Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 59
DAGBÓK
Mikið úrval
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
af buxum
Innilega þakka ég ættingjum og vinum sem
glöddu mig á áttræðisafmælinu mínu og gerðu
mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún L. Sigurðardóttir.
Útsala vegna breytinga
30–50% afsláttur
Opið virka daga frá kl. 11–18, laugard. kl. 11–15
og sunnudaginn 12. maí frá kl. 13–16
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
Hættum með húsgögn
Einstakt tækifæri að eignast massív
handskorin húsgögn á frábæru verði.
Sófasett, stakir stólar, borðstofusett,
kistur innskotsborð og margt fleira.
Ármúla 17a - 108 Reykjavík - Sími 553 8282
Í sumar
Hugræn teygjuleikfimi frá Kína er blanda af nútíma leikfimi
og hefðbundinni kínverskri leikfimi sem á sér aldagamla sögu.
Hún eflir bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hún einkennist af af-
slöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga.
• Einkatímar — hóptímar
Kínversk leikfimi
TIL að byrja með koma að
minnsta kosti þrjár leiðir til
greina í sex hjörtum suðurs.
En möguleikunum fækkar
þegar spilinu vindur fram:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ K74
♥ ÁG3
♦ 972
♣ÁK109
Suður
♠ D
♥ KD10962
♦ ÁK5
♣763
Vestur Norður Austur Suður
– – 2 spaðar* 3 hjörtu
Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
* Veikir tveir – sexlitur og 5–10 punktar.
Vestur kemur út með smá-
an spaða og austur tekur á
ásinn og spilar gosanum til
baka. Hvernig sér lesandinn
framhaldið fyrir sér?
Fyrsta hugsunin sem
kviknar er að henda laufi í
spaðakóng og reyna síðan að
fríspila þrettánda laufið með
trompun. En það eru fleiri
kostir í stöðunni. Austur á
sexlit í spaða og ef hann
fylgir þrisvar lit í trompinu
getur hann ekki átt nema
fjögur spil í láglitunum. Ef
austur á skiptinguna 6-3-2-2
má þvinga vestur í laufi og
tígli með því að spila tromp-
unum til enda. Þriðji kostur-
inn er svo að tvísvína fyrir
DG í laufi í vestur.
En ekkert liggur á. Laufi
er hent í spaðakóng, spaði
trompaður og hjarta spilað. Í
ljós kemur að trompið liggur
2-2. Þá þýðir ekkert að spila
upp á þvingun og það virðist
rökrétt að reyna að tromp-
fría laufið. Enn á ný er samt
rétt að fara rólega í málin –
taka fyrst ÁK í tígli og kanna
leguna þar. Þá kemur hlið
óvænta í ljós – austur á ein-
spil:
Norður
♠ K74
♥ ÁG3
♦ 972
♣ÁK109
Vestur Austur
♠ 865 ♠ ÁG10932
♥ 74 ♥ 85
♦ D108643 ♦ G
♣D5 ♣G842
Suður
♠ D
♥ KD10962
♦ ÁK5
♣763
Þar með er austur upp tal-
inn með sexlit í spaða, tvö
hjörtu og einn tígul. Og þar
af leiðandi fjórlit í laufi. Næst
er ÁK í laufi spilað og þegar
vestur sýnir drottninguna er
vandalaust að trompsvína
fyrir gosann í austur.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert framtakssamur, for-
sjáll og bjartsýnin uppmáluð
og lætur fátt þér til leiðinda
verða. Lífið blasir við þér.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú lætur smávægilegt atvik
hafa of mikil áhrif á þig í dag.
Reyndu að huga að framtíð-
inni og hugsa um það sem
skiptir meira máli.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það skiptir meira máli hvað
þú veist en hverja þú þekkir.
Hættu því að gangast upp í
kunningsskapnum og
menntaðu sjálfan þig.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt eftir að uppskera laun
erfiðis þíns. Það er allt í átt-
ina hjá þér og ástæðulaust
með öllu að vera með ein-
hverja feimni gagnvart öðr-
um.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Fáðu einhvern sem þú
treystir til að koma þér í
samband við raunveruleik-
ann því þú ert ekki fær um
að taka skynsamlegar
ákvarðanir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það vantar ekki mikið upp á
að þér takist að ljúka því
verkefni sem þér hefur verið
falið. Rasaðu ekki um ráð
fram á lokasprettinum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þótt bjartsýnin sé til staðar
máttu ekki láta hana taka
svo yfir að þú gerir þér enga
raunhæfa grein fyrir stöðu
þinni. Sýndu skynsemi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér sárna ummæli sem falla
í samtali innan fjölskyldunn-
ar. Láttu samt öfund ann-
arra ekki draga þig niður
heldur láttu sem ekkert sé.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú átt enn langt í land með
að klára það verkefni, sem
þú beinir mestri orku að.
Láttu það ekki trufla þig, því
í raun liggur ekkert á.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þér lætur vel að leiða aðra í
starfi. Gættu þess bara að of-
metnast ekki þegar vel
gengur því dramb er falli
næst.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur unnið vel að und-
anförnu og getur því um
frjálst höfuð strokið. Leggðu
drög að því að komast í gott
ferðalag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ósérhlífni þín og trú-
mennska í starfi fer ekki
framhjá yfirmönnum þínum
og þú mátt vera viss um að
hljóta þau laun sem þú átt
skilið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu sem minnst á því bera,
hvað þú heldur um framtak
samstarfsmanna þinna. Þeir
munu á endanum komast að
því að þú ert þeirra lykilmað-
ur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
60ÁRA afmæli. Í dag, 9.maí, er sextugur
Magnús R. Aadnegard, vél-
virkjameistari og einn eig-
enda Véla- og skipaþjónust-
unnar Framtaks ehf., Hafn-
arfirði. Kona hans er Kristín
Ína Pálsdóttir, kennari og
bókasafnsfræðingur. Þau
taka á móti gestum í veit-
ingahúsinu Skútunni í kvöld
milli klukkan 20 og 24.
50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 9.
maí, er fimmtugur Hreinn
Ómar Sigtryggsson, Klapp-
arbergi 13, Reykjavík.
Kona hans er Ólafía Ott-
ósdóttir. Þau hjónin verð að
heiman í dag.
LJÓÐABROT
HEIMFÝSI
Fagurt var kvöldið í friðsælum lund,
fagurt var suðrið hið varma.
Sá ég þar ótal hin svarteygu sprund,
snjóhvíta fætur og arma.
Annað mér samt í öndinni skein,
unni ég hvergi þar silkirein.
Hetjurnar frægu á fornmanna grund
fundu að hjarta mér leiðir;
heiðurinn fagur um hauður og sund,
Helíkons lindir og meiðir.
Ó hvað ég ann þér, hin aldna tíð,
innsett og helguð af frjálsum lýð.
Ó hvað ég ann þér, mitt ljúfasta land,
leit ég þar fyrst mína daga.
Aldan þar hljómar við ægisand,
eilíf og fræg er þín saga.
Saga þér bendir, og sætt hún hlær –
á sigrinum frelsið og veldið grær.
Benedikt Gröndal
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. Rbd2
c6 4. g3 Bg4 5. Bg2 Rbd7 6.
0–0 e6 7. He1 Be7 8. e4 dxe4
9. Rxe4 Rxe4 10. Hxe4 Rf6
11. He1 0–0 12. c3 Rd5 13. c4
Rb6 14. b3 Bb4 15. Bd2
Bxd2 16. Dxd2 Bxf3 17. Bxf3
Df6 18. De3 Hfd8 19. Had1
g6 20. a4 Df5 21. Be4 Da5 22.
Df4
Snorri G. Bergsson
(2.275) hefur á síð-
ustu misserum verið
virkur þátttandi í ís-
lensku skáklífi. Um-
ræðuhorn skák-
manna hefur m.a.
verið sá vettvangur
sem hann hefur hasl-
að sér völl. Fyrir ut-
an skrif sín teflir
hann meira en um
langt skeið. Í stöð-
unni hafði hann
svart gegn Erlingi
Þorsteinssyni
(2.142) á Reykjavík-
urskákmótinu. 22.
...Hxd4! Með þessu vinnur
svartur peð en því fer fjarri
staða hans sé unnin. 23. Df6
e5 24. Kg2 He8 25. Bxg6!
fxg6 26. Hxd4 Dxe1 27.
Hh4?? Hvítum yfirsást að
hann náð jafntefli með 27.
Hd8 Hxd8 28. De6+. Fram-
haldið varð: 27. ...Rd7 28.
Dd6 Rf8 29. c5 Da5 30. f4
exf4 31. b4 Dd8 32. Dxf4
He2+ 33. Kh3 Dd7+ 34.
Hg4 De6 35. Dc4 Dxc4 36.
Hxc4 Re6 og hvítur lagði
niður vopin.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Með morgunkaffinu
Nei, það hjálpar ekki upp á uppeldið að gefa honum
hjól. En strákapörin munu dreifast víðar.
50 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn
10. maí, er fimmtug Kristín
Helga Jónatansdóttir,
starfsmaður á Hótel Loft-
leiðum. Hún tekur á móti
gestum föstudaginn 10. maí
kl. 18 í Síðumúla 11.
FRÉTTIR
LANDSÞING ITC verður dagana
10.–11. maí nk. í Hásölum, Safn-
aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju
viðStrandgötu. Fjölbreytt dagskrá
er á þinginu. Á föstudag verður
m.a. ræðukeppni og Mary E. John-
son varaforseti II. svæðis ITC flyt-
ur fréttir frá stjórn alþjóðsamtak-
anna. Heiðursgestur við þingsetn-
ingu er Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir alþingismaður.
Á laugardag heldur Hansína B.
Einarsdóttir afbrotafræðingur fyr-
irlestur undir heitinu: „Ég.is“. Um
tengsl, persónulegan styrk og
tækifæri á 21. öldinni. Fyrirlestur
Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur
frá Geðrækt nefnist „Sjálfsmynd,
geðheilsa, vellíðan“ og að lokum er
Mary E. Johnson, varaforseti II.
svæðis, með fyrirlestur er nefnist
„What’s In It For Me? – 2003“
Um kvöldið verður hátíðarkvöld-
verður og skemmtidagskrá. Heið-
ursgestur verður bæjarstjórinn í
Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson.
Kvöldstund með Þorvaldi Hall-
dórssyni og innsetning nýrrar
stjórnar. Vigdís Finnbogadóttir
fyrverandi forseti Íslands veitir
formlega viðtöku titlinum „Sam-
skiptajöfur ársins“. Forseti Land-
samtaka ITC er Edda M. Hall-
dórsdóttir. Heimasíða ITC er
www.simnet.is/itc.
Landsþing
ITC í
Hafnarfirði
AÐALFUNDUR skíðadeildar
Breiðabliks verður haldinn miðviku-
daginn 15. maí nk. kl. 20 í Smáran-
um.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalfundur
skíðadeildar
Breiðabliks
B-LISTINN efnir til skoðunarferð-
ar um Garðabæ í dag, uppstigning-
ardag.
Lagt verður upp frá Hofsstaða-
skóla klukkan 13 og ekið um bæinn í
rútu.
Komið verður við á þeim stöðum í
Garðabæ þar sem unnið er að nýju
skipulagi eða framkvæmdir eru fyr-
irhugaðar. Eins verða nýbyggingar-
svæði skoðuð.
Sérstaklega verður staldrað við á
Vífilsstöðum, þar sem B-listinn vill
að byggð verði upp fjölþætt þjón-
usta með íbúðum fyrir aldraða í sam-
vinnu við heilbrigðisyfirvöld.
Einnig verður komið við á lóðinni
á Hraunsholti þar sem B-listinn vill
að nýr skóli fyrir Ásahverfi og
Strandhverfi rísi.
Skoðunarferð
með B-listanum