Morgunblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 44
UMRÆÐAN
44 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kosningaskrifstofa
Aðalstræti 9, sími 552 2600, www.xf.is
Hægt er að styrkja framboðið í s: 901 5101.
Símtalið kostar 1.000 krónur.
Opið í dag kl. 13-18.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!
Hópur sýnir línudans
í Fógetagarðinum kl. 16 í dag
SAMANBURÐI á
fjárhagsstöðu Reykja-
víkur og nágrannasveit-
arfélaganna má líkja við
samanburð á skulda-
stöðu tveggja heimila.
Annað er eins og
Reykjavík, þar sem
skuldir á hvern heimil-
ismann eru 125 þúsund
krónur, en hitt eins og
Kópavogur, þar sem
skuldir eru 229 þúsund
á hvern íbúa (sjá súlu-
rit). Að auki á reykvíska
heimilið hlut í Lands-
virkjun sem gæti
hreinsað upp allar
skuldir þess á einu
bretti ef hann væri losaður. Og hins
vegar á reykvíska heimilið Orkuveitu
í hraðri uppbyggingu sem gæti orðið
skuldlaust upp á eigin spýtur á fimm
árum. Eigið fé Orkuveitunnar er 64%.
Handbært fé frá rekstri 4 milljarðar á
ári. Arður rennur árlega til Reykja-
víkurheimilisins og söluverðmæti
veitunnar væri aldrei undir 40 millj-
örðum. Kópavogsheimilið á hins veg-
ar engar sambærilegar eignir, ekki
neitt. Hvort heimilið er nú betur
statt?
Eftirsóttustu skuldir landsins
Kjósendur í Reykjavík eiga sjálf-
sagt fullt í fangi með að greina kjarn-
ann frá hisminu þegar fjármál borg-
arinnar ber á góma. Sá samanburður
sem sjálfstæðismenn hafa birt við ná-
grannasveitarfélög er villandi. Í
fyrsta lagi vegna þess að þar er skuld-
um borgarsjóðs og fyrirtækja borg-
arinnar slegið saman. Mest munar
um Orkuveitu Reykjavíkur, sem
raunar rekur starfsemi um allt höf-
uðborgarsvæðið auk þess sem veitu-
fyrirtæki á Suður- og Vesturlandi
hafa verið keypt. Reykjavík er vitan-
lega styrkur að Orkuveitunni. Hún
hefur fjárfest til framtíðar. Fá fyrir-
tæki geta státað af eiginfjárhlutfalli
upp á 64%. Hún er ekki baggi og
þessu hljóta sjálfstæðismenn í
Reykjavík að gera sér grein fyrir.
Sjálfstæðismenn í nágrannasveitar-
félögunum hafa að minnsta kosti gert
sér þetta ljóst. Garðabær og Hafn-
arfjörður hafa sótt fast að auka hlut
sinn í Orkuveitunni. Lætur nærri að
skuldir Orkuveitunnar séu einhverjar
eftirsóttustu skuldir
landsins.
Reykjavík dúxar
Í öðru lagi hafa sjálf-
stæðismenn ekki birt
hvaða mælikvarða er
eðlilegt að leggja á ár-
angur fjármálastjórnar
borgarsjóðs. Slíkan
samræmdan mæli-
kvarða er þó að finna í
skýrslu eftirlitsnefndar
með fjármálum sveitar-
félaga. Hún starfar á
vegum félagsmálaráðu-
neytisins. Þar voru
gefnar einkunnir eftir
frammistöðu fyrir árið
2000. Reykjavík hlaut 8,0, Garðabær
7,6, Seltjarnarnes 6,0, Kópavogur 5,8
og Hafnarfjörður 0,8. Einkunn
Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár er
ekki komin. Hún mun væntanlega
verða enn hærri þar sem hlutfall
rekstrarútgjalda af skatttekjum er
komið niður fyrir 84,9%, sem eru þau
mörk sem nefndin setur sveitarfélög-
um. Þetta var eina tilvikið þar sem
einkunn Reykjavíkur var ekki 10. Þar
hefur verið bætt úr því hlutfallið er
81% í dag. Þetta er mikilvægt hlutfall
þar sem af því má ráða það svigrúm
sem borgarsjóður hefur til að ráðast í
uppbyggingu og fjárfestingar án þess
að taka lán. Afgangur frá rekstri hjá
borgarsjóði var 4,3 milljarðar á síð-
asta ári. Þegar skuldir borgarsjóðs á
hvern íbúa eru bornar saman við ná-
grannasveitarfélögin sést enn og aft-
ur hve sterk staða Reykjavíkur er.
Sterk staða og
eftirsóttustu
skuldir landsins
Dagur B.
Eggertsson
Höfundur er læknir og skipar
sjöunda sæti Reykjavíkurlista.
Reykjavík
Hvernig sem staða
Reykjavíkur er borin
saman við nágranna-
sveitarfélög, segir
Dagur B. Eggertsson,
er útkoman iðulega
borginni í vil.
Skuldir á hvern íbúa lægstar í Reykjavík Önnur sveitarfélög eiga heldur
ekki sambærilega eignir í fyrirtækjum og veitum sem treystir stöðu
Reykjavíkur enn frekar. Heimild: Árbók sveitarfélaga 2000.
Sveitarstjórnarkosningar fara
fram hinn 25. maí n.k. og vegna
þeirra hefur Nefnd um aukinn hlut
kvenna í stjórnmálum m.a. gengist
fyrir auglýsingaherferð til þess að
hvetja konur til þess að
bjóða fram þátttöku
sína til sveitarstjórnar-
starfa. Markmið nefnd-
arinnar er að auka hlut
kvenna í stjórnmálum
og þar með að fjölga
konum í sveitarstjórn-
um og í nefndum og ráð-
um sem stýra munu
starfi einstakra mála-
flokka. Konur hafa
margt annað fram að
færa en karlar og það er
mikilvægt að sjónarmið
beggja kynja komi að
stjórnun samfélagsins.
Í allmörgum sveitar-
félögum er enn ekki bú-
ið að ganga frá fram-
boðslistum og í fámennari
sveitarfélögum eru oft ekki bornir
fram listar heldur kosið óhlutbund-
inni kosningu.
Konum í sveitarstjórnum hefur
fjölgað mjög hægt. Árið 1990 voru
konur 22% sveitarstjórnarmanna,
árið 1994 voru þær orðnar 25% og við
síðustu kosningar 1998 náðu þær
28,2% hlut. Í átta bæjarstjórnum er
hlutur kvenna undir 20% og í þrettán
bæjarstjórnum er hlutur kvenna
undir 30%.
Ef fram heldur sem horfir þá tek-
ur það næstum 30 ár að ná því tak-
marki að konur verði helmingur
sveitarstjórnarmanna.
80% vilja
fleiri konur
Niðurstöður könnunar sem Gallup
á Íslandi vann fyrir kosningarnar
1999 sýndi að yfir 80%
þjóðarinnar vildi auka
hlut kvenna í stjórn-
málum.
Konur eru helming-
ur þjóðarinnar. Það er
deginum ljósara að
konur og karlar hafa í
gegn um tíðina ekki
fengið samskonar upp-
eldi, menntun og
reynslu. Ákvarðanir
sem við tökum eru m.a.
byggðar á þessum
þrem þáttum; uppeldi,
menntun og reynslu.
Það segir sig sjálft að
ef byggja á upp sam-
félag réttlætis og jafn-
aðar þá þurfa bæði
kynin að koma að þeim ákvörðunum
sem teknar eru til hagsbóta fyrir
heildina.
Lýðræði
Allir stjórnmálaflokkar hafa sett
fram markverðar samþykktir eða
ályktanir er lúta að þeirri lýðræðis-
kröfu að við val á lista verði jafnræðis
kynjanna gætt. Ástæðan er einfald-
lega þessi: Lýðræði verður ekki að
fullu náð án þátttöku og sjónarmiða
beggja kynja.
Í lok síðasta árs sendi nefnd um
aukinn hlut kvenna í stjórnmálum
frá sér bréf til stjórna allra stjórn-
málafélaga í landinu. Þar var þeim
tilmælum komið á framfæri að þau
beittu sér fyrir því að fyrsta og annað
sæti allra framboðslista sem boðnir
yrðu fram við næstu sveitarstjórnar-
kosningar væru skipuð karli og konu.
Nefnd um aukinn hlut kvenna í
stjórnmálum vill hvetja konur til
þess að bjóða fram.
Hér með eru konur vítt og breitt
um landið hvattar til þess að bjóða
fram krafta sína og gefa kost á sér til
þátttöku í sveitarstjórnarstörfum í
sínu sveitarfélagi. Þá eru þau stjórn-
málafélög sem hafa ekki sett fram
framboðslista og einnig þeir einstak-
lingar sem hafa ekki boðið sig fram
beðin um að huga að þeim jafnrétt-
issjónarmiðum sem allir stjórnmála-
flokkar og landsfundur jafnréttis-
nefnda sveitarfélaga hafa lagt
áherslu á: Virk þátttaka og jafn rétt-
ur bæði karla og kvenna í stjórnmál-
um og að fyrstu tvö sætin á öllum
listum skulu vera skipuð fólki af báð-
um kynjum.
Konur og sveitar-
stjórnarkosningar
Hildur Helga
Gísladóttir
Framboð
Lýðræði verður ekki að
fullu náð, segir Hildur
Helga Gísladóttir, án
þátttöku og sjónarmiða
beggja kynja.
Höfundur er formaður
ráðherraskipaðrar nefndar um
aukinn hlut kvenna í stjórnmálum
og skipar 2. sætið á lista Framsókn-
arflokksins í Hafnarfirði.
EKKI er öllum ljóst
að nýtt stjórnmálaafl
hefur fæðst í Kópavogi,
en það er staðreynd. Þá
er mörgum heldur ekki
alveg ljóst, að þetta
nýja afl leggur meiri
áherslu á samkennd
samfélagsins en aðrir
flokkar. Sérhyggjan er
látin víkja fyrir vilja
fólks sem vill láta mest
að sér kveða s.s. í um-
ferðarmálum, leik- og
grunnskólamálum,
íþróttamálum, forvarn-
armálum, heilbrigðis-
málum, umhverfismál-
um, löggæslumálum,
þjónustu við öryrkja og aldraða, svo
lengi mætti telja. Þá er næsta víst að
margir gera sér heldur ekki alveg
grein fyrir þeim öfluga valkosti sem
þetta nýja afl býður uppá við stjórn
bæjarins, en það er að koma á virku
þátttökulýðræði til handa öllum íbú-
um.
Á síðari árum hefur það verið hlut-
skipti Kópavogs að taka við „flótta-
fólki“ sem hefur orðið að sætta sig við
að slíta sig frá átthögunum á lands-
byggðinni og setjast hér að. Það er
ekki sársaukalaust. Það kom ekki
hingað bara af því að „það sé gott að
búa í Kópavogi“, heldur af illri nauð-
syn. Þess vegna ætti það að koma í
hlut bæjaryfirvalda að bregðast við
þessum vanda, búa svo um hnútana
að öllum þykir kostur að búa hér, í
réttlátu samfélagi.
Við verðum því að
leggja minni áherslu á
útvíkkun bæjarins og
malbikið, en gera meira
fyrir innviði hans og
fólkið með því að þétta
byggð, auka þjónustu-
stigin, svo að þeir sem
kjósa að búa hér séu
ekki afskiptir innflytj-
endur, heldur hafa ríka
möguleika á að hafa
áhrif með beinu þátt-
tökulýðræði að mynda
það umhverfi sem þeir
kjósa sér.
Það að geta haft öfl-
ug áhrif eins og VG-
Kópavogi býður upp á ætti að vera
meginkostur fyrir þá er þekkja fé-
lagsstarf af landsbyggðinni. Við bjóð-
um upp á að færa ákvarðanir nær
einstaklingunum og fjölskyldunni í
skólamálum, nær foreldrum og skól-
unum sjálfum. Bærinn á að stuðla að
samþættu starfi lista og íþrótta.
Leggja upp úr því að börnin fái sam-
felldan skóladag með heitri máltíð og
að þurfa ekki að ferðast bæjarhluta á
milli eftir skólatíma. VG-Kópavogi
stendur fyrir aukinni þjónustu við
eldri borgara, með því að stórefla
heimaþjónustu og samræma hana
heilbrigðiskerfinu með tengslum við
heimahjúkrun. Þá er ekki síður mik-
ilvægt að gera eldra fólki kleift að
búa að sínu eins lengi og það vill og
kvíða engu. Með eflingu þátttökulýð-
ræðisins verðum við marktækara
sveitarfélag og ættum því að gerast
sem fyrst formlegur aðili að Staðar-
dagskrá 21 s.s. við umhverfisrann-
sóknir og skipulag nýrra hverfa. Þar
verður að taka tillit til þeirrar byggð-
ar sem fyrir er með öllum sínum nátt-
úruperlum og gefa íbúum raunveru-
legan kost á að hafa þar áhrif.
VG-Kópavogi er með það að leið-
arljósi að bærinn sé fyrir fólkið en
ekki fólkið fyrir bæinn og þá skapast
sú vitund að það sé ekki bara gott að
búa í Kópavogi, heldur sé það betra
en annars staðar. Þeirri verund verð-
ur ekki náð fyrr en stjórn bæjarins
fer úr höndum núverandi meirihluta.
Fyrir alla Kópavogsbúa, unga sem
eldri, er nauðsynlegt að vera virkir
þátttakendur í mótun bæjarins og
það er það sem VG-Kópvogi býður
uppá og um það snúast kosningarn-
ar, um fólk.
VG – Kópavogi, nýtt afl
Þórir
Steingrímsson
Kópavogur
Við verðum, segir
Þórir Steingrímsson,
að leggja minni áherslu
á útvíkkun bæjarins
og malbikið.
Höfundur er 3. maður á lista
Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs í Kópavogi.