Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 58
DAGBÓK 58 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Akra- berg, Akureyrin og Mánafoss koma í dag. Sava Lake, Arnarfell og Goðafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brattegg kom og fór í gær. Taurus og Brúar- foss fóru í gær. Kleif- arberg og Katla komu í gær. Mannamót Árskógar 4. Hand- verksýning verður föstudaginn 10. og laug- ardagin 11. maí kl. 13– 16.30. Bingó fellur niður föstudaginn 10. maí vegna sýningarinnar. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vor- boðum, fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu á sunnu- dögum kl. 11. Óvissu- ferð. Mánud. 13. maí, lagt af stað frá Damos kl. 13 og komið til baka um kl. 17. Uppl. hjá Svanhildi í síma 692 0814. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un föstudag brids kl. 13.30. Morgungangan laugardaginn 11. maí , farið frá Hraunseli kl 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Fuglaskoðun og söguferð suður með sjó og á Reykjanes 11. maí, leiðsögn Sigurður Krist- insson, kaffihlaðboð í Vitanum Sandgerði, skráning á skrifstofu FEB. Göngu-hrólfar fara í leikhúsferð á Sól- heima laugardaginn 18. maí að sjá „Hárið“, brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 14 allir vel- komnir. Skráning á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarf aldraðra, Seltjarnarnesi. Handa- vinnusýning í dag á Skólabraut 3–5 kl. 13.30–18. Selt verður vöfflukaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Handverks- sýning verður föstudag- inn 10. maí frá kl. 10–16, laugardaginn 11. maí frá kl. 13–16 og mánudag- inn 13. maí kl. 10–16. Félagsvist fellur niður mánudag. Sunndags- kaffið fellur niður sun- nud. 12. maí. Félagsstarfið Seljahlíð. Sýning á handverki heimilismanna verður dagana 11., 12. og 13. maí kl. 13.30–17. Kaffi- veitingar á staðnum. Allir vekomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað í dag uppstign- ingardag. Messa í Fella- og Hólakirkju kl. 14. m.a. syngur Gerðuberg- skórinn. Gestir frá Suðurnesjum í heim- sókn, kaffiveitingar í boði sóknarnefndar Fella- og Hólabrekku- sóknar. Á föstudag kl. 10 boccia, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14.30 syngur Gerðu- bergskórinn kl. 15.30, kl. 16.30 dansleikur. All- ir velkomnir, enginn að- gangseyrir. Veitingar í Kaffi Berg. Upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Nemendur Digranes- skóla bjóða eldri borg- urum í Kópavogi til fræðslu- og skemmti- dagskrár föstudaginn 10. maí kl. 10. Vorsýn- ingin verður opin frá kl. 14–18 í félagsheimilinu 11. og 12. maí. Smiðjur verða í gangi frá kl. 15– 16, og áhugavinna frá kl. 14–16. 30. „Smellur 2, aldrei of seint“ sýnir kl. 14 í Félagsheimili Kópa- vogs. Bókmenntaklúbb- ur flytur dagskrá í Menningarmiðstöðinni kl. 15 sunnudag. Ljóða- hópur flytur frumsamin ljóð kl. 20 11. maí í Gjá- bakka. Uppl. í s. 554 3400 og 564 5260. Gullsmári, Gullsmára 13. Nemendur Digra- nesskóla bjóða eldri borgurum í Kópavogi til fræðslu- og skemmti- dagskrár föstudaginn 10. maí kl. 10. Vorsýn- ingin verður opnin frá kl. 14–18 í félagsheim- ilinu 11. og 12. maí. Smiðjur verða í gangi frá kl. 15–16, og áhuga- vinna frá kl. 14–16. 30. „Smellur 2, aldrei of seint“ sýnir kl. 14 í Fé- lagsheimili Kópavogs. Bókmenntaklúbbur flyt- ur dagskrá í Menningar- miðstöðinni kl. 15 sunnudag. Ljóðahópur flytur frumsamin ljóð kl. 20 11. maí í Gjábakka. Uppl. í s. 554 3400 og 564 5260. Hraunbær 105. Miðvi- kud. 15. maí verður farið frá Hraunbæ 105 kl. 13 og ekið að Aflagranda, þaðan ekið um miðbæ- inn, vesturbæinn og komið við í Læknasafn- inu á Seltjarnanesi. Kaffi drukkið í Afla- granda. Leiðsögumaður: Gunnar Biering læknir. Skráning á skrifstofu eða í s: 587 2888. Vesturgata 7. Hand- verkssýning verður 10., 11. og13. maí frá kl.13– 17 alla dagana. Meðal annars sem sýnt verður, hannyrðir, postulínsmálun, mynd- mennt, tréútskurður og leirmótun. Ragnar Páll Einarsson leikur á hljómborð alla dagana. 10. og 11. kl.15 sýna nemendur Sigvalda dans. 13. maí kl 15 syngja Hvannirnar und- ir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgríms- dóttur. Öldungaráð Hauka. Fundur verður mið- vikud. 15. maí kl. 20 á Ásvöllum. Rætt um sumarferðina 5. júní. Staðfesta þarf pöntun á fundinum. Takmarkaður sætafjöldi. Kvenfélag Grens- ássóknar. Kaffisala fé- lagsins til fjáröflunar verður sunnud. 12. maí kl. 15 í safnaðarheim- ilinu. Tekið á móti kök- um frá kl. 11 sunnudag. Vorfundur félagsins verður kl. 20, mánudag- inn 13. maí. S.V.D. Hraunprýði. Hin árlega kaffi- og merkja- sala verður mánud. 13. maí. Kaffisalan verður að Hjallahrauni 9, kl. 15–20. Tekið á móti kök- um og meðlæti að Hjallahrauni 9 frá kl. 9 sama dag. Vopnfirðingafélagið í Reykjavík. Hinn árlegi kaffidagur félagsins verður haldinn í Félags- og þjónustumiðstöðinni Aflagranda 40 sunnud. 12. maí kl. 15. Kaffiveit- ingar, félagsmenn hvatt- ir til að fjölmenna og takameð sér gesti. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund mánudaginn 13. maí kl. 20. Gestafundur, skemmtiatriði, sum- arferðin kynnt. Gigtarfélag Íslands. Gönguferð um Laug- ardalinn laugard. 11. maí kl. 11 frá húsakynn- um félagsins að Ármúla 5. Klukkutíma ganga sem hentarflestum. Einn af kennurum hóp- þjálfunar gengur með og sér um upphitun og teygjur. Allir velkomnir. Ekkert gjald. Upplýs- ingar í s. 530 3600. Bústaðakirkja. Dagur aldraðra í Bústaða- kirkju 9. maí og hefst með messu kl. 14. Ræðumaður Helgi Selj- an, Glæðurnar syngja í messunni. Öldruðum boðið í kaffi eftir messu. Sýning á munum sem unnir hafa verið af öldruðum í vet- ur verða til sýnis í safn- aðarheimilinu. Vestfirðingafélagið. Menningarvaka sem er tileinkuð minningu Sig- ríðar Valdimarsdóttur verður í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13 frá kl. 20 þriðjud. 14. maí. Meðal efnis verður gamanmál í umsjá Jó- hannesar Kristjáns- sonar og erindi um sér- kenni Vestfjarða sem Pétur Bjarnason flytur. Dans, söngur, Uppl. í s. 554 3773 eða 566 6500. Minningarkort FAAS, Félag aðstand- enda alzheimersjúkl- inga. Minningarkort eru afgreidd í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er fimmtudagur 9. maí, 129. dagur ársins 2002. Uppstigningar- dagur. Orð dagsins: Þegar sál mín örmagnaðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín, í þitt heilaga musteri. (Jónas 2, 8.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kaldur, 4 peningur, 7 andinn, 8 pytturinn, 9 nudda, 11 svelgurinn,13 kolla, 14 tré, 15 vers, 17 dýr, 20 bókstafur, 22 fuglar, 23 eldstæði, 24 rýma, 25 svarar. LÓÐRÉTT: 1 vistir, 2 drengja, 3 heimili, 4 sjóða, 5 storm- urinn, 6 talar um, 10 yf- irhöfnin, 12 tók, 13 sómi, 15 yrkir, 16 meðalið, 18 þyngdareiningar, 19 lé- legar, 20 espa, 21 brúka. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 góðglaður, 8 stórt, 9 æfing, 10 læt, 11 rotta, 13 agnar, 15 beinn, 18 stóll, 21 æst, 22 farið, 23 afurð, 24 griðlands. Lóðrétt: 2 ómótt, 3 gutla, 4 alæta, 5 uxinn, 6 ósar, 7 ag- ar, 12 tin, 14 get, 15 bifa, 16 iðrar, 17 næðið, 18 staka, 19 ólund, 20 liða. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur verið tíðurgestur í kvikmyndahúsum borgarinnar að undanförnu og hef- ur séð þrjár myndir á einni viku. Það þykir nokkuð mikið á mæli- kvarða Víkverja því bíóferðirnar urðu sennilega ekki fleiri en tvær á öllu síðasta ári. Umræddar þrjár myndir hafa farið vel í Víkverja en hann byrjaði á Monsters Ball með óskarsverðlaunahafanum Halle Berry og Billy Bob Thornton. Næst var sjónum beint að Köngulóar- manninum sem Víkverji skemmti sér konunglega á og að síðustu fór Víkverji á Mullholland Drive eftir David Lynch. Víkverji var hrifinn af öllum þessum myndum og ætlar örugglega að taka bíóþrennu aftur bráðlega og því ekki seinna vænna að velja einhverjar góðar myndir. x x x VÍKVERJI hefur einnig verið aðlesa nýtt tímarit Útivistar, sem leysir af hólmi ársrit félagsins, sem komið hefur út í 25 ár. Ekki er annað hægt að segja en að ágæt- lega hafi tekist til með fyrsta tölu- blaðið. Í því eru ferðasögur og fræðigreinar í bland við kynningar á ýmsum útivistargreinum og fróð- leiksmolar um eitt og annað auk auglýsinga. Á tímaritinu er léttari blær en á ársritinu og verður fróð- legt að sjá næsta tölublað, en stefnt er að tveimur blöðum á ári. Í grein Jóhanns Óla Hilmarsson- ar, sem nefnist Friðland í Flóa, voru mjög skemmtilegar ljósmynd- ir af fuglum og fuglavinum að störf- um. Þarna komu fyrir þúfutittling- ur, hrossagaukur og lómur svo eitthvað sé nefnt og fjallað var um endurheimt og vernd votlendis. Áhugavert málefni það. Víkverji setur þá ósk fram að meira verði fjallað um fugla í næsta tölublaði og væri gaman að sjá myndasyrpu af haförnum. Nú er víst bannað að ljósmynda erni eins og hverjum þóknast en eitthvað hlýtur að vera til af myndefni. x x x ÚR ÞVÍ að minnst er á erni get-ur Víkverji ekki stillt sig um að segja frá því er hann sá örn í fyrsta skipti en það var einmitt í Arnarfirði fyrir áratug. Örninn sat á steini rétt fyrir neð- an veginn, sem lá ofarlega í hlíð, og tók sig á loft og flaug út á sjó eftir að Víkverji og ferðafélagar höfðu virt hann fyrir sér í nokkur augna- blik á um 10 metra færi. Víkverji hefur ekki séð örn síðan en þakkar fyrir kynnin. Þá var það ekki síðri upplifun þegar uglu bar fyrir augu Víkverja í fyrsta skipti. Það átti sér stað í Árnessýslu fyrir nokkrum ár- um og var ótrúlegt að fylgjast með háttalagi þessa fugls sem Víkverji hélt að væri rólegheitafugl, tákn viskunnar og helst alltaf sitjandi. En uglan í Árnessýslu flaug yfir allstórt tún, kannski í leit að mús- um til að éta og steypti sér ótal sinnum niður í grassvörðinn úr um 5 metra hæð og upp aftur með miklu vængjablaki og miklu meiri snerpu og krafti en Víkverji hélt að þessir fuglar ættu til. Á þessu gekk í einar 4 eða 5 mínútur án þess að uglan tæki sér hlé. Síðan hvarf hún Víkverja sjónum og hefur hann ekki séð uglu síðan, en telur sig hafa heyrt í uglu tvisvar eða þrisv- ar í Árnessýslu, í Villingaholts- hreppi nánar tiltekið árið 1990. Smárabíó – aldurstakmark LAUGARDAGINN 16. mars fórum við hjónin á mynd í Smárabíó sem heitir 13 Ghosts og er hryllings- mynd með tilheyrandi blóð- slettum og aflimunum. Þegar hlé kom tókum við eftir því að 4–5 krakkar á aldrinum 12–13 ára voru að horfa á myndina, en mynd- in er stranglega bönnuð innan 16 ára. Þar sem við eigum barn á þessum aldri vissum við að við hefðum ekki viljað að okkar barn sæi þessa mynd, enda frek- ar skuggaleg. Ég fór fram og ræddi við starfsstúlku sem sagði að líklegast hefðu krakkarnir keypt miða á aðra mynd og laum- ast svo inn á þessa. Hún sagði að þetta yrði athugað. Rétt þegar myndin var að hefjast aftur kom starfs- maður og ræddi við krakk- ana og fékk að líta á miðana þeirra. Þau voru greinilega með miða á rétta mynd og fengu því að vera áfram, ekki var beðið um skilríki. Þannig að fyrst þau kom- ust í gegnum miðasöluna var ekki hægt að banna þeim að horfa á myndina. Þetta fannst okkur síð- asta sort og vera kvik- myndahúsinu til vansa. Eftir helgi hafði ég sam- band við kvikmyndaeftirlit- ið og þeir sögðu að það væri ekki í þeirra verkahring að fylgjast með hvort kvik- myndahúsin framfylgdu reglum um aldurstakmörk, þeir sæju eingöngu um að setja aldurstakmörk á myndir. Þeir sögðu að ég hefði átt að hafa samband við lögreglu, það er orðið of seint núna enda við ekki með neitt í höndunum. Ef þið, neytendur góðir, verðið varir við að kvik- myndahúsin brjóti þessar reglur í gróðaskyni vil ég endilega benda ykkur á að láta lögreglu vita ef þið sjá- ið þessar reglur brotnar. Lína Sólbjartsdóttir. Leiðarljós NÚ í maí fellur niður Leið- arljós í sjónvarpinu og óvíst er með framhald á sýning- um. Eftir því sem mér skilst fær sjónvarpið þessa þætti frítt svo það ætti nú að vera kostur í þeim fjárhagserf- iðleikum sem eru þar. Þess- ir þættir hafa verið sýndir í mörg ár og njóta mikilla vinsælda enda frábærir þættir. Ég þoldi ekki sápu- óperur hér áður fyrr en þessir þættir hafa alger- lega heillað mig. Það fer víst eftir við- brögðum áhorfenda Leið- arljóss hvort framhald verður á sýningum og því skora ég á alla aðdáendur þáttarins, sem ég veit að eru fjölmargir, að láta heyra hressilega í sér. Einnig skora ég á dag- skrárdeild sjónvarpsins að endurskoða þessa ákvörð- un því þættirnir eru langt í frá að verða búnir. Það er hálf hallærislegt að klippa á þættina núna í miðju kafi þar sem enn er verið að framleiða þættina. S.H. Tapað/fundið Taska í óskilum TASKA fannst í Fífu- hvammi í Kópavogi sl. föstudag. Í töskunni eru ýmis áhöld til fiskveiða. Eigandi er beðinn að hringja í síma 564 2197. Konan sem lánaði handklæði KONAN sem lánaði okkur bláa handklæðið í nýja íþróttahúsinu í Grafarvogi sl. sunnudag er beðin að hafa samband í síma 562- 7510 eða 822-7510. Dýrahald Blár páfagaukur týndur PÁFAGAUKUR flaug út um glugga á Vatnsenda í Elliðavatnshverfi 20. apríl sl. Um er að ræða karlfugl, afar fallegan, bláan að lit. Gaukurinn er mjög gæfur – hann er vanur að vera laus og innan um fólk, en er þó heldur feiminn í fyrstu við ókunnuga. Hann á það til að spígspora um gólf, eltir mann um öll hús fljúgandi eða situr á öxl manns. Hann hefur dálæti á osti, pizzu og pasta og hans er sárt sakn- að á heimilinu. Ef einhver hefur orðið hans var þá vin- samlegast hafið samband í 586 2805 eða 557 6100. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Í FYRIRSPURN til Vel- vakanda hinn 1. maí sl. veltir símnotandi því fyr- ir sér hvers vegna gamli góði „á tali-sónninn“ hafi nú verið látinn víkja fyrir þýðri kvenmanns- rödd þegar hringt er í símanúmer sem er á tali. Símakona býður nú símnotendum að spara sér ómakið við að hringja aftur í upptekið númer með því að ýta á töluna 5. Fyrir þessa þjónustu er að sjálfsögðu tekið gjald. Hvað skyldi Land- síminn hafa grætt mikið á óþolinmæði Íslendinga undanfarna mánuði? Ragnheiður. Gamli góði talsónninn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.