Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ FYRIR helgina
voru samþykkt lög á
Alþingi um veiðigjald á
aflaheimildir. Tilefni
þessara skrifa er ekki
að fjalla efnislega um
löggjöfina sem slíka
heldur miklu fremur að
fara nokkrum orðum
um viðbrögð Morgun-
blaðsins við henni, sem
fram koma í leiðara og
miðopnu. Það er fyrst
og fremst í þeim hluta
umfjöllunarinnar sem
felst í grein fráfarandi
ritstjóra, Matthíasar
Johannessen, sem
koma fram efnisleg at-
riði sem knýja mig til að setja þessar
línur á blað.
Kaldar kveðjur
Sé horft framhjá mjög svo sjálf-
hælinni söguskoðun sem fram kem-
ur í greininni eru þar atriði sem að
mínu mati bæði túlka ótrúlegan
hroka í garð þeirra sem stunda sjáv-
arútveg og í öðru lagi byggjast að
mínu mati á grundvallarmisskiln-
ingi. Framarlega í greininni segir
Matthías: „Ritstjórar blaðsins töldu
sem sagt ekki, að það væri í anda
kapítalismans að menn gætu lagt
undir sig eigur annarra vegna þess
að þeir höfðu komist yfir gamla ryð-
kláfa sem voru ekkert annað en ávís-
un á brask og óréttlæti, þegar kerfið
var tekið upp.“ Hér eru þeir sem
stunduðu sjávarútveg þegar kvóta-
kerfið var tekið upp settir í einn
flokk og í senn þjófkenndir og sak-
aðir um siðlítið brask.
Seinna í greininni lætur Matthías
að því liggja að „eftir-
minnilegir sjósóknar-
ar“ finnist ekki lengur í
hópi íslenskra útgerð-
ar- og sjómanna. Ég vil
í fullri einlægni hvetja
Matthías til þess að
taka sér nú ferð á
hendur í hinar fjöl-
mörgu þróttmiklu sjáv-
arbyggðir landsins og
þá mun hann komast
að því að í þeim hópi,
sem með vinnu sinni
hefur lagt drjúgan
skerf að góðum lífs-
kjörum okkar, mun
hann finna harðjaxla
og eftirminnilega kar-
aktera sem gætu fyllt Lesbók Morg-
unblaðsins svo árum skipti.
Að lokum hvað þennan þátt varð-
ar hlýt ég að vitna í eftirfarandi:
„Grikkland er hrunið, Hómer lifir,“
var einu sinni sagt. Hið sama mætti
segja um Morgunblaðið, þegar talað
er um stórmálin tvö um okkar daga,
hrun kommúnismans og fiskveiði-
stjórnunina. Lýðræðið og réttlætið.
„Þarf frekari vitna við?“
Vinnsla og markaðsmál
Sá sem þetta skrifar hefur haft
tækifæri til þess að fylgjast með
virkum hætti með íslenskum sjávar-
útvegi í tvo áratugi. Á þessum tíma
hef ég fylgst með greininni þróast
frá því að vera drifin áfram af veið-
um, þ.e. framleiðslan markaðist af
þeim afla sem hægt var að ná á land
og var að meginhluta unninn í ein-
faldar pakkningar á lager. Sölumálin
voru í höndum stóru sölusamtakana
og farið með þau mál eins og eitt-
hvað sem þeir, sem stunduðu veiðar
og vinnslu, ættu að vita og skipta sér
sem minnst af.
Einhvern veginn finnst mér að
umræða dagsins í dag taki að veru-
legu leyti mið af þessum sjónarmið-
um, þ.e. að íslenskur sjávarútvegur
snúist fyrst og fremst um veiðar.
Það er eins og menn hafi ekki tekið
eftir því að hér hefur orðið á grund-
vallarbreyting. Íslenskur sjávarút-
vegur í dag snýst því fyrst og fremst
um vinnslu og markaðsmál. Hann
hefur á til þess að gera stuttum tíma
breyst úr því að vera framleiðslu-
drifinn í það að vera markaðsdrifinn.
Í þessum anda er það sjónarmið
Matthíasar sem kemur fram í eft-
irfarandi tilvitnun: „Morgunblaðið
hefur aldrei amast við þeim dugn-
aðarforkum sem kunna öðrum frem-
ur að gera út á gullnámuna umhverf-
is landið, jafnvel þótt þeir hafi fengið
kvótann á silfurbakka í upphafi og
hann sé grundvöllur þess gróða sem
menn hampa í ársskýrslum sínum
nú um stundir.“ Fyrir þá sem stunda
sjávarútveg sem atvinnugrein er
kvótinn sem slíkur engin uppspretta
hagnaðar. Hagnaðurinn verður því
einungis til að innan fyrirtækjanna
sé til þekking til þess að vinna og
selja afurðirnar á sem arðbærastan
hátt á hverjum tíma. Það eru hin
raunverulegu verðmæti sem gera
okkur kleift að byggja afkomu okkar
að svo stórum hluta á sjávarútvegi
sem raun ber vitni. Kvótinn er í raun
hamlandi þáttur í starfseminni. Sett-
ur á til þess að takmarka sókn í of-
nýtta auðlind.
Nýtt aðstöðugjald
Ég ætla að lokum að fara nokkr-
um orðum um þá löggjöf sem nú er
búið að koma á. Ég vil í því sam-
hengi nefna að ég tel eðlilegt og
sjálfsagt að grunnatvinnuvegir eins
og sjávarútvegurinn greiði fyrir þá
þjónustu sem sótt er til hins opin-
bera og varðar greinina. Hinu vil ég
vara við að sett sé flatt aðstöðugjald,
sem mun alltaf hafa tilhneigingu til
að hækka, á eina atvinnugrein. Í
þessu samhengi vil ég minna á að
það er ekki nema áratugur síðan al-
mennt aðstöðugjald var afnumið í ís-
lensku atvinnulífi. Rökin fyrir því
voru m.a. þau að flatur skattur á
grunnþætti atvinnulífsins drægi
þrótt úr fyrirtækjunum, þar sem sú
króna sem tekin væri út úr rekstr-
inum á þessu stigi margfaldaðist
ekki í áframhaldandi rekstri eða
uppbyggingu og skilaði því að lokum
minni verðmætum í formi skatta en
hún hefði gert að öðrum kosti. En
veiðigjaldið sem nú hefur verið sett
á er í raun ekkert annað en flatt að-
stöðugjald sett á eina grein atvinnu-
lífsins.
Landsbyggðarskattur
Hitt atriðið sem ég ætla að nefna
varðar það hvar þessi skattlagning
mun koma harðast niður. Það er
ljóst að 75% af gjaldinu verða inn-
heimt af landsbyggðinni. Það er
einnig ljóst að mínu mati að þeir sem
eiga verst með að standa undir því
eru fyrirtæki sem eru að einhverju
leyti rekin með önnur sjónarmið að
leiðarljósi en hörðustu arðsemis-
kröfur, s.s. byggðafestu. Þá munu
skuldsett fyrirtæki af millistærð
eiga mjög erfitt með að standa undir
nýjum álögum, en í þeim flokki eru
m.a. fjölskyldufyrirtæki, sem góðu
heilli eru enn til og skipta víða miklu
máli í sjávarútvegi út um land.
Fyrr í grein minni vitnaði ég í orð
Matthíasar um „lýðræðið og réttlæt-
ið“. Lýðræðið á væntanlega sína til-
vísun til falls kommúnismas og þá á
réttlætið að öllum líkindum að vísa
til þess að með nýrri löggjöf hafi
réttlætið sigrað hvað varðar kvóta-
kerfið. Í þessu samhengi hlýt ég að
benda á hvað réttlætið er afstætt
hugtak og er á líðandi stundu í raun
túlkun einstaklinga eða hópa á sýn
sinni á lífið og tilveruna. Við getum
barist fyrir málefnum og haft sigur
en hvað réttlætið varðar verðum við
dauðlegir menn að bíða eftir ófull-
komnum dómi sögunnar.
Morgunblaðið og veiðigjaldið
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson
Kvótinn
Íslenskur sjávarút-
vegur, segir Jóhannes
Geir Sigurgeirsson,
snýst fyrst og fremst
um vinnslu og
markaðsmál.
Höfundur er varaformaður
stjórnar Samherja hf.
VIÐ Skjálfanda
stendur Húsavík, einn
fegursti og vinsælasti
ferðamannastaður á Ís-
landi og er Húsavíkur-
kirkja vafalaust þekkt-
asta „vörumerki“
bæjarins. Ferðaþjón-
usta á Húsavík hefur
vaxið með ótrúlegum
hraða undanfarin ár og
nú er svo komið að
bærinn er orðinn
heimsþekktur fyrir
hvalaskoðunarferðir,
einstök söfn s.s. hvala-
safn, byggðasafn, lista-
safn, náttúrugripasafn
og sjóminjasafn. Árið
2001 fóru tæplega 23.000 ferðamenn
í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík á
móti 1.500 árið 1995 sem sýnir vel
þróunina sem orðið hefur í komu
ferðafólks til Húsavíkur. Í könnun
Ferðamálaráðs árið 2001 sem gerð
var í Keflavík, þ.e. þegar ferðamenn
fara af landi brott kom fram að
45,5% allra erlendra ferðamanna
heimsækja Húsavík sem gerir bæinn
að einum vinsælasta ferðamanna-
stað landsins. Fyrirtæki á svæðinu
hafa fundið fyrir þessari jákvæðu
aukningu enda hefur hún stutt við
aðra uppbyggingu á svæðinu, m.a. í
endurbyggingu gamalla húsa og
opnun nýrra veitingahúsa, nýrra
safna og uppbyggingu hótel- og
gistiaðstöðu í og við bæinn. Það er
ekki vafi í mínum huga að þessir
samverkandi þættir hafa skapað
Húsavík og Þingeyjarsýslum mjög
jákvæða ímynd innanlands sem og
erlendis.
Mesta framkvæmdatímabilið
Þá hefur verið mikið um fram-
kvæmdir á Húsavík síðustu ár og
hefur sú bæjarstjórn sem setið hefur
síðasta kjörtímabil undir forystu
Húsavíkurlistans lyft grettistaki,
byggt nýja orkustöð sem framleiðir
rafmagn úr heitu vatni og sér bæn-
um að mestu leyti fyrir
rafmagni. Í því sam-
bandi var lögð ný að-
veituæð frá Hveravöll-
um til Húsavíkur.
Verulegar endurbætur
hafa verið gerðar á
sundlaug bæjarins, nýr
íþróttavöllur hefur ver-
ið byggður, lokið var
við byggingu grunn-
skóla, átak var gert í
gatnagerðarfram-
kvæmdum og stærsta
framkvæmdin á kjör-
tímabilinu er bygging
fyrri áfanga nýrrar
hafnar sem ljúka mun í
haust. Brýnasta verk-
efni næsta kjörtímabils verður að
ljúka þessari mikilvægu framkvæmd
með byggingu viðlegukants árið
2004. Höfnin er lífæð Húsavíkur og
því skiptir miklu máli að stjórnvöld
vinni að því með heimamönnum að
klára þessa mikilvægu framkvæmd.
Húsavíkurlistinn hefur einnig stutt
vel við æskulýðs- og íþróttamál og í
því sambandi komið að endurfjár-
mögnun Íþróttafélagsins Völsungs
og þar með blásið nýju lífi í starfsemi
félagsins. Með kaupum á líkams-
ræktartækjum af fyrirtæki sem
komið var í þrot, kom Húsavíkurlist-
inn í veg fyrir að þau færu úr bæn-
um. Þar með var komið til móts við
vilja fjölmargra bæjarbúa sem hafa
beitt sér fyrir því með undirskrift-
arsöfnun, að tækin yrðu áfram í
bænum. Frítt hefur verið í lyftur á
skíðasvæði Húsvíkinga og nýlega
var opnuð ný félags- og menningar-
miðstöð fyrir unglinga.
Sterkur byggðakjarni
Húsavík er sterkur byggðakjarni
sem styrkist enn frekar við samein-
ingu við Reykjahrepp. Fyrir er á
Húsavík góð heilsugæsla og sjúkra-
hús, Dvalarheimili aldraðra, Fram-
haldsskóli, fjölbreytt atvinnulíf,
menningar- og listalíf. Í því sam-
bandi vil ég nefna sérstaklega Leik-
félag Húsavíkur og Tónlistarskóla
Húsavíkur. Það starf sem fram fer á
vegum þessara aðila hefur vakið
mikla athygli víðs vegar um land. Þá
er ekki bið eftir leikskólaplássi á
Húsavík og eru 6 mánaða börn og
eldri með aðgang að leikskólum.
Landssíminn lagði fyrir nokkrum ár-
um breiðbandskerfi í jörðu um allan
Húsavíkurbæ fyrst allra sveitarfé-
laga. Áhugi er fyrir því að nýta þess-
ar grunnlagnir til að byggja upp net-
tengt upplýsinga- og
þekkingarsamfélag á Húsavík. Mikil
orka er í og við Húsavík sem gerir
bæinn að eftirsóknarverðum stað
fyrir ný fyrirtæki. Í dag er til skoð-
unar að byggja glúkósamínverk-
smiðju, 5.000 tonna fiskeldisstöð og
þá eru erlendir aðilar að kanna stað-
arval fyrir súrálsverksmiðju á Ís-
landi og kemur Húsavík þar mjög
sterklega til greina. Verði þessar
framkvæmdir að veruleika verður
hægt að tala um „Stór-Húsavíkur-
svæðið“ með göngum undir Vaðla-
heiði sem mótvægi við höfuðborgar-
svæðið. Heimamenn eru líka
hugmyndaríkir og í því sambandi má
benda á hugmynd um krókódílaeldi
sem vakið hefur mikla athygli bæði
hér innanlands og eins erlendis.
Húsavík hefur alla möguleika til að
verða eitt öflugasta sveitarfélagið á
landsbyggðinni verði rétt haldið á
málum á næstu árum. Húsavíkurlist-
inn er best til þess fallinn að svo
verði. Þar er að finna einstaklinga
með víðtæka þekkingu og reynslu í
málefnum sveitarfélagsins. Húsvík-
ingar og Reykhverfingar, setjum x
við H á kjördag. Verum áfram sam-
an í sigurliðinu.
Fyrst og fremst
Húsavík
Aðalsteinn Á.
Baldursson
Húsavík
Húsavík hefur alla
möguleika, segir Að-
alsteinn Á. Baldursson,
til að verða eitt öfl-
ugasta sveitarfélagið á
landsbyggðinni.
Höfundur skipar 5. sæti
á H-listanum.
Í GARÐABÆ er nú
að rísa Ásahverfi á
svokölluðu Hrauns-
holti vestan Hafnar-
fjarðarvegar. Lóðir í
síðasta áfanga hverfis-
ins verða til úthlutun-
ar fljótlega. Steinsnar
frá Ásahverfinu verð-
ur næsta nýbygginga-
svæði Garðabæjar eða
Bryggjuhverfið um-
deilda, sem nú ber
heitið Strandhverfi.
Skipulag þess er nú í
kynningarferli og má
gera ráð fyrir að byrj-
að verði á fyrstu hús-
unum strax í haust.
Þrátt fyrir þá uppbyggingu sem
staðið hefur þarna allt frá 1998,
hefur enn ekki verið tekin ákvörð-
un um staðsetningu grunnskóla í
tengslum við þessa byggð og þaðan
af síður hvenær sá grunnskóli verð-
ur tilbúinn til notkunar. Á meðan
bæjarstjórn hefur málin til skoð-
unar er grunnskólabörnunum ekið
af foreldrunum hvern dag í Flata-
skóla, en í þeim skóla eru fyrir of
margir nemendur miðað við húsa-
kost. Fyrir dyrum stendur stækk-
un Flataskóla, en hún er fyrst og
fremst ætluð til þess að taka við 7.
bekknum sem færa á úr Garðaskóla
ekki seinna en haustið 2005.
Skólann á holtið
Sú lausn sem best hentar fyrir
nýjan skóla á nýbyggingarsvæðun-
um er á lóð efst á Hraunsholti sem
áður var ætluð undir hjúkrunar-
heimili. Skipulag Ásahverfisins var
samþykkt áður en hjúkrunarheim-
ilið Holtsbúð kom til
sögunar. Æskilegt er
að hjúkrunarheimili sé
af vissri stærð og helst
einnig í tengslum við
aðra öldrunarstarf-
semi. Því er þessi lóð
óheppileg undir slíka
starfsemi. Hún hentar
aftur á móti afar vel
undir skóla. Á þessum
stað mætast allar
göngustígar hverfisins
og engir nemendur
þurfa yfir umferðar-
götu á leið sinni til og
frá skóla. Það er mikill
kostur.
Í þeim skipulags-
drögum af Strandhverfinu sem nú
eru til meðferðar er skýrt kveðið á
um að grunnskóli hverfisins verði á
Grundum skammt frá skólpdælu-
stöðinni við Arnarnesvoginn. Að
því hefur Sjálfstæðisflokkurinn
stefnt og unnið að í nokkur ár.
Þessi staðsetning er afleit og mót-
mælti ég henni einn bæjarfulltrúa
þegar bæjarstjórn afgreiddi skipu-
lagsbreytingarnar til kynningar
meðal íbúa.
Verður að
tala skýrt
Nú bregður hins vegar svo við að
sjálfstæðismenn ganga um bæinn
og bera út þau tíðindi að engin
ákvörðun hafi verið tekin um stað-
setningu skólans. Ákvörðun verði
tekin í nánu samráði við íbúa Ása-
hverfisins á næstu mánuðum.
Þarna eru sjálfstæðismenn að leika
tveimur skjöldum. Mikill órói er
meðal íbúa Ásahverfis vegna skóla-
málanna. Það vita sjálfstæðismenn
best sjálfir. Þeim er hins vegar
mikill akkur í að halda friðinn fram
yfir kosningar. Meini þeir eitthvað
með tali sínu er einfaldast fyrir þá
að gera breytingar á þeirri stefnu
sinni sem fram kemur í greinar-
gerð með skipulagi Strandhverfis.
Eina tækifæri til þess fyrir kosn-
ingarnar verður á síðasta bæjar-
stjórnarfundi kjörtímabilsins hinn
16. maí nk.
Leikið tveimur
skjöldum
Einar
Sveinbjörnsson
Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ
og skipar 1. sæti B-listans.
Garðabær
Mikill órói er meðal íbúa
Ásahverfis vegna skóla-
málanna, segir Einar
Sveinbjörnsson. Það
vita sjálfstæðismenn
best sjálfir.