Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 47
ÞAÐ er ekki von að
ég átti mig á R-listan-
um í Reykjavík; alin
upp á Húsavík þar
sem allflestir fórnuðu
sér fyrir Sambandið í
þeirri trú að maðurinn
mætti þakka fyrir það
eitt að fá að éta.
Einnig höfðu menn
á hreinu að Guð væri
kaupfélagsstjóri.
Enda hver vill ekki
mæta skapara sínum í
auðmýkt?
Menn unnu myrkr-
anna á milli til þess
eins að fá mat út í
reikning.
Ekki var spurt um verð á ag-
úrkunni á þeim tíma. Verðið var
löngu ákveðið fyrir sunnan þannig
að enginn hafði áhyggjur af því.
Bændurnir fengu bara mat þeg-
ar fært var í bæinn en voru dug-
legir að byggja upp þann iðnað
sem við erum einna stoltust yfir á
þessu landi; mjólkuriðnaðinn.
Hverjir eiga aftur mjólkuriðn-
aðinn núna? Eða kaupfélögin? Ég
man þetta ekki svo ljóst, enda
skiptir það örugglega ekki máli
frekar en hverjir eiga Reykjavík-
urborg.
Nú er svo komið að Húsvíking-
urinn finnur að grasrótarstefna
Sambandsins var í engu frábrugð-
in stefnu R-listans, þ.e.: „Við
sjáum um ykkur vesalingar …“
Ég hef lengi reynt að þegja og
þætti Alfreð Þorsteinssyni það
örugglega þægilegra þar sem ég
get engan veginn áttað mig á því
hugrekki að á árinu 2002 séu op-
inberar stofnanir, já svona eins og
Sambandið á sínum tíma, að rétta
fólki matarmiða í einu formi eða
öðru.
Hafið þið hjá R-listanum aldrei
heyrt að hjá flestum þjóðum er bú-
ið að taka upp nýtt hagstjórnar-
kerfi?
Að í flestum borgum eru breytt-
ir tímar, að Sovétríkin liðu undir
lok, að á Íslandi er lýðræði, að nú
eru það viðurkennd mannréttindi
að þurfa ekki að betla, múta eða
drepa til þess eins að hafa ofan í
sig og á?
Svo er það líka viðurkennt í
mörgum borgum
heims að menn fái að
skapa öðrum atvinnu,
það er kallað fyrir-
tækjarekstur. Þar, í
hinum borgunum, er
því fylgt eftir að fyr-
irtækin þurfi aldrei
að óttast samkeppni
við stjórnvöld, en
vissulega er það nú
frekja.
Nýju heilsurækt-
inni í húsinu okkar á
eftir að farnast vel.
Allir borgarbúar geta
ekið framhjá og sagt:
„Þetta er heilsurækt-
in mín.“
Ég get ekki hugsað mér að
bjóða í reksturinn. Ég gæti ekki
hugsað mér að gera öðrum heilsu-
ræktarstöðvareigendum það að
þeir sjálfir hefðu greitt fyrir mig
allan stofnkostnað, bygginguna,
innréttingar, markaðssetninguna
og svo vatn, hita og rafmagn.
Mér fyndist ég þá hafa svikið
lýðræðið.
Ég sæki því ekki um Alfreð
minn og það er þér mikill léttir,
þar sem ég er svo óþolandi gagn-
rýnin á þín verk. Við tölum ekki
sama mál, ekki einu sinni af sama
stofni. Mér finnst þú einhvern veg-
inn svo forngrískur í hugsun. Mik-
ið fyrir minnisvarða.
Það eitt að þú skulir voga þér
enn eina ferðina að fara í beina
samkeppni við einkarekin fyrir-
tæki er náttúrulega bara bráð-
skondið. Hitt er ekki skondið að
hinir í R-listanum þegi yfir þér.
Þau halda ef til vill að þú sért Guð
og vilja mæta þér í auðmýkt.
Alfreð, það er löngu búið að
semja lög á Íslandi um samkeppni
við einkavædd fyrirtæki og það er
líka búið að finna upp nýtt hag-
kerfi í hinum vestræna heimi. En
það eru enn til lönd þar sem hugs-
unarháttur R-listans virkar dável,
eins og t.d. á Kúbu.
Hvernig væri að fulltrúar R-
listans færu bara sjálfir út í við-
skipti þar sem áhugi þeirra á fyr-
irtækjarekstri blasir alls staðar
við?
Getur verið að þeir óttist að
taka ábyrgð, veðsetja húsin sín,
fjölskyldur sínar og að þeir óttist
að þurfa að greiða sjálfir fyrir
skemmtiferðirnar til Ungverja-
lands til þess eins að læra hvernig
ríkisreknar heilsuræktarstofnanir
eru reknar þar?
Getur verið að þeir treysti sér
ekki til að rífast við stöðumæla-
verði, gatnagerðarmenn, óláns-
menn, glæpamenn, gleðikonur og
lögregluna? Getur verið að vinir
þeirra sem hanna grjótið í Austur-
strætinu og láta rífa upp malbikið
fái ekkert að gera? Getur verið að
miðborgin þeirra verði okkar?
Ég hvet R-listann til þess að
ákveða hvar í heiminum hann vill
koma sér niður, því ekki á hann
heima í frjálsu hagkerfi íslensku
þjóðarinnar.
Við kjósendur þurfum að ákveða
hvort í Reykjavík verða teknir upp
matarmiðar eða hvort við viljum fá
að upplifa breytingar líkt og gerist
meðal þróaðra ríkja hins vestræna
heims.
Í raun er ég ekki alveg viss um
hvað virkar best … en tel samt
betra að snúa ekki til baka.
Þeir sem eru kosnir af okkur
eiga að greiða götu okkar, ekki
loka henni.
Þeir sem eru kosnir af okkur
eiga að greiða fyrir atvinnusköpun
en ekki vera í rekstri.
Hvað er að gerast Ingibjörg Sól-
rún? Þú þessi greinda kona.
Vonandi var þetta síðasta útspil
Alfreðs bara aprílgabb.
Jónína
Benediktsdóttir
Reykjavík
Þeir sem eru kosnir
af okkur, segir Jónína
Benediktsdóttir, eiga
að greiða fyrir
atvinnusköpun
en ekki vera í rekstri.
Höfundur rekur
heilsuræktarstöðvar.
Heilsuræktar-
stöð R-listans
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefur valið að leggja til atlögu við tvö
mikilvæg þjónustufyrirtæki borgar-
búa, Reykjavíkurhöfn og Orkuveitu
Reykjavíkur. Það er markmið Sjálf-
stæðisflokksins að einkavæða Orku-
veituna annars vegar og þrengja svo
að höfninni hins vegar að hún eigi
ekki neina vaxtarmöguleika til fram-
tíðar. En hvaða máli skiptir Reykja-
víkurhöfn?
Undirstaða
efnahagslífs
Um leið og hafnargerð hófst í
Reykjavík, á öðrum áratug síðustu
aldar, var lagður grunnur að því að
gera höfuðborg Íslands að alþjóðlegri
viðskipta- og þjónustumiðstöð í Norð-
ur-Atlantshafi. Nú, um 85 árum síðar,
velkist enginn í vafa um að höfnin er
auk þess ein sterkasta undirstaða
efnahagslífs þjóðarinnar. Stærstur
hluti alls inn- og útflutnings lands-
manna fer um Reykjavíkurhöfn og
hún er einnig með stærstu verstöðv-
um landsins. Árlega fara þúsundir er-
lendra ferðamanna, sem heimsækja
landið á skemmtiferðaskipum, um
höfnina. Og á hafnarsvæðunum er að
finna mörg framsæknustu tækni- og
þjónustufyrirtæki á sviði sjávarút-
vegs og fiskvinnslu. Daglega fara þús-
undir sendi- og vöruflutningabifreiða
um hafnarsvæðið með afurðir til út-
flutnings um allan heim eða til að
lesta innflutning sem síðan dreifist til
allra landsmanna.
Þegar litið er á þjóðarbúskap Ís-
lendinga kemur í ljós að vægi hafn-
arinnar er mjög mikið. Á hafnarsvæð-
unum starfa um 400 fyrirtæki og
fjöldi ársverka sem verða til vegna
hafnarinnar er um 6.500 sem lætur
nærri að vera um 6% heildarársverka
á Íslandi. Hvorki meira né minna.
Heildarvelta vegna fyrirtækja á hafn-
arsvæðum Reykjavíkur eru 78 millj-
arðar króna á ári. Þessum fyrirtækj-
um, þessum störfum og þessari
verðmætasköpun verður ekki vísað
burt úr borginni með einu penna-
striki.
Fiskur, flutningar
og ferðamenn
Sjávarútvegur er mikilvægasta at-
vinnugrein okkar Íslendinga. Vafa-
laust verður svo áfram um mörg
ókomin ár. Ein litríkasta starfsemi
Reykjavíkurhafnar tengist einmitt
fiskveiðum, fiskverkun og fiskafurð-
um. Árið 2000 var t.d. landað um 80
þúsund tonnum af fiski í Reykjavík og
tæplega 700 fiskiskip koma árlega til
hafnarinnar til fisklöndunar. Reykja-
víkurhöfn hefur kappkostað að bjóða
sjávartengdum fyrirtækjum góðar
byggingarlóðir með öflugri landgerð í
Örfirisey og þar hefur nú risið eins
konar verslunar-, tækni- og þjónustu-
þorp í snyrtilegu umhverfi. Þar starfa
íslensk fyrirtæki á sviði sjávarútvegs
sem standast fyllilega alþjóðlega
samkeppni hvað varðar þekkingu og
tækni.
Reykjavíkurhöfn er nú orðin ein
vinsælasta viðkomuhöfn á Norður-
Atlantshafi fyrir skemmtiferðaskip. Á
síðustu tíu árum hefur
fjöldi erlendra skemmti-
ferðaskipa sem leggja
leið sína til Reykjavíkur
vaxið úr 25 í 49 og far-
þegum með þessum
skipum hefur fjölgað úr
um 12 þúsundum í 27
þúsund, þannig að hátt í
10% erlendra ferða-
manna sem koma hingað
til lands á hverju ári
koma um Reykjavíkur-
höfn.
Sundahöfn hefur um
nokkuð langt skeið verið
aðalvöruflutningamið-
stöð Íslands og höfnin er
nú fjórða stærsta gáma-
höfn á Norðurlöndum. Yfir 70% alls
innflutnings og meira en 40% alls út-
flutnings landsmanna fer um Reykja-
víkurhöfn þegar flutningar til álvers-
hafnanna í Straumsvík og Hvalfirði
eru frátaldir. Þannig er Sundahöfnin
slagæð verslunar Íslendinga við um-
heiminn.
Öll þessi starfsemi skiptir sköpum
fyrir atvinnulífið í borginni og raunar
fyrir landið allt og það er að sjálf-
sögðu ótrúlegt ábyrgðarleysi og
skammsýni að vilja setja hana í upp-
nám með því að vísa henni burt úr
borginni eins og Sjálfstæðisflokkur-
inn vill nú.
Framtíðarsýn
Hafnarsvæðin í Reykjavík verða að
mestu fullbyggð eftir um 15 ár. Því er
mikilvægt að höfnin eigi sér vaxtar-
og þróunarmöguleika
til framtíðar því víst er
að enn um langa fram-
tíð verður dreginn fisk-
ur úr sjó við Íslands
strendur og Ísland
verður áfram eyja og
þannig háð höfninni
um inn- og útflutning
landsmanna. Og höfn
þarf helst að vera við
sjó. Það hefur lengi
verið pólitísk samstaða
um það í Reykjavík að
ætla höfninni framtíð-
arstað í Eiðsvík, þótt
sjálfstæðismenn hafi
nú upp á síðkastið
ákveðið að leggja til at-
lögu við höfnina og setja framtíð
hennar í fullkomna óvissu. Reykjavík-
urlistinn er að sjálfsögðu reiðubúinn
að skoða gaumgæfilega alla mögu-
leika á þróun hafnarinnar, skoða aðra
kosti frá umhverfislegu, efnahagslegu
og samfélagslegu sjónarhorni. Slík
vinna getur hafist strax á næsta kjör-
tímabili. En á meðan engin rök eða
sannfærandi tillögur hafa verið færð
fyrir því að höfnin geti vaxið og dafn-
að á öðrum stað en í Eiðsvík er ekki
hægt að taka þessa lífæð efnahags- og
atvinnulífs þjóðarinnar, setja hana á
kaldan klaka og vísa henni burt úr
borginni. Það væri óðs manns æði.
Reykjavíkurhöfn skiptir nefnilega
máli.
Skiptir Reykjavíkur-
höfn máli?
Árni Þór
Sigurðsson
Reykjavík
Það hefur lengi verið
pólitísk samstaða um
það í Reykjavík, segir
Árni Þór Sigurðsson, að
ætla höfninni framtíð-
arstað í Eiðsvík.
Höfundur skipar 1. sæti
Reykjavíkurlistans.
VEGNA mistaka,
sem urðu í sendingu
greinar Ólafs Arnar
Arnarsonar til Morgun-
blaðsins, sem birt var í
blaðinu í gær, féll niður
síðari hluti greinarinn-
ar, sem bar millifyrir-
sögnina „Hvað er að
gerast í Evrópu?“ Beð-
ist er velvirðingar á
þessu og hér kemur
niðurlag greinarinnar.
Hvað er að gerast
í Evrópu?
Allt annað er í gangi í
Evrópu. Evrópudóm-
stóllinn kvað nýlega
upp úrskurð um rétt sjúklinga til
þjónustu. Niðurstaðan var sú að
grundvallaratriði Rómarsáttmálans
gilda um heilbrigðisþjónustu eins og
aðra þætti. Fái sjúklingar ekki þjón-
ustu innan eðlilegs tíma geta þeir far-
ið hvert sem er innan Evrópusam-
bandsins á kostnað heimalandsins.
Danir hafa skilgreint hámark þessa
biðtíma sem tveir mánuðir.
Margar Evrópuþjóðir hafa gert
veigamiklar breytingar í rekstri
þjónustunnar. Þær hafa komist að
þeirri niðurstöðu að rekstur heil-
brigðisfyrirtækja sé ekki frábrugð-
inn rekstri annarra fyrirtækja. Það
þurfi að kostnaðargreina alla þætti
þjónustunnar svo að fjármagnið sem
til hennar fer nýtist sem best. Greint
hefur verið á milli kaupenda og veit-
enda jafnvel þar sem hið opinbera sér
um báða meginþættina, þ.e. trygg-
ingar og rekstur. Ýmsar þjóðir mið-
Evrópu (t.d Hollendingar og Þjóð-
verjar) hafa falið einkareknum trygg-
ingafélögum að sjá um þann þátt á
grundvelli laga sem tryggja öllum
jafnan aðgang án tillits til efnahags.
Margar Evrópuþjóðir hafa ákveðið
að veita mun meira fjármagn til heil-
brigðisþjónustu en áður
t.d. Norðmenn, Danir
og Bretar. Jafnframt
hafa þær tekið upp
DRG-kerfi til að úthluta
fjármagni til spítala á
grundvelli afkasta. Á
þann hátt hefur veruleg
ferlistarfsemi þróast
við spítalana og ekki
síst háskólaspítalana.
Framtíðin
Að óbreyttri afstöðu
íslenskra stjórnvalda
verður ekki betur séð
en að í umræðu um að-
ild Íslands að Evrópu-
sambandinu komi heil-
brigðismál mjög inn í myndina. Eins
og staðan er í dag er í ljósi yfirgrips-
mikillar vanþekkingar íslenskra
stjórnmálamanna á rekstri heilbrigð-
isþjónustu mjög mikilvægt fyrir al-
menning á Íslandi að skoða aðild að
Evrópusambandinu vandlega.
Heilbrigðiskerf-
ið og ESB
Ólafur Örn
Arnarson
Höfundur er læknir og fyrrv.
formaður heilbrigðisnefndar
Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðiskerfi
Margar Evrópuþjóðir,
segir Ólafur Örn Arn-
arson, hafa komist að
þeirri niðurstöðu að
rekstur heilbrigðisfyr-
irtækja sé ekki frá-
brugðinn rekstri ann-
arra fyrirtækja.