Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 48
UMRÆÐAN
48 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STEFÁN Jón Haf-
stein, fjölmiðlafræð-
ingur og frambjóðandi
R-listans í Reykjavík,
sendi nokkuð athyglis-
verða grein úr músar-
holu sinni fyrir stuttu
sem hann fékk birta í
Morgunblaðinu 5. apríl
s.l. undir fyrirsögninni
Ostbiti við hverja mús-
arholu. Greinin er helst
athyglisverð fyrir þær
sakir að í henni reynir
frambjóðandinn að
rangtúlka stefnuskrá
Sjálfstæðismanna í
Reykjavík.
Þeir eru margir
maðkarnir í þessari moðsuðu fram-
bjóðandans. Einn er sá að hann virð-
ist standa í þeirri trú að fram-
kvæmdir við Sundabraut séu ekki
hafnar vegna afstöðu samgönguráð-
herra. „Beðið er eftir samgönguráð-
herra“ segir frambjóðandinn orðrétt
í grein sinni. Þarna er enn og aftur af
hálfu talsmanna R-listans reynt að
etja saman hagsmunum landsbyggð-
ar og höfuðborgar þegar að sam-
göngumálum kemur. Hið rétta er, að
Sundabrautin er mjög mikilvægt
mannvirki í grunnneti samgöngu-
kerfis landsins alls, bæði fyrir borg-
arbúa sem og íbúa Norður- og Vest-
urlands. Því hefur ekki staðið á
samgönguráðherra eða samgönguyf-
irvöldum í þessu máli. Að halda öðru
fram er dæmi um, í besta falli, hall-
ærislega, pólitíska fléttu, en í versta
falli, dæmi um að vaðið er fram á rit-
völlinn af algjöru þekkingarleysi á
því sem verið er að fjalla um.
Staðreyndir varðandi byggingu
Sundabrautar eru einfaldar:
Árið 1984 kom Sundabraut
fyrst inn á Aðalskipulag Reykjavík-
ur. Vegurinn var teiknaður milli
Kleppsspítala og Miklagarðs, eins og
leið I var teiknuð síðar.
Veturinn 1994/95 var Sunda-
braut tekin í tölu þjóðvega á Alþingi
sem þjóðvegur nr. 450. Ákveðin fjár-
veiting var til undirbúnings á árinu
1996, 2 m.kr. Við endurskoðun veg-
áætlunar fyrir árin 1997-8 voru 10
m.kr. fjárveitingar til Sundabrautar
hvort ár.
Haustið 1995 var myndaður
vinnuhópur Vegagerðarinnar og
Borgarverkfræðingsins í Reykjavík
til að annast undirbúning verkefn-
isins.
Skilgreindir voru þeir kostir
sem til greina kæmu. Jafnframt var
hafin vinna á sviði jarðtækni, um-
ferðartækni, umhverfismála, þar á
meðal líffræði og straummælinga.
Október 1997 er gefin út
Áfangaskýrsla I, Þverun Kleppsvík-
ur. Skýrslan var m.a. kynnt á fundi
með þingmönnum Reykjavíkur og
borgarstjórn. Skýrslan endar á þess-
um orðum: Tillaga aðalráðgjafa er sú
að fækka valkostum niður í tvo
grunnvalkosti þ.e. lágbrú á leið III
og hábrú á leið I.
Nóvember 1998 er gefin út
Áfangaskýrsla 2, tillögur vinnuhóps.
Í útdrætti skýrslunnar kemur fram:
Að öllu samanlögðu leggur vinnu-
hópurinn það til að leið III verði far-
in, þ.e.s.k. innri leið.
Áfangaskýrsla 2 fór til umfjöll-
unar í nefndum og ráðum Reykjavík-
urborgar. Skoðaðir
voru nokkrir viðbótar-
möguleikar, m.a. jarð-
göng frá Gufunesi
(Hallsvegi) að Kringlu-
mýrarbraut. Einnig
var kannað hvað
„þriggja hæða gatna-
mót“ Sæbrautar og
Sundabrautar gætu
kostað, en þá var um-
ferðin suður Sæbraut
tekin í jarðgöngum í
sveig undir Skeiðarvog
og Kleppsmýrarveg og
tengd Sundabraut. Þar
með voru allir umferð-
arstraumar í fríu flæði.
Í gildandi veg-
áætlun eru 50 m.kr. til undirbúnings
Sundabrautar í ár.
Samgönguráðherra og borgar-
stjóri ákváðu með samkomulagi vet-
urinn 1999-2000 að halda verkefninu
áfram og undirbúa greinargerð um
mat á umhverfisáhrifum. Í greinar-
gerðinni skyldi gera grein fyrir
helstu áhrifum hvors kosts fyrir sig,
en ekki var ætlunin að leggja hana
fram fyrr en annar hvor kosturinn
yrði valinn. Greinargerð þessi var
unnin eins langt og hægt var án þess
að ákveðinn kostur væri valinn.
Þeirri vinnu var lokið um áramótin
2000/2001.
Umfjöllun um legu Sundabrautar
hefur að verulegu leyti legið niðri frá
því matsáætlun var gerð í febrúar
2001. Ástæðan er fyrst og fremst
vinna við Svæðisskipulag höfuðborg-
arsvæðisins og endurskoðun á um-
ferðarlíkani svæðisins, sem fór fram
samhliða. Undirbúningur að grein-
argerð um mat á umhverfisáhrifum
hefur þó verið í gangi. Nú liggur
endurskoðað umferðarlíkan fyrir og
vinna við svæðisskipulagstillöguna
er á lokastigi. Ætlunin er að vinnu-
hópur Vegagerðarinnar og Reykja-
víkurborgar láti fara fram arðsem-
ismat á þeim kostum, sem helst hafa
komið til greina, á forsendum svæð-
isskipulagstillögunnar, en þær for-
sendur eru talsvert öðru vísi en að-
alskipulagið gerði ráð fyrir áður.
Rétt er að undirstrika, frambjóð-
andanum til upplýsingar, að borgar-
yfirvöld hafa frekar horft til svokall-
aðrar leiðar I, þ.e. ytri leiðarinnar
yfir Kleppsvík, en Vegagerðin frekar
til leiðar III, sem er innri leiðin.
Verulegur kosnaðarmunur er á þess-
um leiðum, en ekki hægt að sjá nema
ákaflega lítinn mun á umferðarflæði
milli þessara leiða. Kostnaður við
fyrsta áfangann, þ.e. frá Sæbraut yf-
ir Kleppsvík að Hallsvegi er áætl-
aður á bilinu 10–13,5 milljarðar kr. á
leið I, en 7–8,5 milljarðar kr. á leið
III. Kostnaður við síðari áfangann,
þ.e. frá Hallsvegi að Vesturlandsvegi
er áætlaður um 7 milljarðar króna.
Þessi kostnaður miðast við fjögurra
akreina veg alla leið.
Samgönguráðherra hefur lagt
áherslu á að ríkissjóður tæki þátt í
fjármögnun þessa verkefnis á sem
hagkvæmastan hátt. Sé valin leið
sem hefur í för með sér umfram-
kostnað umfram hagkvæmustu leið-
ina, með tilliti til umferðar og kostn-
aðar, þá verður að sjálfsögðu að
ræða þann möguleika alveg sérstak-
lega.
Af framansögðu má ljóst vera, að
ekki er flugufótur fyrir þeirri stað-
hæfingu frambjóðandans að „beðið
sé eftir samgönguráðherra“ varð-
andi lagningu Sundabrautar. Sem
íbúi í Reykjavík, sem þekki sam-
göngumálin orðið nokkuð vel, get ég
fullyrt að það er með þetta mál, sem
svo mörg önnur er lúta að meirihátt-
ar ákvörðunum á sviði samgöngu-
mála í Reykjavík, að það er innan
borgarkerfisins sem dráttur á
ákvarðanatöku verður. Einfaldast er
að nefna gatnamót Kringlumýrar-
og Miklubrauta, færslu Hringbraut-
ar og Hallsveg. Það er því greinilega
einhver maðkur í málflutningi fram-
bjóðandans Stefáns Jóns Hafsteins.
Maðkur í músar-
holu frambjóðanda
Jakob Falur
Garðarsson
Höfundur er aðstoðarmaður
samgönguráðherra.
Samgöngumál
Ekki er flugufótur
fyrir þeirri stað-
hæfingu frambjóðand-
ans, segir Jakob
Falur Garðarsson,
að „beðið sé eftir
samgönguráðherra“
varðandi lagningu
Sundabrautar.
Fyrirlestur á
vegum tölvunar-
fræðideildar HR
AARON Gage, MSc, mun halda op-
inn fyrirlestur á vegum tölvunar-
fræðideildar Háskólans í Reykjavík
um rannsóknir sínar í tölvunar-
fræði við University of South Flor-
ida, fimmtudaginn 2. maí kl. 16.
Fyrirlesturinn er haldinn á 3ju hæð
Háskólans í Reykjavík og er öllum
opinn.
Aaron mun í erindi sínu fjalla um
dulkóðun (Cryptography) – fræðin
á bak við dulkóðun og hvernig hún
getur virkað sem tvíeggja sverð.
Dulkóðun tryggir persónuvernd
en um leið getur hún verið glæpa-
mönnum skjól. Aaron Gage er
doktor við University of South
Florida og kennir hann um þessar
mundir róbótafræði á 3ja vikna
Hörpunámskeiði við Háskólann í
Reykjavík, segir í fréttatilkynn-
ingu.
FRÉTTIR
Listi sjálfstæðis-
manna á
Seyðisfirði
SJÁLFSTÆÐISMENN á Seyðis-
firði hafa samþykkt eftirfarandi lista
til framboðs í komandi bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum 25. maí:
Listann skipa: 1. Adolf Guð-
mundsson framkvæmdastjóri, 2.
Hrafnhildur Sigurðardóttir þroska-
þjálfi, 3. Ómar Bogason rekstrar-
stjóri, 4. Gunnþór Ingvason iðnaðar-
tæknifræðingur, 5. Auður Brynjars-
dóttir, húsmóðir, 6. Hildur Hilmars-
dóttir bankastarfsmaður, 7. Guðjón
Harðarson rekstrarstjóri, 8. Daníel
Björnsson skrifstofumaður, 9. Svein-
björn Orri Jóhannsson stýrimaður,
10. Katrín Reynisdóttir aðstoðar-
leikskólastjóri, 11. Elfa Rúnarsdótt-
ir hjúkrunarfræðingur, 12. María
Ólafsdóttir bankastarfsmaður, 13.
Jónas A. Þ. Jónsson héraðsdómslög-
maður og 14. Arnbjörg Sveinsdóttir
alþingismaður.
Lýst eftir vitnum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að því þegar hvítri Volvo-
bifreið var ekið á vinstri hlið bifreið-
arinnar UY-937, sem er brún Nissan
fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr
og mannlaus í stæði við Búnaðarbak-
ann við Hlemm. Atvikið átti sér stað
hinn 29. apríl sl. um kl. 17.50. Volvo-
bifreiðinni var bakkað á hina bifreið-
ina en ökumaðurinn yfirgaf samt
vettvang án þess að tilkynna um
tjónið. Tjónvaldur eða aðrir sem vita
meira um málið eru beðnir að snúa
sér til umferðardeildar lögreglunnar
í Reykjavík.
Safna fyrir
Palestínu
FÉLAGSMENN Félagsins Ísland-
Palestína munu gangast fyrir fjár-
söfnun í dag, á alþjóðadegi verka-
lýðsins, 1. maí. Þeir munu selja blöð
og merki og taka móti framlögum
víða um land, einnig er hægt að
leggja inn á bankareikning.
„Neyðarsöfnun félagsins hefur
þegar skilað 16.000 Bandaríkjadöl-
um til læknishjálparsamtaka og
sjúkrahúsa í Palestínu og meira fé
bíður sendingar. Félagið greiðir
einnig götu sjáfboðaliða til Ísraels og
Palestínu til að leggja sitt lóð á skál-
ar friðar og mannréttinda með dvöl
sinni þar. Nú verður hluta af fjár-
söfnuninni varið til að styrkja slíkar
ferðir og eru nokkrir sjálfboðaliðar
að búast til ferðar,“ segir í frétt frá
stjórn Félagsins Ísland-Palestína.
Þjórsárvera-
vaka í Árnesi
ÁHUGAHÓPUR um verndun Þjórs-
árvera stendur fyrir kvöldvöku til-
einkaðri Þjórsárverum föstudags-
kvöldið 3. maí í Félagsheimilinu
Árnesi kl. 20.30.
Þar munu Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir grasafræðingur og Kristinn
Haukur Skarphéðinsson dýrafræð-
ingur segja frá náttúrufari veranna.
Sýndur verður hluti úr kvikmynd
Peters Scotts um rannsóknaleiðang-
ur inn í Þjórsárver árið 1951, en
hann gerði þangað tvo rannsókna-
leiðangra, árin 1951 og 1953.
Hjalti Gunnarsson segir frá ferð-
um sínum í Þjórsárver og Loftur
Erlingsson syngur við undirleik
Katrínar Sigurðardóttur. Aðgangs-
eyrir er 500 krónur og eru allir vel-
komnir, segir í fréttatilkynningu.
Sjálfstæðismenn í Árborg
Hafa opnað
kosninga-
skrifstofu
D-LISTI sjálfstæðismanna í Ár-
borg opnaði kosningaskrifstofu sína
formlega sl. þriðjudag að Austur-
vegi 22 á Selfossi.
Frambjóðendur fluttu ávörp,
boðið var upp á léttar veitingar og
tónlistaratriði auk góðgætis fyrir
yngri kynslóðina. Geir H. Haarde
fjármálaráðherra og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins var sérstakur
gestur við opnunina.
Fyrst um sinn verður skrifstofan
opin frá kl. 16.30 til 21 virka daga
og frá kl. 11 um helgar, segir í
fréttatilkynningu.
Í tengslum við kosningarnar
verður tekin í gagnið heimasíða D-
listans og er vefslóðin: www.xd.is/
arborg
UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík
afhentu þingmönnum í gær víxla
upp á 69.862 krónur þar sem
kröfuhafi er Íslensk erfðagrein-
ing. Er upphæðin sú sama og
hvert mannsbarn mun ábyrgjast
vegna fyrirhugaðrar 20 milljarða
króna ríkisábyrgðar til fyrirtæk-
isins.
Það voru formenn þingflokk-
anna sem veittu víxlunum viðtöku
en á þeim er gert ráð fyrir undir-
skrift hvers þingmanns persónu-
lega. Með þessu vilja ungir jafn-
aðarmenn undirstrika mótmæli
sín vegna ríkisábyrgðarinnar og
vekja þingmenn til umhugsunar
um það hvort þeir séu tilbúnir til
að ábyrgjast þessa upphæð.
Á myndinni má sjá Guðjón A.
Kristjánsson, formann þingflokks
Frjálslynda flokksins, Sigríði
Önnu Þórðardóttur, formann
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
Kristinn H. Gunnarsson, formann
þingflokks Framsóknarflokksins,
Bryndísi Hlöðversdóttur, formann
þingflokks Samfylkingarinnar, og
Ögmund Jónasson, formann þing-
flokks Vinstri grænna, taka við
undirskriftunum úr höndum
Ágústs Ágústssonar, formanns
framkvæmdastjórnar Ungra jafn-
aðarmanna, Bryndísar Ísfoldar
Hlöðversdóttur, formanns Ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík, og
Ómars Valdimarssonar, ritara
Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík
Morgunblaðið/Sverrir
Afhentu þingmönnum
víxla vegna ríkisábyrgðar
Málfundur í
kosningamið-
stöð D-listans
MÁLFUNDUR í kosningamiðstöð
D-listans í Reykjavík í Skaftahlíð 24
verður í dag, miðvikudaginn 1. maí,
kl. 17. Allir eru velkomnir.
Guðlaugur Þór Þórðarson borg-
arfulltrúi mun fjalla um álögur á
skattborgara, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Kaffisala hjá
Kristniboðs-
félagi kvenna
ELSTA aðildarfélag Sambands ísl.
kristniboðsfélaga, Kristniboðsfélag
kvenna, stendur í dag, 1. maí, fyrir
kaffisölu í Kristniboðssalnum við
Háaleitisbraut 58–60 í Reykjavík.
Hefst hún klukkan 14.
Ágóði af kaffisölunni rennur til
starfs SÍK en um þessar mundir eru
þrír fulltrúar þess við störf í Afríku.
Þá munu ung hjón bætast í hópinn í
haust til starfa í Eþíópíu. Í kvöld
verður almenn samkoma í Kristni-
boðssalnum.
VG í Kópavogi
opnar kosn-
ingaskrifstofu
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð í Kópavogi opnar kosninga-
skrifstofu í dag miðvikudaginn 1. maí
kl. 16 að Hamraborg 11 (sama hús og
veitingastaðurinn Catalina) vegna
sveitarstjórnarkosninganna í vor.
Boðið er uppá kaffi og meðlæti og
eru allir Kópavogsbúar og aðrir vel-
komnir.
Hópreið hestamanna verður farin
af þessu tilefni frá Vatnsenda að
Hamraborg 11. Hljómsveitin
Mígreni leikur fyrir utan kosninga-
skrifstofuna.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð hefur ekki boðið áður fram í
Kópavogi og kynnir stefnu sína í dag
og næstu vikur, segir í fréttatilkynn-
ingu.