Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
26 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
R
Nánari uppl‡singar hjá sölumönnum
EJS e›a á www.ejs.is
Dell PowerEdge 4600 netfljónn
1-2 Xeon örgjörvar 1,8 til 2,2GHz
Me› 400MHz minnisbraut
Allt a› 12GB High Speed DDR minni
6 x PCI-X raufar, n‡r sta›all
Gigabit netkort á mó›urbor›i
f
a
s
t
la
n
d
-
8
0
7
2
-
3
0
0
4
0
2
Skv. IDC seldust Dell netfljónar mest allra netfljóna
í Bandaríkjunum á sí›asta ári.
S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S
Dell PowerEdge 4600 er fyrstur í rö›inni af n‡rri kynsló› netfljóna
me› tveimur Xeon örgjörvum frá Intel og afköstum sem hinga› til
hafa a›eins fengist í stærri og d‡rari netfljónum.
Sá fyrsti af n‡rri kynsló›
FÆREYJAR voru á síðasta ári ann-
ar stærsti markaður Marels hf.
Stærsta verkefnið þar var afar sjálf-
virk og afkastamikil laxavinnslulína
fyrir Suðurlaks í Vogi á Suðurey.
Kostnaður við hana nam 350 til 400
milljónum króna. Auk þess hefur
Marel selt búnað í frystihús og fisk-
markaði með góðum árangri.
Aðeins meira
til Bandaríkjanna
„Miðað við hvað Færeyingar eru
fámenn þjóð, aðeins 45.000 manns,
hefur þessi markaður verið mjög
mikilvægur fyrir okkar,“ segir Sig-
urjón Elíasson, markaðsstjóri Mar-
els fyrir Færeyjar og Noreg. „Sem
dæmi má nefna árið 2001, en voru
Færeyjar næststærsti markaður
okkar á eftir Bandaríkjunum. Við
höfum verið að grínast með það að
miðað við höfðatölu, væri um rosa-
legar upphæðir að ræða.
Þyngst vegur verkefnið okkar hjá
Suðurlaksi, en jafnframt höfum við
átt mjög gott samstarf við Föroya
Fiskavirkning, sem er langstærst í
bolfiskvinnslu í Færeyjum. Við höf-
um verið í þróunarverkefnum með
þeim líka. Þá má nefna frystihúsið
Kósin í Klakksvík, en þar höfum við
byggt upp mjög góða verksmiðju.
Við seldum líka tvö flokkunarkerfi til
Fiskmarkaðs Færeyja, annað til
Tófta og hitt til Klakksvíkur. Þessir
flokkarar eru unnir sem samstarfs-
verkefni Marels og Nomatek í Fær-
eyjum. Loks erum við að afhenda
stóran laxaflokkara til Kryvjing,
sem er samstarf tveggja laxeldis-
stöðva. Þar kemur Nomatek einnig
við sögu. Þá erum við með flokkara
hjá Snodd á Tóftum sem er eins kon-
ar þjónustufyrirtæki fyrir fiskút-
flutning. Að lokum má nefna nýtt
vinnslukerfi um borð í frystitogaran-
um Ennibergi og munum við af-
henda annað svipað í Skálabergið á
þessu ári.
Framundan eru einnig stór verk-
efni fyrir Föroyja Fiskavirkning,
sem er að byggja sig upp eftir krepp-
una fyrir áratug. Eins eru stórir að-
ilar í fiskeldinu að fara inn á svipaðar
brautir í flokkun á heilum fiski eins
og Suðurlaks og Kryvjing.
Gott samstarf
við tækjaþróun
Við sjáum því enn gífurlega vaxt-
armöguleika í Færeyjum, þrátt fyrir
mikla sölu í fyrra. Það er mjög mik-
ilvægt fyrir okkur að hafa þessi góðu
tengsl við Færeyjar. Bæði vegna söl-
unnar en ekki síður vegna hins góða
samstarfs við tækjaþróun. Við höf-
um haft mjög gott samstarf við Suð-
urlaks frá upphafi. Þeir leituðu til
okkar og við hönnuðum þessa verk-
smiðju með þeim. Lagt var af stað
með þróun á nýjum tækjum og þeir
hafa verið mjög viljugir til að prófa
tækin og verið þolinmóðir og við höf-
um síðan komið inn með breytingar
og lagfæringar og á endanum haft í
höndunum góð og öflug tæki.
Þá höfum við átt mjög gott sam-
starf við þá sem eru í tækjafram-
leiðslu í Færeyjum. Við höfum unnið
að stórum verkefnum þar sem Fær-
eyingarnir koma með einfaldari tæki
inn í okkar lausnir. Við sjáum um
stýringar, hugbúnað og flóknari
tæki. Þeir hafa svo komið inn með
kör, færibönd og einfaldari stáltæki.
Það er ríkt í Færeyingum að þeir
vilja helzt gera hlutina sjálfir og það
er okkur mjög að skapi að eiga slíkt
samstarf við þá.“
Fullkomnasta
verksmiðja í heimi
Má segja að árangurinn í Færeyj-
um sé lykill að enn stærri mörkuðum
úti í heimi?
„Þessi verksmiðja hjá Suðurlaxi
er sú fullkomnasta í heimi. Ég get
fullyrt það með góðri samvizku. Það
standa henni engar aðrar á sporði
hvað varðar sjálfvirkni, afköst, ná-
kvæmni, fjölbreytni í vinnslu og
pakkningu. Við stefnum því að því að
koma hingað með vænlega viðskipta-
vini eins reyndar þegar hefur verið
gert því aðilar frá Noregi og Chile
hafa þegar skoðað verksmiðjuna.
Þessi verksmiðja er hreinlega sýn-
ingargripur. Reyndar hafa Chile-
menn ekki eins mikla þörf fyrir sjálf-
virkni og í Evrópu vegna lágs launa-
kostnaðar. En ýmislegt annað hafa
þeir verulega þörf fyrir eins og eft-
irlit og framleiðslustýringu.
Sé hins vegar horft til Noregs,
Skotlands og Kanada, er launakostn-
aður hár og mikil þörf fyrir sjálf-
virkni.
Við sjáum fyrir okkur verulega
möguleika í fiskeldinu, eftir að verð á
laxinum hefur þokazt upp á ný.
Nokkur mál hafa verið í biðstöðu, en
menn hafa ekki farið annað, heldur
lagt áformin á ís, en eru að fara af
stað á ný. Framtíðin er örugglega í
fiskeldinu. Fiskeldið á eftir að skila
allri aukningu á fiskframboði í heim-
inum í framtíðinni. Ekki verður lagt
meira á fiskistofnana í heimshöfun-
um. Þar tekur eldið við hvort sem um
verður að ræða lax, lúðu, þorsk, beit-
arfisk eða leirgeddu. Við erum til-
búnir með lausnirnar fyrir þetta,“
segir Sigurjón Elíasson.
Færeyjar næststærsti
markaður Marels
Morgunblaðið/HG
Laxinum pakkað í neytendapakkn-
ingar hjá Suðurlaksi.
Miklir möguleikar
taldir framundan,
einkum í fiskeldi
Sigurjón Elíasson hampar tveim-
ur vænum löxum í Suðurlaksi.
GREININGARDEILD Kaupþings
spáir 0,1% hækkun vísitölu neyslu-
verðs milli mánaða og jafngildir
hækkunin 1,2% verðbólgu á árs-
grundvelli. Gangi spáin eftir fer vísi-
tölugildið í 222,1 stig í maí og verður
því undir rauða strikinu sem samið
var um í 222,5 stigum.
SPRON spáir því að hækkun vísi-
tölunnar verði 0,2% en það samsvar-
ar til um 2,4% verðhækkunar á árs-
grundvelli. Gangi spáin eftir mun
rauða strikið halda og samkvæmt
spá SPRON mun því samstillt átak
aðila á markaðnum skila tilætluðum
árangri.
Spá því að vísitalan verði
undir rauða strikinu