Morgunblaðið - 01.05.2002, Page 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 43
Í ÁR eru rétt 230 ár
frá því Rússar, Prússar
og Austurríkismenn
hófu að skipta Póllandi
á milli sín. Árið 1795 var
því verki lokið með því
að landið var afmáð af
kortum Evrópuríkja og
birtist þar ekki aftur
svo orð væri á gerandi
fyrr en 1918.
Þriðja maí 1791, fyrir
réttum 211 árum síðan,
gekk í gildi byltingar-
kennd stjórnarskrá.
Pólland var þá ásamt
Frakklandi evrópskur
brautryðjandi í gerð
lýðræðislegra stjórnarskráa. 15 árum
áður höfðu Bandaríki Norður-Amer-
íku gefið tóninn. Stjórnarskrá Pól-
lands innleiddi þingbundna konungs-
stjórn í fyrsta sinn í gjörvallri
mannkynssögunni og lagði grunn að
þingræðislegri ábyrgð þings og ráð-
herra jafnframt sem smábændur öðl-
uðust réttarbætur og lögbundið rétt-
aröryggi. Það fór hins vegar með
réttarbætur 3. maí stjórnarskrárinn-
ar eins og margar góðar hugmyndir
að þær komust aldrei í framkvæmd,
urðu aðeins fögur fyrirheit á blaði.
Á næstu fjórum árum, 1793 og
1795, skipti nágrannaríkin þrjú Pól-
landi á milli sín. Pólland hvarf, Pól-
verjum var bannað að mæla á tungu
sína, en Pólverjar hurfu þrátt fyrir
allt ekki. Ef til vill má segja að Pól-
verjar sjálfir hafi átt nokkurn þátt í
örlögum sínum. Ef svo var, má full-
yrða að eitt afdrifaríkasta skrefið hafi
verið stigið þann þriðja maí 1791,
skref sem í senn er stolt þeirra og
harmur. Nú minnast Pólverjar 3. maí
stjórnarskrárinnar hvert ár og hafa
gert daginn að öðrum tveggja þjóðhá-
tíðardaga sinna. Hinn er 11. nóvem-
ber, friðardagurinn 1918, en frá þeim
degi hefur Pólland aftur verið á kort-
um Evrópuríkja, þótt það hafi á köfl-
um reynst þrautin þyngri að tolla þar.
Pólverjar
Grimm örlög Pólverja á 19. öld ollu
því að fáar Evrópuþjóðir flúðu land
sitt í jafn ríkum mæli og þeir, að því
leyti eru þeir í flokki með Írum.
„Sléttumannaland“ nefndi Halldór
Laxness land þeirra og leiddi það af
nafninu Pole sem þýðir akur á máli
þarlendra. Þetta frjósama land,
forðabúr Evrópu um aldir, þaðan sem
Íslendingar fengu sitt besta korn á
tímum einokunarverslunar, þetta
land neyddust bændur og búalið að
flýja, áratug eftir áratug. Pólskir far-
andverkamenn voru
jafn árviss þáttur í at-
vinnulífi nágrannaþjóða
eins og verferðir ís-
lenskra bænda og
vinnumanna. Jafnvel á
9. áratug 20. aldar þeg-
ar ríkið sem kenndi sig
við „sósíalismus“ og al-
þýðu var komið að fót-
um fram, mátti hitta
háttsetta pólska ráða-
menn við jarðarberjat-
ínslu á Sjálandi og
Skáni. Við Íslendingar
höfum borið gæfu til að
sumir hafa kosið Ísland
sem viðkomustað, til skemmri eða
lengri tíma. Sumum hefur jafnvel,
gegnt öllum lögmálum, fallið svo vel
vistin hér að þeir hafa sest hér að og
gerst íslenskir ríkisborgarar.
Nú eru Pólverjar stærsta þjóðar-
brot á Íslandi og fer stækkandi. Hér á
landi er starfandi vináttufélag Íslend-
inga og Pólverja (VÍP) sem er opið
öllu áhugafólki um gagnkvæm tengsl
þessara tveggja þjóða.
Póllandskynning VÍP og
Ferðaskrifstofunnar Emblu
Áhugi Íslendinga á Póllandi og
pólskri menningu og sögu hefur auk-
ist undanfarin ár sem m.a. hefur leitt
til fjölda ferða undirritaðs með Ís-
lendinga um „Sléttumannaland“. Svo
mikill hefur áhuginn verið að í lok
hverrar ferðar hefur verið spurt,
hvert förum við næst? Nú hefur tekist
samvinna með Vináttufélagi Íslend-
inga og Pólverja og Ferðaskrifstofn-
unni Emblu um skipulagðar ferðir til
Póllands. Af því tilefni verður haldin
kynning í Norræna húsinu þann 2.
maí kl. 20:00.
Sýndar verða myndir úr fyrri ferð-
um, kynnt fyrirhuguð ferð í septem-
ber næstkomandi, íslenskumælandi
Pólverjar gefa upplýsingar um sín
heimahéruð og borgir, listamenn
troða upp og íslenskir innflytjendur
kynna vöru sína. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
Þorleifur
Friðriksson
Sagnfræði
Hér á landi er starfandi
vináttufélag Íslendinga
og Pólverja, segir
Þorleifur Friðriksson,
sem er opið öllu
áhugafólki um gagn-
kvæm tengsl þessara
tveggja þjóða. Höfundur er sagnfræðingur
og formaður VÍP.
Pólland – 3. maí stjórnarskráin
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík