Morgunblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 26 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ R Nánari uppl‡singar hjá sölumönnum EJS e›a á www.ejs.is Dell PowerEdge 4600 netfljónn 1-2 Xeon örgjörvar 1,8 til 2,2GHz Me› 400MHz minnisbraut Allt a› 12GB High Speed DDR minni 6 x PCI-X raufar, n‡r sta›all Gigabit netkort á mó›urbor›i f a s t la n d - 8 0 7 2 - 3 0 0 4 0 2 Skv. IDC seldust Dell netfljónar mest allra netfljóna í Bandaríkjunum á sí›asta ári. S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S Dell PowerEdge 4600 er fyrstur í rö›inni af n‡rri kynsló› netfljóna me› tveimur Xeon örgjörvum frá Intel og afköstum sem hinga› til hafa a›eins fengist í stærri og d‡rari netfljónum. Sá fyrsti af n‡rri kynsló› FÆREYJAR voru á síðasta ári ann- ar stærsti markaður Marels hf. Stærsta verkefnið þar var afar sjálf- virk og afkastamikil laxavinnslulína fyrir Suðurlaks í Vogi á Suðurey. Kostnaður við hana nam 350 til 400 milljónum króna. Auk þess hefur Marel selt búnað í frystihús og fisk- markaði með góðum árangri. Aðeins meira til Bandaríkjanna „Miðað við hvað Færeyingar eru fámenn þjóð, aðeins 45.000 manns, hefur þessi markaður verið mjög mikilvægur fyrir okkar,“ segir Sig- urjón Elíasson, markaðsstjóri Mar- els fyrir Færeyjar og Noreg. „Sem dæmi má nefna árið 2001, en voru Færeyjar næststærsti markaður okkar á eftir Bandaríkjunum. Við höfum verið að grínast með það að miðað við höfðatölu, væri um rosa- legar upphæðir að ræða. Þyngst vegur verkefnið okkar hjá Suðurlaksi, en jafnframt höfum við átt mjög gott samstarf við Föroya Fiskavirkning, sem er langstærst í bolfiskvinnslu í Færeyjum. Við höf- um verið í þróunarverkefnum með þeim líka. Þá má nefna frystihúsið Kósin í Klakksvík, en þar höfum við byggt upp mjög góða verksmiðju. Við seldum líka tvö flokkunarkerfi til Fiskmarkaðs Færeyja, annað til Tófta og hitt til Klakksvíkur. Þessir flokkarar eru unnir sem samstarfs- verkefni Marels og Nomatek í Fær- eyjum. Loks erum við að afhenda stóran laxaflokkara til Kryvjing, sem er samstarf tveggja laxeldis- stöðva. Þar kemur Nomatek einnig við sögu. Þá erum við með flokkara hjá Snodd á Tóftum sem er eins kon- ar þjónustufyrirtæki fyrir fiskút- flutning. Að lokum má nefna nýtt vinnslukerfi um borð í frystitogaran- um Ennibergi og munum við af- henda annað svipað í Skálabergið á þessu ári. Framundan eru einnig stór verk- efni fyrir Föroyja Fiskavirkning, sem er að byggja sig upp eftir krepp- una fyrir áratug. Eins eru stórir að- ilar í fiskeldinu að fara inn á svipaðar brautir í flokkun á heilum fiski eins og Suðurlaks og Kryvjing. Gott samstarf við tækjaþróun Við sjáum því enn gífurlega vaxt- armöguleika í Færeyjum, þrátt fyrir mikla sölu í fyrra. Það er mjög mik- ilvægt fyrir okkur að hafa þessi góðu tengsl við Færeyjar. Bæði vegna söl- unnar en ekki síður vegna hins góða samstarfs við tækjaþróun. Við höf- um haft mjög gott samstarf við Suð- urlaks frá upphafi. Þeir leituðu til okkar og við hönnuðum þessa verk- smiðju með þeim. Lagt var af stað með þróun á nýjum tækjum og þeir hafa verið mjög viljugir til að prófa tækin og verið þolinmóðir og við höf- um síðan komið inn með breytingar og lagfæringar og á endanum haft í höndunum góð og öflug tæki. Þá höfum við átt mjög gott sam- starf við þá sem eru í tækjafram- leiðslu í Færeyjum. Við höfum unnið að stórum verkefnum þar sem Fær- eyingarnir koma með einfaldari tæki inn í okkar lausnir. Við sjáum um stýringar, hugbúnað og flóknari tæki. Þeir hafa svo komið inn með kör, færibönd og einfaldari stáltæki. Það er ríkt í Færeyingum að þeir vilja helzt gera hlutina sjálfir og það er okkur mjög að skapi að eiga slíkt samstarf við þá.“ Fullkomnasta verksmiðja í heimi Má segja að árangurinn í Færeyj- um sé lykill að enn stærri mörkuðum úti í heimi? „Þessi verksmiðja hjá Suðurlaxi er sú fullkomnasta í heimi. Ég get fullyrt það með góðri samvizku. Það standa henni engar aðrar á sporði hvað varðar sjálfvirkni, afköst, ná- kvæmni, fjölbreytni í vinnslu og pakkningu. Við stefnum því að því að koma hingað með vænlega viðskipta- vini eins reyndar þegar hefur verið gert því aðilar frá Noregi og Chile hafa þegar skoðað verksmiðjuna. Þessi verksmiðja er hreinlega sýn- ingargripur. Reyndar hafa Chile- menn ekki eins mikla þörf fyrir sjálf- virkni og í Evrópu vegna lágs launa- kostnaðar. En ýmislegt annað hafa þeir verulega þörf fyrir eins og eft- irlit og framleiðslustýringu. Sé hins vegar horft til Noregs, Skotlands og Kanada, er launakostn- aður hár og mikil þörf fyrir sjálf- virkni. Við sjáum fyrir okkur verulega möguleika í fiskeldinu, eftir að verð á laxinum hefur þokazt upp á ný. Nokkur mál hafa verið í biðstöðu, en menn hafa ekki farið annað, heldur lagt áformin á ís, en eru að fara af stað á ný. Framtíðin er örugglega í fiskeldinu. Fiskeldið á eftir að skila allri aukningu á fiskframboði í heim- inum í framtíðinni. Ekki verður lagt meira á fiskistofnana í heimshöfun- um. Þar tekur eldið við hvort sem um verður að ræða lax, lúðu, þorsk, beit- arfisk eða leirgeddu. Við erum til- búnir með lausnirnar fyrir þetta,“ segir Sigurjón Elíasson. Færeyjar næststærsti markaður Marels Morgunblaðið/HG Laxinum pakkað í neytendapakkn- ingar hjá Suðurlaksi. Miklir möguleikar taldir framundan, einkum í fiskeldi Sigurjón Elíasson hampar tveim- ur vænum löxum í Suðurlaksi. GREININGARDEILD Kaupþings spáir 0,1% hækkun vísitölu neyslu- verðs milli mánaða og jafngildir hækkunin 1,2% verðbólgu á árs- grundvelli. Gangi spáin eftir fer vísi- tölugildið í 222,1 stig í maí og verður því undir rauða strikinu sem samið var um í 222,5 stigum. SPRON spáir því að hækkun vísi- tölunnar verði 0,2% en það samsvar- ar til um 2,4% verðhækkunar á árs- grundvelli. Gangi spáin eftir mun rauða strikið halda og samkvæmt spá SPRON mun því samstillt átak aðila á markaðnum skila tilætluðum árangri. Spá því að vísitalan verði undir rauða strikinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.