Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isKA-menn tryggðu sér oddaleik
í handboltanum / B2
Arsenal enskur meistari án
taps á útivelli / B4
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
Á FIMMTUDÖGUM
NÝ rannsóknarstöð Hjartaverndar
var formlega tekin í notkun í gær í
Holtasmára 1 í Kópavogi. Rann-
sóknarstöðin er á þremur hæðum í
sérhönnuðum húsakynnum og er
búin fullkomnum tækjum til rann-
sókna.
Að undanförnu hafa umsvif í
starfsemi Rannsóknarstöðvar
Hjartaverndar aukist umtalsvert,
ekki síst vegna öldrunarrann-
sóknar Hjartaverndar, sem er sam-
vinnuverkefni Öldrunarstofnunar
bandaríska heilbrigðisráðuneyt-
isins og Hjartaverndar. Stjórn þess
verkefnis er í höndum íslenskra og
bandarískra vísindamanna. Aðal-
forsvarsmaður þess á Íslandi er
Vilmundur Guðnason, læknir og
erfðafræðingur og dósent við
læknadeild Háskóla Íslands, og í
Bandaríkjunum er aðalforsvars-
maður þess Tamara Harris, læknir
og faraldsfræðingur.
Við rannsóknina verða rann-
sökuð öll helstu líffærakerfi sem
tengjast færni og lífsgæðum á efri
árum. Við það verður notuð full-
komnasta tækni eins og segul-
ómun, tölvusneiðmyndir og óm-
skoðanir. Helsti ávinningur sem
ætlað er að ná fram með þessari
rannsókn er að fá upplýsingar sem
nýta má í fyrirbyggjandi lækn-
isfræði til að auka færni ein-
staklingsins á efri árum og þar
með lífsgæði hans. Vonast er t.d.
til þess að upplýsingarnar nýtist til
að fækka legudögum á sjúkra-
húsum og tefja verulega fyrir sjúk-
dómum sem herja á aldraða. Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
opnaði rannsóknarstöðina að við-
stöddu fjölmenni í gær og Gunnar
Sigurðsson, formaður Hjarta-
verndar, bauð gesti velkomna. Vil-
mundur Guðnason, forstöðulæknir
Hjartaverndar, kynnti síðan stöð-
una og ný verkefni Hjartaverndar.
Þrátt fyrir ný verkefni mun
Hjartavernd áfram vinna að því
sem kallað er hefðbundið áhættu-
mat og öðrum rannsóknum sem
þegar eru hafnar.
Ný rannsóknarstöð Hjartaverndar tekin formlega í notkun
Aukin umsvif vegna öldr-
unarrannsóknar
Morgunblaðið/Sverrir
Nýtt húsnæði Hjartaverndar var tekið í notkun í gær. Á myndinni eru
Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra og Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar.
ÞEIR sem greiða vanskilavexti í dag
greiða 14,5% í raunvexti miðað við
síðustu vísitölumælingu Hagstof-
unnar. Vanskilavextir, sem í dag eru
22%, hafa ekkert breyst á þessu ári
þó að verulega hafi dregið úr verð-
bólgu. Í mars námu yfirdráttarlán
lánakerfisins samtals 162 milljörðum
króna. Tekjur lánastofnana af þess-
um yfirdrætti eru varlega áætlaðar
um 30 milljarðar króna á ári.
Vanskilavextir voru hæstir 24% á
fyrri hluta síðasta árs, en þeir lækk-
uðu um 0,5% í maí í fyrra og fóru síð-
an niður í 22% um áramót. Verð-
bólga var á síðari hluta síðasta árs
liðlega 8%, en það þýðir að raunvan-
skilavextir voru tæplega 15% á þeim
tíma. Í janúar var 12 mánaða verð-
bólga í hámarki en þó voru vanskila-
vextir 22%. Raunvanskilavextir
voru þá u.þ.b. 12,5%. Samkvæmt
síðustu mælingu Hagstofunnar er
12 mánaða verðbólga 7,5% og því
eru raunvanskilavextir 14,5%. Ef
hins vegar er miðað við 6 mánaða
verðbólgu eru raunvextirnir 18%.
Líkur eru á að mæling Hagstofunn-
ar sem birt verður eftir helgi sýni
óverulegri hækkun verðlags sem
þýðir enn frekari lækkun á 12 mán-
aða verðbólgu.
162 milljarðar
í yfirdráttarlánum
Samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabanka námu yfirdráttarlán í
bankakerfinu samtals 162,2 milljörð-
um 31. mars sl. Um áramótin námu
þessi lán 135,5 milljörðum og hafa
því hækkað um 26,7 milljarða á
þremur mánuðum. Yfirdráttarlán
einstaklinga námu 66,8 milljörðum í
lok mars, en námu 59,6 milljörðum
um síðustu áramót og 54,2 milljörð-
um í ársbyrjun í fyrra. Yfirdráttar-
lán fyrirtækja námu 74,6 milljörðum
í lok mars og höfðu þau hækkað um
5,2 milljarða frá áramótum. Yfir-
dráttarlán fyrirtækja í ársbyrjun
2001 námu 55,8 milljörðum.
Vextir á yfirdráttarlánum sem
fyrirtæki taka eru núna 18,5–
19,45%. Einstaklingar greiða 19–
19,65% í vexti af yfirdráttarlánum.
Bankarnir bjóða sumum viðskipta-
vinum sínum afslætti frá þessum
vöxtum. Varlega áætlað má gera
ráð fyrir að bankar og sparisjóðir
séu því að innheimta um 30 millj-
arða í vexti af yfirdráttarlánum á
ári.
Í lok mars námu yfirdráttarlán í bankastofnunum 162 milljörðum
Innheimta 30 milljarða í
vexti af yfirdráttarlánum
ALLIR heilsugæslulæknar á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja, fast-
ráðnir sem lausráðnir, hafa sagt
upp störfum, að sögn Kristmundar
Ásmundssonar, yfirlæknis heilsu-
gæslusviðs stofnunarinnar. Lækn-
arnir sögðu upp 1. maí síðastliðinn
og sagði Kristmundur starfi sínu
lausu í kjölfarið þegar hann áttaði
sig á því að hann yrði eini starfandi
heilsugæslulæknirinn á Suðurnesj-
um. Alls er um að ræða tíu fast-
ráðna lækna og tvo lausráðna sem
endurnýja ekki samninga sína.
Ástæðan er að sögn Kristmundar
óánægja með starfsskilyrði heilsu-
gæslulækna og yfirgangur heil-
brigðisráðuneytis. Hann segir úr-
skurð kjaranefndar um að heilsu-
gæslulæknum skuli ekki greitt fyrir
útgáfu vottorða og síðar úrskurð
um að læknum skuli greidd einhver
þóknun fyrir, einungis vera kornið
sem fyllti mælinn. „Það er búið að
ganga á ýmsu í heilsugæslunni.
Starfsskilyrði okkar hafa versnað
til muna og menn eru mjög
óánægðir almennt,“ segir Krist-
mundur. Heimilislæknar hafi ekki
sambærileg starfsskilyrði og aðrir
sérfræðingar í landinu, þeim sé t.d.
ekki mögulegt að opna sína eigin
stofu.
Á heilsugæslustöðinni Sólvangi í
Hafnarfirði undirbúa allir heilsu-
gæslulæknarnir hópuppsögn. Emil
Sigurðsson yfirlæknir segir að um
níu lækna sé að ræða. Verið sé að
skoða hvernig hægt sé að útfæra
uppsögnina þannig að fólkið geti
haldið áfram að starfa saman. Emil
segir að meðal annars sé í skoðun
hvort hópurinn geti stofnað lækna-
stofu í sameiningu.
Læknar á Suður-
nesjum segja upp
FYRRVERANDI stjórnarformaður
og framkvæmdastjóri Juris, inn-
heimtu- og lögfræðistofu, var dæmd-
ur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness í gær og til greiðslu tæp-
lega 4,2 milljóna króna bóta fyrir fjár-
drátt og skjalafals.
Ákærði var sekur fundinn um það
að hafa á tímabilinu 18. október 1995
til og með 10. janúar 2000 dregið sér
og notað í rekstur Juris samtals
9.455.703 kr. sem var hluti af greiðsl-
um sem innheimtar voru upp í kröfur
43 viðskiptamanna Juris hjá 95 skuld-
urum þeirra. Þá var hann fundinn sek-
ur um að hafa falsað alls níu víxla sem
hann notaði í viðskiptum. Við refsi-
ákvörðun var litið til þess að ákærði
olli fjölda viðskiptamanna Juris yfir-
gripsmiklu fjárhagstjóni með brotum
sínum og að þau tóku yfir langt tíma-
bil. Með brotunum þótti hann og hafa
brugðist trúnaðartrausti þessara við-
skiptamanna, sem og skuldaranna,
sem eru 95 talsins. Ákærða var metið
til refsimildunar að hann var sam-
vinnufús við rannsókn málsins og að-
stoðaði lögregluna eftir föngum við að
upplýsa það. Hann var einnig dæmd-
ur til að borga allan sakarkostnað.
Guðmundur L. Jóhannesson hér-
aðsdómari kvað upp dóminn. Skipað-
ur verjandi ákærða var Helgi Jóhann-
esson hrl. Sækjandi var Helgi M.
Gunnarsson.
15 mánaða
fangelsi fyr-
ir fjárdrátt
og skjalafals
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sækir árlegan sumarfund forsætis-
ráðherra Norðurlanda sem haldinn
verður í Molde í Noregi dagana 12.
og 13. maí nk.
Auk þess að ræða sameiginleg
málefni munu norrænu forsætisráð-
herrarnir eiga fund með Thabo
Mbeki, forseta Suður-Afríku. „Við
forsætisráðherrarnir höfum stund-
um hitt ráðherra frá öðrum heims-
hlutum. Forsætisráðherra Japans
hefur í tvígang komið á þessa fundi,“
sagði Davíð í samtali við Morgun-
blaðið og sagðist telja að fróðlegt
myndi verða að hitta Thabo Mbeki
að máli.
Eiga fund
með forseta
Suður-Afríku