Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 31

Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 31 AFMÆLISSTELPA er skrítin mynd. Hún fer einhvern veginn í all- ar áttir, en samt enga. Sagan er samt býsna góð. Þar segir frá John, ein- mana breskum strák, sem leitar sér að kvonfangi. Það finnur hann loks í Nadiu, sem hann getur pantað á Netinu frá Rússlandi. Og blessunin kemur strompreykjandi og kann ekki orð í ensku. Það finnst John ómögulegt, en þau læra þó á hvort annað og líður ágætlega þar til að frændur Nadiu, þeir Alexei og Yuri, birtast á afmælisdaginn hennar. Það er skemmtilegt leikaralið í myndinni. Ben Chaplin leikur John mjög vel, þótt hlutverk hans sé ekki sérlega vel skrifað. Fyrst er hann svo litlaus og leiðinlegur að maður hefur enga samúð með honum, en við mótlætið verður hann bara kyn- þokkafullur töffari. Þessi munur á honum er mjög ósannfærandi per- sónuþróun. Nicole Kidman er fín sem Nadia, sem hefði verið gaman að geta haft einhverja samúð með, en hún er greinilega alger ruglukolla, og ekki það heillandi mannvera, að manni er nokk sama hvernig fer fyrir henni. Frakkarnir Vincent Cassel og Mathieu Kassovitz sýna í hvert sinn að þeir eru fínustu leikarar, og Vin- cent er mjög sannfærandi sem hinn furðulegi og ógeðfelldi Alexei. Bræðurnir Butterworth virðast ekki alveg hafa gert upp við sig hvers konar mynd þeir vildu gera þegar Afmælisstelpa komst fyrst niður á blað. Ég myndi segja að hún væri rómantísk gamanmynd vafin inn í glæpasögu með raunsæjum undir- tóni, en samt nær hún ekki að vera neitt af þessu. Tónninn er ójafn og leikstjórnin líka. Og eiginlega leidd- ist mér undir þessari markleysu. Ósannfærandi á alla vegu Hildur Loftsdóttir KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjóri: Jez Butterworth. Handrit: Tom Butterworth og Jez Butterworth. Kvikm.t: Oliver Stapleton. Aðalhlutverk: Nicole Kidman, Ben Chaplin, Vincent Cassel, Mathieu Kassovitz. UK/USA 93 mín. Miramax Films 2001. BIRTHDAY GIRL/AFMÆLISSTELPA NÍUTÍU ár þykir virðulegur starfsaldur hér í álfu vorrar yngsta tónlistarlandi. En í tónlistarflutningi þýðir sem kunnugt er ekki að blaka lárviði frá í gær, séu menn ónýtir í dag. Góð frammistaða er ævinlega árangur stöðugrar árvekni. Það var því ánægjulegt að verða þess áskynja á fjölsóttu tónleikunum í Hafnarborg á sunnudagskvöld hvað elzti starfandi karlakór landsins (1912) virtist í mikilli framför um þessar mundir. Auk söngfarar kórs- ins til tónlistarborganna Vínar, Prag og Búdapests n.k. ágúst munu kór- félagar áður blanda geði við nokkra norræna karlakóra sem hingað koma í næsta mánuði, þ. á m. Orphei drängar frá Uppsala sem margir telja bezta karlakór heims. Efnisskrá kvöldsins, sú sama og í áformaðri söngför, tjaldaði prýðis- góðu úrvali hefðbundinna karlakórs- laga, en að sama skapi tæplega til þess fallin að sýna mikla endurnýjun þessa líklega íhaldssamasta miðils íslenzkra kórgreina. Jafnvel yngstu lögin virtust a.m.k. 30-40 ára gömul og hefðu leikandi getað verið frá fyrri hluta nýliðinnar aldar. Á hinn bóginn var allt að þessu sinni sungið án undirleiks, sem kann að vera ný- breytni á ferli Þrasta og þar með nokkur réttlæting þess að fara gæti- lega af stað með eldra efni. Fyrst voru þrjú ættjarðarlög, þar sem kórinn sýndi athygliverða mýkt á veikum köflum án þess hvorki að missa fyllingu né falla í tónstöðu. Var það greinileg framför frá því er und- irritaður heyrði kórinn síðast a cap- pella. Af fimm næstu atriðum, sem voru íslenzk þjóðlög eða í þjóðlaga- stíl, dapraðist hins vegar tónninn svolítið í raddsetningu Emils Thor- oddsen á Blástjörnunni og aftur, þó minna, í Hrafninn flýgur um aftan- inn (radds. Sigfúsar Einarssonar), auk þess sem stjórnandinn hefði mátt leggja aðeins meiri dýnamíska dulúð í Hrafninn situr á hamrinum (Karl O. Runólfsson) þar á undan. Hins vegar lifnaði kórinn allur við í fyrsta almennilega hressa lagi kvöldsins, Undir bláum sólarsali (r. Emils Thoroddsen), og vakti það spurningu um hvort hröðu lögin hefðu ekki almennt mátt vera fleiri. Af þremur lögum kórstofnandans Friðriks Bjarnasonar heppnaðist bezt hið fyrsta, Huldur, sem var glæsilega sungið, og Hrím hljómaði varla lakar í fallegri styrkmótun stjórnandans. Hvað hana varðar sýndi kórinn einnig góð tilþrif í mörgu því sem á eftir kom, þó að menn virtust stöku sinni einum of „viljugir“ og snöggir upp á lagið, t.d. í lok lagsins Hornbjarg. Eins áttu sumir kórfélagar stundum til að renna upp í tóninn. Jafnvægið milli radda heyrðist manni aftur á móti vera með albezta móti líkt og fyrr- um. Eftir skyndilega ákveðið kort- érshlé virtust hinir rúmlega sextíu Þrestir aftur komnir í toppform með bráðhressri meðferð á Fuglinn í fjör- unni (Jón Þórarinsson) og hinu grá- glettna Ingaló (Karl O. Runólfsson), þar sem enn virtist þó mega spila að- eins meir á hótfyndnina með mark- vissri tímasetningu en gert var. Mýktin ljómaði dúnþýtt úr öllum röddum í Nú sefur jörðin (Þorvaldur Blöndal), og kraftmiklu lög Kjerúlfs og Helga Helgasonar, Með söngva- seið á vörum og Skarphéðinn í brennunni, sýndu svo ekki varð um villzt að fráleitt þurfti að leita norður fyrir Kjöl að hefðbundnu aðli ís- lenzkra karlakóra, hinum sigri hrós- andi brimhljómi úthafsöldunnar á fortissimó. Í lokin komu fjögur erlend lög. Eftir álíka glæsilegt, örstutt en tand- urhreint Brosandi land (Nordblom) og líðandi blítt Drink to me only with thine eyes í þýðingu Laxness (með að vísu fullöngum kúnstpásum í lok 6. línu) lagði kórinn endanlega og verðskuldað salinn að velli með Fjallið Skjaldbreiður (Stuntz) og Sveinar kátir, syngið (Spohr). Og ef ekki tekst verr til seinna í sumar, er sömuleiðis hætt við að fyrrgetið voldugt barkabrim komi margri óviðbúinni yngismeyju í landluktu menningarborgunum ytra til að kikna í knjánum. TÓNLIST Hafnarborg Hefðbundin karlakórslög, að mestu eftir íslenzka höfunda. Karlakórinn Þrestir u. stj. Jóns Kristins Cortez. Sunnudaginn 3. maí kl. 20:30. KÓRTÓNLEIKAR Í rífandi framför Ríkarður Ö. Pálsson EYMUNDSSON hefur ýtt úr vör lestrarátakinu Bækur skipta máli. Með því er verið að vekja athygli á því hvaða gagn og gaman má hafa af bókalestri og er þetta einn af þeim við- burðum sem efnt er til á 130 ára afmælisári Eymundsson- ar. Til þess að bregða á leik hefur Eymundsson fengið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra og Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, til þess að velja þær bækur sem þau langar til þess að lesa og þau telja að skipti máli. Bækurnar eru kynntar í verslunum Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu, sem og rökstuðningur þeirra fyrir valinu, fram í miðjan maí. Hvað lang- ar borgar- stjóraefni að lesa? HADDA Fjóla Reykdal sýnir um þessar mundir vatnslitaverk í List- húsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5. Um er að ræða 23 verk sem öll eru unnin á þessu ári. Hadda Fjóla útskrifaðist úr graf- íkdeild Myndlistar- og hand- íðaskóla Íslands árið 1998 og held- ur nú sína fyrstu einkasýningu. Hún segir kveikjuna að verkunum að finna í náttúrunni og nátt- úruformum, sem vakið hafi hughrif með henni. „Ég vinn með náttúruna á afstæðan hátt, og kanna fyrst og fremst hin breytilegu form innan hennar, eins og sprungur, skugga og samröðun steina. Það er í raun línan í sínum ólíkustu myndum sem heillar mig.“ Hadda segist fyrst og fremst hafa unnið grafíkverk frá því að hún lauk námi, en snúið sér í auknum mæli að vatnslitum að undanförnu. „Ég hef unnið í grafík og vatnslit jöfnum höndum frá því að ég út- skrifaðist og mikið blandað saman þessum tveimur aðferðum. Mér finnst vatnslitirnir henta mjög vel fyrir það sem ég er að fást við núna, en það má kannski líta á verkin sem sjálfstætt framhald af fyrri hugð- arefnum mínum í grafíkinni. Þessi áhugi á einföldum náttúruformum kviknaði fyrst þegar ég kom til Jap- an fyrir nokkrum árum og skynjaði línuspilið í náttúrunni þar. Þetta varð síðar eitt af mínum helstu hugðarefnum í myndlistinni og er ég að vinna með það hér í þessum verkum í öðru efni og samhengi. Litirnir og samspil þeirra er einnig mjög þýðingarmikið og horfi ég þar ekki síst til marbreytileikans í ís- lenskri náttúru. Ég hugsa í raun mikið um liti og sé í raun lita- samsetningar hvert sem ég fer,“ segir Hadda. Sýning hennar í Listhúsi Ófeigs- stendur til 15. maí næstkomandi, og er sýningartími frá kl. 10 til 18 virka daga og frá 11 til 16 á laug- ardögum. Náttúruform, línur og skuggar eru kveikjur vatnslitamynda Höddu Fjólu Reykdal í Listhúsi Ófeigs. Línur og nátt- úru- form Morgunblaðið/Kristinn TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra opnar málþing um menningar- stefnur á Norðurlöndum í Norræna húsinu á morgun, föstudag, kl. 13. Það er Bandalag íslenskra lista- manna, Stofnun Sigurðar Nordals og Norræna húsið sem standa fyrir mál- þinginu en tilefni þess er að á haust- dögum 2002 kemur út bók um þetta efni í ritstjórn Peter Duelunds, Nordisk Kulturinstitut, Friðriks- bergi, Danmörku og verður hann gestafyrirlesari málþingsins. Gestur Guðmundsson félagsfræð- ingur kynnir rannsóknir sínar á ís- lenskri menningarpólitík, en hann skrifar kafla um Ísland í bókinni. Geir Rögnvaldsson kvikmyndafræð- ingur mun kynna fil. kand ritgerð sína við háskólann í Lundi sem legg- ur til grundvallar rannsóknir og sam- anburð á menningaráhuga á Norður- löndunum. Að erindum loknum verður pall- borð nokkurra einstaklinga þar sem koma fram „viðbrögð“ við erindun- um, eða „sýn til framtíðar“. Á pall- borðinu eru Ágúst Einarsson hagfræðiprófessor, Arnbjörg Sveins- dóttir alþingismaður, Harpa Björns- dóttir myndlistarkona, Ragnar Kjartansson, mynd- og tónlistarmað- ur og Egill Heiðar Pálsson leikari. Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, stjórnar almennum umræðum en Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, mál- þinginu. Menntamálaráðuneytið og Nor- ræna ráðherranefndin styrkja mál- þingið. Málþing um menningar- stefnur UM 150 börn á á aldrinum sex til tólf ára koma saman í Skál- holtskirkju í dag kl. 15 og syngja saman að afloknu barnakóramóti. Þar hafa komið saman til æfinga kórar Bisk- upstungna, undir stjórn Hilm- ars Arnar Agnarssonar, og kórar úr Háteigskirkju, Dóm- kirkjunni í Reykjavík, Breið- holtskirkju og úr Grafarvogi. Það er Hilmar Örn, organisti og kórstjóri í Skálholti, sem gengst fyrir mótinu, en þetta er fjórða árið sem mót af þessu tagi er haldið. Framan af degi munu kór- arnir æfa saman nokkur verk, en á tónleikunum syngja þeir allir saman og hver í sínu lagi. 150 börn á kóramóti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.