Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 31
HANNES Sigurðsson forstöðu-
maður Listasafnsins á Akureyri
lætur sér fátt fyrir brjósti brenna.
Það er ekki nóg með að hann fái
stórbrotnar hugmyndir heldur
framkvæmir hann þær líka. Satt að
segja kom hógværð hans í uppsetn-
ingu sýningarinnar Skipulögð ham-
ingja mér á óvart, hann hafði „að-
eins“ skreytt safnið með rauðum
fánum, málað súlur rauðar innan
húss, safnað saman rússneskum
barmmerkjum og hengt upp við
innganginn, skrifað slagorð á rúss-
nesku á veggi, útvegað rauða
penna til að skrifa með í gestabók
og komið fyrir hljómflutningstækj-
um við innganginn sem spiluðu af
krafti tónlist kórs Rauða hersins í
bland við ræðu Stalíns, og eru þá
myndverkin enn ótalin. Þessu er
síðan fylgt úr hlaði með myndar-
legri sýningarskrá, ítarlegum vef-
hluta og safnakennslu auk þess
sem sýndar eru rússneskar kvik-
myndir í hliðarherbergi. Þegar
hann sagði mér síðan að hann hefði
viljað ganga enn lengra og mála
Kaupvangsstrætið rautt og Lista-
safnið sjálft að utan í sama lit,
kannaðist ég við kauða. Ég sýndi
þó skilning á þessu enda er stutt í
bæjarstjórnarkosningar og Sjálf-
stæðisflokkurinn í meirihluta á Ak-
ureyri!
Hannes er sem sagt þekktur fyr-
ir að fara alla leið í uppsetningu
sýninga og nýtur hann sérstöðu á
Íslandi fyrir hugmyndaríka sýn-
ingarstjórn sína.
Verkin á sýningunni koma frá
Fagurlistasafninu í Arkhangelsk
og í gegnum þau má lesa ýmislegt
um rússneskt samfélag á árunum
1914-1956, þó svo að mörg verk-
anna, einkum frá 1932, gefi
kannski ekki fullkomlega raun-
sanna mynd af samfélaginu og til-
finningalífi fólksins þar sem ríkið
hafði stýrandi áhrif á hvaða mynd-
list mætti framleiða og hverja ekki.
Kommúnistaflokkurinn áttaði sig á
því árið 1932 að framúrstefnu-
myndlistin var ekki nógu hvetjandi
fyrir fólkið í verksmiðjunum og því
varð að grípa í taumana. Lista-
menn þurftu að sætta sig við að
vinna undir járnhæl flokksins sem
fannst önnur myndlist en sú sem
var raunsæ túlkun á hinni vinnandi
stétt, hreinasta rusl. Verk unnin
við slíkar tilskipanir eiga fátt skylt
með list, frekar er að kalla það lið í
markaðsherferð. Þannig urðu lista-
menn að sætta sig við að mála eftir
því sem yfirvaldinu þóknaðist en á
bak við tjöldin unnu þeir margir
hverjir að eigin myndlist einnig,
sem var þá gjarnan framúrstefna
og tilraunamennska.
Rússnesk myndlist framan af 20.
öldinni er mjög áhugaverður hluti
af listasögu heimsins. Rússar áttu
marga fremstu og merkilegustu
sporgöngumenn nútímamyndlistar
og þeir bjuggu til sína eigin útgáfu
af fútúrismanum, kúbófútúrisma,
en afar ánægjulegt er að sjá verk
af því tagi á sýningunni í Lista-
safninu. Það sem er einna merki-
legast samt þegar litið er til Sov-
étríkjanna er hvað myndlistin sem
miðill var talin sterkt afl í mótun
samfélagsins. Myndlistarmenn
höfðu áhrif og voru taldir hættu-
legir ef þeir dirfðust að skapa
myndverk sem voru á skjön við
stefnu yfirvaldsins. Þetta sýnir
glöggt að myndlistin er áhrifaríkur
miðill og mótandi afl.
Það kennir ýmissa grasa á sýn-
ingunni. Listamenn eru fjölmargir
og ýmsir straumar og stefnur
gægjast í gegnum hina sögulegu
sýn. Sem dæmi um áhugaverða
mynd þar sem blandast saman im-
pressjónismi og rússneskur sósíal-
realismi er myndin Lopenkov-feðg-
arnir frá árinu 1942. Verk im-
pressjónistanna við lok 19. aldar
voru yfirleitt rómantísk og falleg,
af blómum, borgarlífi eða af fólki í
lautarferð, og því er skrýtið að sjá
mynd af mönnum með vélbyssur
máluð í þessum rómantíska stíl!
Á sýningunni eru ekki verk sem
teljast geta sósíalrealismi í sinni
hreinustu mynd, söguleg málverk
þar sem opinberar ráðstefnur og
fundir eru lofaðir og verksmiðjur,
traktorar og spúandi strompar
hafnir upp til skýjanna. Slík verk
eru fæst undir 12 fermetrum að
stærð, eða of stór og dýr í flutn-
ingum fyrir íslenskt listasafn.
Hægt væri að nefna margar at-
hyglisverðar myndir hér og oftar
en ekki er það hin fallega hugsun í
myndunum sem fær mann til að
stoppa við. Þetta á við um myndina
Rúsakovskíj-sporvagninn frá 1928
eftir Samúíl Adlívankín en þar
stendur ung stúlka stolt við stýrið
á sporvagni, ný tegund verka-
kvenna. Einnig er myndin Safnað
undirskriftum fyrir friði frá 1952
eftir Viktor Vasíljevítsj Kíseljov
falleg með skandinavísku yfir-
bragði og Lestrarsalur í bænahús-
inu þar sem þorpsbúar sitja í
hnapp fyrir framan lítið útvarp. Þá
er ónefndur tilraunakenndari hluti
sýningarinnar þar sem er t.d. að
finna athyglisvert verk Olgu Vlad-
ímírovna Rosanova (1886–1918)
Litadreifing en það er málað 1915
við upphaf abstraktsins og skoðast
í samhengi við verk meistaranna
Kandinskís, Malevits og Tatlins.
Ein andlitsmynd af Lenín er á sýn-
ingunni en hann sat sjálfur fyrir
við skissugerðina.
Hannes Sigurðsson fær hrós fyr-
ir þessa sýningu. Það er mikið
verðmæti fólgið í því að fá innsýn í
menningu svo merkilegs menning-
arsvæðis. Tímasetningin gæti held-
ur ekki verið betri, umræður um
sósíalismann hafa verið áberandi
hér á landi í allan vetur og forseti
Íslands er nýkominn úr sinni
fyrstu opinberu för austur eftir.
Það er fyllsta ástæða til að hvetja
fólk til að skunda af stað og sjá
sýninguna og mæli ég með að fólk
gefi sér til þess góðan tíma.
Rauð hamingja
Rúsakovskíj-sporvagninn eftir Samúíl Adlívankín.
MYNDLIST
Listasafnið á Akureyri
Opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13–18. Til 26. maí.
ÝMSIR MIÐLAR
ÝMSIR LISTAMENN
Þóroddur Bjarnason
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 31
SAMKVÆMT samkomulagi
Leikfélags Reykjavíkur og
Reykjavíkurborgar skal Leik-
félag Reykjavíkur „tryggja hið
minnsta tveimur öðrum leik-
flokkum afnot af húsnæði í Borg-
arleikhúsinu til æfinga og sýn-
inga eins verkefnis á hverju ári.
Leikflokkarnir skulu hafa endur-
gjaldslaus afnot af húsnæði en
greiða útlagðan kostnað LR
vegna vinnu þeirra í Borgarleik-
húsinu. Val þeirra leikflokka skal
ákveðið af leikhússtjóra Leik-
félags Reykjavíkur og fulltrúa
sem samstarfsnefnd tilnefnir“.
Samkvæmt ofangreindu er
auglýst eftir umsóknum leik-
flokka. Með umsókn skal senda
greinargerð um verkefnið þar
sem greint er skilmerkilega frá
verkefninu, aðstandendum þess,
framkvæmdaaðilum, listrænum
stjórnendum og þátttakendum
öllum.
Einnig skal vönduð fjárhags-
áætlun fylgja umsókninni sem
berist leikhússtjóra Leikfélags
Reykjavíkur eigi síðar en mið-
vikudaginn 15. maí 2002.
Leikflokkar fá afnot af Borgarleikhúsinu
Auglýst eftir umsóknum
SÝNINGUNNI Laxness og leik-
listin sem Samtök um leikminja-
safn standa fyrir í Iðnó lýkur í
dag. Af því tilefni verður sérstök
hátíðardagskrá kl. 15 þar sem
Björn Bjarnason opnar nýja
merkisdagasíðu tengda aldaraf-
mæli Laxness.
Merkisdagasíðurnar eru sér-
stakar síður á heimasíðu samtak-
anna, leikminjar.is, þar sem lista-
mönnum og sögulegum viðburðum
íslenskrar leiklistar eru gerð sér-
stök skil. Fyrr í vetur var opnuð
síða tileinkuð Vali Gíslasyni leik-
ara.
Þá munu leikarar flytja efni úr
verkum Halldórs Laxness og Ingi-
björg Guðjónsdóttir söngkona
syngur lög eftir Gunnar Reyni
Sveinsson.
Lokadagur
sýningarinnar
Laxness og leiklistin
TVÆR breytingar hafa orðið á
hlutverkaskipan í Hollendingn-
um fljúgandi eftir Richard
Wagner sem Íslenska óperan,
Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Þjóðleikhúsið og Listahátíð í
Reykjavík setja upp í samein-
ingu. Antje Jansen syngur
Sentu á móti Magneu Tómas-
dóttur í stað Elínar Óskar Ósk-
arsdóttur sem þurfti að hverfa
frá hlutverkinu vegna veikinda.
Magnea mun syngja á þremur
sýningum; frumsýningu og
fjórðu og fimmtu sýningu en
Antje syngur á annarri og
þriðju sýningu. Þá mun Anna
Sigríður Helgadóttur syngja
Mary í stað Alinu Dubik.
Hollendingurinn
fljúgandi
Tvær nýjar
söngkonur