Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 39
„ÉG TEL að sú aðferð sem við
völdum, að ræða við forystumenn
sveitarfélaga og fyrirtækja aug-
liti til auglitis, hafi verið hárétt
og skilað þeim árangri að allir
fundu til ábyrgðar sinnar og
vildu leggja sitt af mörkum með
verðlækkunum til að vísitala
neysluverðs yrði undir rauða
strikinu. Þessi aðferð gafst vel
við þessar aðstæður og að mati
okkar mun betur en ef komið
hefði einhver skipun að ofan um
að grípa til aðgerða,“ segir Grét-
ar Þorsteinsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, um þann ár-
angur sem náðst hefur, m.a. fyrir
tilstilli ASÍ, í lækkun vöruverðs
til þess að freista þess að halda
vísitölunni undir 222,5 stigum,
rauða strikinu.
Grétar Þorsteinsson segir að
aðdragandann að herferð ASÍ
megi rekja til síðasta árs. Þá hafi
forystumenn ASÍ séð að í óefni
stefndi varðandi verðlags- og
verðbólgumál og síðla síðasta
sumars hafi verið settar fram
nokkrar tillögur til að sporna við
verðbólgu. Stjórnvöld og Samtök
atvinnulífsins hafi
einnig verið með í
þeirri umræðu og
leitað hafi verið
sameiginlega leiða
til að draga úr verð-
bólgu. Það hafi á
endanum leitt til
samningsins 13. des-
ember milli ASÍ og
SA og hafi rík-
isstjórnin einnig átt
aðild að honum en
samningurinn var
gerður í kjölfar for-
mannafundar ASÍ
þar sem rík
stemmning hefði
verið fyrir þessum
aðgerðum.
Eftir vísitölumælingu í janúar
sagði Grétar að þyrmt hefði yfir
menn vegna þess hve há hún var
og menn hafi velt því fyrir sér
hvort málið væri þegar tapað.
„Við sáum að það gengi ekki að
gefast upp og ákváðum að heim-
sækja öll stóru sveitarfélögin,
stóru matvörukeðjurnar, trygg-
ingafélög, banka, flutningafélög,
olíufélög og fleiri til
að benda þeim á þátt
þeirra í að hemja
verðbólguna. Það
kom okkur þægilega
á óvart að málflutn-
ingi okkar var tekið
vel. Við sögðum ekki
þið eigið að lækka
verðið heldur að það
skipti þá ekki síður
máli en okkur að það
takist að hemja verð-
lag og lækka verð-
bólgu. Nær und-
antekningalaust voru
undirtektir og síðan
framkvæmdir þess-
ara aðila mjög já-
kvæðar og þeir brugðust við með
lækkunum með einhverjum
hætti. Þannig fundum við að í
samfélaginu var að skapast
stemmning fyrir þessum aðgerð-
um.“
Bjartsýnn á árangur
Grétar segir að fundirnir með
þessum aðilum um land allt og á
höfuðborgarsvæðinu hafi skipt
tugum. Hann segir menn hafa
hrokkið nokkuð við eftir mæl-
ingu í mars og nokkuð hafi borið
á þeirri skoðun að allar stíflur
myndu bresta. Hann sagði hins
vegar engar forsendur til þess að
slíkt myndi gerast.
„Við höfum náð þessum ár-
angri vegna þess að krónan hefur
styrkst verulega og stemmningin
í þjóðfélaginu er þannig. Vara
sem við erum að fá erlendis frá
er ódýrari og vextir eru að lækka
og ég minni á orð forsætisráð-
herra á ársfundi Seðlabankans
um að nú væri hafin hrina vaxta-
lækkana sem ég vona að gangi
eftir. Það eru allar forsendur til
þess,“ segir Grétar einnig. Hann
segir síðustu mælinguna eftir nú
í byrjun maí og kveðst bjartsýnn.
„Það á ekki að vera áhyggju-
efni að verðlag hér snarhækki í
maí og júní og ég held þvert á
móti að ef þetta tekst séu yfir-
gnæfandi líkur á að við séum bú-
in að tryggja lága verðbólgu
næstu misserin. Ég er mjög bjart-
sýnn á að þetta takist og hef ver-
ið það frá byrjun.“
Telur persónulegar viðræð-
ur hafa skilað árangri
Grétar Þorsteinsson
forseti ASÍ.
Forseti ASÍ kveðst bjartsýnn á að verðlag haldist í skefjum
g gróður
Tjarnaver
tu rústa-
un fram-
s. Alls er
órsárver-
km² sem
rtlögðum
ein áhrif
en um-
dhalla og
mdaraðili
alsverð á
æf.“ Sam-
lón í 575
land inn-
r fornleif-
gildra og
3,6 km af
ða í hættu
ugsanlega
rra mót-
r verða
dliðdýra.
st þau að
rfis lón
u og bak-
svæðum
óni. Jarð-
i fer und-
m 0,5 km²
a í hættu
nnsli sem
ð rennsli
flu. Land
öfða, lón-
alið er að
100 ár, að
fram að
hafi leitt
til þess að tilhögun framkvæmda
hafi verið breytt verulega til að
draga úr eða koma í veg fyrir alvar-
leg neikvæð umhverfisáhrif.
„Að mati framkvæmdaraðila er
niðurstaða mats á umhverfisáhrifum
að með Norðlingaölduveitu með lón í
575 m y.s. haldi friðland Þjórsárvera
einkennum sínum og að breytingar
verði ekki á forsendum fyrir tilvist
veranna. Þar með telur Landsvirkj-
un að sýnt hafi verið fram á með rök-
studdum hætti að nýting og verndun
Þjórsárvera fari saman og sé í sam-
ræmi við þá stefnumörkun ríkisins
sem kemur fram í auglýsingu nr.
507/1987 um friðlýsingu Þjórsárvera
og nýtingu svæðisins.
Það er jafnframt skoðun fram-
kvæmdaraðila að við umfjöllun um
áhrif framkvæmdarinnar á umhverf-
ið hefur ekkert komið fram sem
bendir til þess að Norðlingaölduveita
með lón í 575 m y.s. brjóti í bága við
lög, reglur eða alþjóðasamninga.
Landsvirkjun hefur með breyttri
tilhögun Norðlingaölduveitu minnk-
að umfang framkvæmdar og dregið
verulega úr neikvæðum umhverfis-
áhrifum hennar. Þá tryggja aðrar
mótvægisaðgerðir að enn frekar
verði dregið úr umfangi áhrifa. Á
grunni þessara upplýsinga telur
Landsvirkjun að matsskýrslan sýni
að framkvæmdin komi ekki til með
að hafa umtalsverð neikvæð áhrif á
umhverfið og að nýting og verndun
Þjórsárvera geti farið saman.“
Úrskurður í sumar
Landsvirkjun hefur lagt mats-
skýrsluna fyrir Skipulagsstofnun,
sem kveður upp úrskurð í sumar.
um Norðlingaölduveitu
!
" #
$
!
&
$
!
"
"2$)*
!
"
#
"
#!
$"
!
!
"
#
&$ !
$1' *$16!*+# 41&+
EFLING – stéttarfélag,Verkalýðsfélagið Hlíf íHafnarfirði og Verka-lýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur, félögin í Flóabandalag-
inu, fengu Gallup til að kanna fyrir
sig í febrúar síðastliðnum ýmis at-
riði í viðhorfum félagsmanna sinna
til kjaramála og þjónustu félag-
anna. Meðal helstu niðurstaðna er
að 89% félagsmanna vilja leggja
áherslu á hækkun lægstu launa,
42% telja fjárhagsstöðu sína betri
nú en fyrir þremur árum, 30% fé-
lagsmanna hafa nýtt sér einhverja
þjónustu félaganna síðustu 12 mán-
uði og af þeim voru tæp 90% ánægð
með þjónustuna.
Úrtakið var 1.390 félagsmenn í
félögunum þremur og eftir að tekn-
ir höfðu verið út nokkrir sem ekki
sögðust vera félagar, töluðu ekki ís-
lensku eða voru erlendis varð úr-
takið 1.294. Hóparnir innan hvers
félags eru sambærilegir. Er því litið
svo á að niðurstöðurnar endurspegli
öll félögin saman og hvert um sig á
sama hátt. Könnunin fór fram 7. til
25. febrúar og svöruðu alls 834
könnuninni sem þýðir 64,5% svar-
hlutfall. Spurningar könnunarinnar
voru 62.
Í helstu niðurstöðum um kjara-
mál sögðust 63% sammála því að
lögð yrði áhersla á sömu hækkanir
fyrir alla og 37% voru fylgjandi fyr-
irtækjasamningum. Voru 83% sam-
mála því að leggja áherslu á fyrir-
tækjasamninga þótt það gæti þýtt
mismunandi hækkanir milli hópa.
Þá töldu 42% fjárhagsstöðu sína
betri nú en fyrir þremur árum, 30%
töldu hana verri og 28% kváðu hana
svipaða. Rúmlega helmingur taldi
hækkun matvöruverðs megin-
ástæðu fyrir verri afkomu og 18,3%
töldu launaþróun í landinu ástæðu
verri fjárhagsstöðu. Spurt var hvort
leggja beri áherslu á krónutölu-
hækkun launa eða hlutfallslega og
voru 54% fylgjandi krónutöluhækk-
un en 46% vildu prósentuhækkun.
Fyrsta spurning könnunarinnar
var á þessa leið: Í síðustu samning-
um lögðu félögin innan Flóabanda-
lagsins sérstaka áherslu á hækkun
lægstu launa. Ertu sammála eða
ósammála þessari áherslu? Sam-
mála lýstu sig 89%, ósammála voru
7% og 4% sögðu hvorki né. Konur
eru að jafnaði meira sammála
hækkun lægstu launa en karlar.
Þeir sem sögðust sammála áherslu
Flóabandalagsins um hækkun
lægstu launa voru spurðir hvort
þeir vildu slíka hækkun þótt það
þýddi minni almenna hækkun.
Kváðust 83% sammála því en 11%
voru ósammála. Karlar unnu ívið
meiri yfirvinnu en konur en spurt
var hversu marga tíma fólk hefði
unnið vikuna áður. Helmingur vann
enga yfirvinnu, 21,4% vann einn til
níu tíma, 16,8% vann 10 til 19 tíma,
6,7% vann 20 til 29 tíma og 4,4%
vann 30 tíma eða fleiri. Spurningu
um hvort leggja ætti áherslu á
vinnutímabreytingu í kjarasamn-
ingu kváðust 65% sammála því, and-
vígir voru 19% og 16% tóku ekki af-
stöðu. Ívið fleiri konur en karlar
voru sammála þessu atriði. Þá voru
74% hlynnt því að lögð yrði áhersla
á húsnæðismál, 86% vildu áherslu á
verðlagsmál, 90% á skattamál og
83% á vaxtamál. Þá var spurt hvað
annað skyldi leggja áherslu á og
voru þar nefnd atriði eins og að
samningum sé fylgt, veikindarétt
foreldra, hækkun skattleysismarka,
öryggismál og tryggingar, vinnu-
fatnað og nota umbun.
Finnst þér sá tími sem þú hefur
fyrir fjölskyldu og áhugamál vera of
mikill, hæfilegur eða of lítill? var ein
spurningin. Sögðu 49% hann hæfi-
legan, 48% töldu hann hæfilegan en
3% sögðu frítíma vera of mikinn.
Áhugamál sín sögðu flestir vera úti-
vist, ferðalög, fjölskylduna og
íþróttir en margir nefndu einnig
bóklestur, líkamsrækt og tónlist.
Fáeinir nefndu sauma, ljósmyndun,
sumarhúsið eða rólegheit heima
fyrir.
Þá má nefna að meðal niður-
staðna er að karlar telja sig betur
stadda fjárhagslega en konur miðað
við stöðu sína fyrir þremur árum,
konur eru fjölmennari í þeim hópi
sem nýta sér starfsmenntasjóði og
yngri hópar eru ákveðnari í því en
þeir eldri að skipta um starf á næstu
þremur árum, sérstaklega í mat-
væla- og veitingageira.
Nauðsynleg könnun
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar, tjáði Morgunblaðinu að fé-
lögin hefðu talið nauðsynlegt að fara
út í þessa viðhorfskönnun til að sjá
hvort félögin væru á réttri leið í
starfi sínu fyrir félagsmenn. Hann
sagði hana í heild vera staðfestingu
á því að félögin væru á réttri leið
bæði hvað varðar þætti er snúa
beint að þjónustu við félagsmenn og
í kjarabaráttunni sjálfri.
Meðal þess sem Sigurður sagði
ofarlega í hugum félagsmanna væri
að leggja beri áherslu á hækkun
lægstu launa jafnvel þótt það leiddi
til þess að önnur laun hækkuðu
minna. Sagði hann það staðfesta
áhersluna sem fram kom í samning-
unum árið 2000. Einnig sagði hann
marga segja fræðslu skipta miklu
máli, 85% félagsmanna teldu að
fræðsla og námskeið skilaði þeim
betri kjörum og 67% telja sig þurfa
á námskeiðum að halda til að þróast
í starfi. Þá sagði hann líka athygl-
isvert að 82% félagsmanna teldu að
atvinnurekandi sinn sé jákvæður
gagnvart starfsmenntun. Segir Sig-
urður það líka sýna að boltinn lægi
að nokkru leyti hjá fyrirtækjunum
hvað þetta varðaði.
Viðhorfskönnun Flóabandalagsins til þjónustu og baráttu verkalýðsfélaganna
Um 89% félagsmanna
leggja áherslu á
hækkun lægstu launa
Í viðhorfskönnun verkalýðsfélaga í Flóabanda-
laginu kemur m.a. fram að 42% telja fjárhags-
stöðu sína betri nú en fyrir þremur árum. 30%
telja hins vegar að hún hafi versnað, fyrst og
fremst vegna hækkunar á matvöruverði.
Morgunblaðið/Þorkell