Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 76

Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís- lands ákvað í gær að lækka ávöxtun í endurhverfum viðskiptum bank- ans við lánastofnanir um 0,3% frá næsta uppboði á endurhverfum verðbréfasamningum, sem haldið verður þriðjudaginn 7. maí næst- komandi. Aðrir vextir Seðlabank- ans lækka einnig um 0,3% frá og með deginum í dag. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir ákvörðun bankastjórnarinnar vera fagnaðarefni og staðfesta að vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var á aðalfundi bankans fyrir rúmum mánuði, hafi verið rétt ákvörðun. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagna einn- ig vaxtalækkuninni. Birgir Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabank- ans, segir að bankinn hafi lækkað vexti um 0,5% fyrir rúmum mánuði. Af því tilefni hafi þess verið getið að vonast væri til að það gæti verið upphaf að vaxtalækkunarferli. Bankastjórnin hafi styrkst í þeirri trú að markmiðið um 2,5% verð- bólgu á árinu 2003 muni nást. „Margt bendir til að það sé áframhaldandi samdráttur í eftir- spurn eftir vörum auk þess sem at- vinnuleysistölurnar hafa verið að aukast. Þenslan er augljóslega í mikilli rénun. Við teljum því að það sé tilefni til að halda þessu áfram og ákváðum því að stíga þetta skref,“ segir Birgir Ísleifur. Vaxtalækkunarferli hafið Davíð Oddsson segir að ýmsir hafi gagnrýnt þá vaxtalækkun sem tilkynnt hafi verið um á aðalfundi Seðlabankans fyrir rúmum mánuði og sagt að bankinn væri að fara í ótímabæra vaxtalækkun, eins og það hafi verið kallað. Síðan hafi sannast að sú tímasetning hafi ver- ið rétt og ákvörðun Seðlabankans nú staðfesti það. „Vaxtalækkun Seðlabankans nú er í samræmi við það sem formaður bankastjórnarinnar lýsti yfir, að það gæti farið svo að ákveðið vaxta- lækkunarferli væri hafið. Við skul- um vona að þróun á verðlagi og gengi verði þannig að þetta geti haldið áfram,“ segir Davíð. Grétar Þorsteinsson segist fagna vaxtalækkun Seðlabankans en vilja sjá viðbrögð í bankakerfinu og hjá sparisjóðunum við þessari ákvörð- un. „Ekki er alltaf hægt að benda á Seðlabankann,“ segir Grétar. „Bankar og sparisjóðir verða einn- ig að líta í eigin barm og þá er ég ekki eingöngu að tala um vexti heldur einnig þjónustugjöld.“ Grét- ar væntir þess að ekki verði mjög langt í næstu vaxtalækkun Seðla- bankans. Tilefnið sé nægjanlegt þótt kannski sé skiljanlegt að bank- inn lækki vextina í ákveðnum skref- um. Að sögn Ara Edwald er vaxta- lækkun Seðlabankans nú eðlileg ákvörðun. Þar sem rétt rúmur mánuður sé liðinn frá síðustu vaxtalækkun sé greinilegt að komið sé ferli vaxtalækkana. „Ljóst er að með þeim mikla viðsnúningi sem hér hefur orðið í verðlagsþróun er ljóst að raunvextir eru mjög háir. Í því ljósi hefði ég getað búist við því að þessi vaxtalækkun yrði meiri. Ég geri þó ráð fyrir því að við get- um átt von á frekari lækkunum inn- an skamms tíma, ef framvindan verður áfram í þeim farvegi sem vonast er eftir,“ segir Ari. Seðlabankinn ætlar að lækka vexti um 0,3% MORGUNBLAÐIÐ kemur út á morgun, fimmtudaginn 2. maí. Er það liður í því að fjölga útkomudögum blaðsins. Blaðið mun einnig koma út daginn eft- ir uppstigningardag, þ.e. föstu- daginn 10. maí, og þriðjudag eftir hvítasunnu, 21. maí. Í dag, 1. maí, verður venjuleg þjón- usta á fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is. Hægt er að koma fréttaábendingum til blaða- manna í síma 861-7970 og á net- fangið netfrett@mbl.is. FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Norðlinga- ölduveita sé lang hagstæðasti virkj- unarkosturinn, því með því fyrir- komulagi sé hægt að nýta enn betur vatnsafl og virkjanir á Þjórsár- og Tungnaársvæði, þ.e. í Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð, Hrauneyjafossstöð og væntanlegri Búðarhálsvirkjun. Skýrsla Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu var kynnt í gær og við það tækifæri sagði Friðrik Sophusson að með þessari framkvæmd væri hægt að fá sem mest vatn í gegnum sem flestar vélar í fyrrnefndum stöðvum auk þess sem framleiðsla Sultar- tangastöðvar og Búrfellsstöðvar yk- ist. Norðlingaölduveita felur í sér að Þjórsá verði stífluð austan við Norð- lingaöldu og myndað 29 km² lón, Norðlingaöldulón, með vatnsborði í 575 metra hæð yfir sjávarmáli. Vatni verði síðan dælt um 13 km göng yfir í Þórisvatnsmiðlun. Fyrirhuguð fram- kvæmd er sunnan Hofsjökuls á af- rétti Ásahrepps og Djúpárhrepps austan ár og Gnúpverjahrepps vest- an ár. Að mati Landsvirkjunar hefur lón með 575 metra vatnsborðshæð yfir sjó helst áhrif á heiðagæs og freð- mýrarústir en áhrif á aðra þætti náttúrufars eru talin minni. Í skýrslunni kemur fram að Þjórs- árver eru stærsta heiðagæsabyggð heims og eru talin mikilvæg fyrir viðgang tegundarinnar. Fram kem- ur að um 8% af hreiðurstæðum heiðagæsar í friðlandi Þjórsárvera og nágrenni fari undir vatn, sem samsvari allt að 550 hreiðurstæðum af 6.800 á öllu svæðinu. Af þessum fjölda séu um 100 til 150 hreiður- stæði innan friðlands Þjórsárvera en þar sé áætlað að séu um 6.400 hreið- urstæði. Ennfremur kemur fram að Norðlingaölduveita hefði áhrif á inn- an við 2% af heildarvarpstofni heiða- gæsarinnar. Í skýrslunni kemur fram að undanfarin 10 ár hefur heið- argæsastofninn talið yfir 200 þúsund fugla og veiðiálagið er nálægt 40 þús- und fuglum. Landsvirkjun með umhverfismat á Norðlingaölduveitu Talinn hagstæðasti virkjunarkosturinn  Nýting og verndun/38 Morgunblaðið/Arnaldur UM 300 prúðbúnir starfsmenn Bón- uss sneru frá árshátíð fyrirtækisins í gærkvöld þar sem þeirra beið fullbúinn salur og tilbúin veisluföng í sal Iðnaðarmannahússins við Hall- veigarstíg. Staðurinn hafði ekki til- skilin leyfi fyrir skemmtanahaldi og voru gerðar athugasemdir við að árshátíðargestir yngri en 18 ára væru að fara án fylgdar forráða- manna inn á staðinn þar sem áfengi væri veitt. Svanur Valgeirsson starfs- mannastjóri sagði það hafa komið á óvart að eftirlitsmenn hefðu allt í einu birst og meinað ungmennum inngöngu eftir velheppnaðar árshá- tíðir Bónuss undanfarin 13 ár. Málalyktir urðu þær að árshátíð- argestir 18 ára og eldri hefðu mátt ganga til salar og vera til kl. 23.30 en ekki kl. 2 eins og til stóð en árshátíðargestir ákváðu að sleppa því jafnvel þótt sumir hefðu komið um langan veg, utan af landi. „Við förum ekki niður og skiljum hluta af okkar starfsfólki eftir úti á götu. Maður hefur aldrei lent í öðru eins,“ sagði Svanur. Svanur sagðist hafa boðist til að loka barnum og veita ekkert borð- vín með árshátíðarmatnum en fékk því ekki framgengt. Hann sagði að hringt hefði verið í foreldra yngstu starfsmanna Bónuss þar sem tekið var fram að séð yrði til þess að þeim yrði ekki veitt áfengi og stífum reglum fylgt þar að lútandi. 300 manna árshátíð Bónuss varð að engu Forsvarsmenn Bónuss, þeir Jóhannes Jónsson og Svanur Valgeirsson, ræða við lögreglumenn í gærkvöld. NÁTTÚRUVERND ríkisins fellst fyrir sitt leyti á innflutn- ing krókódíla af tegundinni Alligator mississippiensis hing- að til lands. Í umsögn stofnun- arinnar til landbúnaðarráðu- neytisins segir að fallist sé á innflutninginn í ljósi þess að krókódílategundin lifi við allt aðrar kjöraðstæður en er að finna á Íslandi og að litlar líkur séu á að hún geti haft áhrif á náttúru landsins almennt. Þó þurfi að skoða ýmis atriði varð- andi innflutninginn. Yfirdýra- læknir þurfi t.d. að kanna hvort sjúkdómar eða sníkjudýr geti borist til landsins við innflutn- inginn og haft hér áhrif. Stofn- unin bendir einnig á að tryggja þurfi að allur aðbúnaður verði til fyrirmyndar með tilliti til öryggis og dýraverndarsjónar- miða. Húsvíkingar fagna Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri Húsavíkur, sem hefur unnið að framgangi málsins í samvinnu við orkuveitustjóra, fagnaði umsögn Náttúruvernd- ar. Landbúnaðarráðuneytið hefur til umfjöllunar erindi Reinhards þar sem farið er fram á að innflutningur krókó- díla til Húsavíkur verði leyfður. Áformað er að þeir verði eins- konar lífrænar sorpkvarnir sem taki við matarúrgangi frá fiskeldi, fiskvinnslu og kjöt- vinnslu í bænum. Hugmyndin er fengin frá Colorado-fylki í Bandaríkjunum þar sem krókó- dílar búa við óvenjuleg veður- farsleg skilyrði. Reinhard segir að einnig gætu krókódílarnir dregið að forvitna ferðalanga. Reinhard sagði ótímabært að gefa upp hvenær krókódílarnir gætu komið til Húsavíkur. Náttúru- vernd fellst á inn- flutning krókódíla KOLMUNNASTOFNINN er nú tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir ofveiði. Í fyrra voru veidd- ar 1,7 milljónir tonna sem var langt umfram ráðleggingar fiskifræðinga. Íslendingar veiddu í fyrra um 340.000 tonn af kolmunna, en hafa ákveðið að draga verulega úr veið- inni á þessu ári og hefur kvóti verið gefinn út miðað við 288.000 tonn, en 213.00 tonnum hefur verið deilt út til bráðabirgða. Norðmenn hafa hins vegar ákveðið að draga ekki úr veið- um sínum. „Þetta eru miklar gleðifréttir,“ segir Árni Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra. „Þetta er sameiginlegur stofn þannig að við fáum ráðlegging- ar um veiði frá Alþjóðahafrann- sóknaráðinu. Við verðum að bíða og sjá hvað þaðan kemur.“ Kolmunna- stofninn að stækka  Kolmunnastofninn/25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.