Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BERGÞÓR Pálsson barítonsöngv-
ari og Jónas Ingimundarson píanó-
leikari halda ljóðatónleika í Saln-
um í kvöld kl. 20. Á efnisskrá er
ljóðaflokkurinn Dichterliebe (Ást
skáldsins) eftir Schumann og
frönsk ljóðalög eftir Chausson,
Gounod, Duparc og Ravel.
Ást skáldsins eftir Schumann er
einn þekktasti lagaflokkur, sem
saminn hefur verið, með16 lögum
við ljóð eftir Heine. Bergþór segir
að lögin láti ekki öll mikið yfir sér,
„en magn er ekki alltaf sama og
gæði, stundum er það smæsta það
dýrmætasta í lífinu. Schumann var
glæsipíanisti og var með þeim
fyrstu til að gera píanóinu jafnhátt
undir höfði og röddinni. Tónlist og
orð eru svo samtvinnuð, að þeir fé-
lagar hafa greinilega verið andlega
skyldir, enda báðir nánast sjúklega
viðkvæmir. Það má reyndar segja
um frönsku tónskáldin líka og ástin
hjá rómantísku skáldunum er
gjarnan óendurgoldin. En þráin
eftir óskilgreindri fyllingu, ham-
ingju og samræmi er alls ekki
bundin við rómantíska tímann,
heldur er hún sammannleg á öllum
tímum og kannski ekki síst í dag,
þegar fólk hefur mikil ytri gæði, en
virðist samt vera í sífelldri leit eftir
einhverju óþekktu. En stundum
rofar til og kemur vor! Og jafnvel
fáum við fínlegan húmor í lokin í
lögunum um hinn sjálfumglaða að-
alsmann, Don Kíkóta.“
Íslenskar þýðingar á skjá
Á tónleikunum verður íslenskum
þýðingum í fyrsta skipti varpað
upp á skjá. „Þetta hefur raunar
lengi verið gert í óperuhúsum,“
segir Bergþór. „Á ljóðatónleikum
fær maður hins vegar oftast lítinn
bækling með þýðingum. Mér finnst
þó truflun að því að rýna ofan í efn-
isskrár og það segir ekki nema
hálfa söguna að horfa á söngv-
arann og reyna að ráða í svip-
brigðin. Það er svipað og að hlusta
á útlending tala mál sem maður
skilur ekki í einn og hálfan tíma.
Eftir svoleiðis útreið er maður
örmagna og tómur. Ég held að
þetta sé ástæðan fyrir því, að
margir halda að þetta listform sé of
framandi fyrir sig. Þess vegna
langar mig til að hjálpa hverjum
sem er utan af götunni til að koma
og njóta alls sem fer fram. Raunar
er ekki fráleitt að varpa texta upp,
jafnvel þótt söngvarar séu að
syngja á máli sem allir skilja, því
þeir eru misleiknir í að halda text-
anum skýrum. Ef orð eru notuð á
annað borð, hlýtur að vera frum-
skilyrði að þau komist til skila, svo
að þau nái tilgangi sínum. Ég vona
að þetta gangi tæknilega vel fyrir
sig, en mér finnst það a.m.k. til-
raunarinnar virði.“
Þetta eru fyrstu ljóðatónleikar
Bergþórs í nokkurn tíma. Hvað
veldur?
„Það er sérkennilegt, því að
þetta listform höfðar meira til mín
en allt annað. Ástæðan er kannski
fyrst og fremst praktísk, ég hef lif-
að af söng á Íslandi sl.15 ár, en það
er fyrst og fremst vegna tækifær-
issöngs sem ég hef átt salt í graut-
inn. Því miður hefur engum söngv-
ara ennþá tekist að lifa af
óperusöng einum saman á Íslandi,
– þó að fastráðningar við Óperuna
séu skref í rétta átt, – hvað þá
ljóðasöng. Ef vel á að vera, þarf
söngvari að undirbúa sig fyrir
ljóðatónleika í a.m.k. heilt ár, í
fyrsta lagi að læra ljóðin, skilja og
skynja hvert einasta orð, sökkva
sér ofan í verkefnið, kafa ofan í
merkinguna, gráta og hlæja og
upplifa ljóðin jafnvel svo sterkt að
hann næstum bilist og sé lagður
inn. Þetta er dálítið sérstæð árátta,
en af einhverjum ástæðum er þetta
ótrúlega spennandi viðfangsefni.“
Botnlaus áhugi
Hvað þarf ljóðasöngvari að hafa
til brunns að bera?
„Mikla fantasíu, en kannski fyrst
og fremst takmarkalausa virðingu
fyrir viðfangsefninu og botnlausan
áhuga fyrir orðsins list, ekki síður
en tónlist. Í frægu Stuðmannalagi
segir, að ég mundi gera allt fyrir
frægðina, nema kannski að koma
nakinn fram. Góður ljóðasöngvari
gefur hins vegar ekkert fyrir
frægðina eða aðdáun annarra, en
þarf að vera tilbúinn til þess að
koma nakinn fram. Þá meina ég að
ljóðatónleikar eru ekki nema svip-
ur hjá sjón, ef söngvarinn deilir
ekki töluverðum hluta af sálarkirn-
unni með áheyrendum. Ég sótti
nokkur námskeið hjá þeim fræga
ljóðasöngvara Gérard Souzay. Mér
er alltaf minnisstætt þegar hann
sagði: Þú skalt gæta þess að spegla
ekki sjálfan þig í tónlistinni, það er
tónlistin sem á að speglast í þér.
Það er eitthvað óekta við það
þegar söngvarar með góðar raddir
virðast syngja með það að mark-
miði að slá sér upp og baða sjálfan
sig í aðdáun annarra, þó það geti
auðvitað verið bráðfyndið í aðra
röndina. En auðvitað þarf allt að
koma saman, það er líka frat að
syngja Hamraborgina og sleppa
háa tóninum í lokin. Sé hann glæsi-
legur, er það gott og blessað, en hjá
góðum listamanni verður tónninn
aðeins punkturinn yfir i-ið, aðeins
tjáning á því að „nóttin logar af
norðurljósum“. Og hjálpi mér hvað
það er margt sem getur gerst við
þær aðstæður! Það er einmitt slík
skynjun sem áheyrendur eiga að
geta upplifað og bætt við sínum
eigin hugarheimi og ímyndunarafli
á ljóðatónleikum.“
Takmarka-
laus virðing
Morgunblaðið/Kristinn
Jónas Ingimundarson og Bergþór Pálsson koma fram í Salnum í kvöld.
HVERS vegna Bach umritaði tríósónötur
sínar þrjár í G, D og g fyrir flautu, fiðlu og
fylgibassa (BVW 1027-29), sem 1980-útgáfa
Groves treystir sér ekki til að tímasetja nán-
ar en 1720–39, fyrir sembal og gömbu, er
ekki vitað. E.t.v. var það með nemanda sinn
gömbusnillinginn Karl F. Abel (1723–87) í
huga, er starfaði mikið með syni Bachs Jo-
hann Christian í London. Þar var hið forna
strokhljóðfæri enn í miklum metum og hafði
verið allt frá endurreisnarskeiði fram eftir
dögum Purcells, þótt hyrfi að mestu úr notk-
un annars staðar upp úr Spænska erfða-
stríðinu.
En hvað sem því líður þá hefur jafnan
reynzt staðgóður mælikvarði á burðargetu
viðkomandi tónefnis þegar Bach umritaði
eldra verk eftir sig fyrir nýja áhöfn, því oft-
ar en ekki er um sérstaklega grípandi stefja-
val að ræða. Það kemur dável heim og sam-
an við gömbusónöturnar, sem uppfullar eru
af óvenjuhrífandi lagferli, og er D-dúr són-
atan þar sízt eftirbátur systra sinna. Sjálf-
stæður hermikontrapunktur hægri handar á
hljómborðið til móts við gömburöddina ber
upphaflegri flauturödd glöggt vitni, og lag-
ræn áhrif frá stimamjúkum „galant“-stíl
Frakka eru víða til vísbendingar um að
frumverkið geti varla hafa verið samið öllu
fyrr en upp úr 1730, þegar rókókó-undanfari
snemmklassíkur hóf að ryðja „lærðu“ vinnu-
brögð barokksins úr tízku. Það er reyndar
til marks um snilld Bachs hvað honum tókst
oft á seinni árum að laga sig að ríkjandi
smekk án þess að slaka á eigin kröfum um
vandaða raddfærslu, og er Tríósónatan úr
Tónafórninni meðal glæsilegustu dæma
þess.
Jafnvægið milli hljómborðs og hinnar lág-
væru gömbu var ekkert vandamál á hámekt-
ardögum sembalsins. Svo er hins vegar í dag
ef píanó er inni í dæminu, því þó að sellóið sé
kraftmeira en gamla þverbandastrokfærið,
er nútíma slagharpa tugfalt hljómstyrkari
en nokkur semball. Jafnvel á hálfopnu flyg-
illoki hafði sellóleikur Nicole Völu ekki alltaf
í fullu tré við píanóið, enda þar við mikinn
nótnaflaum að eiga í hröðu þáttum són-
ötunnar (II. og IV.) sem varð enn erfiðara
að hemja í eldhressu tempóvali dúósins.
Burtséð frá þeim vanda, sem gerir þetta til-
tekna verk trúlega verr fallið til slaghörpu-
útfærslu en mörg önnur sembalverk Bachs,
fannst mér atgangur téðra þátta ganga tölu-
vert út yfir innbyggða danssveiflu rithátt-
arins, og hefði í stöðunni verið músíkalskara
bragð hjá Árna að viðurkenna hljómþunga
hljóðfærisins og leika hægar, í stað þess að
eltast líkt og í upphafshyggjuskyni við hrað-
saumsyfirburði sembalsins. Að auki hefði
gefizt tóm til að gefa rytmíkinni meiri gaum,
einnig í selló. Hægu þættirnir tókust hins
vegar mjög vel, og var einkum fallega „sung-
ið“ hjá báðum í þeim fyrsta. Þrískipt hrynj-
andin var að vísu svolítið órytmísk í III., en
legatóstaðirnir vógu hana upp.
Gamban hafði verið týnd og tröllum gefin
hátt í öld þegar hún endurbirtist skyndilega
í Vín kringum 1820 í formi sex strengja
strokgítarsins „arpeggione“. Hljóðfærið
naut nægilegrar alþýðuhylli til að Schubert
náði að semja fyrir hana þríþætta sónötu,
skömmu áður en hún datt jafnskyndilega úr
tízku og hefur ekki sézt síðan. Einhver kvitt-
ur ku þó á sveimi um að ónefndur ein-
staklingur suður í löndum sérhæfi sig í ar-
peggioneleik. Gott ef ekki hann lifi á þessu
eina verki, sem sellóleikarar heims hafa ann-
ars tekið upp á sína arma, enda meðal inn-
blásnustu kammerdúóa Schuberts og vin-
sælt eftir því. Þrátt fyrir aðgengilegt tónmál
útheimtir strokröddin m.a. töluverða hæð-
artækni í sellóútgáfunni, sem virtist leika í
höndum Nicole Völu, er auk þess brilleraði
bæði á hraðspiccató og í hægum legatóleik
með ferskri og fallegri hendingamótun, enda
verkinu augsýnilega þaulkunnug. Píanistinn
féll og vel að heildinni með snörpum en
snyrtilegum leik í allgóðu jafnvægi, og forn-
hverfur húmorinn fékk að leika lausum hala
í piparjunkulegum tríókafla lokaþáttarins.
Glettnin réð einnig víða ríkjum í lokaverki
kvöldsins, hinni meistaralegu fjórþættu Són-
ötu Sjostakovitsjar frá 1934, sama ári og
hann var tekinn á teppið hjá Stalín fyrir
„Kaos í stað tónlistar“. En hér grúfði aftur á
móti undir nístingsnapur tónn, m.a.s. í
laumulegu „róbotnik“-kómíkinni í Fínalnum
sem leiddi hugann að tilburðum Chaplins við
færibandið í Nútímanum. Flytjendum
tókst bráðvel upp í þessari frábæru tónsmíð,
sem frá upphafi til enda er sneisafull af rak-
vélablaðshvassri andagift.
T.a.m. nutu sín skemmtilega andstæðurn-
ar milli hins tryllta nornadans í upphafi II.
þáttar og sakleysislegu spiladósastefjanna í
kjölfarið, og mótun dúósins var borin uppi af
þroskuðu öryggi í fáguðum Largóþættinum
(III.), í skáldlegri andstöðu við ofsafengnu
sviptingarnar í IV. Einstaka sinnum hefði
kannski mátt gæla nákvæmar við rytmíkina,
en í heild var sönn ánægja af innlifaðri túlk-
un þeirra tvímenninga á þessu sígilda dæmi
um að frumleiki í tónlist þarf ekki endilega
að vera háður framsækni og tilrauna-
mennsku.
Ferskt og
innlifað
TÓNLIST
Salurinn
J. S. Bach: Gömbusónata í D, BWV 1028. Schubert:
Sónata í a, „Arpeggione“. Sjostakovitsj: Sónata í d,
Op. 40. Nicole Vala Cariglia, selló; Árni Heimir Ing-
ólfsson, píanó. Þriðjudaginn 7. maí kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
FÆREYSKU myndlistarmennirnir
Olivur við Neyst og Anker Morten-
sen sýna um þessar mundir málverk
í Baksalnum í Galleríi Fold.
Olivur og Anker hafa hvor með
sínum hætti vakið athygli á listsvið-
inu í Færeyjum, Danmörku og víð-
ar. Olivur er meðal þekktari fær-
eyskra samtímalistamanna en hann
lauk námi við Listaakademíuna í
Kaupmannahöfn árið 1981 og hefur
sýnt víða á Norðurlöndunum. Olivur
segist hafa komist í kynni við ís-
lenskan listheim í gegnum góðan vin
sinn sem er skipstjóri á íslenskum
togara. Sá er mikill fagurkeri og
nýtir víðförli sína sem skipstjóri til
þess að fylgjast með myndlistarlífi.
„Matthías er enginn venjulegur
skipstjóri.....“ segir Olivur hugsi,
„En hann kynnti mig sem sagt fyrir
Tryggva og Elínbjörtu í Galleríi
Fold. Ég sýndi hérna árið 1997, og í
þessu tilfelli var það aftur Matti sem
kom okkur Anker saman um að
halda þessa sýningu í galleríinu nú.
Við Anker þekkjumst vel og má
finna ákveðin tengsl í því sem við er-
um að gera. Þannig fannst okkur
góð hugmynd að sýna saman ný
verk úr okkar fórum,“ segir Olivur.
Þegar litið er til verkanna á sýn-
ingunni má greina með þeim nokkur
tengsl, Olivur segir að þau felist í
notkun beggja á bláa litnum, en
Anker telur að áhrifin séu e.t.v. ör-
lítið flóknari en svo, þar nálgist þó
báðir listamenn náttúruna á hug-
lægan máta. „Olivur er kannski eins
og einni kynslóð á undan mér í mál-
verkinu, og eru verk hans e.t.v. hluti
af hefð sem ég vinn út frá. Afstrakt-
málverkið hefur verið mjög sterkt í
færeyskri myndlist frá því á 6. ára-
tugnum og sumir tala um að þar ríki
mikið frelsi í tjáningu, um leið og
náttúran sé þar miðlæg. Persónu-
lega vinn ég mín verk sem huglæga
túlkun eftir að hafa stúderað lands-
lagið vel. Þetta er eina rétta leiðin
að mínu viti þar sem upplifunin
kemur í raun aldrei fyrr en eftir að
maður hefur séð hlutina og stúderað
þá. Þá fyrst getur maður raunveru-
lega „séð“ hlutinn. Ég nálgast í raun
landslagið á þennan hátt, ekki síst
færeyska náttúru, en ég bý þar
hluta ársins, eins og farfugl,“ segir
Anker.
Í Baksalnum sýnir Anker níu stór
olíuverk, ætingu og gipsverk en
Olivur sýnir 11 olíumálverk og 16
vatns- og pastelverk. Verk hins síð-
arnefnda bera sterk einkenni af-
strakt expressjónisma og eru þau að
hans eigin sögn unnin út frá áhrifum
af færeysku náttúruumhverfi. „Ég
bý í Þórshöfn og mála náttúruna í
kring með afstrakt og fígúratívri
nálgun. Ég kæri mig satt að segja
lítið um innsetningar og aðra til-
burði. Málverkið er minn miðill,“
segir Olivur og eftirlætur væntan-
legum sýningargestum frekari út-
leggingar á verkum sínum.
Sýningin Úr frændgarði var opn-
uð síðastliðinn laugardag og mun
hún standa til 20. maí næstkomandi.
Á sama tíma stendur yfir sýning á
vefmyndum Vigdísar Kristjánsdótt-
ur (1903–1981) í Rauðu stofunni í
Galleríi Fold.
Málverk úr frændgarði
Olivur við Neyst og Anker Mortensen sýna málverk í Galleríi Fold.