mælitækin mæli miklu minni þéttleika á því dýpi sem kol- munninn heldur sig. Það skýri mis- muninn að miklu leyti. Einnig að mælingarnar hafi verið gerðar á mis- munandi tíma. Skýrsla frá Norðmönnum og Rúss- um hefur verið send til þeirrar nefnd- ar Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem fjallar um kolmunna. Hún mun skila ráðleggingum sínum í byrjun júní. Kolmunnastofn- inn tvöfalt stærri en í fyrra REKSTARTEKJUR Hraðfrysti- húss Eskifjarðar hf. á fyrsta árs- fjórðungi námu 1.393 milljónum króna en rekstargjöld 769 milljónum króna og nam hagnaður fyrir af- skriftir (EBIDTA) því 624 milljónum króna, eða 44,79% af rekstrar- tekjum. Afskriftir námu rúmum 107 millj- ónum og fjármunatekjur voru já- kvæðar um rúmar 189 milljónir. Reiknaður tekjuskattur nam 138 milljónum og er því hagnaður fyrsta ársfjórðungs 568 milljónir miðað við 100 milljóna króna hagnað fyrir sama tímabil, árið áður. Í tilkynningu félagsins til Verð- bréfaþings er lögð áhersla á að fyrstu þrír mánuðir ársins séu jafn- an hagstæðustu mánuðir í rekstri fé- lagsins. Veiðar og vinnsla uppsjáv- arfisks eru mikilvægasti tekjuþáttur í rekstri félagsins og voru loðnuveið- ar og vinnsla með besta móti á tíma- bilinu. Einnig hefur verð á fiskimjöli og -lýsi verið hagstætt. Hvað rekstrarárið í heild varðar, er ljóst að félagið mun ekki ná að veiða og vinna úr jafnmiklu magni af kolmunna og árið áður, vegna ný- legrar kvótasetningar, en kvóti fé- lagsins nemur um 55.000 tonnum samanborið við 85.000 tonna afla skipa félagsins, á árinu 2001. Búist er við að rekstur félagsins á árinu 2002 verði jákvæður og í takt við áætlanir, að undanskildum geng- issveiflum. Hagnaður hjá HRESK 568 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.