Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁNÆGJULEG stefnubreyting er að verða hjá Veiðimála- stofnun ef marka má pistil Sigurðar Guð- jónssonar fiskifræð- ings í Morgunblaðinu nýlega. Þar talar hann um hófsemi í veiði og hvetur stangaveiði- menn til þess að sleppa endrum og sinnum veiddum laxi aftur í árnar. Þetta eru veiðimálastofnanir um allan heim farnar að boða – nema í Nor- egi; þó þyrftu Norð- menn ef til vill þjóða helst að huga að því að sleppa aftur stangaveiddum fiski, því villtir stofnar þeirra eru löngu hrundir. Veiðimálastofnanir á Bretlands- eyjum og í Bandaríkjunum hafa talið árangursríkustu leiðina til uppbyggingar fiskistofna að tryggja næga hrygningu. Hug- myndafræðin byggist á því að minnka veiðiálagið án þess að veiðimenn fari á mis við ánægjuna af því að veiða. Ég var býsna ákafur veiðimaður og svo er mörgum farið. En ég tel mig nú vera frelsaðan mann í þeirri merkingu að ég fæ orðið mikla ánægju af því að horfa á silfraðan laxinn þjóta aftur út í hyl með sporðaköstum, þegar hann hefur verið tældur og sigraður. Stanga- veiðiíþróttin felst í því að egna lax- inn til að taka (helst fluguna) og hafa betur í togstreitunni. Þeir sem kóróna verkið með því að greiða honum rothögg, þótt hann sé ekki nema öngulsár, eru svangir menn – og víst er það hluti af veiðimennsk- unni að ná sér í soðið. En öllu má ofgera og hér er ég kominn að játn- ingunni: Ég hef komið með feng úr vorveiðiferð að frystikistunni minni barmafullri af veiði fyrra árs og orðið að henda úr henni til þess að rýma fyrir nýjum afla. Gefur augaleið að frystur fiskur bætir ekki hrygninguna í ánum. Þess vegna er ég far- inn að leggja mitt af mörkum með því að sleppa fiski og þarf þá ekki að neita mér um þær lystisemdir sem ég tel stangaveiðar vera. Ég veiði mér vissu- lega í soðið – en ekki umfram það. Landssamband stangaveiðifélaga hvetur stangaveiði- menn til að gæta hófs á árbakkanum og tek- ur heils hugar undir með Sigurði Guðjóns- syni fiskifræðingi. Andmælendur þess að sleppa veiddum laxi fullyrða oft að öng- ulsár fiskur drepist eftir baráttuna og því sé til einskis að gefa honum líf. En fiskifræðingurinn virðist vera á öðru máli. Í bæklingi sem landssambönd veiðifélaga, landeigenda og veiði- málastofnanir á Bretlandi gáfu út til kynningar á átaki í þessum efn- um kemur fram að litlar sem engar líkur eru á því að fiskurinn drepist sé vatnshiti undir 20°C og öllum leiðbeiningum fylgt varðandi sleppinguna. Einnig er athyglis- vert að enginn munur virðist vera á vorfiski eða legnum fiski. Líkurnar á því að hann lifi til að hrygna eru jafnmiklar. Reynslan við Vatns- dalsá, þar sem sleppingar af þessu tagi eru stundaðar, sýna þetta sama. Því verður ekki lengur haldið fram að það sé ómannúðlegt að sleppa veiddum laxi. Hver hrygna hrygnir að jafnaði 6.000 hrognum. Ef veiðimenn sleppa t.d. 10% af afla sínum, sem mundi í tilfelli Norðurár þýða á bilinu 90–200 laxar á sumri sem aftur þýddi allt að hálf milljón af aukahrognum á ári, hefði það gríð- arlega mikið að segja fyrir árnar. Aðrar aðferðir til þess að efla laxastofna og auka veiði eru einnig vænlegar til árangurs eins og menn þekkja, svo sem að sleppa niðurgönguseiðum sem ekki keppa við seiði ánna um æti. En það mæl- ir ekki gegn þessari aðferð. Allar hjálpast þær að og það er nauðsyn- legt að grípa til aðgerða áður en fer fyrir íslenska laxinum eins og t.a.m. þeim norska. Við Íslendingar þurfum að nýta okkur reynslu nágrannaþjóðanna sem eru að byggja upp eftir ára- langa hnignun fiskistofnanna. Skýrsla Veiðimálastofnunar, sem kynnt var á dögunum, gefur ekkert tilefni til bjartsýni. Í henni er var- að við of miklu veiðiálagi. Veiðisumarið er að hefjast. Hvernig væri að íslenskir stanga- veiðimenn legðust á eitt um að reyna það í sumar að sleppa þó ekki væri nema einum af hverjum fimm fiskum sem þeir veiddu og upplifa ánægjuna af því að sjá lax- inn skjótast aftur út í djúpið og fagna frelsinu? Væntanlega bæri þessi tilraun ávöxt þegar á næsta ári. Svo geta menn tekið þátt í um- ræðunni reynslunni ríkari og tekið afstöðu með eða á móti því að sleppa laxi. Góða skemmtun. Hófsemi og verndun fiskistofna Hilmar Hansson Veiði Hvernig væri að ís- lenskir stangaveiði- menn, segir Hilmar Hansson, legðust á eitt um að reyna það í sumar að sleppa þó ekki væri nema einum af hverjum fimm fiskum sem þeir veiddu. Höfundur er formaður Landssambands stangaveiðifélaga. ÞAÐ er athyglis- vert að fylgjast með umræðunni um fjár- mál Reykjavíkurborg- ar nú í aðdraganda borgarstjórnarkosn- inganna. Reykjavíkur- listinn og Sjálfstæðis- flokkurinn eru ekki á eitt sáttir um hvernig fjármálastjórn borg- arinnar hefur verið háttað undanfarin 8 ár og því er nauðsyn- legt að fara yfir helstu staðreyndir málsins. Fyrst ber að nefna að skuldir borgarsjóðs hafa lækkað í tíð Reykjavíkurlist- ans. Ef við lítum á heildarskuldir borgarsjóðs fyrir árið 2000 sem hlutfall af skatttekjum eru þær 66,07% en árið 1994 þegar Reykja- víkurlistinn tók við stjórn borg- arinnar voru þær 123,7%. Árið 1994 dugðu skatttekjur Reykvík- inga ekki fyrir rekstri Reykjavík- urborgar. Það hefur því orðið al- gjör viðsnúningur á rekstri borgarsjóðs og Reykjavíkurlistinn hefur þar með afsannað gamla klisju hægrimanna að vinstrimönn- um sé ekki treystandi fyrir fjár- munum. Sjálfstæðismenn tala gjarnan um að heildarskuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist og það er rétt. Til að menn átti sig á því nákvæmlega hvað hér er á ferð er gott að gera sér grein fyrir að samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 1998 ber sveitarfélögum að fara eftir vissri flokk- un í reikningsskilum og skulu sveitarfélög skipa starfsemi sinni í tvo hluta. Annarsveg- ar A-hluta sem er sveitarsjóður (borgarsjóður) og er aðalsjóður sveitarfélagsins auk annarra sjóða og stofnana er sinna starfsemi sem að hluta til eða öllu leyti er fjármögnuð af skatt- tekjum. Dæmi um starfsemi A- hlutans eru leikskólar og grunn- skólar borgarinnar, hreinsun strandlengjunnar og ótal önnur verkefni. Hinsvegar höfum við B- hluta, sem eru stofnanir sveitarfé- laga, fyrirtæki eða aðrar rekstr- areiningar sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjárhagslega sjálf- stæðar einingar. Dæmi af fyrir- tækjum borgarinnar sem flokkast undir B-hluta eru m.a. Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurhöfn og Bílastæðasjóður. Við verðum þó að átta okkur á því að þessi fyrirtæki eru sjálfstæðar rekstrareiningar og skattfé okkar Reykvíkinga er ekki notað til að fjármagna starf- semi þessara fyrirtækja. A- og B- hlutarnir eru nefndir samstæðu- reikningur og skuldir hans hafa aukist. Á móti koma miklar fjár- festingar og þess ber að geta að hrein eign bæði A- og B-hlutans hefur aukist um 55 milljarða á valdatíma Reykjavíkurlistans. Með miklum fjárfestingum Reykjavík- urlistans er verið að leggja grunn- inn að þeirri þjónustu sem allir borgarbúar njóta. Til fróðleiks má geta þess að ríkið gerir ekki sam- stæðureikning og því er aðeins gerð grein fyrir annarsvegar stöðu ríkissjóðs og hinsvegar stöðu rík- isfyrirtækja. Reykjavíkurlistinn fjárfestir í fólki Í valdatíð Reykjavíkurlistans hefur verið lögð mikil áhersla á framtíð barnanna í borginni. Í dag eru næstum allir grunnskólar Reykjavíkur einsettir og því átaki mun ljúka haustið 2002. Það hafa verið byggðir fimm nýir grunn- skólar og grunnskólarými hefur stækkað um 50 þúsund fermetra. Tíu milljörðum hefur verið varið í uppbyggingu grunnskóla sem er ígildi 10 ráðhúsa. Málefni leik- skólabarna hafa einnig verið of- arlega í forgangsröð Reykjavíkur- listans. Hundrað nýjar leikskóladeildir hafa verið gang- settar og öllum foreldrum er gef- inn kostur á að sækja um heils- dagsvist á leikskólum fyrir börn sín. Það þarf vart að minna borg- arbúa á hvernig þessum mála- flokki var sinnt í tíð sjálfstæð- ismanna. Uppbygging leikskóla og grunnskóla er mikið afrek sem Reykvíkingar geta verið stoltir af og munu njóta um ókomna tíð. Það sem gerst hefur á þessum átta ára valdatíma Reykjavíkur- listans er að tekið hefur verið af festu á fjármálum borgarinnar og rekstur á borgarsjóði fær hæstu einkunn nefndar á vegum félags- málaráðuneytisins. Skuldir borgarsjóðs hafa lækkað Magnús Ó. Hafsteinsson Reykjavík Uppbygging leikskóla og grunnskóla er mikið afrek sem Reykvíkingar geta verið stoltir af, segir Magnús Ó. Hafsteinsson, og munu njóta um ókomna tíð. Höfundur er háskólanemi. ÍBÚALÝÐRÆÐI hefur verið mikið til umræðu hjá Samfylk- ingarfólki um allt land undanfarin misseri. Sveitarstjórnarkosn- ingar í vor hafa orðið til að skerpa á um- ræðunni, hafa hvatt menn til þess að glöggva sig betur á möguleikunum á að tíðka milliliðalaust lýðræði í sveitarfélög- um. Íbúalýðræði snýst einmitt um það að fólki gefist kostur á að hafa sem beinust áhrif á ákvarðanir stjórn- valda. Nálægð og samráð Verkefni sveitarstjórna verða sí- fellt fleiri og stærri og útlit er fyrir að ekkert lát verði á þeim vexti. En um leið eykst vissulega vandi þeirra sem fást við að stjórna. Styrkur sveitarfélaganna liggur í nálægðinni sem er milli stjórnvalda þar og íbúanna. Ef rétt er á málum haldið gefur nálægðin færi á að skapa traust milli almennings og sveitarstjórna og þar með aukast möguleikarnir á að verulegur ár- angur náist í veigamiklum mála- flokkum. Nægir þar að nefna um- hverfis- og skipulagsmál, æskulýðs- og skólamál. Ósætti og sundurþykkja er allt of dýru verði keypt í litlum samfélögum eins og flest íslensk sveitar- félög eru; þau þurfa sannarlega á öllu sínu að halda til að stand- ast kröfur tímans um velferð og fagurt mannlíf. Með því að auka lýðræðislegt samráð við íbúana, virkja íbúalýðræðið, eru nýttir þeir kostir, sem liggja í nálægðinni, sveitarfélögum til verulegs framdráttar. Um leið verður til mikill félagslegur auð- ur í fólki sem tekist hefur á við knýjandi verkefni í næsta nágrenni sínu af samviskusemi og ábyrgð. Íbúaþing í Árborg Ein leið, sem hefur verið reynd til að láta íbúalýðræðið virka, er svokölluð íbúaþing. Til íbúaþings er efnt til að kalla eftir sjónarmið- um fólks í ýmsum málum eins og þeim sem nefnd eru hér á undan. Þá eru íbúaþing ákjósanlegur vett- vangur fyrir mál sem ætla má að ágreiningur sé um. Á íbúaþingum móta menn tillögur um málin áður en til ákvörðunar kemur í sveit- arstjórn í stað þess að taka upp baráttu þegar allt er um garð gengið eins og mörg dæmi eru um. Samvinna og samábyrgð styrkja og efla þá innviði, eða mannauðinn, sem þroskavænlegt samfélag byggist á. Beint lýðræði er næsta skref til enn manneskjulegra samfélags, samfélags jafnaðar og réttlætis. Íbúaþing er frjór vettvangur til að þróa lýðræðið.Vegna góðrar menntunar og upplýsingar fólks um allt samfélagið er nú lag að nýta íbúalýðræði til að renna traustari stoðum undir sveitar- félögin. Samfylkingin í Árborg ætl- ar að stjórna með fólkinu. Það er ekki eftir neinu að bíða. Íbúalýðræði – Að stjórna með fólki Ásmundur Sverrir Pálsson Höfundur er í efsta sæti á lista Samfylkingarinnar Árborg. Árborg Með því að auka lýðræð- islegt samráð við íbúana, virkja íbúa- lýðræðið, eru nýttir þeir kostir, segir Ásmundur Sverrir Pálsson, sem liggja í nálægðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.