Morgunblaðið - 08.05.2002, Side 29

Morgunblaðið - 08.05.2002, Side 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 29 NÚ ER stutt stór- áforma í milli í Reykja- vík – nokkrum vikum fyrir kosningar. Fram- tíð borgarinnar virðist ráðast af sífelldum uppákomum. Í aðdraganda kosn- ingabaráttu voru kynnt af ráðandi meirihluta í borginni, R-listanum, áform um að taka stór- an bita af einni af grón- ustu eyjum okkar og áhangandi stærstu ný- byggðasvæðum í Graf- arvogi og þar upp af, og flytja þaðan grjót í grjótflutningabílum gegn um Reykjavík til að demba því í sjóinn út af Eiðisgranda vestast í vestur- bænum. Búa til 40 ha landfyllingu undir 900 íbúða byggð. Ekkert smá- ræði af stórgrýti sem verður í þess- um flutningum gegn um byggðina á næstu árum, með tvöföldu umhverf- isslysi, í Geldinganesi og á strand- lengjunni í vesturbænum. Kostnað- ur ómældur, líklega 3–4 milljarðar, sem mætti kannski nota til þarfari hluta fyrir íbúana. Þetta tvöfalda umhverfisslys samþykkja ekki að- eins Vinstri grænir, sem hafa hátt um að vera umhverfissinnar, heldur beitir þeirra maður á listanum Árni Sigurðsson sér beinlínis fyrir því og er í forsvari að verja það. Þegar borgarstjóri áttaði sig á andstöðunni við þessi óhugsuðu áform, sem engar kannanir höfðu farið fram á og lýsti sér m.a. í undir- skriftamótmælum á nokkrum dög- um, þá brá hinn snjalli pólitíkus við. Jú, jú, Ingibjörg Sólrún ætlaði að hlusta. Ekki að vísu hætta við að eyðileggja stöndina eða hlusta á rök um að svona stóraukin umferð gegn um bæinn og út á Seltjarnarnes gengi ekki og að bæta aukaumferð á Hring- brautina gegn um vest- urbæinn sé næstum óframkvæmanleg, eins og Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur benti á. Hvað þá að bíða með að festa þetta í samþykktu skipulagi þar til sjálfsagðar kannanir hefðu farið fram, á umhverfisáhrif- um á byggðina sem fyrir er eða nokkru öðru. En engar rannsóknir hafa far- ið fram þarna. Borgarstjóri brá við á sinn hátt. Hún bauð blaðamönnum á vegum borgarinnar í flugferð yfir bæinn, svo þeir gætu í góðviðri tekið mynd- ir af svæðinu úr háloftum og til- kynnti til að róa vesturbæinga að 900 íbúa byggðin væri úr sögunni, nú ætti að minnka íbúðabyggðina á þessu svæði í bara 700 íbúða byggð. En rúsínan í pylsuendanum var að nú skyldu KR-ingar að fá úthlutað þarna niðri æfingasvæði fyrir knatt- spyrnu, sem þeir eru í sárri þörf fyr- ir og hafa verið að krefjast úrlausn- ar. Við þessa hugdettu var bara ekkert farið að hugsa fyrir aðstæð- um. Þetta er semsagt, eins og allir vita sem búa þarna, mesti rokrass í Reykjavík. Ekki verið margir dagar síðan mátti lesa þetta tilboð til KR- inganna að maður geti ímyndað sér að auðvelt sé að sparka þarna bolta. Þegar norðan- og vestanáttin kemur af hafinu er iðulega varla stætt með vestustu húsunum. Og alla daga er að sjálfsögðu „hafgola“ hluta úr degi og hún er býsna kræf líka. Síðan Ingibjörg Sólrún tilkynnti um svæði fyrir KR-ingana er það orðinn standandi brandari þegar Kári rífur í hár og föt: Það er líklega ekki fót- boltaveður í dag? En eins og annað; engar veðurathuganir hafa verið gerðar þarna og liggur ekki fyrir hve marga daga á ári væri „fótbolta- veður“ eða hve marga daga það væri brúklegt nema hluta úr degi. Ein- hverjir hafa sagt: Má ekki bara byggja varnarvegg? Varla trúi ég því að áformin séu að byggja svo há- an virkisvegg fyrir útsýnið úr vest- urbænum að ekki verði það séð nema úr hæstu húsum. Ég bý á 7. hæð og þar gengur saltið úr sjórok- inu upp á glugga, eins og allir vest- urbæingar átta sig á. Ef raunveru- lega er vilji til að leysa vanda KR-inga, því er ekki reynt að finna þeim stað t.d. í meira skjóli sunnan á nesinu? En það fylgdi skyndiyfirlýsingu borgarstjóra um nýtilhögun á skipu- lagi sem var verið að samþykkja í borgarstjórn, að nú mundi verða far- ið í að gera umhverfiskannanir fyr- irfram, sem væri nýjung! Það hefði aldrei verið gert fyrr í skipulagi! Getur verið frá því hún kom í borg- ina, og einkum eftir að hún og henn- ar fólk lagði niður umhverfismála- ráð, sem búið var að byggja upp með vægi og áhrif á við aðrar nefndir. Það var lagt undir eða spyrt við heil- brigðisnefnd.. En áður fyrr, meðan umhverfismálaráð fékk að lifa og hafði vægi, voru allar skipulagshug- myndir unnar frá upphafi í sam- vinnu við það. Þá létum við sem þar sátum t.d. gera líffræðilegar rann- sóknir á fjörunni neðan við Korp- úlfsstaði og við Eiðið út í Geldinga- nes og víðrækar straumamælingar inn á Sundin til að forða í skipulagi frá að olía og annað slíkt bærist þar innum allt. Fyrir liggur að engar kannanir á straumum, veðri, botni vegna hæðar nauðsynlegra fyllinga o.s.frv. hafa verið gerðar – en búið að samþykkja í borgarstjórn að þarna verði bara sett nýtt manngert land. Í stefnuskrá R-listans fyrir kosn- ingar frá 1994, ef ekki líka 1998, var Reykvíkingum heitið því að kæmist það fólk að stjórnvelinum ætluðu þau „að stöðva bruðl og vanhugsaðar skyndiákvarðanir“. Síðan eru 8 ár og enn, mánuði fyrir kosningar, þykja slíkar vanhugsaðar ákvarðanir og bindandi ekkert mál. Enda eru þær fleiri þar sem svona er í pottinn búið. Eitt liggur ljóst fyrir að næsta áratug muni stórir grjótflutningabíl- ar aka með stórgrýti gegn um Graf- arvogshverfin, miðbæinn og vest- urbæinn og demba því í sjóinn með tilheyrandi raski, fjúki og umróti fyrir vesturbæinga að búa við, ef R- listinn nær yfirhöndinni. Ekkert skjól verður í „umhverfissinnuðum“ Vinstrigrænum, sem komnir eru um borð og beita sér fyrir tvöföldum umhverfisspjöllum. Öll vitleysan er bara fest í sessi, í skipulagi, fyrir kosningar. Sparka bolta, sparka bolta og svo snúa þeir sér í hring, sungu krakk- arnir, en að þeirri aðferð úr barna- leikjum sé beitt á framtíðarskipulag höfuðborgarinnar er óneitanlega du- lítið skondið. Sparka bolta – í hávaðaroki Elín Pálmadóttir Reykjavík Þegar norðan- og vest- anáttin kemur af hafinu er iðulega varla stætt, segir Elín Pálmadóttir, og alla daga er hafgola hluta úr degi og hún er býsna kræf líka. Höfundur er blaðamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.