Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 66

Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 66
DAGBÓK 66 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Númerið sem þú valdir er á tali SÍMNOTANDI hringdi í Velvakanda og bað hann að koma á framfæri ergelsi sínu yfir hinni nýju síma- þjónustu sem felst í því að blíðleg kvenrödd segir „Númerið sem þú valdir er á tali“ í stað venjulegs tal- sóns ef númerið er á tali. Verið er að gera einfalt mál flókið og t.d. getur þetta verið villandi fyrir útlend- inga. Hver er tilgangurinn með þessu, spyr símnot- andinn sem er dauðleiður á því að hlusta á símsvara af öllu tagi, og óskar eftir svörum frá viðeigandi aðil- um á þessum vettvangi. Að láta sig varða fólk ÉG vil þakka Steinunni Jó- hannesdóttur rithöfundi fyrir mjög góða grein í Um- ræðu Morgunblaðsins 24. apríl sl. um sýknumál Hæstaréttar í kynferðis- brotamáli í október 1999 og hvet ég fólk til þess að lesa þessa grein. G.S. Að íslenska nöfn þátta og mynda LESANDI vill benda Stöð 2 á að íslenska nöfn þátta og kvikmynda sem þeir auglýsa. Segir lesandi að oft sé fólk ekki nógu gott í ensku til að skilja enskt heiti mynda og þátta. Lægra matvöruverð… NÝLEGA var fjallað um í fréttaflutningi að matvöru- verð á Íslandi og í Noregi væri hátt vegna þess að þessi lönd væru ekki í Efnahagsbandalaginu. Ég hef búið um árabil í Svíþjóð áður en landið gekk í Efna- hagsbandalagið og þá þeg- ar var matvöruverð þar mun lægra en bæði á Ís- landi og í Noregi. Á þeim tíma var algengt að Norð- menn sem bjuggu nálægt landamærunum keyrðu yf- ir til Svíþjóðar til að kaupa matvörur. Það er því ekki hægt að segja að orsökin fyrir lægra matvöruverði í Sví- þjóð sé vegna þess að það er gengið í Efnahags- bandalagið og getur það einnig átt við um fleiri lönd. Ein á faraldsfæti. Öfgahyggjan of mikil MÉR finnst öfgahyggjan varðandi verkafólk vera of mikil hér í þessu þjóðfélagi. Það gleymdist að reikna inní taxta að við þyrftum að kaupa okkur húsnæði. Mig langar að spyrja hvaða þingflokkur ætli að berjast fyrir því að verka- fólk fái rétti sínum fram- gengt. Jón Trausti Halldórsson. Stefnumót MIG langar til að þakka Svanhildi Jakobsdóttur fyrir alla birtuna sem hún færir hlustendum ríkisút- varpsins í hvert sinn sem hún flytur þátt sinn Stefnu- mót. Svanhildur undirbýr þætti sína sérstaklega vel, talar skýrt og fallegt mál og flytur efnið á lifandi hátt með sinni fallegu og björtu rödd. Margrét. Finnst hún frábær ÉG þurfti að hafa samband við borgarstjórann til að fá niðurfellda skatta. Það var eins og ég væri að tala við gamla kunningjakonu, ég þurfti ekkert að segja henni, hún vissi alveg um hvað málið snerist. Finnst mér hún alveg frábær. Ein ánægð. Tapað/fundið GSM-sími fannst við Langá GSM-sími fannst við Langá á Mýrum. Hefur líklega týnst sl. sumar. Upplýsing- ar í síma 437 1553 í hádegi og á kvöldin. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... NÝLEGA var haldinn dagurbókarinnar eða vika bókarinn- ar og ýmis tiltæki voru drifin upp í samhengi við það. Eftir þannig um fjöllun virðist sem bókin haldi velli og að menn þurfi ekki að óttast að bóklestur hverfi þrátt fyrir fjöl- marga aðra afþreyingu sem í boði er og mikið er stunduð. Efnt var til lestrar fyrir börn á leikskólum í nokkrum bókabúðum og sá Víkverji slíkan hóp í heimsókn í verslun Máls og menningar við Laugaveg. Ekki heyrði Víkverji hvað lesið var en börnin höfðu vart augun af sögumanni og hlustuðu ótrufluð af öðrum sem í búðinni voru. Eftir lesturinn var boðið upp á kakó og hvort sem það hefur verið kynnt fyrir börnunum fyrirfram eða ekki þykist Víkverji viss um að það hefði engin áhrif haft á áheyrn þeirra. Þau hugsuðu áreiðanlega ekkert um kakó meðan lesið var. (Það hefði Víkverji hins vegar gert allan tímann því honum finnst nefnilega kakó og rjómi algjört sæl- gæti – og er nokkuð góður í að laga þennan drykk þótt hann segi sjálfur frá.) Annað sem gert var þessa daga til að minna á bókina var að Félag ísl. bókaútgefenda stóð fyrir útgáfu á bók með nokkrum sögum fyrir börn sem var gefin. Það er að segja ef menn keyptu bók eða bækur fyrir þúsund krónur þessa daga fylgdi bókin með. Var í raun ekki nema sjálfsagt að huga að þessu og var bókinni komið á framfæri við ungan mann sem þykir nauðsynlegt að láta lesa fyrir sig á kvöldin. Annars hefur Víkverji ekki áhyggjur af framtíð bókarinnar. Hann telur næsta víst að á mjög mörgum heimilum sé lesið fyrir börn langt fram eftir aldri. Þau vilja halda í svona siði og það síast kannski inn í þau að bækur og lest- ur séu einhvers virði og að það geti verið eftirsóknarvert að sækja þangað fróðleik og skemmtun. Börnin eru líka góðir viðskiptavinir bókasafnanna. Bókin á því örugg- lega framtíð fyrir sér hjá okkur. x x x VORIÐ er komið og sumariðreyndar líka. Nema í veðrinu. Ófærð hefur verið um norðan- og austanvert landið síðustu daga og bætt á snjóinn en maður hefði hald- ið að þessi tíð væri liðin og sumarið raunverulega komið. Á höfuðborg- arsvæðinu hefur líka verið hryss- ingur og menn orðið að brynja sig fyrir roki og kulda. Við verðum bara að vona að sumarið nái fljótlega yf- irhendinni og vermi okkur með sól og hlýju. Þá verður líka hægt að grilla án þess að þurfa að norpa yfir því í úlpu og með vettlinga! x x x FYRSTI maí, hátíðisdagurverkalýðsins, er í dag eins og þarf kannski varla að minna á. Væntanlega verður víða boðið upp á hefðbundna dagskrá með ræðum og kröfugöngum. Víkverja finnst sjálf- sagt að halda í slíka daga og nýta þá til að minna á almenna stéttabar- áttu. Það þarf að halda við ábend- ingum um að bæta þurfi kjör þeirra lægst settu, jafna kjör þar sem ójöfnuður ríkir og tryggja eins og kostur er að við búum öll við kjör og aðstæður sem allir telja sjálfsögð mannréttindi í dag. Það getur átt við kaup og kjör á vinnumarkaði og líka hvers konar aðbúnað sem þjóð- félagið skapar þegnum sínum með félagslegum réttindum. ÉG vil nota þetta tæki- færi og þakka Páli Hall- dórssyni kærlega fyrir greinina sem hann skrif- aði í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Kæri læknir“. Páll sýnir, sem svo oft áður, æðruleysi og kjark með þessum skrif- um. Má ég til með að dást að því að hann skuli hafa getu og mátt til að koma fram undir nafni, því að það er slíkt magnleysi og hræðileg þreyta og skömm sem þjáir að- standendur, og þá sér- staklega foreldra þeirra sem eiga við eitur- lyfjafíkn að stríða. Það að Páll skuli koma fram og stinga á því kýli sem eit- urlyfjasala er, hverju nafni sem hún nefnist, er öllum hvatning til dáða og foreldrum og öðrum aðstandendum mikill styrkur. Við hljótum að eiga rétt á því sem skatt- borgarar landsins að mis- jafnir menn séu ekki að eitra fyrir börnunum okkar og barnabörn- unum. Með bestu kveðju og endurtekinni þökk. Megi sá sem öllu ræður styrkja Pál og fjölskylduna í þessari baráttu. Marta Ragnarsdóttir. Páli þökkuð góð grein 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 frumkvöðull, 8 skips, 9 látna, 10 þreyta, 11 vagga í gangi, 13 lengj- an,15 þref, 18 tala, 21 hrós, 22 æðarfugl, 23 kærleikshót, 24 vanhugs- uð athöfn. LÓÐRÉTT: 2 gera skarð í, 3 tyggja, 4 styrkir, 5 Gyðingum, 6 saklaus, 7 sigraði, 12 mergð, 14 kyn, 15 gras- torfa, 16 fiskar, 17 kát- ínu, 18 þungbær reynsla, 19 lítils báts, 20 ferskt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 stuld, 4 hollt, 7 öngul, 8 ólykt, 9 dós, 11 görn, 13 átta, 14 æruna,15 skær, 17 rófa, 20 odd, 22 falds, 23 ugg- ur, 24 marrs, 25 synir. Lórétt: 1 stöng, 2 ungur, 3 duld, 4 hrós, 5 leyst, 6 totta, 10 ólund, 12 nær, 13 áar,15 sófum, 16 ætlar, 18 ólgan, 19 akrar, 20 osts, 21 dugs. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Dettifoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Great Peace fór vænt- anlega í gær. Ottó og Örvar komu í gær. Barði, Ontika og Ocean Tiger fóru í gær. Dirk Dirk og Bitland koma í dag. Mannamót Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboð- um fimmtudaga kl. 17– 19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8– 16. Félag eldri borgara i Kópavogi, boðar til framboðsfundar í Fé- lagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, fimmtudag- inn 2. maí kl. 20. Fram- bjóðendur allra flokka ræða stefnumál sín í tveimur umferðum og svara fyrirspurnum. Fé- lagar og aðrir eldri borgarar hvattir til að mæta. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9 vinnu- hópur gler, kl. 13 göngu- hópur frá Kirkjulundi. Föstud. kl. 9 snyrti- námskeið. Laugard. kl. 10 sundleikfimi, mánud: kl. 9 glerskurður kl. 11.15, 12.15 og 13.05 leikfimi, kl. 13. skyndi- hjálp. þriðjud. 7. maí: Spilað í Kirkjuhvoli, op- ið hús. Leikhúsferðin á Strompleik verður 6. júní. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Á morg- un glerskurður kl. 13 og framboðsfundur um bæjarmál kl. 13.30 á vegum félagsins, á fund- inn mætta fulltrúar allra flokka og svara spurn- ingum. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Miðvi- kud. Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. „Sleppum for- dómum“ tónleikar 1. maí í Listasafni Reykjavíkur kl. 16. Fimmtud. brids kl. 13 og brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Kynning verður 7. maí, á notkun Nets og einnig hvaða möguleika það býður upp á, skráning á skrifstofu FEB. Sögu- slóðir á Snæfellsnesi og þjóðgarðurinn Snæfells- jökull 3 daga ferð 6.–8. maí gisting á Snjófelli á Arnarstapa, farið verð- ur á Snæfellsjökul, leið- sögn Valgarð Runólfs- son. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Baldvin Tryggvason verður til viðtals miðvikud. 8. maí um fjármál og leiðbein- ingar um þau mál á skrifstofu FEB panta þarf tíma. Fuglaskoðun og söguferð suður með sjó og á Reykjanes 11. maí, leiðsögn Sigurður Kristinsson, skráning hafin á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Öll starfsemi fellur nið- ur í dag, 1. maí. Á morgun og föstudag fellur niður vinna í vinnustofum vegna upp- setningar á handa- vinnusýningu, en spila- salur opinn. Á morgun kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug. Umsjón Brynjólfur Björnsson, íþróttakennari. Kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni Fella- og Hólakirkju. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Vorsýning á handunnum nytja- og skrautmunum verður í Gjábakka 11. og 12. maí. Vinsamlega skilið inn munum sem fara eiga á sýninguna dag- ana 6.–8. maí. Gullsmári Vorsýning á handunnum nytja- og skrautmunum verður í Gullsmára 11. og 12. maí. Vinsamlega skilið inn munum sem fara eiga á sýninguna dag- ana 6.–8. maí. Hvassaleiti 58–60. Leikhúsferð, föstudag- inn 5. maí verður farið að sjá Kryddlegin hjörtu í Borgarleikhús- inu. Skráning á skrif- stofunni og í síma: 588 9335 Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudag 2. maí, á Korpúlfsstöðum kl. 10. Kaffistofan er opin. All- ir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Þrá- inn Hafsteinsson í síma 5454-500. Norðurbrún 1. Messa á morgun kl. 10.30 prest- ur sr. Kristín Páls- dóttir. Vesturgata 7. Hand- verkssýning verður 10., 11. og 13. maí frá kl. 13– 17 alla dagana. Meðal annars sem sýnt verður, hannyrðir, postulíns- málun myndmennt, tréútskuður og leir- mótun. Ragnar Páll Ein- arsson leikur á hljóm- borð alla dagana. 10. og 11. kl. 15 sýna nem- endur Sigvalda dans. 13. maí kl. 15 syngja Hvannirnar undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur. Fimmtud. 2. maí kl. 13.30–14 verður Lands- banki Íslands með al- menna bankaþjónustu. Föstud. 3. maí kl. 14.30– 16 verður dansað við lagaval Halldóru, kaffi- veitingar. Vitatorg. Öll regluleg starfsemi félagsmið- stöðvarinnar fellur niður 2., 3. og 6. maí vegna handverkssýningar. Matsalurinn verður op- inn eins og venjulega. Sýningin verður opin föstud. 3. maí kl. 9–16.30 og laugard. 4. maí kl. 11–16.30. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í félagsstarfinu í vetur. Kaffisala í matsal og ýmis skemmtiatriði báða dagana. Allir vel- komnir. Barðstrendingafélagið Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Allir vel- komnir. Söngfélag Skaftfellinga og Reykjalundarkórinn halda tónleika Laug- arneskirkju miðvikudag- inn 1. maí kl. 17. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Aðalfundur verð- ur fimmtudaginn 2. maí kl. 20, venjuleg aðal- fundarstörf, upplestur. Gestur verður sr. Sig- urður Pálsson. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kosning á þing Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra sem haldið verður dagana 7. til 9. júní í Reykjavík, verður í félagsheimili Sjálfs- bjargar, Hátúni 12, fimmtud. 2. maí kl. 20. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu versl- unarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kost- ar 500 kr. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520-1300 og í blómabúð- inni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520-1300 og í blómabúðinni Holta- blómið, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Í dag er miðvikudagur 1. maí, 121. dagur ársins 2002. Verkalýðsdag- urinn. Orð dagsins: En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. (I. Kor. 2, 9.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.