Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 34
LISTIR
34 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AÐEINS 10% sætanýting var á tónleikun-
um og skal engum getum að leitt hvort hafi
vegið þyngra, framsækið dagskrárefni eða
upplýsingaskortur í símsvara og á heimasíðu
hússins. Stofnuninni til hróss má hins vegar
nefna, að tónleikaskráin var óvenjuvel búin
upplýsingum um flytjendur, höfunda og verk.
Flytjendur starfa allir á Akureyrarsvæðinu.
Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer léku
fyrst Duo-Sonata eftir Sofiu Gubaidulina (f.
1931), upphaflega samda fyrir tvö fagott en síð-
ar umritaða fyrir 2 barýtonsaxófóna. Vel skrif-
að verk, sem sömu aðiljar fluttu raunar áður á
sama stað fyrir 15 mánuðum að undirrituðum
viðstöddum, mótaði viðtökuandrúmsloftið fyrir
frumflutning nýs verks eftir Atla Heimi
Sveinsson, Grand duo concertante nr. 5.
Þetta nýjasta dúó Atla fyrir tvo hljóðfæra-
leikara og tónband minnti hvað aðferð varðar á
tvö eldri verk í samnefndum flokki. Sú virtist
einkum sverja sig í ætt við „indetermínisma“
eða slembihyggju 6. áratugar, með nóteruðu
tónefni flytjenda í „kössum“ milli þagna sem
mætti endurtaka eða jafnvel spinna úr að vild
(alltjent hljómaði það þannig), meðan tónband-
ið malaði stöðugt. Líkt og í fyrri grand dúóum
var bandefnið mikið til unnið úr barnsröddum
frá leikskóla, en að þessu sinni stillt svo hátt að
litlu skinnin urðu að skrímslum er iðulega yf-
irgnæfðu tónlistarmennina. Vel má vera að
ónotalegt yfirbragðið hafi helgazt af undirtitl-
inum „til vökunnar helkalda voðadraums“.
Enda varð hlutskipti hlustandans fremur
óþægilegt þegar nýjabrumið dofnaði eftir
fyrstu mínúturnar og skerandi hávaði – og
smám saman tilbreytingarleysi – varð öðru yf-
irsterkara. Breytti litlu að flytjendur lögðu sig
augljóslega alla fram. Þrátt fyrir fulla kort-
érslengd bar verkið né heldur með sér að hafa
kostað mikla yfirlegu. Í bezta falli mætti segja
um tónsmíðina, að hér virtist sízt verið að
hygla skyndibitaþörfum fjöldans.
Þríþætt Sónata síberska tónskáldsins Edis-
ons Denisovs (1929–96) fyrir hina óalgengu
samstæðu altsaxófóns og sellós var samið 1994.
I. þáttur var borinn uppi af líflegum „samræð-
um“ hjóðfæranna. II. (Tranquillo) mótaðist af
vel unninni raddfærslu þrátt fyrir háafstrakt
tónmál, og III. var e.k. umbreytt passacaglía
með plokkað selló í þrábassahlutverki. Túlkun
dúósins var hvarvetna ljóðræn og vönduð.
Loks lék þríeykið saman verk eftir örugg-
lega minnst þekkta höfund dagskrár, hina
austurrísku Olgu Neuwirth (f. 1968). Verkið
nefndist Fondamenta fyrir bassaklarínett (í
höndum Vigdísar Klöru), barýton- og tenór-
saxófóna og selló. Eins og nafnið bar með sér
var mest málað í dýpri enda tónalitrofsins, s.s.
„Undirstöðunni“, með oft ferskum og fallega
hljómandi samsetningum. Þrátt fyrir einstaka
sérkennilega sjónræna tilburði – eins og að
láta sellistann kljúfa loftið með boganum í of-
boði, líkt og verið væri að hálshöggva draug –
bauð verkið af sér furðumikinn þokka. Enda
hér sem fyrr leikið af þeirri öguðu samstillingu
og markvissu tjáningargleði er einkennir góða
hljómlistarmenn – sama hvað við er að etja.
TÓNLIST
Salurinn
Sofia Gubaidulina: Duo-Sonata. Atli Heimir Sveins-
son: Grand duo concertante nr. 5 (frumfl.). Edison
Denisov: Sónata f. A-sax og selló. Olga Neuwirth:
Fondamenta. Vigdís Klara Aradóttir, saxófónar og
bassaklarinett; Guido Bäumer, saxófónar; Pawel
Panasiuk, selló. Laugardaginn 27. apríl kl. 17.
KAMMERTÓNLEIKAR Músík hinna fáu
Ríkarður Ö. Pálsson
Út er komið hjá Máli og menningu rit-
ið Þingvallavatn – undraheimur í
mótun í ritstjórn Péturs M. Jón-
assonar, prófessors við Kaup-
mannahafnarháskóla, og Páls Her-
steinssonar, prófessors við Háskóla
Íslands.
Í kynningu segir: „Þingvallasvæðið
er eitt af undrum veraldar. Ummerki
um flekaskil milli heimsálfanna
tveggja, Evrópu og Ameríku, eru
hvergi augljósari en einmitt þar sem
Þingvallavatn fyllir hluta sigdæld-
arinnar sem myndaðist er flekana
rak hvorn frá öðrum. Svæðið er enn á
hreyfingu og þar er náttúruleg rann-
sóknarstofa á flestum sviðum nátt-
úruvísinda. Tákn Þingvalla, Skjald-
breiður, rís tignarlegt upp úr
sigdældinni og síar jökulgorminn úr
vatninu frá Langjökli svo að blátært
lindarvatn brýst fram undan hrauns-
kildinum við strendur og á botni Þing-
vallavatns. Á þeim 10 þúsund árum
sem liðin eru frá myndun vatnsins
hafa þróast þar fjögur bleikjuafbrigði
sem gera vatnið að einum yngsta
leikvelli þróunarfræðinnar á jörðu. Í
uppsprettum Þingvallvatns uppgötv-
aðist nýlega ævafornt helladýr, náföl
og ljósfælin marfló sem þar hefur lif-
að í grunnvatni eða undir ís í milljónir
ára.
Undanfarinn aldarfjórðung hafa far-
ið fram afar viðamiklar rannsóknir á
vatnasviði Þingvallavatns og er nú
svo komið að þetta einstæða vist-
kerfi er betur þekkt en flest önnur
vatnasvið í heiminum. Alls hafa 50
vísindamenn, bæði íslenskir og er-
lendir, lagt hönd á plóginn og sýnt
fram á að vatnið sjálft og umgjörð
þess er ein órjúfanleg heild. Töluvert
á annað hundrað ritgerðir hafa birst
um þessar rannsóknir í alþjóðlegum
vísindaritum og rannsóknir á Þing-
vallavatni eru efni 6 doktorsritgerða
auk nokkurra meistararitgerða. Í bók-
inni Þingvallavatn – undraheimur í
mótun er þessi þekking dregin sam-
an á einum stað á íslensku og gerð
aðgengileg öllum almenningi. Jarð-
fræði svæðisins, gróðurfari og dýra-
lífi á vatnasviðinu er lýst. Ferill vatns-
ins er rakinn allt frá Langjökli uns
það sprettur fram annars vegar í iðr-
um Þingvallavatns og hins vegar sem
heitt vatn í Henglinum. Fæðuvefir
vatnsbolsins sjálfs og botnsins eru
útskýrðir og sýnt er hvernig efna-
samsetning lindarvatnsins hefur
áhrif á þörungagróður og smádýralíf í
vatnsbol og á botni. Efstir í fæðu-
vefnum eru svo fiskar og fuglar sem
eiga allt undir því að vatnið sé vernd-
að svo að lífsferlar gróðurs og smá-
dýra raskist ekki.
Í bókinni er einnig lýst sumum
þeim mistökum sem gerð hafa verið
við framkvæmd friðunar á helgistað
þjóðarinnar á Þingvöllum og bent á
hvernig varast megi að eyðileggja
Þingvallasvæðið svo að komandi kyn-
slóðir fái að njóta þess um alla fram-
tíð.“
Bókin er 303 blaðsíður prýdd
fjölda ljósmynda. Þorsteinn G. Jóns-
son sá um umbrot. Prentun: Prent-
smiðjan Oddi hf. Skýringamyndir og
kápuhönnun: Næst. Kort: Ólafur
Valsson og Hans Hansson.
Leiðbeinandi verð: 7990
Náttúrufræði
Morgunblaðið/Ásdís
Ritstjórarnir Páll Hersteinsson og Pétur M. Jónasson.
Grænland er eftir
Leif Aidt í þýð-
ingu Sigurðar
Helgasonar og
Völundar Jóns-
sonar.
Í kynningu seg-
ir m.a.:
Grænland –
firnastórt með
fjarlægum byggðum handan jökulísa,
en þó svo skammt undan. Og engir
búa nær okkur á erlendri grund en
fólkið við fjörðinn mikla í norðri, Scor-
esbysund. Fleira er mótsagnakennt
þegar við lítum til þessara granna
okkar – menning og hlutskipti á marg-
an hátt frábrugðið en þó sumt furðu
líkt, einkum það sem skiptir sköpum:
strjálbýli og barátta við hverflynda
náttúru sem er veiðimanninum mis-
gjöful hvort sem hann leitar einn
fanga á fari sínu eða stendur í brú á
verksmiðjuskipi, umkringdur raf-
eindatækjum.
Útgefandi er Námsgagnastofnun.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, korta
og skýringarteikninga.
Kennslubók