Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á einum besta stað í Smáranum er til sölu/leigu
glæsilegt 8.000 fm versl.- og skrifstofuhúsnæði í
tveimur fimm hæða lyftuhúsum á hornlóð við
Smáralind. Um er að ræða Hlíðasmára 1, ca
3.700 fm, og Hlíðasmára 3, ca 4.400 fm, ásamt
tengingu milli húsa. Grunnflötur hæða frá 450 til
1.150 fm. Mjög góð aðkoma. 250 bílastæði.
Eignin afhendist fullbúin að utan, sameign fullbú-
in að innan sem og utan, lóð fullbúin og malbik-
uð bílastæði. Hlíðasmári 3 til afhendingar í júlí
2002. Frábær framtíðarstaðsetning. Byggingar-
aðili Byggir ehf.
HLÍÐASMÁRI 1 OG 3 - TIL SÖLU/LEIGU
jöreign ehf
sími 533 4040
Eignamiðlunin
sími 588 9090
Magnús sími 899 9271
Eyjabakki Í einkasölu falleg 4ra her-
bergja 103 fm íbúð á 3ju hæð. Rúm-
góð herbergi. Vandaður frágangur.
Nýtt gler og ný eldhústæki. Þetta er
falleg íbúð í barnvænu umhverfi.
Stutt er á alla þjónustu. V. 11,7 m.
Ath. 12 myndir á netinu
Eyri - Reykjalundi - Mos. Höfum í
einkasölu sumarbústað, sem er
byggður sem heilsárshús í þessari
einstöku gróður- og útivistarperlu í
Mosfellsbæ. Húsið er ca 70 fm með
svefnlofti ásamt sérstæðu húsi ca
20 fm. Byggt úr timbri 1993. Ein-
stakt tækifæri til að eignast fal-
lega eign á gróðursælum stað.
Uppl. á skrifstofu hjá Sæberg.
Eyjabakki
Eyri - Reykjalundi - Mos.
Á ÞESSU ári er Nafnlausi leikhóp-
urinn í Kópavogi 10 ára og af tilefn-
inu hafa hópurinn og Smellarar í
Hana-nú sett á svið nýtt íslenskt
verk eftir Jónínu Leósdóttur blaða-
mann og rithöfund, sem frumsýnt
verður í Hjáleigunni í Félagsheim-
ilinu í Kópavogi kl. 14 á laugardag.
Síðan verða sýningar daglega kl. 14
frá og með frumsýningu laugardag-
inn 11. maí til og með laugardeginum
18. maí. Sýningin tekur tæpa
klukkustund og tilvalið að fá sér leik-
húskaffi í félagsheimilinu Gjábakka
á eftir.
Verkið, sem nefnist Smellur...
aldrei of seint, hefur verið togað og
teygt sundur og saman af leikhópn-
um og leikstjóranum, Ásdísi Skúla-
dóttur, í samvinnu við höfundinn.
Hlín Gunnarsdóttir, leikmynda- og
búningahönnuður, tíndi til blúndur
og borða.
Að sýningunni koma hátt á þriðja
tug manna auk gestaleikara á hverri
sýningu.
Meðalaldur leikara er tæp 78 ár
fyrir utan „drenghnokka“ nokkurn
rétt yfir fertugt! Tveir fyrrverandi
formenn Nafnlausa leikhópsins taka
þátt í sýningunni, Valdimar Lárus-
son leikari og Þorgeir Gestsson
læknir. Núverandi formaður er Sig-
ríður Sörensdóttir.
Nafnlausi leikhópurinn í Kópavogi
Þátttakendur í sýningunni á æfingu í Gjábakka.
Meðalaldur 78 ár
SÝNING Jóns Sigurpálssonar –
Vitar – í gryfju Listasafns ASÍ er
ekki mikil að vöxtum, en þétt, efnis-
mikil og inntaksrík. Hún er byggð á
fimm lágmyndum – plötum úr járni –
sléttum, en bentum á jöðrum eins og
dragspil, og máluðum á röngunni.
Við hlið hverrar plötu hangir áletrað
gardínuefni, haldið strekktu með
járnteinum.
Áletranirnar eru í formi versa –
fjögurra lína – og lýsa veðráttu.
Listamaðurinn segist hafa rekist á
lýsingarnar í Ársriti Sögufélags Ís-
firðinga frá 1956. Þar er grein um
veðurfar eftir Bjarna bónda Sigurðs-
son í Vigur og segir Jón að flest heit-
in hafi komið honum spánskt fyrir
sjónir. Með því að draga orðatiltæk-
in saman í óbundnar ferskeytlur hafi
orðið til fimm vers, verðugur efnivið-
ur í samsettar lágmyndir.
Frómt frá sagt eru lýsingarnar
hrífandi og dregnar saman af næmri
málkennd. Sú þriðja er til dæmis
svona:
Þrjár eru sólir á lofti
sjaldan er gýll fyrir góðu
nema úlfur á eftir renni
suðræna og kyrr kjör.
Var nema von að einn sýningar-
gesta héldi að þetta væri úr fornri
kviðu, jafnvel Eddukvæðum, svo
kliðmjúkt sem það hljómar?
Af smekkvísi fellir Jón lýsingarn-
ar inn í verk sín svo úr verða – mér
liggur við að segja – eins konar alt-
aristöflur, því hvað er meir í takt við
andann – pneuma þeirra Forn-
Grikkjanna og síðar heilagleik al-
mættisins – en kjarnmiklar veður-
farslýsingar?
Að vísu lýsa þær ekki andanum
frumspekilega, spyrjandi um eðli
hans. En á nútímavísu gera þær ferli
hans og háttalagi þeim mun verðugri
skil. Af þessu má ráða að arftaki guð-
spekinnar á okkar trúlausu öld sé
veðurfræðin. Leitinni að þeim sem
stýrir vindum er þar fram haldið og
Jón Sigurpálsson kemur því fagnað-
arerindi til skila af sínu alkunna lát-
leysi.
Orð og
efni
Frá sýningu Jóns Sigurpálssonar í gryfju Listasafns ASÍ.
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Til 12. maí. Opið þriðjudaga til sunnu-
daga frá kl. 14-18.
BLÖNDUÐ TÆKNI
JÓN SIGURPÁLSSON
Halldór Björn Runólfsson
LISTAHÁTÍÐ verður rétt gengin í
garð, 11. maí, þegar Íslenski dans-
flokkurinn frumsýnir á hennar veg-
um Sölku Völku, nýtt dansverk eft-
ir Úlfar Inga Haraldsson tónskáld
og Auði Bjarnadóttur danshöfund.
Sýningin er því meðal opnunarvið-
burða hátíðarinnar, en verkið er
samið í tilefni aldarafmælis Hall-
dórs Laxness.
Í dansverkinu er aðaláherslan
lögð á perónusögu Sölku Völku,
Sigurlínu, Steinþórs og Arnalds. Í
forgrunni er togstreita ólíkra afla;
ólíkra skapgerða; ástar og haturs,
sorgar og gleði, lífs og dauða. Bak-
grunnur verksins er ofinn útfrá
andstæðum borgarsamfélagsins og
sveitarinnar. Tíu dansarar dansa,
sviðsmynd hannaði Sigurjón Jó-
hannsson, Sigrún Úlfarsdóttir
hannaði búninga og Elfar Bjarna-
son hannaði lýsingu.
Úlfar Ingi Haraldsson tónskáld
segir að hugmyndin að smíði verks-
ins hafi komið til sín með skömmum
fyrirvara, þar sem hann hljóp í
skarðið fyrir annað tónskáld sem
ekki gat sinnt verkefninu. „Ég tók
verkið að mér með því skilyrði að
ég fengi að vinna það allt í stúdíói.
Þetta er aðferð sem er enn nokkuð
ný fyrir mig, en ég hef þó svolitla
reynslu í. Ég spila allt inn sjálfur,
annars er þetta ekki bara hefð-
bundin spilamennska, því ég er líka
með hrein rafhljóð og breytt og
sömpluð hljóð. Ég vildi geta unnið
verkið svona, bæði vegna þess að
það var ekki langur tími til stefnu,
en líka vegna þess að kostnaðar-
áætlun fyrir verkið var ekkert
glimrandi fín. Ef ég hefði þurft að
kaupa músíkanta til að spila og
gera þessa hluti, þá hefði þetta ver-
ið fljótt að fara fram úr áætlun. Ég
nota mikið hljóðfæri sem tengjast
sjálfum mér sterkt eins og strengja-
hljóðfæri; fiðlu og kontrabassa,
kassagítara sem ég nota með alls
konar hljóðum og effektum og
hljóðgervla. Þannig er þetta mixt-
úra af mörgu og hljóðheimur sem
tengist mér persónulega. Ég hugs-
aði þetta frekar sem eins konar en-
semble, eða hljóðfæramúsík, og
vildi ekki fara alveg í áttina að
hreinni elektrónískri músík, vildi
frekar forðast það.“ Úlfar Ingi seg-
ir þó að það hafi ekki eingöngu ver-
ið aðstæðurnar sem hafi ráðið því
að hann vildi vinna verkið að öllu
leyti í stúdíói. Hann hafi haft sér-
stakan áhuga á því að vinna verk-
efnið þannig, vegna þess hve mikil
ögrun það er, en hann hefur áður
unnið smærri verkefni á svipaðan
máta. Reyndar koma örfáir tónlist-
armenn við sögu og leika stutt brot
í verki Úlfars Inga.
Tónlist með
frásagnaranda
Úlfar Ingi segir að Auður Bjarna-
dóttir hafi í upphafi verið með
ákveðnar hugmyndir um dansinn,
og að hún hafi viljað fylgja sögunni
nokkuð vel. „Ég var
strax alveg fylgjandi
því. Þannig má segja að
tónlistin sé í einhvers
konar frásagnaranda,
án þess að tónlistin bein-
línis segi söguna. Þetta
er kannski ekki ósvipað
kvikmyndatónlist. Það
vakti fyrir mér að skapa
stemmningar og hug-
hrif frekar en að búa til
ákveðna prógramm-
tónlist. Mig langaði líka
að draga fram í tónlist-
inni ákveðna einfeldni
eða einlægni sem ég finn
í sögunni, en það er líka
þung undiralda sem liggur undir
yfirborðinu.“ Úlfar Ingi segist líka
hafa haft hræsnina í sögunni í huga
þegar hann samdi verkið. „Hræsnin
í sögunni birtist á svo margvíslegan
máta; það er hræsni kapítalistanna,
hræsnin í trúnni og líka hræsni í
viðhorfum verkalýðsforsprakk-
anna. Þar eru notuð stór orð, en
þeim er ekkert endilega treyst-
andi.“
Það eru þau Guðmundur Elías
Knudsen, Hildur Óttarsdóttir, Hlín
Diego Hjálmarsdóttir, Jesus De
Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á.
Johnson, Lára Stefánsdóttir, Peter
Anderson og Trey Gillen sem
dansa. Þrjár sýningar verða á
Sölku Völku í Borgarleikhúsinu; 11.
maí kl. 16 og 16. og 17. maí kl. 20.
Salka Valka við tónlist Úlfars Inga Haraldssonar á Listahátíð
Einlægni yfir ólg-
andi undiröldu
Úlfar Ingi Haraldsson tónskáld.
NÚ stendur yfir í Alþjóðahús-
inu á Hverfisgötu sýning á mál-
verkum Huberts Dobrzaniecki.
Hubert er pólskættaður en hef-
ur búið hér um nokkurra ára
skeið. Einnig sýna tveir pólskir
ljósmyndarar, Jacek Pluszcz og
Michal Bukowski, myndir frá
sínum heimaslóðum. Sýningin
stendur til 18. maí.
Málverk í Al-
þjóðahúsinu
Gallerí Reykjavík
Sýningu þriggja Spánverja,
Carmelo Hidalgo, Marijo Mur-
illo og Rocío Gallardo, er fram-
lengt fram á mánudag. Sýning-
in er opin frá 12–18 virka daga,
laugardaga kl. 11–16.
Sýning
framlengd
Fella- og Hólakirkja. Vortónleikar
Snæfellingakórsins verða kl. 20. Á
efnisskránni eru íslensk og erlend
lög. Vigdís Björg Sigurgeirsdóttir
syngur einsöng. Undirleikari á píanó
er Lenka Mátéová. Stjórnandi kórs-
ins er Friðrik S. Kristinsson.
Í DAG