Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 65

Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 65
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 65 FRÉTTIR ENTEN eller, eftir Søren Kirke- gaard, var á sinni tíð mjög fræg bók. Í fjölmennu samkvæmi, eftir að sú umtalaða bók var nýkomin út, sagði ein hefðarfrúin við Kirkegaard. „Jeg holder så meget af Enten og eller.“ Hún varð nafnfræg fyrir þessa vel- meintu viðurkenningu á bókinni við sjálfan höfundinn. Náttúruvernd er „annaðhvort eða“. Þar er engin málamiðlun til. Stórvirkjun við Kárahnjúka og þjóð- garður í afganginum af hinni miklu fögru veröld liti út eins og hin fagra Siv hefði aðra kinnina alla blásvarta en „hina ljósu fögrukinn“ hinum megin. Hugsið ykkur; hvílík sorgar- sjón. Þannig vilja margir ráðamenn vorir fara með vort fagra land. Eitt dæmi þess er kísilgúrverksmiðjan við Mývatn. Þar skal halda eyðilegg- ingunni áfram gegn mótmælum þeirra sem aldrei vildu selja þá dýrð- legu fegurð fyrir fjúkandi peninga- seðla. Kárahnjúkavirkjun er næsta dæmi um blinda leiðtoga á náttúru- perlur. Nú vildi svo vel til að Norsk hydro treysti sér ekki til að leggja strax út í álverksmiðjuna sem ákafa- menn vildu fara að vinna að nú þeg- ar. Þar áttu Íslendingar að leggja til marga milljarða. Virkjunarsinnar tala alltaf eins og allir Austfirðingar séu sammála um ágæti Kárahnjúka- virkjunar, enda þótt stór hópur þeirra hafi mótmælt þeim áformum með opinberum hætti eins og sjá má í Morgunblaðinu 17. mars sl. Þar á meðal eru margir hálærðir menn á sviði náttúrufræða og náttúruvernd- ar. Þeir og fleiri hafa ritað afar skýr- ar greinar um málið og lýst þeim ófarnaði sem af virkjuninni leiðir. Samt hefur Alþingi samþykkt að halda málinu enn til streitu ef ein- hverjir fást til að kaupa fagurt land til eyðileggingar. Þessi gjörð Alþing- is Íslendinga er einhver versta yf- irtroðsla og forsmán sem náttúru- vernd hefur verið sýnd. Bæði fegurð landsins og fossrödd þess á að selj- ast, hverjum sem kaupa vill. Þökk sé öllum þeim sem mótmæla áformum virkjunarsölumanna. Góð er sú tillaga að fara að dæmi hygg- inna fornmanna og lögleiða bann við því að flytja stórfljót úr farvegi sín- um. Hér verður að láta hart mæta hörðu. RÓSA B. BLÖNDALS, Selfossi. Annaðhvort eða Frá Rósu B. Blöndals: MIG langar að deila með ykkur reynslu fjölskyldu minnar þegar við heimsóttum Akureyri helgina 4.-7. apríl sl. Tilgangur ferðarinnar var að skella sér á skíði og eiga notalega helgi með fjölskyldunni. Við pöntuðum stéttarfélagsíbúð þessa daga uppá von og óvon hvernig veður og færi yrði. Dagana fyrir ferðina var farið að huga að veðri og færð og í gegnum netið gátum við fengið allar upplýsingar sem við þurftum. Akureyrarbær og Hlíðarfjall hefur mjög aðgengileg- ar upplýsingar á netinu um allt sem maður mögulega þarf að vita og meira að segja er hægt að sjá mynd úr Hlíðarfjalli, til að skoða aðstæð- ur þar. Við vöknuðum fyrsta morg- uninn í sól og blíðu og brunuðum beint upp í fjall. Þar eru allar að- stæður til fyrirmyndar og frábært að eyða þarna deginum. Nýja stóla- lyftan er mikil breyting fyrir svæð- ið og aldrei þurftum við að bíða. Þegar upp er komið er einstaklega huggulegur bjálkakofi með góðri verönd þar sem yndislegt er að sitja í góðu veðri og horfa yfir Eyjafjörðinn. Þegar skíðadeginum var lokið var haldið heim á leið og við þreytt og sæl eftir daginn. Þá var komið að því að næra fjölskyld- una á kvöldin og völdum við okkur Veitingastaðina Greifann og La Vita ’e Bella, sitthvort kvöldið. Það var sama sagan á báðum stöðunum. Þjónustan var frábær, maturinn mjög góður, mjög huggulegir staðir og það sem toppaði báða þessa staði var hve vel var hugsað um börnin. Á Greifanum, sem er meiri fjölskyldustaður, er frábært krakkaherbergi með allri mögu- legri afþreyingu. En á báðum stöð- um var sérstaklega tekið eftir börnunum og þeirra þörfum sem aftur leiðir til þess að foreldrarnir eiga huggulegra kvöld. Við fórum líka í Sundlaugina á Akureyri og Brynjuísbúðina og alls staðar var jafn gaman að koma. Við þökkum Akureyingum inni- lega fyrir frábæra helgi, við kom- um örugglega aftur! SIGURLAUG ANNA JÓHANNSDÓTTIR, Lækjarkinn 6, Hafnarfirði. Frábær helgi á Akureyri Frá Sigurlaugu Önnu Jóhannsdóttur: ÉG GET ekki orða bundist vegna leiðarans sl. sunnudag. Fyrst sýndist mér fyrirsögnin benda til að bæta ætti sorphreinsunina í miðborginni. Nú, þar er ég sammála. En höfund- urinn á auðsjáanlega ekki við það. Hann vill hreinsa miðborgina af „búllum“ og öðrum „óþverra“. Það er rétt að miðborgin hefur misst nokkuð af sínum sjarma á síðustu ár- um. En þar er ekki búlunum um að kenna heldur þeim fyrirtækjum sem flutt hafa starfsemi sína úr miðborg- inni. Margar verslanir hafa flutt sig út í úthverfi, í Kringluna, Smárann o.s.frv. En miðborgin heldur sínu aðdrátt- arafli enda er hún eini borgarhlutinn sem vert er að sýna ferðamönnum frá útlöndum. Hinir hlutar borgar- innar hafa ekki yfir neinu að búa sem ekki er hægt að sjá þúsundfalt á meginlandi Evrópu eða í Ameríku. Að hreinsa miðborgina, eins og talað er um í leiðaranum, mundi gera illt verra. Þar sem búlurnar eru nú myndaðist auðn eða mundi Morgun- blaðið flytja höfuðstöðvar sínar aftur í Aðalstrætið ef einhverjar búlur hyrfu? Sömu spurningu mætti leggja fyrir ýmsar verslanir. Nei, búlurnar eru ekki ástæða heldur afleiðing. Þær fara þangað sem fólkið er og tómarúm hefur myndast við það að önnur fyrirtæki hafa farið eitthvað út í buskann. Það þarf að laða nýjar stofnanir og fyrir- tæki í miðborgina. Þar eiga líka að vera veitingahús, kaffihús og barir því þangað leitar fólkið og þar sem fólkið er þar vilja verslaninar líka vera. Auðvitað sæi ég ekkert eftir sumum skyndibita- stöðum og tölvuleikjabúðum en þess háttar tilheyrir víst nútíma menn- ingu. Sumt fólk er að æsa sig útaf súlubörunum svokölluðu. Ég fæ ekki séð að þeir trufli umhverfi sitt meira en hver önnur bjórkrá. Þvílíkir stað- ir eru til í hverri stórborg og því þá ekki í Reykjavík? Krafan að hreinsa miðborgina er jafn óhugsuð og margt sem Le Pen segir enda væri hann vafalaust hrifinn af þessari kröfu. Mér finnst hún skammsýn. REYNIR VILHJÁLMSSON, Miðtúni 2, Keflavík. Vanhugsuð krafa um hreinsun miðborgar Frá Reyni Vilhjálmssyni: ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti 20 unglingum á aldrinum 15–18 ára forsetamerki á Bessastöðum á laugardag. Að þessu sinni voru það dróttskátar frá Norður- og Suðurlandi sem tóku við forsetamerkinu. Í fréttatilkynningu segir að tak- markið að hljóta forsetamerkið sé rauði þráðurinn í öllu dróttskáta- starfi og að þjálfun dróttskáta hafi frá upphafi verið tengd við ættjörð- ina. Forsetamerki hafa verið afhent frá árinu 1965 og eru handhafar Forsetamerkisins nú orðnir rúm- lega eitt þúsund talsins. Morgunblaðið/Jim Smart Forsetamerki afhent á Bessastöðum FRAMBOÐSLISTI félagshyggju við Fljótið á Austur-Héraði hefur verið lagður fram. Hann skipa eftirtaldir: 1. Skúli Björnsson aðstoðarskógarvörður, 2. Íris Lind Sævarsdóttir starfsmaður Fræðslunets Austurlands, 3. Sigurð- ur Ragnarsson tölvukennari, 4. Jón Kr. Arnarson framkvæmdastjóri, 5. Ruth Magnúsdóttir kennsluráðgjafi, 6. Sævar Sigbjarnarson bóndi, 7. Ásta Margrét Sigfúsdóttir verslun- armaður, 8. Kristín M. Björnsdóttir formaður Verslunarmannafélags Austurlands, 9. Árni Ólason íþrótta- kennari, 10. Jónína Rós Guðmunds- dóttir framhaldsskólakennari, 11. Óli Metúsalemsson verkfræðingur, 12. Sigurður Ingólfsson framhalds- skólakennari, 13. Bryndís Skúladótt- ir leikskólakennari og 14. Helga Hreinsdóttir framkvæmdastjóri. Listi félagshyggju við Fljótið STUÐNINGSMENN Reykjavíkur- listans ætla að hittast yfir kaffibolla og léttum veitingum á Hótel Borg að loknum kröfugöngum og hátíðahöld- um dagsins kl. 15–17. Borgarfulltrúarnir Árni Þór Sig- urðsson og Sigrún Magnúsdóttir flytja stutt ávörp. Sönghópurinn Gestur og gangandi skemmtir gest- um. Kynnir verður Sveinn Rúnar Hauksson læknir. Fyrsta maí-kaffi á Hótel Borg FRAMSÓKNARFÉLAG Austur- Héraðs gekk frá framboðslista sínum á félagsfundi föstudaginn 26. apríl. Listann skipa: 1. Eyþór Elíasson fjármálastjóri og bæjarfulltrúi. 2. Björn Ármann Ólafsson rekstrar- stjóri og bæjarfulltrúi. 3. Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir launa- fulltrúi og skógarbóndi. 4. Gunnhildur Ingvarsdóttir prentsmiður. 5. Sveinn Þór Hallgrímsson framkvæmda- stjóri. 6. Unnur Inga Dagsdóttir rekstrarfræðingur B.Sc. 7. Katrín Ás- grímsdóttir framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi. 8. Arngrímur Viðar Ás- geirsson íþróttakennari. 9. Magnús Karlsson bóndi. 10. Stefán Sveinsson bóndi. 11. Gunnar Þór Sigbjörnsson þjónustustjóri. 12. Einar Hróbjartur Jónsson háskólanemi. 13. Broddi Bjarnason pípulagningameistari. 14. Sveinn Þórarinsson verkfræðingur. Listi framsóknar- manna á Austur-Héraði BÚIÐ er að kynna lista vinstri- grænna fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar í Árborg í vor. Valdimar Bragason, prentari og útvarpsmaður, Heiðarvegi 12, Selfossi, leiðir listann. Aðrir á listanum eru: 2. Eva Hauksdóttir leiðbeinandi, Stokks- eyri, 3. Þorsteinn Ólafsson dýralækn- ir, Selfossi, 4. Gyða Sigfinnsdóttir nemi, Selfossi, 5. Hilmar Björgvins- son kennari, Selfossi, 6. Guðrún Jóns- dóttir félagsráðgjafi Selfossi, 7. Andrés Rúnar Ingason tæknimaður, Selfossi, 8. Margrét Steindórsdóttir starfsmaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sandvíkurhreppi, 9. Garðar Garðarsson rafvirki, Selfossi, 10. Olga Sveinbjörnsdóttir kennari, Selfossi, 11. Guðni H. Bjarnhéðinsson bifreiðastjóri, Selfossi, 12. Margrét Einarsdóttir hjúkrunarfr., Selfossi, 13. Guðmundur Sverrisson leiðbein- andi, Selfossi, 14. Sigfinnur Snorra- son jarðfræðingur, Selfossi, 15. Sig- urður Ingi Andrésson framhalds- skólakennari, Selfossi, 16. Ólafur Thorlacius lyfjafræðingur, Selfossi, 17. Iðunn Gísladóttir kennari, Sel- fossi, 18. Bergþór Finnbogason kenn- ari, Selfossi. Listi VG á Selfossi STARFRÆKTAR verða sumarbúðir á Úlfljótsvatni í sumar. Boðið verður upp á þrjár tegundir námskeiða auk þess sem boðið verður upp á nýjung sem kölluð er löng helgardvöl. Námskeiðin skiptast í barnanám- skeið fyrir 6–8 ára, sumarnámskeið 8–12 ára og unglinganámskeið fyrir 13–16 ára. Boðið er upp á sund, gönguferðir, vatnasafarí, báta og margt fleira, en verkefnin aðlöguð aldri og þroska barnanna. Á sumar- námskeiðum er einnig lögð áhersla á útivist, ratleiki, tjaldbúðir, göngu- ferðir, klifur og sig, kanó- og kaj- akferðir, sund og margt fleira. Á unglinganámskeiðum má nefna sólarhringsgönguferð, gist undir ber- um himni, klifur og sig í klettum, kanó- og kajakferðir og margt, margt fleira. Á unglinganámskeiðum geta þátttakendur valið milli þess að fara niður Hvítá á gúmmíbátum, farið í dagsferð á hestum eða farið í kanó- ferð eftir endilöngu Úlfljótsvatni, og gengið síðan yfir í Skinnhúfuhelli sem opnast á móti Þingvallavatni. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni: www.scout.is/sumar- budir eða í síma hjá Bandalagi ís- lenskra skáta. Á báðum stöðum er hægt að skrá börnin á námskeið, seg- ir í fréttatilkynningu. Sumarbúðir á Úlfljótsvatni ABC-hjálparstarf verður með árlegt kaffihlaðborð í Veislusalnum að Sól- túni 3, 2. hæð, miðvikudaginn 1. maí kl. 13.30 – 17. Tónlistardagskrá verður flutt fyrir kaffigesti og má nefna Þorvald Hall- dórsson, Pál Rósinkranz, Herdísi Hallvarðsdóttur og Gísla Helgason, sem koma fram ásamt fleiri tónlist- armönnum. Dagurinn verður tileink- aður minningu Sigríðar Halldórs- dóttur, sem var einn af frumkvöðlum ABC-hjálparstarfs og upphafsmaður að launasjóði ABC-hjálparstarfs. Með kaffisölunni 1. maí verður lögð áhersla á að efla launasjóð ABC- hjálparstarfs sem var hennar aðal- áhugamál síðasta árið. Vöxtur starfs- ins hefur aukist undanfarin ár að ekki er lengur unnt að vinna starfið ein- göngu í sjálfboðavinnu. Á síðasta ári voru sendar 70,7 milljónir króna til hjálparstarfa erlendis sem var 43% aukning frá árinu áður. Runnu þeir fjármunir til framfærslu og mennt- unar á fjórða þúsund fátækra og munaðarlausra barna og byggingar heimila og skóla aðallega á Indlandi. Launasjóðurinn er forsenda þess að hægt sé að hafa starfsmenn á launum þar sem öll framlög til starfsins eru send óskert til hjálpar nauðstöddum börnum, segir í fréttatilkynningu. Gestum býðst kostur á að gerast bakhjarlar starfsins með því að verða stuðningsmenn að launasjóði ABC og einnig verður mögulegt að gerast stuðningsaðili barns. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. ABC-hjálpar- starf með kaffihlaðborð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.