Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 35

Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 35
SÝNING Lárusar H. List í Deigl- unni á Akureyri skiptist í tvennt, ann- ars vegar ljósmyndaverk og hins veg- ar málverk, samtals 26 verk. Í málverkunum er lita- og leikgleði ríkjandi en á móti kemur að þau skortir flest nægjanlegan þroska og dýpt. Lárus málar frekar þunnt og lætur formin raðast upp hvert ofan á annað þannig að úr verða klasar af formum. Besta málverkið á sýning- unni er mynd númer 3, Fuglabjarg, en þar tekst listamanninum að skapa þrívídd og dýpt. Einnig má nefna mynd númer 23 sem vel formaða. Í sumum myndum er eins og vand- ræðagangur ráði för þegar stór gegnsæ svæði verða eftir á fletinum, eins og listamaðurinn eigi eftir að klára þær myndir. Ljósmyndirnar eru þrennskonar; myndir sem tengjast sjávarútvegi, módelmyndir og svo myndir af flöt- um, einskonar áferðarrannsóknir. Ljósmyndirnar minna á skólaverk- efni á ljósmyndanámskeiði eða rann- sóknarvinnu málara í leit að skemmti- legu mótífi. Áhugaverðasta ljósmyndaverkið er án efa myndin Vorboðinn, en þar hefur Lárus tekið mynd af förumanni sem samkvæmt listamanninum er kallaður Vorboðinn af því að hann kemur ávallt til byggða á vorin. Hér nær Lárus góðu sam- bandi við umfjöllunarefni sitt og segir áhugaverða sögu Ljósmyndirnar bera almennt vott um listrænt auga og næmi Lárusar H. List fyrir umhverfinu, þó svo að hann eigi enn töluvert í land með notkun ljósmyndunar sem miðils. HVENÆR er texti myndlist og hvenær er hann eitthvað annað, t.d. ljóð. Er nóg að setja hann upp á vegg til að hann verði myndlist og er nóg að setja hann í bók svo að hann verði rit- list? Þessar spurningar koma upp í hugann þegar sýning Guðbrandar Sigurlaugssonar er skoðuð en hann hefur hengt upp fimm textaverk á vegg sem öll eru unnin í blikk og vínil. Hann sker texta út úr vínilmottu og límir á blikkplöturnar. Hér er um myndlist að ræða og hverju og einu verki er ætlað að vekja áhorfandann til tilvistarheimspekilegra hugrenn- inga. Samt detta manni ljóð í hug: Ekki að það sé betra heldur best Verði þetta aðeins meira verður það mest Ekki það sem sýnist heldur það sem sést Ekki hvað hér stendur heldur hvað þú lest Ekki vildi ég vera dauður núna, nei. Notkun texta sem meginuppistöðu í myndlistarverkum er viðurkennd aðferð innan greinarinnar og má nefna listamenn eins og Lawrence Weiner, Jenny Holtzer, Kristin Hrafnsson og Rögnu Sigurðardóttur í því samhengi. Af verkum þeirra má sjá með hve ólíkum og oft áhrifamikl- um hætti hægt er að setja fram texta. Sýning Guðbrandar er snyrtileg og átakalaus og gengur vel upp í einfald- leik sínum. Guðbrandur mætti þó íhuga fjöbreytilegri framsetningar- máta á textum sínum í framtíðinni og auka þannig slagkraft skilaboðanna. Leikgleði Fuglabjarg eftir Lárus H. List. Þóroddur Bjarnason Kaffi Karólína Sýningu lokið. TEXTAVERK GUÐBRANDUR SIGURLAUGSSON MÁLVERK OG LJÓSMYNDIR LÁRUS H. LIST Opið alla daga frá kl. 14–18. Til 1. maí. Deiglan MYNDLIST Verk eftir Guðbrand Sigurlaugsson. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.