Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 27
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 27 REKSTRARTAP Jarðborana hf. á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002, fyrir fjármagnsliði og skatta, nam 51,4 milljónum króna en var 31,2 milljónir á sama tímabili á síð- asta ári. Niðurstöðutala rekstrar- reiknings var 39 milljóna króna tap, en var 36,2 milljóna króna tap á sama tímabili árið 2001. Í tilkynningu frá félaginu er tekið fram að velta Jarð- borana er að jafnaði mjög lítil á fyrsta fjórðungi hvers árs og félagið því oftast rekið með nokkru tapi fyrstu mánuði ársins. Rekstrartekjur Jarðborana fyrstu þrjá mánuði ársins námu 136,9 millj- ónum króna, en voru 162,2 milljónir á sama tíma árið á undan. Rekstr- argjöld fyrirtækisins með afskriftum á fyrri helmingi ársins voru 188,3 milljónir, samanborið við 193,4 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Hlutafé Jarðborana er 259,6 millj- ónir króna. Eigið fé var 796,9 millj- ónir króna 31. mars s.l. og eiginfjár- hlutfall er nú 54,8%. Heildareignir félagsins voru 1.455,4 milljónir króna. Heildarskuldir félagsins námu 658,5 milljónum króna. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 33,5 milljónir króna fyrir tímabil- ið en var neikvætt um 17,6 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Veltufjár- hlutfall er 1,3. Í tilkynningu Jarðborana segir að vrkefnastaða félagsins fyrir árið 2002 sé góð og komi þar einkum til áframhaldandi aukning á nýtingu háhita til raforkuframleiðslu hjá stærstu orkufyrirtækjunum, Hita- veitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur, og áhugaverð tækifæri í erlendum verkefnum. Nokkur samningsbundin verkefni séu einnig frágengin fyrir sveitarfélögin í land- inu. Tap Jarðborana hf. 39 milljónir króna FISKIÞING Fiskifélags Íslands verður haldið föstudaginn 3. maí næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík. Fiskiþing er eins og undanfarin ár haldið í tveimur hlut- um. Annars vegar er þingið aðal- fundur félagsins. Sá hluti hefst kl. 10:30 og mun ljúka fyrir hádegið. Hinn hlutinn er málstofa um sjáv- arútvegsmál og mun sá hluti hefjast kl. 13:30. Sá hluti er öllum opinn. „Þema þingsins er hvaða verk- efni bíða íslensks sjávarútvegs í hinni alþjóðlegu umræðu um nýt- ingu auðlinda hafsins. Fengnir hafa verið tveir sérfræðingar erlendis frá til þess að fjalla um þetta mál. Annar þeirra dr. Grímur Valdi- marsson, sem hefur starfað hjá FAO undanfarin ár við góðan orðs- tír. Grímur hefur verið hvetjandi þess að íslenskur sjávarútvegur taki meiri þátt í að móta alþjóðlega umræðu á þessu sviði og er ekki að efa að eftir hans málflutningi verð- ur tekið. Hinn sérfræðingurinn sem fengin hefur verið erlendis frá er Justin LeBlanc. Justin LeBlanc er framkvæmdastjóri ICFA (Inter- national Coaltion of Fisheries Associations). Höfuðstöðvar þeirra samtaka eru í Washington skammt frá Pentagon, sem ásamt tvíburat- urnunum í New York varð fyrir hrottalegri hryðjuverkaárás þann 11. september s.l. eins og alkunna er. Sá atburður hefur valdið straumhvörfum í öllu alþjóðlegu samstarfi og mun Justin LeBlanc rýna í þau straumhvörf og greina hvert stefnir. Þá er ekki síður ástæða til að benda á erindi Árna Bjarnasonar nýkjörins forseta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands um umgengni við auðlindina, en þau mál eru og verða í brennidepli,“ segir í frétt frá Fiskifélaginu. Fiskiþing verður haldið á föstudag URBAN ACTIVE sigrar tímann Nú fæst þetta öfluga dagkrem með 20 % afslætti - og það er ekki allt: Einnig fylgir snyrtibudda, 30ml kornakrem fyrir líkamann, 50ml andlitsvatn og 5ml túpa með farða. URBAN ACTIVE kremið vinnur ekki einungis gegn öldrun húðarinnar heldur einnig gegn áhrifum nútímalífsstíls (streitu, þreytu, ónógum svefni, mengun…). Skelltu þér á gott krem fyrir sumarið. Útsölustaðir: Reykjavík og nágreni: Ársól snyrtistofa-verslun Grímsbæ, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni 23, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Fína Háholti 14 Mosfellsbæ, Hygea Smáralind Kópavogi Landið: Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Konur og Menn Aðalstræti 9 Ísafirði, Miðbær Vestmannaeyjum, Myrra Austurvegi 4 Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.